GuðjónR skrifaði:Hjaltiatla skrifaði:Þessi rök að setja efnahaginn/fyrirtæki á hliðina með nauðsynlegum aðgerðum á ekki við þegar það þarf að passa uppá mannslíf.
Það að flokka íslendinga við komu til landsins og setja í sóttkví en ekki túrista (því þeir eiga víst ekki í neinum samskiptum við íslendinga) var t.d frekar heimskulegt og virkaði mjög yfirborðskennt.
Enmitt, enda hvaða atvinnulíf er fólk að tala um þegar ekkert er að gert til að stoppa veiruna og áður en við vitum af verður 70% þjóðarinnar veikur og hin 30% í sóttkví.
Þú stoppar ekki svona veiru. Ekki úr þessu. Til þess þarf að loka landinu í marga mánuði, jafnvel einhver ár meðan þetta er að brenna út í heiminum.
Það sem verið er að gera núna er að tefja framgang hennar eins og kostur er til þess að heilbrigðiskerfið höndli álagið.
Þú munt smitast, ég mun smitast, börnin okkar munu smitast en það á að reyna að verja þá viðkvæmustu með því að mynda hjarðónæmi þannig að veiran hætti að smitast frjálst um landið.