AppleTV 4k og NovaTV og RUV öppin virka ekki sem skyldi

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16602
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2142
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

AppleTV 4k og NovaTV og RUV öppin virka ekki sem skyldi

Pósturaf GuðjónR » Sun 17. Nóv 2019 12:02

Er með AppleTV 4K og eftir síðustu uppfærslur, þ.e. tvOS 13 og núna 13.2 þá virkar stream ekki sem skyldi. Veit ekki hvort það er stýrikerfið, öppin eða tækið sjálft, en þetta lýsir sér þannig að ég horfi á þætti með NOVATV eða RUV appinu og set á pásu þá byrjar þátturinn oft upp á nýtt, eða einhver annar þáttur og stundum er ekki hægt að setja á pásu. Stundum frýs myndin og tal heldur áfram þangað til ég verð að restarta tækinu og byrja upp á nýtt. Netflix og youtube virkar samt 100%.

Þetta byrjaði þannig að NOVATV hætti að virka en RUV virkaði áfram, en núna á þetta við um bæði öppin. Hvernig er þetta hjá ykkur sem eruð með AppleTV 4K og þessi öpp?




steinarorri
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: AppleTV 4k og NovaTV og RUV öppin virka ekki sem skyldi

Pósturaf steinarorri » Sun 17. Nóv 2019 12:52

Jú ég lendi líka í þessu, get ekki sett á pásu og get ekki spólað. Netflix, plex og YouTube virka sem skyldi.



Skjámynd

Bassi6
Ofur-Nörd
Póstar: 263
Skráði sig: Sun 16. Jan 2005 17:36
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: AppleTV 4k og NovaTV og RUV öppin virka ekki sem skyldi

Pósturaf Bassi6 » Sun 17. Nóv 2019 14:29

Sama vesen hér.


Gates Free

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3761
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 125
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: AppleTV 4k og NovaTV og RUV öppin virka ekki sem skyldi

Pósturaf Pandemic » Sun 17. Nóv 2019 14:49

Ruv og novatv appið er sami bakendi þannig að þetta er líklegast böggur hjá nova. Myndi tilkynna þeim þetta.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16602
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2142
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: AppleTV 4k og NovaTV og RUV öppin virka ekki sem skyldi

Pósturaf GuðjónR » Sun 17. Nóv 2019 17:15

Pandemic skrifaði:Ruv og novatv appið er sami bakendi þannig að þetta er líklegast böggur hjá nova. Myndi tilkynna þeim þetta.

Þetta er búið að vera svona síðan um miðjan september og ég held þeir hafi lítin áhuga á því að hafa þetta í lagi því miður, ef þetta er í ruglinu hjá öllum þá hljóta þeir að vita af þessu, það hefur því miður vatnað undan þeim síðan Novator seldi árið 2016, en það var svo sem fyrirsjáanlegt.



Skjámynd

asgeireg
Fiktari
Póstar: 81
Skráði sig: Sun 29. Sep 2013 20:26
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: AppleTV 4k og NovaTV og RUV öppin virka ekki sem skyldi

Pósturaf asgeireg » Mán 18. Nóv 2019 08:46

Ég hef verið að lenda í þessu líka með Hulu hjá mér, sérstaklega ef það hefur verið kveikt á Appla Tv-inu í einhver tíma á undan. Hefur virkað hjá mér að loka öllum öppum og taka restart áður en ég fer að horfa, geri þetta sérstaklega áður en ég fer að horfa á boltan í NovaTV appinu.

Ég fékk samt einhverja tilkynningu frá Nova um daginn að appið hafi verið með vesen hjá þeim en ætti að vera komið í lag, hef bara ekki notað það nógu mikið undanfarið til að taka eftir breytingum.


Do not argue with an idiot. He will drag you down to his level and beat you with experience.

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16602
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2142
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: AppleTV 4k og NovaTV og RUV öppin virka ekki sem skyldi

Pósturaf GuðjónR » Mán 18. Nóv 2019 09:08

asgeireg skrifaði:Ég hef verið að lenda í þessu líka með Hulu hjá mér, sérstaklega ef það hefur verið kveikt á Appla Tv-inu í einhver tíma á undan. Hefur virkað hjá mér að loka öllum öppum og taka restart áður en ég fer að horfa, geri þetta sérstaklega áður en ég fer að horfa á boltan í NovaTV appinu.

