Tækni fyrir foreldra

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7591
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Tækni fyrir foreldra

Pósturaf rapport » Lau 09. Nóv 2019 09:24

Það er endalaus umræða um hvernig hömlulaust aðgengi barna að tækni veldur alskonar vandræðum.

- Krakkar tala ekki saman í kjötheimum
- Börn snappa ef netið er tekið af þeim
- Internetið er hættulegur staður fyrir börn að vera á eftirlitslaus

ofl. ofl.

Til viðbótar þá eru til krakkar sem lenda í hinum ýmsu ógöngum sem tæknin gæti hugsanlega aðstoðað börnin eða foreldrana til að draga úr áhyggjum, tryggja öryggi, hafa eftirlit o.s.frv.

Ég á einn slíkan ungling sem blessunarlega hefur náð sér á strik eftir ýmis áföll en í því ferli öllusaman þá fannst mér skrítnast og erfiðast hvað opinberir aðilar sem voru að hjálpa okkur voru tækniheftir eða vanmáttugir.

Þessir aðilar mega nefnilega ekki gera ýmislegt sem ég sem foreldri mátti gera t.d. varðandi tæki og tól heimilisins.

Það var engin spurning að tæknin veitti okkur ýmist forskot og getu til að díla við þær aðstæður sem við vorum komin í með okkar barn og þessir aðilar áttu stundum ekki orð yfir hversu gagnleg þessi tól voru til að hafa áhrif á barnið til góðs.

Því tók ég saman helstu atriði sem ég nýtti mér og útbjó einfalda síðu sem þau gætu vísað öðrum foreldrum á - http://www.notnormal.is/r%C3%A1%C3%B0stafanir.html


Nú er þessi síða líklega orðin hátt í tveggja ára og er nánast óbreytt.

Þá er ég loksins kominn með smá kjark til að segja frá og spurja t.d. hérna inni, hvaða fleiri ráð væri hægt að veita foreldrum ?

Ég fagna öllum hugmyndum um hagnýtingu UT til að gera uppeldis- og etirlitshlutverk foreldra auðveldara og skilvirkara, og þá í extreme aðstæðum.

Hvort sem það kemur hér inn eða í PM, skiptir ekki máli en öll góð ráð get askipt máli.

Ég get lofað ykkur að þegar foreldrar eru í þeirri aðstöðu að svona tækni geti tryggt eða stuðlað að velferð barnsins þeirra, þó ekki væri nema næstu 2-3 vikurnar, þá er allt svo miklu betra en ekki neitt. Það er versta tilfinning í heima að geta ekkert gert fyrir barnið sitt.



Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tækni fyrir foreldra

Pósturaf natti » Sun 10. Nóv 2019 12:54

Þetta eru ágætis upplýsingar til að fólk viti hvað væri hægt að gera.
En, og þetta er stórt EN.
notnormal.is skrifaði:Það má ekki undir neinum kringumstæðum vakta netnotkun nema notandi tækisins viti af því. Ef farið er á bakvið fólk þá myndast ekkert traust og tilgangurinn með þessu öllu saman er að skapa vettvang fyrir traust að myndast.


Þetta er grunnurinn að öllu.
Því það verður að hafa í huga að þú getur ekki eða illa leyst hegðun einstaklings með tæknilegum úrlausnum, hvort sem um er að ræða fjölskyldumeðlim eða starfsfólk á vinnustað.
Þannig að sumar af þessum ráðstöfunum sem síðan listar upp byggir á því að um samstarf foreldri og barns sé um að ræða.
Og að foreldrar geri sér þá grein fyrir hverjir annmarkarnir eru sé samstarfsviljinn ekki til staðar.

Einnig þarf að hafa í huga að börn eiga líka rétt á einkalífi og eiga að geta takmarkað aðgengi foreldra að eigin gögnum.
Barnasáttmálar og allt það.
Síðan byggir að hluta til á því að slík réttindi séu virt að vettugi.
(Við vitum alveg að sem foreldrar gerum við ýmislegt, en sumt af þessu er samt ekki leyfilegt.)

