Skrúfa í dekki
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16568
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2135
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Skrúfa í dekki
Loftið var farið að leka rólega úr, á viku fresti droppaði þrýstingurinn úr 32pund í 24pund.
Sá skýringuna í dag þegar ég var að bæta á lofti. Er hægt að ná skrúfunni úr án þess að skaða dekkið? Til dæmis með að minnka loftþrýsting niður fyrir 10 pund skrúfa skrúfuna úr með skrúfujárni og dæla síðan aftur 32 pundum af lofti. Eða ætli það þurfi að setja gúmitappa í stað skrúfunnar?
Sá skýringuna í dag þegar ég var að bæta á lofti. Er hægt að ná skrúfunni úr án þess að skaða dekkið? Til dæmis með að minnka loftþrýsting niður fyrir 10 pund skrúfa skrúfuna úr með skrúfujárni og dæla síðan aftur 32 pundum af lofti. Eða ætli það þurfi að setja gúmitappa í stað skrúfunnar?
- Viðhengi
-
- 03749983-9D92-4486-8B7D-99934BDC2241.jpeg (2.19 MiB) Skoðað 9269 sinnum
-
- FC7893B3-C2CE-4FDD-BE05-3289FC51BB4F.jpeg (2.16 MiB) Skoðað 9269 sinnum
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Skrúfa í dekki
Það þarf plástur hinum megin á dekkinu, þegar bílkó var og hèt kostaði það mig 1000kr
Síðast breytt af jonsig á Fös 15. Maí 2020 23:46, breytt samtals 1 sinni.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Skrúfa í dekki
En eftir viðgerð fellur úr gildi hámarks leyfilegur aksturshraði dekksins niður í 136.794 kmh samkvæmt minni víðtæku google þekkingu.
-
- spjallið.is
- Póstar: 418
- Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 12:42
- Reputation: 42
- Staðsetning: Nokkuð góð!
- Staða: Ótengdur
Re: Skrúfa í dekki
Það þarf að setja tappa í þetta eða eða svepp. (tappi með bót á endanum)
Þannig að það er bara dekkjaverkstæði eða næsti jeppakarl á vinalistanum sem er með tappasett í bílnum
Þannig að það er bara dekkjaverkstæði eða næsti jeppakarl á vinalistanum sem er með tappasett í bílnum
Gigabyte Z790 Aorus Master | I9 14900K | Corsair Vengeance 64GB | Asus TUF 3080 OC | Samsung 990 Pro | Corsair AX 860i | Noctua NH-D15
-
- Vaktari
- Póstar: 2011
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Reputation: 276
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Skrúfa í dekki
það þarf að setja Svepp innanfrá til þess að dekkið sé ennþá viðurkennt. Annað er bara fúsk.
PS, ekki taka skrúfuna úr því þá ferð það fyrst að leka að einhverju viti, um að gera að fara bara á verkstæði
PSS ekki setja tappa utanfrá nema í neyð og þú átt leið á verktæði, það er bara skítaredding og dekkið vírslitnar frekar.
PS, ekki taka skrúfuna úr því þá ferð það fyrst að leka að einhverju viti, um að gera að fara bara á verkstæði
PSS ekki setja tappa utanfrá nema í neyð og þú átt leið á verktæði, það er bara skítaredding og dekkið vírslitnar frekar.
Síðast breytt af einarhr á Lau 16. Maí 2020 01:09, breytt samtals 2 sinnum.
| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |
-
- Vaktari
- Póstar: 2011
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Reputation: 276
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Skrúfa í dekki
Hvað þarf maður mikið Thermal Paste?
jonsig skrifaði:Líka hægt að taka dekkið af felgunni og líma intel 9700k yfir gatið.
| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |
Re: Skrúfa í dekki
Bara setja súperglue regluega utaná skrúfuna svo hún detti ekki úr = safe og fínt...
-
- Vaktari
- Póstar: 2011
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Reputation: 276
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Skrúfa í dekki
rapport skrifaði:Bara setja súperglue regluega utaná skrúfuna svo hún detti ekki úr = safe og fínt...
Já svo þegar það kemur vetur aftur þá er bara að snúa henni við og þú ert set
| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |
Re: Skrúfa í dekki
Farðu í n1 og keyptu viðgerðarkitt fyrir dekk, kostar minnir mig im 1500kr. Öll verkfæri og leiðbeiningar fylgja.
Ég notaði þetta á Pathfinder a 33" og það svínvirkaði og hefur gert síðust liðið ár og nokkuð marga þúsund km
Ég notaði þetta á Pathfinder a 33" og það svínvirkaði og hefur gert síðust liðið ár og nokkuð marga þúsund km
Síðast breytt af benony13 á Lau 16. Maí 2020 02:22, breytt samtals 1 sinni.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16568
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2135
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Skrúfa í dekki
benony13 skrifaði:Farðu í n1 og keyptu viðgerðarkitt fyrir dekk, kostar minnir mig im 1500kr. Öll verkfæri og leiðbeiningar fylgja.