Ég fékk samt einhverja tilkynningu frá Nova um daginn að appið hafi verið með vesen hjá þeim en ætti að vera komið í lag, hef bara ekki notað það nógu mikið undanfarið til að taka eftir breytingum.


Ég fékk þessa tilkynningu líka, það breyttist ekkert.

NOVA skrifaði:Takk fyrir þolinmæðina!
Tæknin hefur eitthvað verið að hrekkja okkur síðastliðna viku og við höfum fengið tilkynningar um draugagang í Nova TV, það hefur nú verið leyst.
Við vildum þakka þér fyrir þolinmæðina og biðja þig innilega afsökunar á truflunum sem þú gætir hafa upplifað á Nova TV.
Nú getur þú notið þess að horfa hrekklaust á Nova TV!
Skjáumst!
Nova liðið



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: AppleTV 4k og NovaTV og RUV öppin virka ekki sem skyldi

Pósturaf hagur » Mán 18. Nóv 2019 09:20

NovaTV er búið að vera hundleiðinlegt hjá mér. Myndin stoppar mjög reglulega og þýtur svo á stað nokkrum sekúndum seinna eins og maður sé að hraðspóla í nokkrar sekúndur, til að "catch up". Gerist á nokkurra mínútna fresti. Í gærkvöldi var stöðugt að koma upp "Úbbs, gat ekki sótt myndefnið blablabla ...." Varla er ég einn um þetta? Þetta hikst kemur líka upp á öðrum tækjum hjá mér, t.d í símanum. Er annars með Xiaomi Mi Box, en þar nota ég þetta mest.

Styttist í að ég nái mér aftur í blessaðan afruglarann ....



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16602
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2142
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: AppleTV 4k og NovaTV og RUV öppin virka ekki sem skyldi

Pósturaf GuðjónR » Mán 18. Nóv 2019 09:35

hagur skrifaði:NovaTV er búið að vera hundleiðinlegt hjá mér. Myndin stoppar mjög reglulega og þýtur svo á stað nokkrum sekúndum seinna eins og maður sé að hraðspóla í nokkrar sekúndur, til að "catch up". Gerist á nokkurra mínútna fresti. Í gærkvöldi var stöðugt að koma upp "Úbbs, gat ekki sótt myndefnið blablabla ...." Varla er ég einn um þetta? Þetta hikst kemur líka upp á öðrum tækjum hjá mér, t.d í símanum. Er annars með Xiaomi Mi Box, en þar nota ég þetta mest.

Styttist í að ég nái mér aftur í blessaðan afruglarann ....

Einmitt, lendi líka í þessu. Var farinn að halda að AppleTV væri að beila á mig þess vegna ákvað ég að spyrja, nú veit ég að AppleTV er ekki bilað. Þeir hafa augljóslega ekki samhæft NovaTV appið við nýja tvOS 13.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3608
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: AppleTV 4k og NovaTV og RUV öppin virka ekki sem skyldi

Pósturaf dori » Mán 18. Nóv 2019 13:33

GuðjónR skrifaði:Er með AppleTV 4K og eftir síðustu uppfærslur, þ.e. tvOS 13 og núna 13.2 þá virkar stream ekki sem skyldi. Veit ekki hvort það er stýrikerfið, öppin eða tækið sjálft, en þetta lýsir sér þannig að ég horfi á þætti með NOVATV eða RUV appinu og set á pásu þá byrjar þátturinn oft upp á nýtt, eða einhver annar þáttur og stundum er ekki hægt að setja á pásu. Stundum frýs myndin og tal heldur áfram þangað til ég verð að restarta tækinu og byrja upp á nýtt. Netflix og youtube virkar samt 100%.

Þetta byrjaði þannig að NOVATV hætti að virka en RUV virkaði áfram, en núna á þetta við um bæði öppin. Hvernig er þetta hjá ykkur sem eruð með AppleTV 4K og þessi öpp?

Ertu búinn að prófa að hafa samband við þjónustuverið hjá Nova?



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4340
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: AppleTV 4k og NovaTV og RUV öppin virka ekki sem skyldi

Pósturaf chaplin » Mán 18. Nóv 2019 14:52

Sama hér. NovaTV var algjör bjargvættur þegar Oz appið var í notkun en núna er NovaTV næstum því ónothæft. Ég fæ mjög oft villu um að ekki náist samband við þjónustu, að opið efni sé læst, ekki hægt að spóla til baka og hljóð dettur út.

