Lagning á símavír nálægt rafmagni


Höfundur
B0b4F3tt
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 304
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 61
Staða: Ótengdur

Lagning á símavír nálægt rafmagni

Pósturaf B0b4F3tt » Lau 07. Mar 2020 22:21

Sælir

Símavírinn inn á heimilið kemur inn í íbúðina hjá mér á annarri hæðinni og er svo þræddur niður í tölvuherbergi á fyrstu hæðinni. Hann liggur nálægt rafmagnstöflunni hjá mér.

Eins og sjá má á myndinni þá hangir hann bara neðan úr loftinu í smá fjarlægð frá rafmagnssnúrunum. En mig langaði að ganga aðeins betur frá þessu og spyr því ykkur, hversu nálægt má ég setja símalínuna við rafmagnssnúrurnar? Verður einhver truflun af rafsegulsviði rafmagnsins?
Símavírinn er þessi guli og blái vír á myndinni.

20200305_064424.jpg
20200305_064424.jpg (205.77 KiB) Skoðað 2887 sinnum


Á reyndar von á því að það verði lagður ljósleiðari inn á heimilið í sumar og þá er spurning hvort maður þurfi nokkuð að spá í þessum vír.

Kv. Elvar




Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 504
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 163
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Lagning á símavír nálægt rafmagni

Pósturaf Sinnumtveir » Lau 07. Mar 2020 22:56

Snúinn símakapall ætti ekki að verða fyrir truflun af rafmagnsvírum en það er oftast talið varasamt (þeas ólöglegt) að leggja þessa kapla saman, vegna möguleika á að hússpennan lendi í símakaplinum ef kaplarnir skaddast. Ef símakapallinn er gamall er ólíklegt að hann sé nægilega mikið snúinn til að bera alvöru háhraðatengingu. Þú vilt kannski hugsa allt málið til enda, td ef ljósleiðarinn á eftir að enda á sama stað og símainntakið er núna.




Höfundur
B0b4F3tt
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 304
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 61
Staða: Ótengdur

Re: Lagning á símavír nálægt rafmagni

Pósturaf B0b4F3tt » Lau 07. Mar 2020 23:24

Þessir vírar liggja ekki saman í neinum lögnum. Þeir koma á sitthvorum stað inn í tölvuherbergið. Símavírinn sjálfur er nýlegur. Ég skipti um hann þegar ég keypti húsið 2013 og er að fá næstum því hámarkshraða á Ljósneti Símans.

Ég er meira að spá í því hvort ég megi leggja símavírinn í sér utanáliggjandi plaststokk sem væri alveg upp við rafmagnssnúrurnar? Þetta væri þá bara svoleiðis í tölvuherberginu annars er þetta algerlega aðskilið fyrir framan tölvuherbergið.




Hizzman
Geek
Póstar: 831
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Lagning á símavír nálægt rafmagni

Pósturaf Hizzman » Sun 08. Mar 2020 11:56

ættir að vera góður með amk 5cm á milli. Samt ágætt að láta þetta ekki liggja samhliða langa vegalengd.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Lagning á símavír nálægt rafmagni

Pósturaf jonsig » Sun 08. Mar 2020 19:25

50Hz common mode rafsegultruflanir hafa nákvæmlega engin áhrif á þessa tegund merkjasendingar ethernet kapla.