Er eitthvað vit í Keili?

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild

Höfundur
Mute
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Fös 28. Feb 2020 12:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Er eitthvað vit í Keili?

Pósturaf Mute » Fös 28. Feb 2020 13:25

Eftir að skoða mig um fann ég þessa námsbraut í leikjagerð hjá Keili

Linkur : https://www.keilir.net/is/namsframbod/n ... skolastigi

Er góð hugmynd að fara í þetta? Áður en þið bendið á að læra sjálfur frá youtube, udemy etc. Þá er ég gjörsamlega vonlaus að læra sjálfur.




Sporður
has spoken...
Póstar: 199
Skráði sig: Mán 22. Okt 2018 09:06
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Er eitthvað vit í Keili?

Pósturaf Sporður » Fös 28. Feb 2020 16:04

Endilega leiðréttið mig ef þetta er rangt en þetta tölvuleikjanám er í samstarfi við NTNU í Noregi ef ég man rétt þannig að það ætti í það minnsta að gefa þesdu örlítinn gæðastimpil.
Síðast breytt af Sporður á Fös 28. Feb 2020 16:04, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Sultukrukka
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 383
Skráði sig: Fim 26. Des 2002 23:38
Reputation: 51
Staða: Ótengdur

Re: Er eitthvað vit í Keili?

Pósturaf Sultukrukka » Fös 28. Feb 2020 21:57

https://www.tv2.no/a/3017307/

Virðist oft fylgja þessum leikjagerðarnámsbransa að vera yfirverðlagður og námsefnið óskipulagt. Sum eru bara hrein og bein scam.

Líklegast betra að fara í meira general nám í t.d forritun eða grafík og reyna svo að sníða inn á sérhæfðari brautir seinna meir.
Síðast breytt af Sultukrukka á Fös 28. Feb 2020 21:59, breytt samtals 2 sinnum.




Sporður
has spoken...
Póstar: 199
Skráði sig: Mán 22. Okt 2018 09:06
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Er eitthvað vit í Keili?

Pósturaf Sporður » Lau 29. Feb 2020 00:11

Þegar ég svaraði fyrst þá skrifaði ég upphaflega að þetta væri nám á framhaldsskólastigi. Síðan smellti ég á slóðina sem þú [OP] settir inn og þar stendur skírum stöfum að þetta sé nám á háskólastigi. Sem mér fannst frekar fyndið þar sem ég hefði getað svarið að þetta hefði verið kynnt í fyrravor sem nám á framhaldsskólastigi. Það var reyndar rétt hjá mér.

https://www.keilir.net/menntaskolinn/mo ... ustid-2019

Þetta B.Sc nám er greinilega nýtt hjá Keili og á væntanlega að byrja í haust ef ég skil þetta rétt og því er líklegast enginn til vitnis um það hversu gott eða slæmt námið er. Hinsvegar verð ég að taka til baka það sem ég sagði um gæðastimpilinn. Mig minnti endilega að þetta nám væri í samstarfi við NTNU sem er virt stofnun. Þennan Noroff skóla veit ég ekkert um.

Hafðu í huga að greinin sem Sultukrukka vísar á er frá árinu 2009 og vonandi hefur eitthvað batnað í rekstri Noroff. Svo virðist sem þessi stofnun hafi verið algerlega úti að skíta á árunum fyrir 2010 en eftir 2010 er í það minnsta enginn að kvarta undam þeim.

https://vgd.no/forbruker/jobb-og-utdann ... are-bloeff
(þráður frá 2008 t.d.)

Hafðu líka í huga að kostnaður við námið er um milljón á ári x 3 + 2-300k fartölvukostnaður þar sem Keilir virðist ekki reka neitt tölvuver. Skólagjöldin eru gefin upp í norskum krónum þannig að þau gætu hækkað ef norska krónan tekur aftur við sér.