Ég notaði þetta á Pathfinder a 33" og það svínvirkaði og hefur gert síðust liðið ár og nokkuð marga þúsund km
Getur maður fyllt upp í gatið án þess að rífa dekkið af felgunni?
Þ.e. lagað þetta utanfrá?
Re: Skrúfa í dekki
GuðjónR skrifaði:benony13 skrifaði:Farðu í n1 og keyptu viðgerðarkitt fyrir dekk, kostar minnir mig im 1500kr. Öll verkfæri og leiðbeiningar fylgja.
Ég notaði þetta á Pathfinder a 33" og það svínvirkaði og hefur gert síðust liðið ár og nokkuð marga þúsund km
Getur maður fyllt upp í gatið án þess að rífa dekkið af felgunni?
Þ.e. lagað þetta utanfrá?
Ég fékk skrúfu í dekkið á skódanum mínum í fyrrasumar. Keypti mér svona tappakitt þegar ég átti leið í Byko og gerði við. Má vera að það sé fúsk að gera þetta svona án þess að taka dekkið af felgunni og heilnudda það með ilmolíum, en það hefur a.m.k. ekki lekið síðan.
PS komst að því þá að varadekkið hafði legið ónotað í skottinu í 17 ár. Þurfti bara aðeins að bæta lofti á það, en ég komst a.m.k. út á bensínstöð á því.
Re: Skrúfa í dekki
GuðjónR skrifaði:benony13 skrifaði:Farðu í n1 og keyptu viðgerðarkitt fyrir dekk, kostar minnir mig im 1500kr. Öll verkfæri og leiðbeiningar fylgja.
Ég notaði þetta á Pathfinder a 33" og það svínvirkaði og hefur gert síðust liðið ár og nokkuð marga þúsund km
Getur maður fyllt upp í gatið án þess að rífa dekkið af felgunni?
Þ.e. lagað þetta utanfrá?
Ja ekkert mál.
1. Þú tjakkar upp bílinn
2. Tekur skrúfuna úr
3. Notar tólið sem er beitt of riflum til að stækka sárið og hreinsa það
4. Setur gúmmí drulluna í nálaraugað og treður því í gatið og losar.
5. Skerð endann stendur uppúr og vola! Tilbúið
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Skrúfa í dekki
Held að vandamálið við kúkmix reddingu að líkurnar á að dekkið hvellspringi á mikilli ferð aukast.
Re: Skrúfa í dekki
Vertu öruggur vinur. Farðu á næsta dekkjaverkstæði og láttu setja svepp að innanverðu í dekkið.
Seinasta sem þú vilt að gerist fyrir þig á 90km/klst hraða er að skítamix viðgerð gefi sig. Hugsaðu um allt sem þú eyðir peningum í að staðaldri og hvort þetta sé eitthvað sem þú viljir spara nokkra þúsunda kalla með.
Seinasta sem þú vilt að gerist fyrir þig á 90km/klst hraða er að skítamix viðgerð gefi sig. Hugsaðu um allt sem þú eyðir peningum í að staðaldri og hvort þetta sé eitthvað sem þú viljir spara nokkra þúsunda kalla með.
-
- spjallið.is
- Póstar: 418
- Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 12:42
- Reputation: 42
- Staðsetning: Nokkuð góð!
- Staða: Ótengdur
Re: Skrúfa í dekki
Skulum nú aðeins róa okkur hérna. Aðferðarfræðin við tappa og svepp er nákvæmlegta eins nema að nálin fyrir sveppinn er minni þannig að það þarf ekki að rífa gatið eins mikið út og fyrir tappa. (það er samt rifið út) Sveppurinn er öruggari viðgerð til að halda lofti en hefur ekki allt að segja með öryggi dekksins því það er aðskotahluturinn (skrúfan) sem hefur mögulega vírslitið það. Rétt settur tappi losnar vanalega ekki úr en getur lekið.
Þannig að dekk hvellspringa ekki útaf tappa eða svepp heldur útaf vírsliti, skemmdum eða göllum. Það er eitthvað sem viðgerðarmaðurinn dæmir þegar hann skoðar dekkið, hvort það eigi að laga eða henda.
Dekk vírslitna svo stundum án allrar aðstoðar og þá kemur skallablettur á þau, þannig að það er ágætis regla að gjóa augunum á þau öðru hverju.
Þannig að dekk hvellspringa ekki útaf tappa eða svepp heldur útaf vírsliti, skemmdum eða göllum. Það er eitthvað sem viðgerðarmaðurinn dæmir þegar hann skoðar dekkið, hvort það eigi að laga eða henda.
Dekk vírslitna svo stundum án allrar aðstoðar og þá kemur skallablettur á þau, þannig að það er ágætis regla að gjóa augunum á þau öðru hverju.
Gigabyte Z790 Aorus Master | I9 14900K | Corsair Vengeance 64GB | Asus TUF 3080 OC | Samsung 990 Pro | Corsair AX 860i | Noctua NH-D15
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16568
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2135
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Skrúfa í dekki
Takk fyrir öll svörin, ætla ekki að taka neina áhættu heldur fara með dekkið í viðgerð eftir helgi. Alveg magnað samt hvað það lekur hægt úr dekkinu.