Þetta er búið að vera svona síðan í amk. september, ég hafði loksins samband við þjónustverið hjá Nova fyrir 2-3 vikum og þá var mér sagt að það væri búið að laga appið en ég hef nú ekki orðið var við það. :p

Stod2 appið virðist virka betur en á meðan "Útskrá" takkinn er einu litlu swipe-i frá "Dagskrá" takkanum að þá hef ég kosið það að nota NovaTV.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16602
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2142
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: AppleTV 4k og NovaTV og RUV öppin virka ekki sem skyldi

Pósturaf GuðjónR » Mán 18. Nóv 2019 18:20

dori skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Er með AppleTV 4K og eftir síðustu uppfærslur, þ.e. tvOS 13 og núna 13.2 þá virkar stream ekki sem skyldi. Veit ekki hvort það er stýrikerfið, öppin eða tækið sjálft, en þetta lýsir sér þannig að ég horfi á þætti með NOVATV eða RUV appinu og set á pásu þá byrjar þátturinn oft upp á nýtt, eða einhver annar þáttur og stundum er ekki hægt að setja á pásu. Stundum frýs myndin og tal heldur áfram þangað til ég verð að restarta tækinu og byrja upp á nýtt. Netflix og youtube virkar samt 100%.

Þetta byrjaði þannig að NOVATV hætti að virka en RUV virkaði áfram, en núna á þetta við um bæði öppin. Hvernig er þetta hjá ykkur sem eruð með AppleTV 4K og þessi öpp?

Ertu búinn að prófa að hafa samband við þjónustuverið hjá Nova?

Já ég hringdi í dag og lét vita, sagði honum frá þessum þræði og hann ætlaði að láta tæknimenn vita.
Fínt að fá sem mest ifno þá þráðinn svo þeir hafi eitthvað til að moða úr... :happy



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: AppleTV 4k og NovaTV og RUV öppin virka ekki sem skyldi

Pósturaf hagur » Mán 18. Nóv 2019 19:17

Flott :)

Þetta er að gera mig bilaðan núna:

1. Video frýs í nokkrar sekúndur og hraðspólast svo þar til það er komið í sync aftur

2. Video frýs örsnöggt og er eins og það spóli til baka 1-2 sek, þ.e 1-2 sekúndur eru endurteknar.

3. Straumur stoppar með skilaboðunum "Úbbs tókst ekki að sækja myndefnið"

4. Straumur frýs og ekkert gerist ..... hef stundum beðið í mínútu, jafnvel meir. Endar annað hvort á að ég loka appinu og opna það aftur eða meldingin "Úbbs .... " birtist.

5. Straumur stoppar, engin villuboð en appið komið í eitthvað limbó state. Get ekki spilað neitt og fæ bleika borðann "Þú ert ekki með áskrift að þessari stöð" á allar rásir og þá þarf ég að slökkva á appinu og ræsa það aftur.

Bara á meðan ég skrifaði þennan texta eru nokkur ofangreindra atriða búin að gerast. NovaTV er algjörlega ónothæft hjá mér eins og er, sem er synd því þetta virkaði vel í byrjun og það er svo mikill kostur að vera laus við afruglarann og mánaðargjaldið sem honum fylgir. Er infrastrúktúrinn hjá Nova kannski sprunginn? Of margir farnir að nota NovaTV? Vona innilega að þeir komi þessu í gang aftur almennilega.

Hef heyrt um svipuð/sömu vandamál hjá öðrum í kringum mig þannig að ekki er þetta bundið við mitt setup.



Skjámynd

Zpand3x
spjallið.is
Póstar: 401
Skráði sig: Lau 12. Des 2009 22:48
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: AppleTV 4k og NovaTV og RUV öppin virka ekki sem skyldi

Pósturaf Zpand3x » Þri 19. Nóv 2019 22:04

hagur skrifaði:Flott :)

Þetta er að gera mig bilaðan núna:

1. Video frýs í nokkrar sekúndur og hraðspólast svo þar til það er komið í sync aftur

2. Video frýs örsnöggt og er eins og það spóli til baka 1-2 sek, þ.e 1-2 sekúndur eru endurteknar.

3. Straumur stoppar með skilaboðunum "Úbbs tókst ekki að sækja myndefnið"

4. Straumur frýs og ekkert gerist ..... hef stundum beðið í mínútu, jafnvel meir. Endar annað hvort á að ég loka appinu og opna það aftur eða meldingin "Úbbs .... " birtist.

