Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?

Allt utan efnis

Ætlar þú að nota smitrakningaforrit Almannavarna?

87
64%
Nei
36
27%
Veit ekki
12
9%
 
Samtals atkvæði: 135

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?

Pósturaf urban » Fös 27. Mar 2020 12:56

rapport skrifaði:Af hverju ætti ekki að nota þetta app, a.m.k. á meðan þetta ástand varir... þó svo að Google mundi sjá ferðir þínar... af hverju er leynd ferða þinna mikilvægari en heilsa allra sem þú hittir?

Byrjum á því, ég kem að öllum líkindum til með að setja þetta upp.
Ég er ekki búin að skoða þetta neitt að ráði, en það eru ca 95% líkur á að ég seti þetta upp.

En þetta er AKKÚRAT hugsunin sem að ég hræðist nefnilega.

Að almannahagur krefjist þess að þetta sé sett upp.

Þá er nefnilega komið fordæmi fyrir því.
Hvað ef að það á að nota þetta næst við venjulegri inflúensu (smitandi og fólk getur dáið)
Það geta komið upp allavega ástæður fyrir því að það væri gott að vita hvar allir eru (fyrir almannahag)
Rangir aðilar komast að völdum og það verður allt í einu almannahagur að vita hvar allir eru alltaf, endar því á gps chip og svo framvegis í alla.

Þetta með að almannahagur krefjist einhvers er nefnilega stórhættuleg hugsun.

dori skrifaði:
Klemmi skrifaði:Ef ég skil fréttina rétt, þá gerir þetta ekkert annað en að skrá ferðir þínar og geyma Á SÍMANUM.
Sendir engin gögn fyrr en þú hefur verið greindur með smit og samþykkir þá sérstaklega að senda þessar upplýsingar til nánari skoðunar.

Sem sagt, EF ég skil þetta rétt, þá fara gögnin um ferðalögin þín ekkert fyrr en þú sýkist og ákveður þá að deila þessum gögnum.

Þetta vissulega dregur samt úr notagildi forritsins, þar sem þú getur þá ekki matchað stað- og tímasetningar við aðra sem ekki hafa sýkst, og því ekki gefið upp sínar ferðir til að athuga hvort þið hafið verið á sama tíma á sama stað...

Mögulega er broadcastað ef þú ert smitaður hvar þú varst (ópersónugreinanlegt, bara staðsetning og tími) þannig að aðrir sem voru á sama stað á sama tíma fái ábendingu um að láta kíkja á sig.


Þá bara brodcastað til allra landsmanna með appið ?
Ef að upplýsingarnar eru bara geymdar á símanum þá hefði ég haldið að þetta væri hálf tilgangslaust til þess að finna út hverjir voru nálægt þér.

Semsagt, ef að ég og þú erum hlið við hlið, þá hefði ég haldið að appið þyrfti að geta sagt það, ekki að biðja mig um að athuga það.
Síðast breytt af urban á Fös 27. Mar 2020 12:56, breytt samtals 1 sinni.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7595
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?

Pósturaf rapport » Fös 27. Mar 2020 14:16

urban skrifaði:En þetta er AKKÚRAT hugsunin sem að ég hræðist nefnilega.

Að almannahagur krefjist þess að þetta sé sett upp.


Á t.d. að skylda fólk til að fá bólusetningu þegar bóluefni fyrir Covid kemur á markað?

Já eða Nei?

Ef það má, af hverju má þá ekki skylda fólk til að setja upp svona app?


Við sem samfélag og þeir sem við kjósum til að vera í forsvari fyrir okkur eiga að geta gripið til svona ráðstafana og sett kvaðir á fólk.

Ríkisborgararétti fylgir skylda og ef það á að svíkjast undan skyldunni þá má sekta og refsa með einhverjum hætti.

Þetta opnar dyrnar á alskonar klikkaða vitleysu, t.d. ef einhver eins og Trump kæmist til valda.

En að sama skapi þá er þetta eins og með "domain admin réttindi", þú vilt hafa gríðarlega mikið control yfir því hverjir hafa réttindi, en ef þú ræður einhvern fávita þá getur hann rústað öllu kerfinu með því.

