Eðlilegur hjartsláttur í svefni?
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16602
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2142
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Eðlilegur hjartsláttur í svefni?
Er með Apple watch sem fylgist með hjartslætti í svefni en eru 132 slög á mínutu ekki frekar mikið fyrir sofandi manneskju?
- Viðhengi
-
- CF6D0A5F-3602-4D9B-BEFF-3C6B8D9B7FF5.jpeg (322.5 KiB) Skoðað 7658 sinnum
Re: Eðlilegur hjartsláttur í svefni?
Kannski góð skýring á því af hverju þú ert stigahæstur "vaktara" JOKE
En fyrir utan það að þá vorkenni ég mjög mikið fólki sem notar vörur frá bæði Apple og Microsoft án þess að ég vilji stofna að einhverju eldstríði varðandi það.
En fyrir utan það að þá vorkenni ég mjög mikið fólki sem notar vörur frá bæði Apple og Microsoft án þess að ég vilji stofna að einhverju eldstríði varðandi það.
Re: Eðlilegur hjartsláttur í svefni?
Þetta er frekar hátt, hjartslátturinn hjá mér er í á bilinu 45 til 70bpm þegar ég sef samkvæmt úrinu mínu. Er þetta að gerast reglulega?
Re: Eðlilegur hjartsláttur í svefni?
Það er ekki rass að marka þetta nema þú sofir með strappa nokkrar nætur og mælir hjartsláttinn á þann vegin. Optical sensor getur verið mjög ónækvæmur og sýnt ranga niðurstöðu. Hleyp á hverjum degi og hef notað bæði í mörg ár og mig dettur ekki í hug að reyða mig á neitt annað en strappa.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1034
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
- Reputation: 132
- Staða: Ótengdur
Re: Eðlilegur hjartsláttur í svefni?
Þú getur ekki verið bæði með 69 og 132 slög á sömu mínútu (06:17). Ég mundi halda að þetta sé tómt rugl sem þú ert að fá.
-
- /dev/null
- Póstar: 1459
- Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
- Reputation: 163
- Staðsetning: Júpíter
- Staða: Ótengdur
Re: Eðlilegur hjartsláttur í svefni?
Sæll, er þetta að gerast oft eða bara einu sinni í viku? Ef þú situr og lest bók eða horfir á bíómynd. Er þetta að koma upp fyið aðra sedentary afþreying sem ætti vanalega ekki að skjóta púlsinum upp? Eiitthvað verið að fá takverk f. brjóstið eða kominn með bjúgmyndun?
-
- Vaktari
- Póstar: 2012
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Reputation: 276
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Eðlilegur hjartsláttur í svefni?
Sem hjartasjúklingur þá hef ég smá reynslu af svona úrum sem mæla hjartslátt, þau auka bara á stressi
En að kjarna málsins þá átti ég Fitbit fljótlega eftir að ég veiktist og ég fór að spá allt of mikið í púlsinum frekar enn blóðþrýstingi sem olli bara meiri blóðþrýstingi. Þegar maður sefur þá dreymir manni og það eru mismunandi draumar sem geta gert mann æstann á tvo eða fleiri vegu
Hvíldarpúsl er mældur þegar þú vaknar og ertu ennþá í rúminu án þess að reisa þig upp, minn er í dag um 50 en er að jafnaði yfir daginn 75 þar sem ég er á lyfjum. Ég á til að vakna á næturna í einhverju stressi útaf draum og jafnvel með púsl í 150 en það á við alla og þess vegna bið ég ykkur um að trúa ekki of miklu þessum svefnmælingum í snjallúrum ofl.,
En að kjarna málsins þá átti ég Fitbit fljótlega eftir að ég veiktist og ég fór að spá allt of mikið í púlsinum frekar enn blóðþrýstingi sem olli bara meiri blóðþrýstingi. Þegar maður sefur þá dreymir manni og það eru mismunandi draumar sem geta gert mann æstann á tvo eða fleiri vegu
Hvíldarpúsl er mældur þegar þú vaknar og ertu ennþá í rúminu án þess að reisa þig upp, minn er í dag um 50 en er að jafnaði yfir daginn 75 þar sem ég er á lyfjum. Ég á til að vakna á næturna í einhverju stressi útaf draum og jafnvel með púsl í 150 en það á við alla og þess vegna bið ég ykkur um að trúa ekki of miklu þessum svefnmælingum í snjallúrum ofl.,
Síðast breytt af einarhr á Þri 31. Mar 2020 22:35, breytt samtals 2 sinnum.
| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 922
- Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
- Reputation: 404
- Staða: Ótengdur
Re: Eðlilegur hjartsláttur í svefni?
Hvíldarpúslinn hjá mér er 50. Og í rækt 140 í skokki, ca.
Þannig að.. ég held að þessar tölur sem úrið gefur séu í rugli.
Hvernig er svefninn hjá þér?
(Flokkast þessi póstur þinn ekki undir persónuleg mál.. sem var sameiginleg ákvörðun ykkar Mods að ætti ekki heima hér á þessi spjalli?)
Þannig að.. ég held að þessar tölur sem úrið gefur séu í rugli.