5. Straumur stoppar, engin villuboð en appið komið í eitthvað limbó state. Get ekki spilað neitt og fæ bleika borðann "Þú ert ekki með áskrift að þessari stöð" á allar rásir og þá þarf ég að slökkva á appinu og ræsa það aftur.

...


Er með android TV (Mi box S 4k) og er að lenda oft í 1, 2,3. Þetta númer 3(Tókst ekki að sækja myndefni...) byrjaði ekki að gerast fyrr en fyrir ca. 1 viku en gerist nú stundum nokkrum sinnum á dag.

Mér finnst skippin lagast með reglulegu restart-i á Mi boxinu.
Hef ekki lent í jafn slæmu skip-i þegar ég horfi á gamla simple Ruv/Ruv2 android tv appið eða Uxann.


i7 4770k, MSI H97M-G43, 4x8GB, Corsair TX650W, CM silencio 550
Ryzen 3600, MSI B550I Gaming Edge Wifi, GTX 1660 Super, 2x16GB, DAN Cases A4-SFX V4.1

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: AppleTV 4k og NovaTV og RUV öppin virka ekki sem skyldi

Pósturaf hagur » Mið 20. Nóv 2019 09:20

Zpand3x skrifaði:
hagur skrifaði:Flott :)

Þetta er að gera mig bilaðan núna:

1. Video frýs í nokkrar sekúndur og hraðspólast svo þar til það er komið í sync aftur

2. Video frýs örsnöggt og er eins og það spóli til baka 1-2 sek, þ.e 1-2 sekúndur eru endurteknar.

3. Straumur stoppar með skilaboðunum "Úbbs tókst ekki að sækja myndefnið"

4. Straumur frýs og ekkert gerist ..... hef stundum beðið í mínútu, jafnvel meir. Endar annað hvort á að ég loka appinu og opna það aftur eða meldingin "Úbbs .... " birtist.

5. Straumur stoppar, engin villuboð en appið komið í eitthvað limbó state. Get ekki spilað neitt og fæ bleika borðann "Þú ert ekki með áskrift að þessari stöð" á allar rásir og þá þarf ég að slökkva á appinu og ræsa það aftur.

...


Er með android TV (Mi box S 4k) og er að lenda oft í 1, 2,3. Þetta númer 3(Tókst ekki að sækja myndefni...) byrjaði ekki að gerast fyrr en fyrir ca. 1 viku en gerist nú stundum nokkrum sinnum á dag.

Mér finnst skippin lagast með reglulegu restart-i á Mi boxinu.
Hef ekki lent í jafn slæmu skip-i þegar ég horfi á gamla simple Ruv/Ruv2 android tv appið eða Uxann.


Ég er búinn að heyra í Nova og þeir vita af þessum vandamálum og eru víst á fullu í debugging og vonast til að laga þetta á næstu dögum.

Það er þráður á "Forritarar á Íslandi" á FB þar sem eru umræður um þetta og verkefnastjóri hjá Nova er með í þeim umræðum:
https://www.facebook.com/groups/forrita ... 6272251753



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16602
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2142
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: AppleTV 4k og NovaTV og RUV öppin virka ekki sem skyldi

Pósturaf GuðjónR » Mið 20. Nóv 2019 09:33

hagur skrifaði:Ég er búinn að heyra í Nova og þeir vita af þessum vandamálum og eru víst á fullu í debugging og vonast til að laga þetta á næstu dögum.

Það er þráður á "Forritarar á Íslandi" á FB þar sem eru umræður um þetta og verkefnastjóri hjá Nova er með í þeim umræðum:
https://www.facebook.com/groups/forrita ... 6272251753

Frábært! Vonandi tekst þeim að finna út úr þessu.
Ég var farinn að halda að Nova væri að beila á appinu en gott að sjá að svo er ekki.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16602
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2142
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: AppleTV 4k og NovaTV og RUV öppin virka ekki sem skyldi

Pósturaf GuðjónR » Sun 24. Nóv 2019 18:52

Núna dettur hljóðið út í tíma og ótíma og myndgæðin á fréttum ST2 eru varla meiri en 360p.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: AppleTV 4k og NovaTV og RUV öppin virka ekki sem skyldi

Pósturaf urban » Sun 24. Nóv 2019 20:07

Nova sendu sms 12 mín áður en þessi póstu kom hjá þér.

