Meðmæli með innbyggðum örbylgjuofni?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Meðmæli með innbyggðum örbylgjuofni?

Pósturaf GuðjónR » Þri 14. Jan 2020 15:40

Gamli örbylgjuofninn var að deyja, er að spá í innbyggðan ofn í staðinn.
Sé að Siemens er með nýja tegund án snúningsdisks, einhverjar reynslusögur?

p.s. sami ofninn? 45k verðmunur?
https://www.sminor.is/heimilistaeki/vor ... ylgjuofn-2
https://elko.is/siemens-orbylgjuofn




Cascade
FanBoy
Póstar: 759
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Reputation: 42
Staða: Ótengdur

Re: Meðmæli með innbyggðum örbylgjuofni?

Pósturaf Cascade » Þri 14. Jan 2020 15:56

Ég er með siemens sem er líka blástursofn
Mér finnst það frekar næs

Hef verið ánægður með hann

Ég nota örbylgjuna samt ekkert mikið, en virkar vel þegar ég þarf þess



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Meðmæli með innbyggðum örbylgjuofni?

Pósturaf DJOli » Þri 14. Jan 2020 19:38



Yup. Siemens BF 634RGS1
"naming schemið" hjá Smith & Norland varðandi vörunúmer er svoleiðis að þeir virðast bæta 1-3 bókstöfum framleiðandans á undan vörunúmerinu.
Siemens : SE
Bosch: BC eða BCH
Mynd


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Meðmæli með innbyggðum örbylgjuofni?

Pósturaf GuðjónR » Mið 15. Jan 2020 12:58

Þetta er frábær örbylgjuofn!
Ég verð að laga þetta bil sem myndast, annað hvort með því að fá stærri efri skáp eða svart/burstað stál 6cm millilegg á milli ofns og örbylgju.
Fæst svona millilegg staðlað einhversstaðar? T.D IKEA?
Viðhengi
IMG_1330.jpg
IMG_1330.jpg (543.93 KiB) Skoðað 2236 sinnum
IMG_1333.jpg
IMG_1333.jpg (474.58 KiB) Skoðað 2236 sinnum



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Meðmæli með innbyggðum örbylgjuofni?

Pósturaf urban » Mið 15. Jan 2020 14:31

Nú sé ég ekki hvernig restin af eldhúsinu er, en er séns að lækka bara efri skápinn ?


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Meðmæli með innbyggðum örbylgjuofni?

Pósturaf Viktor » Mið 15. Jan 2020 16:19

Lítur vel út.

Kauptu bara svarta hurð í þessari breidd og sagaðu hana í þessa lengd. Bæði tækin eru svört svo það kemur eflaust vel út þarna á milli þeirra.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 522
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Meðmæli með innbyggðum örbylgjuofni?

Pósturaf Kristján Gerhard » Mið 15. Jan 2020 16:26

Sallarólegur skrifaði:Lítur vel út.

Kauptu bara svarta hurð í þessari breidd og sagaðu hana í þessa lengd. Bæði tækin eru svört svo það kemur eflaust vel út þarna á milli þeirra.


Þetta. En klæddu framhliðina á "hurðinni" með reyklituðu/svörtu gleri í stíl við það sem er að gerast í frontunum á tækjunum.

Kipptu bara hurðinni af ofninum og farðu með hana í Samverk eða Glerborg og biddu þá um að matcha.

K.




Tóti
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 374
Skráði sig: Fös 04. Jún 2004 23:52
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Re: Meðmæli með innbyggðum örbylgjuofni?

Pósturaf Tóti » Mið 15. Jan 2020 17:25

Getur farið í blikksmiðju og fengið burstað ryðfrítt stál á milli ofna.
Sýnir myndina og þeir útfæra þetta flott fyrir þig.




arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: Meðmæli með innbyggðum örbylgjuofni?

Pósturaf arons4 » Mið 15. Jan 2020 17:59

Ef þetta auka bil þarna á milli er staðlað færðu þér bara stærri skáp, lang fallegasta lausnin.




Myro
Fiktari
Póstar: 75
Skráði sig: Fim 27. Okt 2011 18:45
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Meðmæli með innbyggðum örbylgjuofni?

Pósturaf Myro » Mið 15. Jan 2020 21:37

Sá svona hnífarekka notaðann til að redda þessu vandamáli og það kemur mjög vel út. Ódýrt og gott
https://www.ikea.is/products/594097



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Meðmæli með innbyggðum örbylgjuofni?

Pósturaf GuðjónR » Mið 15. Jan 2020 22:33

Allt áhugaverðar hugmyndir, það er svo margt hægt að gera að ég er kominn með hausverk af pælingum.
Ætla að sofa á þessu, undir ofninnum eru fjórar útskrúfanlegar lappir, 14mm-26mm ef ég tek þær undan og læt hann liggja á maganum þá er hann slétt undir efri skáp, ef ég ætla að vil nota lappirnar þá verð ég að lækka hilluna um eitt bil og setja eitthvað undir lappirnar því bilið er 33mm. Það er kannski sniðugra upp á vibring og loftflæði að gera.

Gæti líka fært botninn á eftri skáp niður um tvö bil og lokað gatinu þannig, látið minnka hurðina sem losnar þar sem örbylgjan er og notað hana á efri skáp. Yrði ljótt held ég að kaupa nýja þar sem innréttingin er orðin upplituð.

Eða burstað stál, segulstál eða svartan lista á milli ofna, það er sennilega smekklegast...
Hugs hugs hugs... hendi inn mynd þegar ég verð búinn að leysa þetta ...




DabbiGj
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 16:11
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Meðmæli með innbyggðum örbylgjuofni?

Pósturaf DabbiGj » Fim 16. Jan 2020 00:23

Græjaðu útdraganalega hillu í þetta




Cascade
FanBoy
Póstar: 759
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Reputation: 42
Staða: Ótengdur

Re: Meðmæli með innbyggðum örbylgjuofni?

Pósturaf Cascade » Fim 16. Jan 2020 10:35

Ef þú hefðir farið í sambyggðan örbylgju og bakstursofn, hefði þetta þá ekki smellpassað og ekkert vesen?

https://www.sminor.is/heimilistaeki/vor ... rbylgjuofn

Þessi er 45.5cm á hæð meðan þinn er 38.2cm




benony13
has spoken...
Póstar: 161
Skráði sig: Sun 11. Okt 2015 21:28
Reputation: 19
Staða: Ótengdur

Re: Meðmæli með innbyggðum örbylgjuofni?

Pósturaf benony13 » Fim 16. Jan 2020 11:56

Ekki gera hillu, fínt að hafa bilið á milli fyrir öndun á hitanum sem kemur við notkun á ofnunum.
Græja snyrtilegan ál lista á milli og málið er dautt :thumb: