Mig vantar slatta af USA til EU raftengjabreytum/klóm

Athvarf handlagna heimilisnördsins

Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Mig vantar slatta af USA til EU raftengjabreytum/klóm

Pósturaf netkaffi » Þri 07. Apr 2020 08:44

Svona til að breyta USA kló í EU/Ísland kló. Hvar fæst þetta ódýrast? Má vera innanlands eða erlendis, bara vil eiga svona 10 stk af því að maður á orðið svo mörg raftæki með USA klóm.




Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Mig vantar slatta af USA til EU raftengjabreytum/klóm

Pósturaf netkaffi » Þri 07. Apr 2020 08:58

Hvað heitir þetta annars? Ég veit ekki einu sinni hvernig ég get leitað að þessu á íslenskum vefsíðum (hvað drasl heitir er líka oft mismunandi eftir vefsíðum, bögg). Ég ætla droppa við í Húsasmiðjunni og kaupa tvær á eftir en langar að panta einhverstaðar svona 10-20 stk allavega svo ég þurfi ekki að spá í þessu meir, þannig að ef einhver er með hugmyndir let me know.



Skjámynd

brain
</Snillingur>
Póstar: 1057
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 146
Staða: Tengdur

Re: Mig vantar slatta af USA til EU raftengjabreytum/klóm

Pósturaf brain » Þri 07. Apr 2020 09:11

Síðast breytt af brain á Þri 07. Apr 2020 09:14, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Mig vantar slatta af USA til EU raftengjabreytum/klóm

Pósturaf hagur » Þri 07. Apr 2020 09:14

Þetta er dæmi um ómerkilegt dót sem ber yfirleitt mjöööööög háa álagningu hérlendis. Ég hef keypt slatta af þessu í Computer.is, þeir voru ódýrastir þegar ég var að kaupa svona síðast, en kostar samt 500 kall stykkið:

https://www.computer.is/is/product/brey ... 220v-ad-bk



Skjámynd

olihar
Geek
Póstar: 829
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 188
Staða: Ótengdur

Re: Mig vantar slatta af USA til EU raftengjabreytum/klóm

Pósturaf olihar » Þri 07. Apr 2020 09:16

Ertu með mikið af tækjum sem nota svona snúrur? Ef svo er þá er bara að skipta um snúruna.

51nushz0y9L._AC_SY355_.jpg
51nushz0y9L._AC_SY355_.jpg (11.09 KiB) Skoðað 8545 sinnum



Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Mig vantar slatta af USA til EU raftengjabreytum/klóm

Pósturaf GullMoli » Þri 07. Apr 2020 10:18

Finnur þetta stundum undir nafninu breytikló.

https://ja.is/vorur/?q=breytikl%C3%B3


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

razrosk
Ofur-Nörd
Póstar: 274
Skráði sig: Þri 15. Sep 2009 20:16
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Mig vantar slatta af USA til EU raftengjabreytum/klóm

Pósturaf razrosk » Þri 07. Apr 2020 11:06

íhlutir


CompTIA A+/Network+/Security+/PDI+


Hizzman
Geek
Póstar: 836
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Mig vantar slatta af USA til EU raftengjabreytum/klóm

Pósturaf Hizzman » Þri 07. Apr 2020 11:51

rafvörubúðin í Fellsmúla



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Mig vantar slatta af USA til EU raftengjabreytum/klóm

Pósturaf jonsig » Þri 07. Apr 2020 11:55

Ef þetta eru tækjasnúrur, þá er lang best fyrir þig að kaupa bara euroklær í byko og klippa af endanum.

Ég keypti 10x svona breytistykki frá ebay en hennti þeim öllum því þau eru verri en rusl.

Keypti tvær í pakka á 800kr í bónus, sem eru reyndar schuko með jörð í annan endan. Þær voru rock solid.




Sporður
has spoken...
Póstar: 199
Skráði sig: Mán 22. Okt 2018 09:06
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Mig vantar slatta af USA til EU raftengjabreytum/klóm

Pósturaf Sporður » Þri 07. Apr 2020 13:24

jonsig skrifaði:Ef þetta eru tækjasnúrur, þá er lang best fyrir þig að kaupa bara euroklær í byko og klippa af endanum.

Ég keypti 10x svona breytistykki frá ebay en hennti þeim öllum því þau eru verri en rusl.