Báðust afsökunar á tæknilegum vandamálum á novatv


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


jas
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Sun 18. Ágú 2019 12:07
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: AppleTV 4k og NovaTV og RUV öppin virka ekki sem skyldi

Pósturaf jas » Sun 24. Nóv 2019 22:29

Hæ!
Það hafa verið tvær bilanir í Nova TV nú um helgina, algjörlega óskildar hvorri annarri - en svona er Murphys law bara stundum :-\

Í dag var það bilun hjá stórum erlendum þjónustuaðila sem missti út nánast alla sína netþjóna á skömmum tíma. Bilunin var á bilinu 16-19 og þó það hafi tekist á þeim tímapunkti að koma öllu í gang, þá er enn verið að klára lagfæringar og restore á öllu kerfinu.
Bilun á föstudagskvöld hafði að gera með Apple Fairplay sem er DRM vörn á straumum í Apple tæki.

Þar sem þessi þráður var hinsvegar stofnaður um vandamál í Player í bæði RÚV og Nova TV appinu, þá er það tvOS 13.x sem inniheldur bögg í Player sem veldur þessu. Það er sama sem orsakar að klukkan á Playernum á LIVE straumi sýnir rangan tíma og stundum eitthvað furðulegt með ár/vikur/klst/mín tíma.

Pandemic - RÚV og Nova TV eru algjörlega ólík kerfi, en nota sama CDN (það sem bilaði í dag).

Hagur / Zpand3x - Það er bögg í Android TV á Nova TV. Við eigum von á lausn á þessu frosti / hraðspóli á mynd veseni í vikunni. Afsakið þetta, veit að þetta er hrikalega pirrandi að reyna að horfa á þetta.


Hluti þeirra vandamála sem Nova TV hefur verið að lenda í er út af gríðarlegri aukningu á notkun. Aukningin tók á flug í september og í raun höfum við ekki náð að stækka kerfið jafn hratt og þörfin hefur verið. Það horfir til betri tíma þar sem m.a. vitum við af því að CDN þjónustuaðilinn á íslandi ætlar að meira að tvöfalda afkastagetuna hér á landi á næstu vikum.

Nova er því hvergi hætt að styðja við Nova TV eða að gefast upp á því eins og OZ :-)
Þetta mun verða í lagi! Bara tekur okkur tíma að komast alla leið og fá nýja tækni eins og LIVE strauma á yfir 30 sjónvarpsstöðvum til að virka í einu appi fyrir 5 mismunandi platform fyrir þúsundir notenda sem allir vilja sjá Fréttir eða horfa á leikinn í Enska á sama tíma.


Ps. Netflix og Hulu o.fl. eru svokallaðar SVOD veitur. Spila efni eins og eru í safninu í Nova TV og er það ólíkt því þegar um LIVE strauma er um að ræða, þar sem þá vitum við ekki nema næstu 5-10 sek fram í tímann hvað á að spilast. Á meðann í bakgrunni er verið að ná í næstu 5-10 sek og svo koll af kolli. Svo það má ekki margt klikka til að það komi hökkt á strauminn.



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4340
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: AppleTV 4k og NovaTV og RUV öppin virka ekki sem skyldi

Pósturaf chaplin » Sun 24. Nóv 2019 22:43

Þetta er svarið sem ég hef verið að bíða eftir! Takk og gangi ykkur vel! :)



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16602
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2142
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: AppleTV 4k og NovaTV og RUV öppin virka ekki sem skyldi

Pósturaf GuðjónR » Fös 07. Feb 2020 19:27

jas skrifaði:Hæ!
Það hafa verið tvær bilanir í Nova TV nú um helgina, algjörlega óskildar hvorri annarri - en svona er Murphys law bara stundum :-\

Í dag var það bilun hjá stórum erlendum þjónustuaðila sem missti út nánast alla sína netþjóna á skömmum tíma. Bilunin var á bilinu 16-19 og þó það hafi tekist á þeim tímapunkti að koma öllu í gang, þá er enn verið að klára lagfæringar og restore á öllu kerfinu.
Bilun á föstudagskvöld hafði að gera með Apple Fairplay sem er DRM vörn á straumum í Apple tæki.

