Hvaða verðtryggða lán ætti að greiða niður?
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 644
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 68
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Hvaða verðtryggða lán ætti að greiða niður?
Sælir vaktarar,
þannig er að ég er með 2 verðtryggð (Íslands)lán sem ég ætla að greiða niður með viðbótargreiðslum en ég er í smá vafa hvaða lán sé best að byrja á eða hvort það sé betra að greiða inná bæði lánin (þ.e. skipta heildarinngreiðslunni á milli þeirra í einhverjum hlutföllum).
Stóra lánið er hjá Frjálsa og er uppá 20millur, afborgun er sirka 67þ á mánuði núna.
Smærra lánið er hjá Íbúðalánasjóði og það er uppá 3millur, afborgun sirka 14þ á mánuði.
Vextirnir á Frjálsa eru núna um rétt yfir 2% en á Íbúðalánasjóði eru þeir 4,2%.
Hvernig mynduð þið telja að væri hagstæðast að greiða þetta hraðar upp?
þannig er að ég er með 2 verðtryggð (Íslands)lán sem ég ætla að greiða niður með viðbótargreiðslum en ég er í smá vafa hvaða lán sé best að byrja á eða hvort það sé betra að greiða inná bæði lánin (þ.e. skipta heildarinngreiðslunni á milli þeirra í einhverjum hlutföllum).
Stóra lánið er hjá Frjálsa og er uppá 20millur, afborgun er sirka 67þ á mánuði núna.
Smærra lánið er hjá Íbúðalánasjóði og það er uppá 3millur, afborgun sirka 14þ á mánuði.
Vextirnir á Frjálsa eru núna um rétt yfir 2% en á Íbúðalánasjóði eru þeir 4,2%.
Hvernig mynduð þið telja að væri hagstæðast að greiða þetta hraðar upp?
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1581
- Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
- Reputation: 95
- Staðsetning: 600
- Staða: Ótengdur
Re: Hvaða verðtryggða lán ætti að greiða niður?
Ég myndi alltaf greiða niður það lán sem ber hæstu vextina.
Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |
-
- /dev/null
- Póstar: 1476
- Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
- Reputation: 304
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: Hvaða verðtryggða lán ætti að greiða niður?
Ef hvorugt lánið er með uppgreiðsluákvæði.
Þá er réttast að borga inn á það sem er með hærri vexti.
En með uppgreiðsluákvæði, þá getur dæmið snúist við. Hægt að reikna hvað það kostar.
Þá er réttast að borga inn á það sem er með hærri vexti.
En með uppgreiðsluákvæði, þá getur dæmið snúist við. Hægt að reikna hvað það kostar.
Re: Hvaða verðtryggða lán ætti að greiða niður?
14/3 = 4.667 kr. pr. milljón í skuld v.s. 20/67 =3.350 kr. pr. milljón í skuld = óháð lánstíma eða vöxtum þá er dýrara lánið hjá ILS = það er er lánið sem þú ættir að byrja á að greiða niður ef markmiðið er að létta greiðslubyrði.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hvaða verðtryggða lán ætti að greiða niður?
Hiklaust að byrja á ÍLS láninu.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 644
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 68
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hvaða verðtryggða lán ætti að greiða niður?
Hvorugt lánið er með uppgreiðsluákvæði, þannig að mér hefnist ekkert fyrir að greiða inná þau.
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 644
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 68
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hvaða verðtryggða lán ætti að greiða niður?
Markmiðið er bæði að létta greiðslubyrði en auðvitað líka að borga sem allra minnst þegar upp er staðið.
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 644
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 68
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hvaða verðtryggða lán ætti að greiða niður?
Pælingin hjá mér var að ef kæmi eitthvað verðbólguskot þá myndi höfuðstóll hærra lánsins hækka miklu meira en ÍLS lánsins, þannig að ef ég væri búinn að saxa það eitthvað niður þá myndi ég græða á því að vera með lægri höfuðstól á því og þar með lægri verðbætur sem ég þyrfti að greiða.
Myndi ekki "græða" eins mikið á minna láninu þar sem verðbætur á því verða alltaf minni í krónutölum.
Þetta er kannski kolröng nálgun hjá mér, hef ekki mikið vit á þessu.
Myndi ekki "græða" eins mikið á minna láninu þar sem verðbætur á því verða alltaf minni í krónutölum.
Þetta er kannski kolröng nálgun hjá mér, hef ekki mikið vit á þessu.
-
- Gúrú
- Póstar: 522
- Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
- Reputation: 38
- Staða: Ótengdur
Re: Hvaða verðtryggða lán ætti að greiða niður?
Byrjaðu á að losa þig við lánið sem er styttra eftir af, sem er væntanlega ÍLS lánið. Settu svo greiðslurnar af því inn á hitt lánið aukreitis eftir að það hefur verið greitt upp.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 342
- Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
- Reputation: 17
- Staða: Ótengdur
Re: Hvaða verðtryggða lán ætti að greiða niður?