Keypti tvær í pakka á 800kr í bónus, sem eru reyndar schuko með jörð í annan endan. Þær voru rock solid.


Áttu þá við að þessi breytistykki hafi verið rusl eða bara EU/US breytistykki almennt?




Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Mig vantar slatta af USA til EU raftengjabreytum/klóm

Pósturaf netkaffi » Þri 07. Apr 2020 13:32

Íhlutir og Rafvörubúðin s.s. með þetta ódýrara en aðrir ef þú kaupir þetta í magni?

+ Slæmt að heyra það sem þú keyptir á Ebay hafi verið rusl. Þetta eru svo einföld stykki, ég trúi ekki öðru en að sumir eigi nóg af þessu í góðu lagi sem kostar smáaura. Hvar sem það nú er.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Mig vantar slatta af USA til EU raftengjabreytum/klóm

Pósturaf jonsig » Þri 07. Apr 2020 14:31

Sporður skrifaði:
jonsig skrifaði:Ef þetta eru tækjasnúrur, þá er lang best fyrir þig að kaupa bara euroklær í byko og klippa af endanum.

Ég keypti 10x svona breytistykki frá ebay en hennti þeim öllum því þau eru verri en rusl.

Keypti tvær í pakka á 800kr í bónus, sem eru reyndar schuko með jörð í annan endan. Þær voru rock solid.


Áttu þá við að þessi breytistykki hafi verið rusl eða bara EU/US breytistykki almennt?


Þau voru þannig að ,þú þurftir að hringla í þemi svo tækið nái sambandi, og ef snúran hreyfðist eitthvað til þá missti tækið rafmagn.
Þar sem ég er eitthvað menntaður um rafmagn þá stóðst ég ekki freistinguna til að rífa svona drasl í sundur, og sá að þetta er ekki 10kr virði sem ég keypti.

Tæki sem eru orkufrek kveikja örugglega auðveldlega í þessum ódýru kína adapter tengjum, allavegana þarf að umgangast þetta af varúð.




Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Mig vantar slatta af USA til EU raftengjabreytum/klóm

Pósturaf netkaffi » Þri 07. Apr 2020 14:40

Flestir hljóta nú að ráða við að framleiða rafklær. Ég ætla finna eitthvað gott.

Mér finnst þetta hljóma eins og einhver verzlaðu íslenskt áróður.
Síðast breytt af netkaffi á Þri 07. Apr 2020 14:41, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Mig vantar slatta af USA til EU raftengjabreytum/klóm

Pósturaf Viktor » Þri 07. Apr 2020 14:43

Það ætti að banna svona hönnun:
Viðhengi
adapter.jpg
adapter.jpg (58.91 KiB) Skoðað 8339 sinnum
adaptor.jpg
adaptor.jpg (39.25 KiB) Skoðað 8338 sinnum
Síðast breytt af Viktor á Þri 07. Apr 2020 14:43, breytt samtals 1 sinni.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6496
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 315
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Mig vantar slatta af USA til EU raftengjabreytum/klóm

Pósturaf gnarr » Þri 07. Apr 2020 15:43

Sallarólegur skrifaði:Það ætti að banna svona hönnun:


Fyrir utan hvað það er böggandi að þurf að setja breytistiki á þetta í staðin fyrir að geta skipt um snúruna sem fer inn, þá er líka óþolandi að raða þessu í fjöltengi þar sem að þetta rekst í ALLT í kringum og dettur úr sambandi og what not... :mad


"Give what you can, take what you need."


Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Mig vantar slatta af USA til EU raftengjabreytum/klóm

Pósturaf netkaffi » Mið 08. Apr 2020 06:03

Já, það ætti að banna þetta. Eða EU bara taka upp USA kló eða USA taka up EU kló. Var þetta upprunalega sett upp í einhverjum region-stjórnar pælingum eins og regions á DVD spilurum? DVD regions, það var nú meiri vitleysan (endaði með að flestallir spilarar voru orðnir region-free, svo gastu aflæst sumum spilurunum bara með fjarstýringunni. Ruglinu sem mannkyni dettur í hug).
Síðast breytt af netkaffi á Mið 08. Apr 2020 06:05, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6496
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 315
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Mig vantar slatta af USA til EU raftengjabreytum/klóm

Pósturaf gnarr » Mið 08. Apr 2020 10:35

netkaffi skrifaði:Var þetta upprunalega sett upp í einhverjum region-stjórnar pælingum eins og regions á DVD spilurum?