Hvernig er svefninn hjá þér?
(Flokkast þessi póstur þinn ekki undir persónuleg mál.. sem var sameiginleg ákvörðun ykkar Mods að ætti ekki heima hér á þessi spjalli?)
Síðast breytt af Mossi__ á Þri 31. Mar 2020 23:01, breytt samtals 1 sinni.
Re: Eðlilegur hjartsláttur í svefni?
Byrjaðu á því að útiloka úrið.
Það eru nokkur atriði sem er vert að hafa í huga.
Það fyrsta er að því strengdari sem ólin er því nákvæmari ætti skynjarinn að vera. Þ.e. ef úrið situr þétt að þá er það nákvæmara ef ólin er laus og úrið hreyfist til.
Ég veit ekki hvernig það er með Apple en ein helsta gagnrýnin á heilsuúr er sú að þeir mæla ekki púlsinn nógu oft yfir tímabil til þess að veita fullnægjandi nákvæmni.
Þessir optisku ljósmælar virðast vera þolanlega nákvæmir ef hreyfingin á mælitækinu er lítil. Þeir verða óáreiðanlegir í miklum átökum (er sagt), þeas þegar fólk væri í/nálægt hámarksafköstum/púlsi. Þar koma bringubeltismælarnir sterkastir inn en það eru fáir sem nenna að sofa með þá held ég.
Það er mögulega eitthvað fleiri sem gæti truflað mælinguna. Ég hinsvegar veit ekki hvað það væri.
Byrjaðu á því að útiloka tækið.
Það eru nokkur atriði sem er vert að hafa í huga.
Það fyrsta er að því strengdari sem ólin er því nákvæmari ætti skynjarinn að vera. Þ.e. ef úrið situr þétt að þá er það nákvæmara ef ólin er laus og úrið hreyfist til.
Ég veit ekki hvernig það er með Apple en ein helsta gagnrýnin á heilsuúr er sú að þeir mæla ekki púlsinn nógu oft yfir tímabil til þess að veita fullnægjandi nákvæmni.
Þessir optisku ljósmælar virðast vera þolanlega nákvæmir ef hreyfingin á mælitækinu er lítil. Þeir verða óáreiðanlegir í miklum átökum (er sagt), þeas þegar fólk væri í/nálægt hámarksafköstum/púlsi. Þar koma bringubeltismælarnir sterkastir inn en það eru fáir sem nenna að sofa með þá held ég.
Það er mögulega eitthvað fleiri sem gæti truflað mælinguna. Ég hinsvegar veit ekki hvað það væri.
Byrjaðu á því að útiloka tækið.
-
- Vaktari
- Póstar: 2012
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Reputation: 276
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Eðlilegur hjartsláttur í svefni?
rapport skrifaði:Kæfisvefn?
Ekki ómögulegt en samt eru þessar tölur sérstakar þar sem á 1 mín tímabili fer púls úr 69 uppí 120+ og svo niður í 70. Þetta er líklega einhver villa í úrinu en allur er varinn góður og ég er búin að mæla með góðum hjartalækni.
| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |
-
- Vaktari
- Póstar: 2012
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Reputation: 276
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Eðlilegur hjartsláttur í svefni?
rapport skrifaði:p.s. hvaða prósentutala er þetta sem er inní súlunum?
Líklega áætlaður púls skv Appi, ég mæli ekki með þessu fyrir þá sem eru hjartveikir og þjást að kvíða. Þetta eykur bara óttan hjá þeim sem eru með kvíða og sérstaklega þeir sem eru hjartveikir.
Það sem hefur hjálpað mér mest er það sem ég lærði á Reykjalundi og það er Borg skalinn sem er þinn eiginn mælir á þolmörk.
- Viðhengi
-
- Borg.jpg (120.14 KiB) Skoðað 7392 sinnum
Síðast breytt af einarhr á Mið 01. Apr 2020 01:03, breytt samtals 2 sinnum.
| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |
Re: Eðlilegur hjartsláttur í svefni?
rapport skrifaði:p.s. hvaða prósentutala er þetta sem er inní súlunum?
220 - aldur = 170 +/- ?
-
- Vaktari
- Póstar: 2012
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Reputation: 276
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Eðlilegur hjartsláttur í svefni?
Sporður skrifaði:rapport skrifaði:p.s. hvaða prósentutala er þetta sem er inní súlunum?
220 - aldur = 170 +/- ?
Einmitt er þetta ekki prósenta af hámarkspúls miðað við aldur viðkomandi?
PS ég hef ekki hugmynd hvað GuðjónR er gamall en hann eldist vel á netinu.
| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |
Re: Eðlilegur hjartsláttur í svefni?