Að hafa réttindi til að gera eitthvað jafngildir því ekki að það eigi að gera það.

Allar svona ráðstafanir þurfa að vera tímabundnar og helvíti vel útfærðar...

Sammála... þetta verður erfitt stremdið og hugsanlega svolítið klikkað.
Síðast breytt af rapport á Fös 27. Mar 2020 18:59, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?

Pósturaf dori » Fös 27. Mar 2020 15:02

urban skrifaði:
dori skrifaði:
Klemmi skrifaði:Ef ég skil fréttina rétt, þá gerir þetta ekkert annað en að skrá ferðir þínar og geyma Á SÍMANUM.
Sendir engin gögn fyrr en þú hefur verið greindur með smit og samþykkir þá sérstaklega að senda þessar upplýsingar til nánari skoðunar.

Sem sagt, EF ég skil þetta rétt, þá fara gögnin um ferðalögin þín ekkert fyrr en þú sýkist og ákveður þá að deila þessum gögnum.

Þetta vissulega dregur samt úr notagildi forritsins, þar sem þú getur þá ekki matchað stað- og tímasetningar við aðra sem ekki hafa sýkst, og því ekki gefið upp sínar ferðir til að athuga hvort þið hafið verið á sama tíma á sama stað...

Mögulega er broadcastað ef þú ert smitaður hvar þú varst (ópersónugreinanlegt, bara staðsetning og tími) þannig að aðrir sem voru á sama stað á sama tíma fái ábendingu um að láta kíkja á sig.


Þá bara brodcastað til allra landsmanna með appið ?
Ef að upplýsingarnar eru bara geymdar á símanum þá hefði ég haldið að þetta væri hálf tilgangslaust til þess að finna út hverjir voru nálægt þér.

Semsagt, ef að ég og þú erum hlið við hlið, þá hefði ég haldið að appið þyrfti að geta sagt það, ekki að biðja mig um að athuga það.

Bara til að taka það fram hef ég ekki hugsað um þetta meira en í svona 5 mínútur þannig að þú veist... Ég er að tala um eitthvað sem ég veit bókstaflega ekkert um og þetta er algjörlega útúr rassgatinu á mér.

En segjum sem svo að þetta app á þínum síma safni upplýsingum sem eru í einfaldaðri mynd tíma+staðsetning. Eftir einhverja daga kemur í ljós að þú ert smitaður og þeir sem sinna smitrakningu meta það svo að þú hafir verið að útsetja fólk nálægt þér í X marga daga. Þá er hægt að greina gögnin þín og útúr því búa til lista af tíma+staðsetningu þar sem þú hefur mögulega náð að smita fólk (þá þannig að staðir þar sem þú stoppar í einhvern tíma eða búið að taka í burtu staðsetningar sem þú ert ekki að deila með öðrum). Þá væri hægt að senda öllum sem hafa þetta forrit samsettan lista frá öllum sem hafa smitast nýlega um tíma+staðsetningu sem einhver smitaður var á og þá gæti appið látið þig vita að þú ættir að kíkja í sóttkví (eða hvað sem það er sem maður þarf að gera eftir að hafa umgengist smitaðann einstakling).



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?

Pósturaf urban » Fös 27. Mar 2020 20:33

rapport skrifaði:
urban skrifaði:En þetta er AKKÚRAT hugsunin sem að ég hræðist nefnilega.

Að almannahagur krefjist þess að þetta sé sett upp.


Á t.d. að skylda fólk til að fá bólusetningu þegar bóluefni fyrir Covid kemur á markað?

Já eða Nei?

Ef það má, af hverju má þá ekki skylda fólk til að setja upp svona app?

Nei alls ekki, en hún á að vera í boði fyrir alla og möguleiki á að sleppa henni ef að menn vilja.
Ef að bóluefni er t.d. eitthvað svipað og var við svínaflensunni (minnir að það hafi verið hún) þar sem að slatti af fólki fékk svefnsýki (sannað, sænska ríkið þurfti að borga bætur til fólks, veit um að fólk hér á landi lenti í svipuðu) þá á alveg hiklaust að vera í boði að sleppa því.

