Sporður skrifaði:GuðjónR skrifaði:Vanhugsað og ekki vanhugsað, það verður að tala um þetta eins og það er.
Hvernig má annars vera að sérþjálfað og hámenntað heilbrigðisstarfsfólk með hreinlæti í fyrirrúmi og á sótthreinsuðum vinnustað nái sér í fjöldasmit?
https://www.visir.is/g/202017503d/starf ... il-utlandaÞann 2. mars síðastliðinn beindi landlæknir þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi.
Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fóru hjúkrunarfræðingar og læknar í skíðaferð til Austurríkis eftir að þessi tilmæli voru gefin út. Starfsfólkið fór á svæði sem var utan skilgreinds hættusvæðis á þeim tíma en svo hafi hættumatinu verið breytt.
Ef Landspítalinn var ekki búinn að bjóðast til að endurgreiða allan útlagðan kostnað skil ég þetta fólk vel.