Ég ætla því að stikla á stóru varðandi nokkur atriði þarna:

Varðandi netsíur
Það skiptir litlu máli hversu mikla tölvuþekkingu þú hefur, hafi krakkinn yfir höfuð áhuga á að komast í kringum netsíuna þá er það hægt, og mun alltaf vera einu eða fleiri skrefum á undan.

Varðandi tímatakmarkanir/parental controls á netbúnaði. (t.d. gagnvart leikjatölvum oþh)
Nú er svo komið að hægt er að fá töluvert af gagnamagni innifalið í farsímaáskriftum. (50G+)
Ég veit um nokkur tilfelli þess að foreldrar séu með "parental controls" á router eða jafnvel slökkva á honum kl 22:00, en krakkinn bíður í smá tíma og hotspottar svo bara PS tölvuna á símtækið sitt og heldur áfram í fifa online eftir að foreldrarnir fara að sofa.

Apple tæki / restrictions /screen time og fleira:
Þetta byggir á því að barnið hafi ekki fullt stjórn á símtækinu sínu, sem getur vel gengið meðan það er ekki komið á unglingsaldur, en hátt í ógerlegt eftir þann tíma.
Einnig byggja restrictions undir family settings á því að viðkomandi sé undir 18 ára aldri skv apple.
En vandamálið er að það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að þú sem foreldri viljir meðvitað skrá krakkann eldri en 18 ára til að geta nýtt ákveðnar þjónustur/öpp/leiki/whatever.
S.s. af alveg sömu ástæðu og þú segir 10 ára krakka að ýta á "I am 13 years or older" til að komast inn á leikjasíður eða whatnot.
Að ganga út frá því að barnið hafi ekki aðgang að eigið apple-id er fín glærukynning, en ekki raunhæft.
Því börn/unglingar vilja bæta við öppum / leikjum og þurfa því í sumum tilfellum að slá inn lykilorð til að geta sótt leikinn.
Þetta er oft partur af félagslífinu (vinirnir allir að prófa einhvern nýjan leik saman) og öll "bið" er því ekki að ganga.

Parental controls öpp á símtæki:
Þetta byggir aftur á samstarfi barns og foreldris.
Einnig þarf að hafa í huga að sum af slíkum öppum koma ekki í veg fyrir factory reset á símtækinu.
Og ég hef heyrt nokkrar sögur af parental controls appinu frá Vodafone sem krakkar (10-11 ára) leyfðu foreldrunum að setja inn, en svo bara factory reset og símtækið enduruppsett.

En aftur að eftirlitinu oþh:
notnormal.is skrifaði:Það þarf að standa fast á sínu gagnvart ungmenninu og hreinlega loka neti og síma nema þú fáir þann aðgang að tækjunum sem þú þarft til að hefja eftirlit.

Foreldrið verður jafnframt að gera sér grein fyrir því að ef það þarf að heimta þennan aðgang með valdi, þá er grundvöllurinn fyrir gagnkvæmu trausti algjörlega farinn og þarft að ganga út frá því að allar undankomuleiðir verði reyndar.


Önnur "bypass" úrræði sem ég veit af:
Unglingar eiga peninga eftir sumarvinnu eða whatnot, og eru því í aðstöðu til að kaupa sér auka símtæki, notað eða nýtt, og geta því haldið "fake" front gagnvart foreldrum en notað hitt símtækið fyrir það sem þarf að vera falið frá fullorðna fólkinu.


Ef að samstarfsviljinn er til staðar, þá er stundum hægt að ræða þessi atriði við unglinginn og hann/hún jafnvel ekki mótfallin því að bæða parental controls við, ef viðkomandi veit af og viðurkennir vandamálið og er tilbúin(nn) til að bæta sig.

Ég veit líka um dæmi þar sem samstarfsviljinn er til staðar, og unglingurinn hefur haft frumkvæði af því að nota family controls í apple til að takmarka símanotkun eftir kl 23:00 á kvöldin.

Og önnur leið sem ég veit að getur hjálpað sumum: Öll fjölskyldan (fullorðna fólkið líka) sammælist um að símtækin séu ekki hlaðin inn í svefnherbergjunum á nóttunni, heldur er einhver einn sameiginlegur staður "frammi", í skúffu t.d., sem símtækin eru sett í eftir kl 22:00 og í hleðslu.