Tek það fram að ég er ekki á móti bólusetningum, þetta ákveðna tilvik bara man ég eftir, enda var hætt að nota þetta bóluefni útaf þessu



rapport skrifaði:Við sem samfélag og þeir sem við kjósum til að vera í forsvari fyrir okkur eiga að geta gripið til svona ráðstafana og sett kvaðir á fólk.
Ríkisborgararétti fylgir skylda og ef það á að svíkjast undan skyldunni þá má sekta og refsa með einhverjum hætti.

Þessu er ég sammála en það er alveg spurning hvar mörkin eiga að vera.


rapport skrifaði:Þetta opnar dyrnar á alskonar klikkaða vitleysu, t.d. ef einhver eins og Trump kæmist til valda.

Akkúrat ástæðan fyrir því að ég er hræddur við að skylda fólk í notkunina.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Sporður
has spoken...
Póstar: 199
Skráði sig: Mán 22. Okt 2018 09:06
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?

Pósturaf Sporður » Fös 27. Mar 2020 23:22

urban skrifaði:Ef að bóluefni er t.d. eitthvað svipað og var við svínaflensunni (minnir að það hafi verið hún) þar sem að slatti af fólki fékk svefnsýki (sannað, sænska ríkið þurfti að borga bætur til fólks, veit um að fólk hér á landi lenti í svipuðu) þá á alveg hiklaust að vera í boði að sleppa því.


Rétt. Umrætt bóluefni hét Pandemrix og var bara notað í Evrópu við H1N1 (Svínaflensu) og hefur aldrei verið notað aftur. Bóluefnið olli reyndar drómasýki (e. narcolepsy) en ekki svefnsýki (e. Sleeping sickness).

https://www.cdc.gov/vaccinesafety/conce ... y-flu.html



Skjámynd

Stuffz
/dev/null
Póstar: 1339
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 100
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?

Pósturaf Stuffz » Lau 28. Mar 2020 12:31



Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?

Pósturaf GuðjónR » Fim 02. Apr 2020 10:42

Forritið er komið fyrir iOS:
https://apps.apple.com/is/app/rakning-c-19/id1504655876

Sleppa bláa litnum og þá væri þetta 100% í Vaktar þemanu :megasmile
Viðhengi
C0B84671-912D-42FC-87CF-166573414787.jpeg
C0B84671-912D-42FC-87CF-166573414787.jpeg (438.77 KiB) Skoðað 6670 sinnum
Síðast breytt af GuðjónR á Fim 02. Apr 2020 10:49, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3175
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?

Pósturaf Hjaltiatla » Fim 02. Apr 2020 16:37

GuðjónR skrifaði:Forritið er komið fyrir iOS:
https://apps.apple.com/is/app/rakning-c-19/id1504655876

Sleppa bláa litnum og þá væri þetta 100% í Vaktar þemanu :megasmile


Núna einnig komið fyrir Android.
https://www.covid.is/app/is?fbclid=IwAR1-npVx7MXrbUJTQvH-HEdvQOOShwS8pqWamIUIrf39eLBsmiikwJqektk


Just do IT
  √

Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1457
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?

Pósturaf Lexxinn » Fim 02. Apr 2020 19:05

Stuffz skrifaði:well me generally not-a-fan of stasi-style-methodology..


Er þér alvara? Það gengur yfir heimsfaraldur þar sem 4 hafa nú þegar látist á Íslandi fyrir aldur fram og þetta er rétt að byrja. Þrátt fyrir gríðarlega framþróun í læknavísindum hafa nú þegar 51.375manns látist skv uppgefnum tölum og þræta má um réttmæti talna frá Kína.

