Erlendar verslanir

Skjámynd

Höfundur
Hrímir
has spoken...
Póstar: 191
Skráði sig: Sun 25. Nóv 2018 09:00
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Erlendar verslanir

Pósturaf Hrímir » Sun 26. Jan 2020 08:49

Held að mörg okkar hérna séum alltaf að spá og spöggulera í hardware og íhlutum. Nú kallar konan mín þessa síðu einkamál.is fyrir mig ;).

Ég hef ekki pantað mikið erlendis frá af íhlutum í pc.

Er þetta yay or nay?

Hafið þið góða eða slæma reynslu af þessu?

Er einhver verslun eða síða sem hefur reynst betri en aðrar?

Væri rosalega til í að heyra ykkar reynslu.



Skjámynd

Ingisnickers86
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 365
Skráði sig: Þri 06. Des 2016 07:38
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Erlendar verslanir

Pósturaf Ingisnickers86 » Sun 26. Jan 2020 08:53

Hef notað Computer Universe, þýsk síða, sem hefur reynst mér mjög vel.

https://m.computeruniverse.net/en/


Kveðja,

Ingisnickers


Ryzen 5800X | Vengeance LPX 16 GB @ 3.6 | Red Devil 6950 XT | 250 GB Evo 960 | 1 TB Evo 850 | 2 TB WD Red | B450 Mortar Max | RM750x | Silencio S400 | 32" Odyssey G7 |

Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Erlendar verslanir

Pósturaf Danni V8 » Sun 26. Jan 2020 10:59

Ingisnickers86 skrifaði:Hef notað Computer Universe, þýsk síða, sem hefur reynst mér mjög vel.

https://m.computeruniverse.net/en/


Draga þessir aðilar 19% vsk af þegar varan er send til Íslands t.d.?


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x


Hizzman
Geek
Póstar: 831
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Erlendar verslanir

Pósturaf Hizzman » Sun 26. Jan 2020 13:25

Ingisnickers86 skrifaði:Hef notað Computer Universe, þýsk síða, sem hefur reynst mér mjög vel.

https://m.computeruniverse.net/en/


Hvernig er sendingarkostnaður?




frappsi
Nörd
Póstar: 143
Skráði sig: Lau 08. Jún 2013 16:11
Reputation: 40
Staða: Ótengdur

Re: Erlendar verslanir

Pósturaf frappsi » Sun 26. Jan 2020 15:02

Danni V8 skrifaði:
Ingisnickers86 skrifaði:Hef notað Computer Universe, þýsk síða, sem hefur reynst mér mjög vel.

https://m.computeruniverse.net/en/


Draga þessir aðilar 19% vsk af þegar varan er send til Íslands t.d.?


Ég setti nokkrar vörur í körfu og fór í checkout as guest og já, þeir virðast draga 19% frá uppgefnu verð. Sendingarkostnaður með DHL líka frekar sanngjarn sýnist mér.




Bourne
Ofur-Nörd
Póstar: 220
Skráði sig: Þri 20. Jan 2009 17:19
Reputation: 47
Staða: Ótengdur

Re: Erlendar verslanir

Pósturaf Bourne » Sun 26. Jan 2020 18:48

overclockers.co.uk hef reynst mér best þegar ég panta til Íslands að utan.
Þú sérð verðið með frádregnum vsk þegar þú velur shipping í körfunni.
Stundum ekki nema 2-3 dagar í shipping.
Ég prófaði scan.co.uk einu sinni, mæli ekki með.



Skjámynd

Höfundur
Hrímir
has spoken...
Póstar: 191
Skráði sig: Sun 25. Nóv 2018 09:00
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Erlendar verslanir

Pósturaf Hrímir » Sun 26. Jan 2020 19:51

Þarf að panta smá og ætla að panta af overclockers og computer universe á sama tíma. Smá compare.

Taka hraðsendingu á báða.




BudIcer
Fiktari
Póstar: 78
Skráði sig: Fim 25. Sep 2008 13:03
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Erlendar verslanir

Pósturaf BudIcer » Sun 26. Jan 2020 22:19

Bourne skrifaði:overclockers.co.uk hef reynst mér best þegar ég panta til Íslands að utan.
Þú sérð verðið með frádregnum vsk þegar þú velur shipping í körfunni.
Stundum ekki nema 2-3 dagar í shipping.


Er að setja saman rysen build þannig að ég skoðaði hvað örgjörvi, nvme og ram kostuðu þarna. Komið hingað með vask, 151k...nákvæmlega sömu vörur hjá tölvutek? 214k. Þannig að ég mun skoða þessa síðu ítarlega á næstunni.


Cpu Ryzen 3900 - Gpu Gigabyte RTX 2080 - MB Gigabyte X570 Aorus Ultra - Ram Kingston HyperX Predator RGB 32GB (4x8GB) DDR4 3600MHz - Psu Corsair AX1000 Titanium - Kæling Noctua NH-U12A


Emarki
Ofur-Nörd
Póstar: 268
Skráði sig: Mán 03. Maí 2010 22:19
Reputation: 52
Staða: Ótengdur

Re: Erlendar verslanir

Pósturaf Emarki » Mán 27. Jan 2020 00:16

Mér finnst verðlagning hjá íslenskum búðum bara vera allt í lagi þegar kemur að þessum helstu íhlutum.

Ég fer oft í rannsóknarleiðangur á verðum og fæ yfirleitt út að það sé betra að kaupa innanlands.

Þá meina ég ekki tölvutek og tölvulistann.

Ég reyndar keypti skjá á amazon.de í desember því það var ekki hægt að fá hann hérlendis.

Kv. Einar



Skjámynd

Ingisnickers86
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 365
Skráði sig: Þri 06. Des 2016 07:38
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Erlendar verslanir

Pósturaf Ingisnickers86 » Mán 27. Jan 2020 15:43

Hrímir skrifaði:Þarf að panta smá og ætla að panta af overclockers og computer universe á sama tíma. Smá compare.

Taka hraðsendingu á báða.


Heyrðu, endilega segðu okkur hvað kemur út úr því :D


Kveðja,

Ingisnickers


Ryzen 5800X | Vengeance LPX 16 GB @ 3.6 | Red Devil 6950 XT | 250 GB Evo 960 | 1 TB Evo 850 | 2 TB WD Red | B450 Mortar Max | RM750x | Silencio S400 | 32" Odyssey G7 |


Bourne
Ofur-Nörd
Póstar: 220
Skráði sig: Þri 20. Jan 2009 17:19
Reputation: 47
Staða: Ótengdur

Re: Erlendar verslanir

Pósturaf Bourne » Mán 27. Jan 2020 19:06

Yfirleitt er verðið mjög svipað þegar þú ert búinn að reikna vsk og sendingarkostnað, þ.e.a.s. ef þú skoðar verðin í litlu búllunum heima.
Hinsvegar ef þú ert að taka marga hluti þá lækkar kostnaður hlutfallslega, tók íhluti í 3 tölvur frá OCuk fyrir nokkrum árum og það kom vel út.
Myndi samt sleppa því að taka hluti eins og kassa, einfaldlega ekki þess virði að borga 20k í shipping fyrir hlut sem kostar 20k. (En svo vilja alvöru menn bara custom SFF kassa að sjálfsögðu \:D/ ).




addon
has spoken...
Póstar: 169
Skráði sig: Fim 27. Apr 2017 21:20
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Erlendar verslanir

Pósturaf addon » Mán 27. Jan 2020 19:52

Bara svona ef menn vilja heyra um fleiri góðar verslanir þá mæli ég með highflow.nl... ég panntaði kassa og eitthvað fleira (kælingu, sleeved kapla) og fékk það sent heim að dyrum á innan við viku fyrir 45 evrur... og þetta var huge kassi utan um tölvukassann og restina af dótinu (á stærð við 3-4 turnkassa), og sendingarkostnaðurinn hækkaði ekkert þótt ég bætti þessum hlutum við.
þeir voru líka með ódýrasta verðið á þeim kassa sem mér langaði í og það fylgdi sleikjó með sendingunni :megasmile