Ef við gefum okkur að þetta er ekki bara einhv rugl í apple watchinu og þetta er bara að gerast á nóttunni eins og inleggið þitt gefur að skilja þ.e. þú ert ekki með tachycardiu allann daginn og ert að vakna útkvíldur almennt þá gæti þetta alveg eins verið draumar. Ætla ekki að þykjast vera einhver svefnsérfræðingur eða læknir yfirhöfuð en það væri frekar cool ef þetta væri að sýna Rem og Nrem svefn. Samkvæmt stuttu insomniac googli sýnist mér að þau vara á bilinu 5-10 min allavega fyrir Nrem sem myndi samsvara lækkuninni í nokkrar mín og síðan rem frá 15 mín sem eykst þegar líður á svefninn. Eins og eg segi bara skemmtileg pæling en eflaust bara bull.
hugsum vel um <3 okkar boys.
hugsum vel um <3 okkar boys.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6800
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 941
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Eðlilegur hjartsláttur í svefni?
Ekki taka mark á úrinu.
Kynntu þér það sem sérfræðingarnir segja.
Kynntu þér það sem sérfræðingarnir segja.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
Re: Eðlilegur hjartsláttur í svefni?
Mér sýnist að neðri talan hjá þér sé hvíldarpúlsinn í svefni en hitt sé bara einhver vitleysa sem úrið telur sig vera að sjá.
Þessi úr eru mjög ónákvæm svo ef gögnin eru skrítin þá er skekkja líklegri skýring en e-ð líkamlegt.
Eðlilegur hvíldarpúls í svefni er 50-70 hjá venjulegu fólki. Því mun betra formi sem fólk er í þeim mun lægri, afrekshjólarar t.d. eru stundum með hvíldarpúls niður í 25bpm
Þessi úr eru mjög ónákvæm svo ef gögnin eru skrítin þá er skekkja líklegri skýring en e-ð líkamlegt.
Eðlilegur hvíldarpúls í svefni er 50-70 hjá venjulegu fólki. Því mun betra formi sem fólk er í þeim mun lægri, afrekshjólarar t.d. eru stundum með hvíldarpúls niður í 25bpm
Re: Eðlilegur hjartsláttur í svefni?
Úrið er mjög líklega að rugla, eða að fá óáreiðanleg input.
En ef ekki, þá er spurning hvort nefið þitt sé mögulega stíflað og hamli eðlilegum andardrætti.
En ef ekki, þá er spurning hvort nefið þitt sé mögulega stíflað og hamli eðlilegum andardrætti.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 922
- Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
- Reputation: 404
- Staða: Ótengdur
Re: Eðlilegur hjartsláttur í svefni?
Sko..
Ef að þú vaknar á morgnana..
Og rúmið er ekki gegnsvola af svita... og þér finnst þú ekki hafa orðið fyrir bíl..
Þá er ég 100% viss um að þetts sé klikkerí í úrinu.
Ef þú ert eitthvað stress með hjartaheilsuna, talaðu við lækni.
Ef að þú vaknar á morgnana..
Og rúmið er ekki gegnsvola af svita... og þér finnst þú ekki hafa orðið fyrir bíl..
Þá er ég 100% viss um að þetts sé klikkerí í úrinu.
Ef þú ert eitthvað stress með hjartaheilsuna, talaðu við lækni.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16602
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2142
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Eðlilegur hjartsláttur í svefni?
Takk fyrir allar ábendingarnar, eftir yfirlestur þráðar þá er ég 99.9% viss um að þetta er eitthvað rugl í úrinu, hugsanlega of mikill slaki í ólinni.
Næ pumpunni ekki svona hratt þó ég príli upp á Esjuna og efast um að Covid-kvíðinn sé kominn á þetta level þó mikill sé.
Er að nota öppin AutoSleep og HeartWatch en þau eiga að vinna saman.
Það borgar sig greinilega ekki að taka þessar mælingar of bókstaflega.
http://autosleep.tantsissa.com/
edit:
Smá viðbót, þar sem of langt mál yrði að svara öllum með reply, var að skoða logg yfir undanfarnar vikur, þetta var einsdæmi.
Heilsan almennt góð, ef eitthvað er þá finnst mér púlsinn frekar hægur dags-daglega frekar en hitt en tek þó eftir því að púlsinn er oft hraðari þegar ég sef á nóttunni en á daginn. Kannski er ástæðan að maður fær sér yfirleitt að borða fyrir svefninn.
Næ pumpunni ekki svona hratt þó ég príli upp á Esjuna og efast um að Covid-kvíðinn sé kominn á þetta level þó mikill sé.
Er að nota öppin AutoSleep og HeartWatch en þau eiga að vinna saman.
Það borgar sig greinilega ekki að taka þessar mælingar of bókstaflega.
http://autosleep.tantsissa.com/
edit:
Smá viðbót, þar sem of langt mál yrði að svara öllum með reply, var að skoða logg yfir undanfarnar vikur, þetta var einsdæmi.
Heilsan almennt góð, ef eitthvað er þá finnst mér púlsinn frekar hægur dags-daglega frekar en hitt en tek þó eftir því að púlsinn er oft hraðari þegar ég sef á nóttunni en á daginn. Kannski er ástæðan að maður fær sér yfirleitt að borða fyrir svefninn.
- Viðhengi
-
- Screenshot 2020-04-01 at 11.21.13.png (591.75 KiB) Skoðað 7162 sinnum
Síðast breytt af GuðjónR á Mið 01. Apr 2020 11:29, breytt samtals 1 sinni.