Hjaltiatla skrifaði:En hérna er annar vinkill svona til að koma blóðinu ykkar af stað :lol:
https://www.visir.is/k/8a55db37-ab4b-4e19-8321-b2f21b93d0cd-1585138911053


Þessi hljómar eins og eitthver sem rekur útvarpsstöð úr hjólhýsinu sínu í Nevada að fara yfir samsæriskenningar. Við stutt gúgl kemur fram að þessi kerling sé með mjög umdeildar skoðanir og dugleg að láta allt í ljós - blaðakona á Viljanum. Harmageddon hafa verið duglegir að taka hana í viðtöl í tilgangi að hneyksla. Hér má lesa um hana afneita loftslagsbreytingum og tjá sig um að vísindamenn komi einungis með þessar niðurstöður til að fá áfram styrki og fjármagn. Fyrir mér virkar þessi kona sem eitt stórt viðvörunarmerki og þakka ég bara fyrir að hún hafi sagt sig úr Pírötum og frá þingstarfi. Að lokum um Ernu Ýr, ef lesið þessa frétt, er ekki annað en hægt að álykta hún þrífist á afneitun og röfli um eitthvað sem hefur löngu verið sannað. Hún mund pottþétt kjósa Trump ef kjörgeng væri.
https://www.mannlif.is/frettir/innlent/ ... egri-stod/

rapport skrifaði:Af hverju ætti ekki að nota þetta app, a.m.k. á meðan þetta ástand varir... þó svo að Google mundi sjá ferðir þínar... af hverju er leynd ferða þinna mikilvægari en heilsa allra sem þú hittir?


Mjög kaldhæðnislegt að fylgjast með umræðunni hérna á tæknivæddustu spjallsíðu landsins - mundi giska á að allavega 30%+ notenda hérna og stór hluti landsmanna eigi google/amazon hátalara sem eru raddstýrðir, sýnt hefur verið á að slíkir hátalarar hlusta að meðaltali 17x á klukkustund á einstakling þegar hann hefur er ekki sérstaklega að ávarpa hátalarann.

Þegar fólk er í "sóttkví" og fer hvergi annað en í Bónus, heim til sín og í vinnuna er hlægilegt og fáránlegt að fylgjast með fólki hafa áhyggjur af GPS hnitum af ferðum sinna þegar heimsfaraldur eins og þessi er í gangi. Að meta GPS-ferðir þínar hærra en mögulega þau mannslíf sem væri hægt að bjarga þegar fólk eldar með google home hátalar í eldhúsinu er hápunktur hræsninnar.

urban skrifaði:En þetta er AKKÚRAT hugsunin sem að ég hræðist nefnilega.

Að almannahagur krefjist þess að þetta sé sett upp.

Þá er nefnilega komið fordæmi fyrir því.
Hvað ef að það á að nota þetta næst við venjulegri inflúensu (smitandi og fólk getur dáið)
Það geta komið upp allavega ástæður fyrir því að það væri gott að vita hvar allir eru (fyrir almannahag)
Rangir aðilar komast að völdum og það verður allt í einu almannahagur að vita hvar allir eru alltaf, endar því á gps chip og svo framvegis í alla.

Þetta með að almannahagur krefjist einhvers er nefnilega stórhættuleg hugsun.


Er það þá frekja af þinni hálfu að almenningur ætlist til þess að nágranninn og vinnufélaginn leggi ekki meira á sig en að hafa forrit sem vistar GPS uppls í símanum sínum og fara ekkert lengra til að hægja á smitum?

Fyrir forvitna og þá sem komust svona langt í þessu innleggi mínu þá standa yfir rannsóknir á áhrifum COVID19 veirunnar á miðtaugakerfið - talið er að skemmdir í heila af völdum veirunnar eigi mikinn þátt í dauðsföllum af valdi hennar.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?

Pósturaf jonsig » Fim 02. Apr 2020 20:04

ég er forvitinn að sjá hvernig þetta fer með batteríið í símanum



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?

Pósturaf GuðjónR » Fim 02. Apr 2020 21:40

jonsig skrifaði:ég er forvitinn að sjá hvernig þetta fer með batteríið í símanum

Þú lætur okku vita þegar þú ert búinn að prófa í viku :D



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?

Pósturaf urban » Fim 02. Apr 2020 22:50

Lexxinn skrifaði:
urban skrifaði:En þetta er AKKÚRAT hugsunin sem að ég hræðist nefnilega.

Að almannahagur krefjist þess að þetta sé sett upp.

