pepsico skrifaði:Mér var hugsað til þessa þráðar nýlega og fannst það hljóma vel að endurlífga hann í ljósi þess hve oft það virðist ennþá koma fyrir að fólk hagi sér ekki eins og siðuðu fólki ber:
Notandinn urban kom hérna með nokkra punkta/spurningar en áður en ég svara þeim langar mig að spyrja ykkur öll sömul spurningar:
Þegar notandi býður vöru til sölu á segjum 5.000 krónur hérna og ég sendi honum skilaboðin "Ég er til í þetta. Myndi helst vilja sækja þetta milli 17:30 og 22:30", og umræddur notandi les skilaboðin (það er hægt að sjá að það hafi gerst á þessu spjallborði), finnst ykkur ég vera búinn að skuldbinda mig (samningsbinda mig) til að kaupa umrædda vöru á 5.000 krónur?
Nei, engan vegin það er engin samningur komin neinstaðar.
Þú ert aftur á móti búin að gera tilboð.
Ég var með hlut til sölu, þú gerðir tilboð, það getur verið bindandi fyrir þig að standa við tilboðið ef að ég tek því, þá er nefnilega komin samningur sjáðu til.
pepsico skrifaði:Ef ykkur finnst það þá er ég algjörlega sammála. En fyrir þau sem eru sammála en eru samt á þeirri skoðun að umræddur notandi sé ekki búinn að samningsbinda sig er ég með aðra spurningu: Hvernig réttlætið þið það að annar aðili í samning geti verið samningsbundinn en ekki hinn? Hvernig getur það eiginlega staðist? Það er með öllu ósamræmanlegt við hugtakið. Það stenst enga skoðun. En samt eru margir hérna sem telja það standast skoðun af mjög vafasömum og sjálfselskum ástæðum.
(Og fyrir þau, ef einhver eru, sem eru ekki einu sinni sammála því að ég sé búinn að skuldbinda mig veit ég ekki hvað ég á að segja..)
Seljandi er ekki sá sem að er með tilboð.
Kaupandi er með tilboð, alveg sama þó svo að hann bjóði uppsett verð, þá er hann samt að setja tilboð í hlutinn.
Tilboð er samngingsbundið ef að því er tekið, eftir að það er samþykkt.
Lestur á tilboði jafngildir ekki samþykkt á tilboði.
pepsico skrifaði:Lokapunkturinn "Ég verð að staðfesta að þú fáir draslið, þannig er kominn samningur" er einfaldlega ekki réttur því samningur myndaðist við það að þú last skilaboðin um að einhver var af þínum sama huga og hafði samþykkt þitt boð. Um leið og þú last þau.
Ég get bara ekki skilið á hvaða ótrúlega heimskulega hátt þetta ætti að eiga sér stað.
Hvað ef að ég las nú ekki tilboðið, Litli bró skaust t.d. bara í tölvuna hjá mér og opnaði þetta.
Hvað ef að ég opnaði 2 skilaboð á nákvæmlega sama tíma ?
Hvað ef þetta og hvað ef hitt.
Veistu, þetta lagast allt ef að þú fattar þennan rosalega einfaldla en rosalega mikilvæga hlut í þessu öllu.
Sá sme að er að kaupa hlutinn gerir tilboð.
Sá sem að er að selja hann þarf að samþykkja það tilboð, hann þarf að svara að því tilboði sé tekið.
Annars er engin samningur um kaup og sölu.
pepsico skrifaði:Ef þú ert á því máli þá vil ég vita af hverju hinn aðilinn ætti ekki líka að fá að segja "Ég verð að staðfesta að ég samþykki að ég fái draslið, þannig er kominn samningur" og svo það sama aftur til baka frá seljanda, og það sama aftur til baka frá kaupanda, og svo framvegis, og svo framvegis því niðurstaðan verður nefnilega sú að það sé engin leið til að samningsbinda neinn.
Vertu ekki að þessu bulli.
Það þurfa bara báðir aðilar að vera komnir með á hreint hvert kaupverð sé og báðir aðilar að vera komnir með það á hreint að tilboði sé tekið.
Fyrir utan að þarna kickar það inn að þú ert skuldbundinn að standa við tilboðið sem að þú bauðst í hlutinn.
Þú átt að standa við það eftir að það var samþykkt.
pepsico skrifaði:Það er eitt að svíkjast undan samningum en það er annað að gera það og vera líka í afneitun um að það sé það sem maður sé að gera. Það er samt snilldar hugmynd ef maður er að því á annað borð því þá þarf manni ekki einu sinni að líða illa með það.
Það að svíkjast undan samningum er ógeðslegt.
Það að halda því fram að það sé kominn samningur með lestri á tilboði er vitleysa.