Hizzman
Geek
Póstar: 831
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Erlendar verslanir

Pósturaf Hizzman » Mán 27. Jan 2020 23:27

var að panta á computeruniverse.
mITX móðurborð og kassi. verð með sendingarkostnaði 138evrur eða ca 19þ + ísl gjöld
sendingin er ca 25 evrur

Þetta lítur bara vel út,




Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 985
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 42
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Erlendar verslanir

Pósturaf Hlynzi » Þri 28. Jan 2020 16:17

Ég renni yfir verðin heima vs. úti og ákveð hvort það sé nóg til að réttlæta pöntunina erlendis frá, einnig vinn ég mikið í noregi sem er frekar þægilegt, raftæki eru á sérlega góðu verði hér ásamt því að ég fæ VSK til baka svo ég hef keypt slatta af tölvudóti hér úti.

Í gegnum tíðina líka reglulega á hinum og þessum vefsíðum, hef hreinlega ekki lent í vandræðum með það ennþá, en ekki gleyma sendingarkostnaðinum og vsk. ofan á allt saman.


Hlynur


Hizzman
Geek
Póstar: 831
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Erlendar verslanir

Pósturaf Hizzman » Mið 05. Feb 2020 16:05

Hizzman skrifaði:var að panta á computeruniverse.
mITX móðurborð og kassi. verð með sendingarkostnaði 138evrur eða ca 19þ + ísl gjöld
sendingin er ca 25 evrur

Þetta lítur bara vel út,


komið! tók 9 daga.




Sam
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 302
Skráði sig: Mið 03. Des 2014 18:50
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Erlendar verslanir

Pósturaf Sam » Fim 06. Feb 2020 18:48

Ég pantaði frá overclockers.uk kl 23 í gærkvöldi "miðvikudagur" fékk svo póst frá þeim kl 13:30 í dag að búið væri að senda pöntunina af stað, fékk svo sms frá DHL Express kl 16:00 í dag að áætluð afhending á pakkanum væri á morgun föstudag.
Það er ekkert verið að draga lappirnar !




snakkop
has spoken...
Póstar: 190
Skráði sig: Mán 07. Júl 2014 20:50
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Erlendar verslanir

Pósturaf snakkop » Fös 07. Feb 2020 08:12

overclockers.co.uk mér finnst þeir bestir ég pantaði aflgjafi frá þeim hann var fljótari koma enn elko pantaði frá þeim sama tíma


[url]<a href="https://www.passmark.com/baselines/V10/display.php?id=130428749474"><img src="https://www.passmark.com/baselines/V10/images/130428749474.png" alt="PassMark Rating" border="0" /></a>[/url]

Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1261
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: Erlendar verslanir

Pósturaf Njall_L » Fös 07. Feb 2020 08:23

+1 á Overclockers.co.uk. Panta flest allt tölvuót þaðan og það hefur alltaf verið 2-5 daga á leiðinni


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3362
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Erlendar verslanir

Pósturaf mercury » Lau 22. Feb 2020 02:38

ætla ekki að mæla með https://www.computeruniverse.net/de/
pantaði minni þaðan 7febrúar. Fóru frá Þýskalandi gegnum dhl 11febrúar. Nú er kominn 22 feb og tracking hefur ekkert uppfærst síðan þá.
Shipping átti að fara frá DHL yfir á póstinn. Miðað við það sem ég er að heyra þessa dagana þá er líkega Pósturinn að drulla eða pakkanum hefur einfaldlega verið stolið. Hef pantað nokkrum sinnum í gegnum dhl alla leið og aldrei vesen. 3-5 virkir dagar.
Síðast breytt af mercury á Sun 23. Feb 2020 01:34, breytt samtals 1 sinni.