Þá er nefnilega komið fordæmi fyrir því.
Hvað ef að það á að nota þetta næst við venjulegri inflúensu (smitandi og fólk getur dáið)
Það geta komið upp allavega ástæður fyrir því að það væri gott að vita hvar allir eru (fyrir almannahag)
Rangir aðilar komast að völdum og það verður allt í einu almannahagur að vita hvar allir eru alltaf, endar því á gps chip og svo framvegis í alla.

Þetta með að almannahagur krefjist einhvers er nefnilega stórhættuleg hugsun.


Er það þá frekja af þinni hálfu að almenningur ætlist til þess að nágranninn og vinnufélaginn leggi ekki meira á sig en að hafa forrit sem vistar GPS uppls í símanum sínum og fara ekkert lengra til að hægja á smitum?


Hvernig í ósköpunum ferðu út í þessa umræðu eftir það sem að ég var að tala um ?

Ég bara veit ekki hvernig ég ætti að svara þessari spurning í framhaldi við það sem að ég var að segja, hún meikar bara ekkert sens í því sem að ég var að ræða.

Þú hlýtur að vera að misskilja all illilega það sem að ég var að reyna að segja.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3175
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?

Pósturaf Hjaltiatla » Fim 02. Apr 2020 23:01

Þó svo að þetta app visti ekki staðsetningar á server , þá þarf maður að vera með location services virkt á tækinu og það er allt saman vistað hjá Google frænda og Epla framleiðslunni. Hægt að skoða gamlar staðsetningar hvar maður hefur verið að þvælast ef maður er með þetta location service virkt (fyrir þá sem eru forvitnir).
Bara svo það komi fram.
Síðast breytt af Hjaltiatla á Fim 02. Apr 2020 23:01, breytt samtals 1 sinni.


Just do IT
  √


mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?

Pósturaf mikkimás » Fös 03. Apr 2020 09:14

Hjaltiatla skrifaði:Þó svo að þetta app visti ekki staðsetningar á server , þá þarf maður að vera með location services virkt á tækinu og það er allt saman vistað hjá Google frænda og Epla framleiðslunni. Hægt að skoða gamlar staðsetningar hvar maður hefur verið að þvælast ef maður er með þetta location service virkt (fyrir þá sem eru forvitnir).
Bara svo það komi fram.

Ekki hjá mér, nei.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3175
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?

Pósturaf Hjaltiatla » Fös 03. Apr 2020 09:25

mikkimás skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:Þó svo að þetta app visti ekki staðsetningar á server , þá þarf maður að vera með location services virkt á tækinu og það er allt saman vistað hjá Google frænda og Epla framleiðslunni. Hægt að skoða gamlar staðsetningar hvar maður hefur verið að þvælast ef maður er með þetta location service virkt (fyrir þá sem eru forvitnir).
Bara svo það komi fram.

Ekki hjá mér, nei.


Svona lítur þetta t.d út í Android - hægt að skoða recent location requests
Mynd

Skilmálar hjá Apple:
https://support.apple.com/en-gb/HT207056
Síðast breytt af Hjaltiatla á Fös 03. Apr 2020 09:32, breytt samtals 1 sinni.


Just do IT
  √


mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?

Pósturaf mikkimás » Fös 03. Apr 2020 12:10

Hjá mér er Notification sem segir: "Rakning í gangi. Vel gert! Nú ert þú hluti af rakningateyminu."

Og svo hef ég ekki verið krafinn um að kveikja á Location service:
Screenshot_20200403-120513_Settings.jpg
Screenshot_20200403-120513_Settings.jpg (71.18 KiB) Skoðað 6272 sinnum



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?

Pósturaf urban » Fös 03. Apr 2020 12:26

Þetta er náttúrulega vita tilgangslaust ef að þetta er ekki með kveikt á location.

Eini tilgangurinn með þessu appi er að vita hvar fólk er (eða var)


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?

Pósturaf mikkimás » Fös 03. Apr 2020 12:28

Er appið sem sagt ekki merkilegra en svo að það veit ekki hvort það sé kveikt á Location eða ekki?



Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?

Pósturaf GullMoli » Fös 03. Apr 2020 12:30

Ég er búinn að vera með appið í sólahring, location á "Always".

