Gera upp baðherbergi

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Gera upp baðherbergi

Pósturaf jonsig » Fös 21. Feb 2020 11:24

Sælir

Veit einhver hvað það er að kosta ca að gera upp 3x3x2.7m baðherbergi. Þá fá sér einhverja lala baðh.innréttingu klósett, bað og flísa.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6398
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 464
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Gera upp baðherbergi

Pósturaf worghal » Fös 21. Feb 2020 11:35

ég veit ekkert um það en hef sé marga spurja og fá góð svör og meðmæli á Skreytum hús... á facebook https://www.facebook.com/groups/490841574346740/


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Gera upp baðherbergi

Pósturaf appel » Fös 21. Feb 2020 13:45

jonsig skrifaði:Sælir

Veit einhver hvað það er að kosta ca að gera upp 3x3x2.7m baðherbergi. Þá fá sér einhverja lala baðh.innréttingu klósett, bað og flísa.


Getur verið 500 þús til 2 milljónir.

Dýrasti kostnaðarliðurinn er aðkeypt vinna, fá pípara, flísara, etc.
Svo er spurning hvort þú vilt breyta einhverju drastískt, færa lagnir og svona. T.d. veit ég um fólk sem vildi færa salerni frá einum vegg til annars, það þurfti vinnu upp á milljón krónur hjá pípara.
Svo er spurning hve dýr tæki þú vilt. Þú getur fengið vask á 10 þús eða 200 þús, og hvort þú vilt svona handklæðaofn sem geta kostað sæmilegir um 100 þús til 500 þús.

Svo er líka spurning hvort það sé kominn tími á lagnirnar hjá þér, þú vilt ekki splæsa í splunkunýtt baðherbergi aðeins til að rífa upp veggi og gólf ári síðar til að skipta út lögnum.

ATH að stærsti kostnaðarliðurinn er ekki endilegar flísar. Þannig að ég myndi alltaf eyða meira í að fá góðar og flottar flísar. Gólfflísar á 9 fm gæti kostað 20 þús ef þú velur það ódýrasta, en 100 þús ef þú velur vandaðra, og það er mikill munur á gæðum... en er ekki hlutfallslega stærsti kostnaðarliðurinn.


Hef aldrei farið í svona framkvæmd sjálfur, en hef pælt mikið í þessu og þessvegna hef aldrei farið í þetta... alltof dýrt það sem ég vil gera.

Svo þarftu að huga að því að svona framkvæmd tekur kannski lágmark 2 vikur, stundum 1-2 mánuði. Þannig að ég myndi alltaf vilja aðgang að vara-baðherbergi.


*-*


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Ótengdur

Re: Gera upp baðherbergi

Pósturaf Klemmi » Fös 21. Feb 2020 13:52

Tók svipað stórt baðherbergi í gegn fyrir ca. 1.5 árum, kostaði um 700þús, þar af 320þús í aðkeypta flísavinnu (inn í því var að sníða kassa utan um klósettkassann úr WEDI plötum, og sníða og festa slíka plötu hjá baðinu).
Restina gerðum við pabbi. IKEA vaskaskápur + einn IKEA hár skápur, klósett með innbyggðum kassa, bað með sturtu aðstöðu. Spegill, ljós og blöndunartæki auðvitað líka.

Tek algjörlega undir með appel, ekki spara í flísunum. Ég keypti tvær tegundir af flísum í Bauhaus, kom í ljós að önnur tegundin var gölluð, flísarnar voru ekki hornréttar, gat munað rúmum cm á efri og neðri brún. Það var meiriháttar vesen þar sem ég var staddur í útlöndum, þurfti að fá aðstoð við að velja og kaupa nýjar flísar, sem og láta bera þær upp 3 hæðir. Svo beið mín fjörið við að bera gölluðu flísarnar út í bíl og inn í Bauhaus aftur.