Þar sem þessi þráður var hinsvegar stofnaður um vandamál í Player í bæði RÚV og Nova TV appinu, þá er það tvOS 13.x sem inniheldur bögg í Player sem veldur þessu. Það er sama sem orsakar að klukkan á Playernum á LIVE straumi sýnir rangan tíma og stundum eitthvað furðulegt með ár/vikur/klst/mín tíma.

Pandemic - RÚV og Nova TV eru algjörlega ólík kerfi, en nota sama CDN (það sem bilaði í dag).

Hagur / Zpand3x - Það er bögg í Android TV á Nova TV. Við eigum von á lausn á þessu frosti / hraðspóli á mynd veseni í vikunni. Afsakið þetta, veit að þetta er hrikalega pirrandi að reyna að horfa á þetta.


Hluti þeirra vandamála sem Nova TV hefur verið að lenda í er út af gríðarlegri aukningu á notkun. Aukningin tók á flug í september og í raun höfum við ekki náð að stækka kerfið jafn hratt og þörfin hefur verið. Það horfir til betri tíma þar sem m.a. vitum við af því að CDN þjónustuaðilinn á íslandi ætlar að meira að tvöfalda afkastagetuna hér á landi á næstu vikum.

Nova er því hvergi hætt að styðja við Nova TV eða að gefast upp á því eins og OZ :-)
Þetta mun verða í lagi! Bara tekur okkur tíma að komast alla leið og fá nýja tækni eins og LIVE strauma á yfir 30 sjónvarpsstöðvum til að virka í einu appi fyrir 5 mismunandi platform fyrir þúsundir notenda sem allir vilja sjá Fréttir eða horfa á leikinn í Enska á sama tíma.


Ps. Netflix og Hulu o.fl. eru svokallaðar SVOD veitur. Spila efni eins og eru í safninu í Nova TV og er það ólíkt því þegar um LIVE strauma er um að ræða, þar sem þá vitum við ekki nema næstu 5-10 sek fram í tímann hvað á að spilast. Á meðann í bakgrunni er verið að ná í næstu 5-10 sek og svo koll af kolli. Svo það má ekki margt klikka til að það komi hökkt á strauminn.


Hvernig gengur að uppfæra kerfið?
NOVA appið er ennþá nánast ónothæft í AppleTV.




dandri
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Fim 22. Sep 2011 23:00
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: AppleTV 4k og NovaTV og RUV öppin virka ekki sem skyldi

Pósturaf dandri » Fös 07. Feb 2020 21:20

Verður streymið hýst á íslenskum cdn á næstunni í stað núverandi hjá Level 3?


AMD FX-4100 | ASRock 990FX Extreme3 | G.Skill Ripjaws 1600 8gb | 2x MSI Cyclone R6850 OC Version | Corsair HX750

Skjámynd

Demon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 365
Skráði sig: Þri 20. Jan 2004 20:13
Reputation: 10
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: AppleTV 4k og NovaTV og RUV öppin virka ekki sem skyldi

Pósturaf Demon » Lau 08. Feb 2020 11:02

Enginn að nota stöð2 appið? Man ekki eftir að hafa lent í svona hökti eins og þið eruð að nefna fyrir ofan.




birgirb13
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Þri 25. Des 2012 17:39
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: AppleTV 4k og NovaTV og RUV öppin virka ekki sem skyldi

Pósturaf birgirb13 » Lau 08. Feb 2020 14:51

Er að nota stöð2 appið á wifi tengdu AppleTV 4th Gen. Virkar fínt og ekkert hökt.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16602
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2142
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: AppleTV 4k og NovaTV og RUV öppin virka ekki sem skyldi

Pósturaf GuðjónR » Lau 08. Feb 2020 15:49

Demon skrifaði:Enginn að nota stöð2 appið? Man ekki eftir að hafa lent í svona hökti eins og þið eruð að nefna fyrir ofan.

Hef ekki reynslu af ST2 appinu enda ekki með ST2, RUV og NovaTV virka mjög ílla alveg síðan iOS 13 kom síðasta haust. Því miður.