Klærnar þjóna reyndar meiri tilgang en það, þar sem að rafkerfið sjálft er "region bundið" milli landa. Það er nefnilega ekkert rosalega gaman að stinga 110v tæki í 220v innstungu eða öfugt.
Síðast breytt af gnarr á Mið 08. Apr 2020 10:35, breytt samtals 2 sinnum.


"Give what you can, take what you need."


Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Mig vantar slatta af USA til EU raftengjabreytum/klóm

Pósturaf netkaffi » Mið 08. Apr 2020 11:48

Meikar sense. En er ekki orðið svoldið úrelt að viðhalda þessum mun? Hver er hagnaðurinn eða kosturinn?




Televisionary
FanBoy
Póstar: 708
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

Re: Mig vantar slatta af USA til EU raftengjabreytum/klóm

Pósturaf Televisionary » Mið 08. Apr 2020 12:02

Má til í að henda þessu inn hérna.

Ég átti mjög hressan og skemmtilegan vinnufélaga sem er frá USA hann var sendur til EU að vinna skildi ekkert í þessum rugluðu íbúum Evrópu að vera ekki með fínu tenglana sem voru í Ameríkunni. Hann brá það ráð að strippa vírana bera og stinga þeim inn og það neistaði oft hjá honum þegar hann var að stinga ferðatölvunni í samband. Alger snillingur.

Mér tókst hins vegar að taka með mér US fjöltengi til UK einu sinni og setti í samband á hótelinu og hélt að það væri í lagi en það sló út öllu saman. Það fór tæki í samband í fjöltengið sem var bæði 110v / 230v samhæft. Það var hressandi að fá starfsfólkið til að koma þessu í lag aftur. Ég hefði að öllu eðlilegu ekki gert þetta en var alveg ruglaður eftir flugið og fór beint að vinna þegar ég lenti.

Það var oft í gamla daga sem menn voru að spara sér t.d. í Apple að kaupa tölvur frá US og gleymdu að svissa rofanum á bakinu. Þá fór sparnaðurinn fyrir lítið þegar búið að var að grilla aflgjafana í þessum græjum.


gnarr skrifaði:
netkaffi skrifaði:Var þetta upprunalega sett upp í einhverjum region-stjórnar pælingum eins og regions á DVD spilurum?


Klærnar þjóna reyndar meiri tilgang en það, þar sem að rafkerfið sjálft er "region bundið" milli landa. Það er nefnilega ekkert rosalega gaman að stinga 110v tæki í 220v innstungu eða öfugt.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Mig vantar slatta af USA til EU raftengjabreytum/klóm

Pósturaf Viktor » Mið 08. Apr 2020 14:06

Televisionary skrifaði:Má til í að henda þessu inn hérna.

Ég átti mjög hressan og skemmtilegan vinnufélaga sem er frá USA hann var sendur til EU að vinna skildi ekkert í þessum rugluðu íbúum Evrópu að vera ekki með fínu tenglana sem voru í Ameríkunni.


Tenglarnir í Ameríku eru einmitt stórhættulegir.

Þegar þú stingur í samband þá eru pinnarnir óvarðir, svo ef þú heldur vitlaust á tenglinum þá geturðu snert pinnana á meðan þeir tengjast og fengið straum.

Plastið á tenglinum fer ekki "inn í vegginn" eins og hér svo pinnarnir eru í rauninni alveg óvarðir.

Svo öpuðu danir þetta eftir þeim af einhverri undraverðri ástæðu.
Viðhengi
us.jpg
us.jpg (206.95 KiB) Skoðað 8139 sinnum
denmark.jpg
denmark.jpg (66.31 KiB) Skoðað 8139 sinnum
Síðast breytt af Viktor á Mið 08. Apr 2020 14:06, breytt samtals 1 sinni.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Mig vantar slatta af USA til EU raftengjabreytum/klóm

Pósturaf netkaffi » Mið 08. Apr 2020 15:17

Það á náttla að drulla besta kostinum (EU heyrist mér) yfir alla heimsbyggðina og ekki spá í því meir. Alveg steinaldarhugmyndafræði að hafa þetta allt mismunandi og ómögulegt, sérstaklega þegar það eru engin geimvísindi að sjá hvort formatið er betra. Þetta er eins og ef við værum enn að hafa HD-DVD eða Laserdisc enn á markaðnum eða eitthvað, veit þetta er ekki nákvæmlega eins dæmi en þetta er jafnmikið rugl. Þegar betri hönnun er komin þá er oft betra að taka bara við henni alstaðar eins og einfalda málið.

Þá meina ég ekki bara klónnum heldur helvítis rafmagninu.
Síðast breytt af netkaffi á Mið 08. Apr 2020 15:21, breytt samtals 1 sinni.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Mig vantar slatta af USA til EU raftengjabreytum/klóm

Pósturaf Tbot » Mið 08. Apr 2020 15:31

Þetta er ákveðin pólitík ásamt kostnaði

Kaninn getur ekki samþykkt einhvað frá öðrum löndum heldur verður að hafa sitt.
það að skipta úr 110VAC kerfi í 230VAC kostar stjarnfræðilegar upphæðir.

Bara eitt dæmi þá hefur Orkuveitan ekki enn breytt hjá sér hér í Reykjavík, þ.e. í vesturbænum og hlíðunum úr því að vera með tvo lifandi fasa í fasa og núll m.a. vegna mikils kostnaðar.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Mig vantar slatta af USA til EU raftengjabreytum/klóm

Pósturaf Tbot » Mið 08. Apr 2020 15:32

netkaffi skrifaði:Það á náttla að drulla besta kostinum (EU heyrist mér) yfir alla heimsbyggðina og ekki spá í því meir. Alveg steinaldarhugmyndafræði að hafa þetta allt mismunandi og ómögulegt, sérstaklega þegar það eru engin geimvísindi að sjá hvort formatið er betra. Þetta er eins og ef við værum enn að hafa HD-DVD eða Laserdisc enn á markaðnum eða eitthvað, veit þetta er ekki nákvæmlega eins dæmi en þetta er jafnmikið rugl. Þegar betri hönnun er komin þá er oft betra að taka bara við henni alstaðar eins og einfalda málið.

Þá meina ég ekki bara klónnum heldur helvítis rafmagninu.


Innan EU er mismunandi
Danir eru með sitt, við notum schuko í dag, en í kringum 1970-80 þá var ticino ráðandi.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Mig vantar slatta af USA til EU raftengjabreytum/klóm

Pósturaf jonsig » Lau 11. Apr 2020 09:05

Tbot skrifaði:Þetta er ákveðin pólitík ásamt kostnaði

Kaninn getur ekki samþykkt einhvað frá öðrum löndum heldur verður að hafa sitt.
það að skipta úr 110VAC kerfi í 230VAC kostar stjarnfræðilegar upphæðir.

Bara eitt dæmi þá hefur Orkuveitan ekki enn breytt hjá sér hér í Reykjavík, þ.e. í vesturbænum og hlíðunum úr því að vera með tvo lifandi fasa í fasa og núll m.a. vegna mikils kostnaðar.


Þeir þurfa bara að breyta tengingum á dreifispennir, málið er frekar þá þarf að breyta aðeins notenda megin. Þeir eru með TT kerfi sem er uþb 230VAC fasa í fasa og 123VAC til jarðar, það er enginn núllun í þessu kerfi.
Síðast breytt af jonsig á Lau 11. Apr 2020 09:06, breytt samtals 1 sinni.




Hizzman
Geek
Póstar: 836
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Mig vantar slatta af USA til EU raftengjabreytum/klóm

Pósturaf Hizzman » Lau 11. Apr 2020 11:25

Tbot skrifaði:Þetta er ákveðin pólitík ásamt kostnaði

Kaninn getur ekki samþykkt einhvað frá öðrum löndum heldur verður að hafa sitt.
það að skipta úr 110VAC kerfi í 230VAC kostar stjarnfræðilegar upphæðir.


Hjá Kananum er þetta oft spilling/lobbyismi.

Stórfyrirtæki hannar kerfi/staðal.
Fær einkaleyfi.
Mútar opinberi stofnum til að innleiða kerfið/staðalinn.
Stórfyrirtækið fær þóknun fyrir hvert eintak sem notar kerfið/staðalinn.