Re: Skrúfa í dekki
Þegar götin eru lítil eins og eftir skrúfu eða nagla, þá eru dekkjaverkstæði að setja tappa í utanfrá, eins sumir hér kalla skíta reddingu, ég hef gert þetta nokkuð oft síðust 25 ár eða svo, aldrei klikkað, þannig að þú ert nú ekki að taka neina stóra áhættu með þessu.
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1251
- Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
- Reputation: 100
- Staða: Tengdur
Re: Skrúfa í dekki
með mentun frá michelin(jonsig), þá segi ég þér að fara á næsta verkstæði og setja svepp í dekkið hjá n1
var að vinna við þetta í 10 ár, hef séð alskonar fúsk við viðgerðir á öllum dekkjaverkstæðum hérna heima þegar ég kíkji í heimsókn og shit hvað ég vildi ekki að þetta væri dekkið mitt oftast (bæði hjá n1 og sólning) en ég færi frekar í n1, og frekar á fellsmúla( ef það er sama þjónusta er þar og þegar ég var í þessu) eða á ásbrú reykjanesbæ, eða bara fara í costco og fá sér ný
ALLTAF energy saver sem sumar dekk
x-ice sem vetrar (heilsárs)
xice-north ef þú vilt nelgd dekk
alpin endast ekki voða vel ekki eins og xice
var að vinna við þetta í 10 ár, hef séð alskonar fúsk við viðgerðir á öllum dekkjaverkstæðum hérna heima þegar ég kíkji í heimsókn og shit hvað ég vildi ekki að þetta væri dekkið mitt oftast (bæði hjá n1 og sólning) en ég færi frekar í n1, og frekar á fellsmúla( ef það er sama þjónusta er þar og þegar ég var í þessu) eða á ásbrú reykjanesbæ, eða bara fara í costco og fá sér ný
ALLTAF energy saver sem sumar dekk
x-ice sem vetrar (heilsárs)
xice-north ef þú vilt nelgd dekk
alpin endast ekki voða vel ekki eins og xice
CPU: Intel i9-14900KS
Móðurborð: Asus z790 apex encore
Minni: G.skill 2x24gb 8400mhz cl40
Skjákort: RTX 4090 rog strix
Turn psu: lian li o11d xl rog, Dark Power Pro 1600w13xQL120
Kæling: EK CR360 direct die AIO
SSD: Samsung SSD 980 PRO 1TB x2
Skjár: asus pg32uqr
Lyklaborð Mús heyrnatól : Corsair k100 rgb, corsair Virtuos
Móðurborð: Asus z790 apex encore
Minni: G.skill 2x24gb 8400mhz cl40
Skjákort: RTX 4090 rog strix
Turn psu: lian li o11d xl rog, Dark Power Pro 1600w13xQL120
Kæling: EK CR360 direct die AIO
SSD: Samsung SSD 980 PRO 1TB x2
Skjár: asus pg32uqr
Lyklaborð Mús heyrnatól : Corsair k100 rgb, corsair Virtuos
Re: Skrúfa í dekki
Ég myndi bara setja tappa í þetta utanfrá og gleyma þessu, það er ekki eins og þú sért á einhverjum kappakstursbíl eða eitthvað , það er ekkert að fara hvellspringa eða neitt
Re: Skrúfa í dekki
Artic Trucks eru með solid tappasett. Annars ættiru að fá útá næstu bensínstöð sett.
-Need more computer stuff-
-
- /dev/null
- Póstar: 1476
- Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
- Reputation: 304
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: Skrúfa í dekki
Þau skipti sem ég hef fengið skrúfu eða glerbrot í dekk, þá hef ég farið á dekkjaverkstæði til að láta gera við.
Alltaf fundist þessi dekkjakit fyrir einstaklinga hálfgert mix.
Alltaf fundist þessi dekkjakit fyrir einstaklinga hálfgert mix.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16568
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2135
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Skrúfa í dekki
Tbot skrifaði:Þau skipti sem ég hef fengið skrúfu eða glerbrot í dekk, þá hef ég farið á dekkjaverkstæði til að láta gera við.
Alltaf fundist þessi dekkjakit fyrir einstaklinga hálfgert mix.
Já, dekkið kostar 11k nýtt og er meira en hálfslitið. Ég hringdi á dekkjaverkstæði og þeir rukka 6k fyrir að setja tappann í. Borgar sig þá frekar að kaupa nýtt dekk.
Hringdi á AB-Varahluti þeir áttu svona 1000 kr. sett með nokkrum töppum, en það er löngu uppselt og ekkert á leiðini. Bílanaust á sett sem kostar 15.000 og eitthvað annað sem ég hringdi í á sama sett á 17.000 , bæði í stálkassa með 100 töppum.
Búinn að hringja á Olís og N1 bensínstöðvar en enginn kannast við svona.
Fékk beint númer á dekkjaverkstæðinu í mosó, en það númer hringir alltaf út.
Ótrúlega flókið að finna eitthvað svona einfalt