Almennt séð held ég að það sé best að byrja á því láni sem er með hærri vexti, eins og bent er á fyrir ofan. En mér finnst það fara aðeins eftir því hverjar eftistöðurnar eru. þannig að ef lítið er eftir að því láni sem er með lægri vexti gæti verið gott að klára það og setja það sem hefði farið í afborgunina af því inn á hitt, s.s. nokkurs konar snjóbolti. Þessi leið þarf kannski ekki alltaf að vera 100% hagstæðust ef allt er reiknað svona til langs tíma. En það er alltaf smá gott fyrir sálina og virkar hvetjandi að gera vel og að klára svona áfanga og fá "reward" fyrir "effortið", smá gametheory í gangi.
Í þínu tilfelli virðist vera borðleggjandi að byrja með ÍLS lánið, eins og aðrir hafa bent á hér að ofan.
caveat ég er engin sérfræðingur á þessu sviði
Í þínu tilfelli virðist vera borðleggjandi að byrja með ÍLS lánið, eins og aðrir hafa bent á hér að ofan.
caveat ég er engin sérfræðingur á þessu sviði
Re: Hvaða verðtryggða lán ætti að greiða niður?
m.v. þessi lán og að þú mundir vinna milljón í lottó og mundir vilja spara þér sem mestan pening og velja þér lán til að greiða inn á, þá mundir þú þurfa að meta forsendur betur.
Mér reiknast til að m.v. þessa vexti þá fari mismunandi lánstími að vega meira en vextir þegar/ef verðbólga er orðin 4% að meðaltali.
Mér reiknast til að m.v. þessa vexti þá fari mismunandi lánstími að vega meira en vextir þegar/ef verðbólga er orðin 4% að meðaltali.
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 644
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 68
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hvaða verðtryggða lán ætti að greiða niður?
rapport skrifaði:m.v. þessi lán og að þú mundir vinna milljón í lottó og mundir vilja spara þér sem mestan pening og velja þér lán til að greiða inn á, þá mundir þú þurfa að meta forsendur betur.
Mér reiknast til að m.v. þessa vexti þá fari mismunandi lánstími að vega meira en vextir þegar/ef verðbólga er orðin 4% að meðaltali.
Frjálsi er 40 ár en ÍLS er 35 ára lán. Hvernig myndi sami reikningur koma út miðað við það?
Re: Hvaða verðtryggða lán ætti að greiða niður?
Verðbólguskot hefur hlutfallslega jafn mikil áhrif á bæði lánin, þ.e. óháð því hvernig heildarskuldin þín skiptist á milli þessara tveggja lána, þá verður heildarkrónutalan af verðbólguskotinu jafn mikil.
Þar sem ÍLS lánið ber hærri vexti, þá er hagkvæmast fyrir þig að greiða það niður fyrst. Aukinn bónus svo í því að klára það, skemmtilegra að hafa bara eitt lán, auk þess sem þú sparar einhverja þúsundkalla í greiðslugjöld
Þar sem ÍLS lánið ber hærri vexti, þá er hagkvæmast fyrir þig að greiða það niður fyrst. Aukinn bónus svo í því að klára það, skemmtilegra að hafa bara eitt lán, auk þess sem þú sparar einhverja þúsundkalla í greiðslugjöld
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16602
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2142
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hvaða verðtryggða lán ætti að greiða niður?
Svo er líka spurning um að endurfjármagan lánið sem ber 4.2% verðtryggða vexti. Færð t.d. 5.05% óverðtryggt.
En til að svara spurningunni þá er ég sammála þeim sem nefna það að greiða niður lánið með hærri vöxtunum.
En til að svara spurningunni þá er ég sammála þeim sem nefna það að greiða niður lánið með hærri vöxtunum.
Re: Hvaða verðtryggða lán ætti að greiða niður?
Athugaðu bara að tala við íbls áður en þú byrjar að Borgartún borga inn á lánið svo það fari örugglega á höfuðstólinn
Síðast breytt af Baldurmar á Mán 03. Feb 2020 14:48, breytt samtals 1 sinni.
Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - AMD 7900XTX
-
- Gúrú
- Póstar: 522
- Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
- Reputation: 164
- Staðsetning: 105
- Staða: Ótengdur
Re: Hvaða verðtryggða lán ætti að greiða niður?
Þetta er no-brainer. Þú greiðir inn á ÍLS lánið. Ef þú getur skaltu endurfjármagna það, þeas, taka nýtt lán með talsvert lægri vöxtum og borga ÍLS lánið upp úr því ekkert uppgreiðsluákvæði er á því.
-
- Gúrú
- Póstar: 522
- Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
- Reputation: 164
- Staðsetning: 105
- Staða: Ótengdur
Re: Hvaða verðtryggða lán ætti að greiða niður?
Að auki skaltu hafa í huga að jafnvel þó þú ráðir við að borga af láni er ekki sjálfgefið að þú getir endurfjármagnað. Ef maður td fellur í tekjum er ekki víst að maður standist greiðslumat fyrir nýju láni og því gæti endurfjármögnunartilraun komið of seint ef eitthvað kemur upp á.
Re: Hvaða verðtryggða lán ætti að greiða niður?
falcon1 skrifaði:rapport skrifaði:m.v. þessi lán og að þú mundir vinna milljón í lottó og mundir vilja spara þér sem mestan pening og velja þér lán til að greiða inn á, þá mundir þú þurfa að meta forsendur betur.
Mér reiknast til að m.v. þessa vexti þá fari mismunandi lánstími að vega meira en vextir þegar/ef verðbólga er orðin 4% að meðaltali.
Capture.JPG
Frjálsi er 40 ár en ÍLS er 35 ára lán. Hvernig myndi sami reikningur koma út miðað við það?
Fer ekki eftir heildar lánstíma heldur hversu margir gjalddagar eru eftir.
En aðal atriðið í þessu, ef þú vilt lækka afborganir þá greiðir þú inn á ILS lánið.
Besta ákvörðun í kjölfarið er að nota það sem sparast til að greiða meira inn á lánið og þegar ILS lánið klárast að nota það sem sparast í afborganir af því til að greiða inn á hitt lánið þar til það klárast.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3125
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 455
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hvaða verðtryggða lán ætti að greiða niður?
Baldurmar skrifaði:Athugaðu bara að tala við íbls áður en þú byrjar að Borgartún inn á lánið svo það fari örugglega á höfuðstólinn
Ekki hægt annað en að elska auto-correct
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 644
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 68
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hvaða verðtryggða lán ætti að greiða niður?
Þakka ykkur kærlega fyrir upplýsingarnar og ráðin. Ég var greinilega ekki að hugsa þetta rétt. Ég mun þá einbeita mér að því að henda inná ÍLS lánið og klára sem fyrst.
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 644
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 68
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hvaða verðtryggða lán ætti að greiða niður?
Ég sendi á Íbúðalánasjóð (reyndar heitir eitthvað annað núna) um hvernig væri best að greiða inná og fékk eftirfarandi svar.
"Við stofnum fyrir þig kröfu með þeirri upphæð sem þú vilt leggja inn á lánið.
Það er best að greiða inn á gjalddaga lánsins eftir að afborgun hefur verið greidd.
Þá fer greiðslan inn á höfuðstól lánsins - nafnverð og verðbætur - í þeim hlutföllum sem eftirstöðvar eru. "
Hljómar þetta ok? Er sérstaklega að pæla í þessu síðasta "..höfuðstól lánsins - nafnverð og verðbætur - í þeim hlutföllum sem eftirstöðvar eru."
"Við stofnum fyrir þig kröfu með þeirri upphæð sem þú vilt leggja inn á lánið.
Það er best að greiða inn á gjalddaga lánsins eftir að afborgun hefur verið greidd.
Þá fer greiðslan inn á höfuðstól lánsins - nafnverð og verðbætur - í þeim hlutföllum sem eftirstöðvar eru. "
Hljómar þetta ok? Er sérstaklega að pæla í þessu síðasta "..höfuðstól lánsins - nafnverð og verðbætur - í þeim hlutföllum sem eftirstöðvar eru."
-
- Gúrú
- Póstar: 522
- Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
- Reputation: 38
- Staða: Ótengdur
Re: Hvaða verðtryggða lán ætti að greiða niður?
falcon1 skrifaði:Ég sendi á Íbúðalánasjóð (reyndar heitir eitthvað annað núna) um hvernig væri best að greiða inná og fékk eftirfarandi svar.
"Við stofnum fyrir þig kröfu með þeirri upphæð sem þú vilt leggja inn á lánið.
Það er best að greiða inn á gjalddaga lánsins eftir að afborgun hefur verið greidd.
Þá fer greiðslan inn á höfuðstól lánsins - nafnverð og verðbætur - í þeim hlutföllum sem eftirstöðvar eru. "
Hljómar þetta ok? Er sérstaklega að pæla í þessu síðasta "..höfuðstól lánsins - nafnverð og verðbætur - í þeim hlutföllum sem eftirstöðvar eru."
Jájá.. Þannig lagað.
Ef þú greiðir um leið og búið er að greiða af láninu sjálfu hafa áfallnir vextir verið greiddir og því nýtist öll greiðslan inn á höfuðstól (og áfallnar verðbætur) lánsins.
Þetta síðasta þýðir að ef lánið er 3 MISK og áfallnar verðbætur eru 0,5 MISK skiptist greiðslan í réttum hlutföllum milli höfuðstóls og áfallna verðbóta. M.ö.o. ef þú greiðir 35k aukalega fara 30k í inná höfuðstól lánsins og 5k í að greiða verðbætur.
Edit: Það má alveg hrósa Íbúðalánasjóði (nú Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun eftir sameiningu við Mannvirkjastofnun) fyrir að stofna fyrir mann kröfu ef maður vill leggja kerfisbundið aukalega inn á lánin.