Rafhlöðunotkun er 1% samkvæmt símanum mínum.
- 1 min on screen (þegar ég var að setja appið upp og stofna mig).
- 13 min backround.

Ef ég get létt starfsfólkinu sem sér um smitrakningu aðeins lífið, þá er það bara flott.

Það eina sem ég geri í dag er að vinna/hanga heima, fara út í búð og í göngutúra. Heimilisfangið mitt er skráð í Þjóðskrá og Já.is svo það er ekkert leyndarmál, mér er sama þó fólk viti hvort ég versli í Bónus eða Krónunni (bæði btw). Svo er ég að logga göngutúrana í Strava hvort sem er (100km átak í Apríl) :lol:
Síðast breytt af GullMoli á Fös 03. Apr 2020 12:31, breytt samtals 1 sinni.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?

Pósturaf mikkimás » Fös 03. Apr 2020 12:41

Er það svo ekki þannig að gögnin eru ekki send burt fyrr en sóttvarnir skima þig jákvæðan?

Þá myndi ég halda að síminn safni staðsetningargögnum og þegar kemur að því að afhenda gögnin þurfi að kveikja á Location.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?

Pósturaf urban » Fös 03. Apr 2020 12:51

mikkimás skrifaði:Er það svo ekki þannig að gögnin eru ekki send burt fyrr en sóttvarnir skima þig jákvæðan?

Þá myndi ég halda að síminn safni staðsetningargögnum og þegar kemur að því að afhenda gögnin þurfi að kveikja á Location.


Jú þannig skil ég hvernig þetta á að virka.
En það eru engin gögn að afhenda ef að það á ekki að kveikja á location fyrr en það á að afhenda gögnin.

semsagt, ef að það er slökkt á location í símanum, þá í raun ætti forritið ekkert að vita hvar þú ert búin að vera.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?

Pósturaf mikkimás » Fös 03. Apr 2020 13:00

urban skrifaði:Jú þannig skil ég hvernig þetta á að virka.
En það eru engin gögn að afhenda ef að það á ekki að kveikja á location fyrr en það á að afhenda gögnin.

semsagt, ef að það er slökkt á location í símanum, þá í raun ætti forritið ekkert að vita hvar þú ert búin að vera.

Þá finnst mér skrítið að ég sé ekki krafinn um að kveikja á Location.

Og ennþá skrítnara að í Notification panel séu skilaboð um að allt sé bara í gúddí.

Er ekki að segja að þú hafir rangt fyrir þér, finnst þetta bara skrítið.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3175
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?

Pósturaf Hjaltiatla » Fös 03. Apr 2020 14:43

mikkimás skrifaði:Þá finnst mér skrítið að ég sé ekki krafinn um að kveikja á Location.

Og ennþá skrítnara að í Notification panel séu skilaboð um að allt sé bara í gúddí.

Er ekki að segja að þú hafir rangt fyrir þér, finnst þetta bara skrítið.


Áhugavert, mögulega gerir þetta gögnin á þeim tækjum ómarktæk (spurning hvernig það er tæklað).

Annar Möguleiki er að persónuvernd hefur ekki getað skrifað uppá að appið virkjaði þennan fídus á símum og forritarar bjuggu til custom logg til að athuga hvort virkni hafi verið disabled/enabled á einhverjum tímapunkt.
Síðast breytt af Hjaltiatla á Fös 03. Apr 2020 14:43, breytt samtals 1 sinni.


Just do IT
  √

Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1034
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?

Pósturaf Revenant » Fös 03. Apr 2020 17:43

Ég er búin að keyra appið í 15,5 klst, þar af appið búið að keyra (active) í 15,5 klst og búið að taka 24% af rafhlöðunni (Galaxy S8).




braudrist
</Snillingur>
Póstar: 1051
Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
Reputation: 58
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Smitrakningaforrit Almannavarna, þín skoðun?

Pósturaf braudrist » Fös 03. Apr 2020 18:07

Rakning C-19

Total: 5h 46m
Active: 1m
Background: 5h 45m
Battery usage: 1.6%

Galaxy S10+

Sjáum hvernig þetta verður eftir sólarhring.


Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m