Hef lent í svipuðu með harðparket. Keypti ódýrara efni, og sá eftir því. Eftir þetta, þá mæli ég einfaldlega með því að kaupa dýrara og vandaðara efni :)
Síðast breytt af Klemmi á Fös 21. Feb 2020 13:52, breytt samtals 1 sinni.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Gera upp baðherbergi

Pósturaf Tbot » Fös 21. Feb 2020 14:34

Eins og hefur verið sagt á undan, þetta ræðst mikið af þínum kröfum og getu.
Síðan er það hvort er betra að fá iðnaðarmann á móti því að gera þetta sjálfur. Kostnaður á móti vinnutapi.
Ég mundi setja viðmiðið frá 1 - 2,5 milljónir.

Dæmi:
Aðkeypt vinna: tímagjald er að rokka frá 8.000 upp í c.a. 14.000, þannig að hver vinnudagur hjá iðnaðarmanni er c.a. 100 til 150 þús.
(Ekki gleyma snattinu hjá þeim þegar vantar einhvað og í verstu tilvikum að þeir hverfa)
Innrétting, tól og tæki, 250-500 þús, (góð blöndunartæki kosta tugi þúsunda). Leiga á tækjum kostar líka.




Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 625
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Gera upp baðherbergi

Pósturaf Manager1 » Fös 21. Feb 2020 18:13

Ég hef komið að uppgerð á tveimur baðherbergjum núna síðustu mánuði, þekki svosem ekki kostnaðarhliðina til hlítar, en gerðu ráð fyrir að þetta taki lengri tíma en þú heldur og að það þurfi að gera meira en þú heldur.

Ég myndi 100% mæla með að skipta út lögnum ef þær eru gamlar, það er ekkert ömulegra en að þurfa að rífa upp innréttinguna og flísarnar eftir nokkur ár ef það fer að leka.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7592
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Gera upp baðherbergi

Pósturaf rapport » Fös 21. Feb 2020 20:52

Þetta er dýrasta herbergið í íbúðinni pr. fermeter í lagfæringum = það borgar sig að vera hagsýnn en það borgar sig ekki að kaupa drasl.

IKEA innrétting með vaski sem borðplötu finnst mér best, c.a. 120cm á breidd = sakna þess að geta ekki sópað af "borðinu" beint ofaní vaskinn, skeggi o.þ.h.

Man þegar ég leitaði að innréttingum þá kom í raun ekkert til greina nema IKEA, HUSA er farið að bjóða upp á litlar innréttingar en yfirleitt vill maður hafa pláss fyrir dótið sitt.

Setti svo svona á vegg við baðið til að geyma sjampó o.þ.h. í

https://www.ikea.is/products/18435




Knubbe
Fiktari
Póstar: 85
Skráði sig: Lau 01. Nóv 2003 15:43
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Gera upp baðherbergi

Pósturaf Knubbe » Fös 21. Feb 2020 21:03

Ég gerði upp hjá mér svipuð stærð þykkti út 3 veggi fyrir nýjum lögnum klæddi með grænum spónarplötum.
Allt baðherbergið kvoðað og borði settur í allar kverkar og samskeyti.
Sturtubotn úr steini og gler hjá innréttingar og tæki.
Handklæða ofn úr byko.
klósett og kassi gröhe.
Baðinnrétting úr ikea og vaskur + gröhe handlaug.
Spegill glerborg
Blöndunartæki innbyggð skrapp út til póllands og sótti þau sparaði mér meira enn helming á því miða við hérna heima gröhe tæki.
Flísar úr birgisson 60x60.
Innihurð birgisson
Flísari 300þ
pípari 250þ
Þetta varð í kringum 1100þús
Ég er sjálfur faglærður húsasmiður að læra píparan ;)



Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Gera upp baðherbergi

Pósturaf jonsig » Lau 22. Feb 2020 00:20

þakka svörin

Ætli það sé málið að fá einhvern "al-verktaka" í þetta sem tekur flísarnar,pípur og alles? Ég hef ekki áhuga á að ráða menn af fúsk með litlum fyrirvara (facabook vinna með litlum fyrirvara!!!)




Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 625
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Gera upp baðherbergi

Pósturaf Manager1 » Lau 22. Feb 2020 00:53

Það er auðvitað þægilegast að fá einhvern sem getur séð um þetta frá A-Ö, þá þarftu ekki að samræma á milli verktaka og verktíminn styttist þ.a.l. Reyndu samt að gera sem mest sjálfur. Ég veit um verktaka sem var í 8klst að brjóta upp gólf með pínulítilli brotvél og tók 8000kr á klukkutímann, eitthvað sem húseigandi hefði leikandi getað gert sjálfur.



Skjámynd

brain
</Snillingur>
Póstar: 1057
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 146
Staða: Ótengdur

Re: Gera upp baðherbergi

Pósturaf brain » Lau 22. Feb 2020 10:16

Alveg tvímælalaus reyna að gera sem mest sjálfur einsog margir hafa bent á.

Leiga sér vélar og tól ef þarf að brjóta , bæði Byko og Húsasmiðjan eru með tækjaleigur.

Kaupa sem mest sjálfur af því sem nota á. Það er hægt að fara á ráðgjafaborð, sem eru bæði í Byko og Húsa og biðja um tilboð í flísar, lím, fúgu, flot etc þannnig færðu besta verðið. Byko Breidd og Húsa Skútuvogi eru það bestar.

Fá skiflegt tilboð þegar iðnaðarmenn eru komnir í málið hafa þar klausu um að ef eitthvað óvænt komi upp, þá sé það skoðað sérstaklega.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gera upp baðherbergi

Pósturaf hagur » Lau 22. Feb 2020 12:06

appel skrifaði:T.d. veit ég um fólk sem vildi færa salerni frá einum vegg til annars, það þurfti vinnu upp á milljón krónur hjá pípara.
Svo er spurning hve dýr tæki þú vilt. Þú getur fengið vask á 10 þús eða 200 þús, og hvort þú vilt svona handklæðaofn sem geta kostað sæmilegir um 100 þús til 500 þús.


:shock: Voru þessi veggir í sitthvoru sveitarfélaginu? :shock:

Ég man ekki eftir að hafa séð handklæðaofn á svona pening. Hægt að fá mjög stóra og flotta fyrir c.a 50þús kall á flestum stöðum.

Ég gerði annars upp baðherbergi árið 2010, bara standard baðherbergi í fjölbýlishúsi. Allt rifið út. Upphengt klósett, sturtuklefi settur í staðinn fyrir baðkar. Flísalagt í hólf og gólf. Gerði allt sjálfur nema fékk pípara til að tengja klósettið og setja upp sturtutækin. Þetta kostaði í kringum 600þús með öllu þá, fyrir utan innréttinguna sem var líklega í kringum 150þús kall í viðbót.

Tók svo gestabaðherbergið í gegn í núverandi húsnæði, það er reyndar bara klósett og vaskur og því lítið að marka. Borgaði pípara þar fyrir að tengja klósettið, gerði allt annað sjálfur. Það kostaði smotterí bara, enda pínulítið herbergi.
Síðast breytt af hagur á Lau 22. Feb 2020 12:07, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3174
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Gera upp baðherbergi

Pósturaf Hjaltiatla » Lau 22. Feb 2020 12:53

Smá tip: Ekki fá þér iðnaðarmann sem getur ekki átt í tölvupóstsamskiptum við þig (betra að vera með tilboð skriflegt og fá verðhugmynd og læsa verkið í ákveðinni tölu og aðili þarf að láta þig vita ef verk er að þróast í eitthvað jaðartilfelli).Mjög auðvelt fyrir aðila sem tekur að sér verk að leika sig heimskann ef engin samskipti eru til um málið.


Just do IT
  √