Mkay.

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6398
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 464
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Tengdur

Re: Tækni fyrir foreldra

Pósturaf worghal » Sun 10. Nóv 2019 12:58

án þess að hafa lesið þetta þá væri fínt ef fólk yfir sextugt fengi ekki aðgang að internetinu án eftirlits.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7591
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Tækni fyrir foreldra

Pósturaf rapport » Sun 10. Nóv 2019 13:26

natti skrifaði:...


Var að vonast eftir að fá fleiri tæki og tól til að vinna með, en get svarað þessu líka.

Þetta snýst ekki eingöngu um samstarf. Þetta snýst um að skapa sér samningsstöðu og að geta haft áhrif á þá þætti sem skipta ungmennið virkilega miklu máli og nota þá þætti sem jákvæða umbun.

t.d. ef einhver fellur á fíkniefnaprófi eða virðir ekki útivistatíma = þú tekur alla samskiptamiðla út af síma og tölvu viðkomandi (auðvelt með qustodio) og ef þú ert með restrictions á símanum sem leyfa ekki að uninstalla forritum því qustodio felur forritin og blockar heimasíður þeirra. Sama gildir um fartölvur svo lengi sem ungmennið er ekki admin.

Getur að sama skapi stillt forritið þannig að 4G netsamband er ekki mögulegt eftir miðnætti eða e-h álíka, en viðkomandi geti hringt.

Að geta gert þetta og staðið við það, jafnvel remotely er mjög öflugt fyrir foreldra.

Í MST þá snýst allt um að gera samninga og þar eru kröfur á foreldrana um að gera ýmislegt til að reyna stilla til friðar og á ungmennin en á helst til að tryggja þeirra öryggi og þroska.

Aftur, að geta sett atriði sem þetta inn í samninginn = skiptir miklu máli.

Þá er location tracking í forritinu og því hægt að sjá hvort ungmennið fer heim til óæskilegra aðila osfrv.

Það er virkilega gott að geta sagt Guðmundi Fylkis hvert hann á að fara til að sækja ungmennið + þá sést strax í history hvar krakkar eru að hanga.

Um leið og hinir krakkarnir fatta þetta þá eru þau allt í einu komin á band með foreldrunum og vilja að viðkomandi ungmenni standi sig því þau nenna ekki að lenda í vandræðum út af viðkomandi, reka ungmennið jafnvel heim á réttum tíma því þau vita að viðkomandi finnst strax.

Ef viðkomandi losar sig við símann eða hefur slökkt á honum þá fattast það fljótt = hægt að hóa tímanlega í réttu aðilana og grípa til ráðstafana.

Þessar ráðstafanir eru ekki hugsaðar fyrir venjulega unglinga sem vilja bara meiri tíma í PS4 á kvöldin eða klára einn þátt á Netflix.

Við erum að tala um krakka sem hverfa sólahringunum saman eru eru jafnvel að ógna lífi sínu og annara í hættu með alskonar vitleysu.



Skjámynd

viddi
Stjórnandi
Póstar: 1310
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 12:50
Reputation: 7
Staðsetning: <?php
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tækni fyrir foreldra

Pósturaf viddi » Sun 10. Nóv 2019 20:02

Ég notast við Google Family Link á síma hjá mínum börnum og það hefur virkað mjög vel, get séð hvað þau nota símann mikið og ég þarf að samþykja öll öpp sem þau setja upp og svo læsast símarnir á kvöldin og eru læstir til kl 7 á morgnana.



A Magnificent Beast of PC Master Race

Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tækni fyrir foreldra

Pósturaf natti » Sun 10. Nóv 2019 20:59

rapport skrifaði:
natti skrifaði:...

[...]
Var að vonast eftir að fá fleiri tæki og tól til að vinna með, en get svarað þessu líka.


Ég get (sem betur fer) ekki svarað fyrir extreme case-in, en ég lendi af og til í samtölum við foreldra sem halda að þessar lausnir virki og séu fail-proof.
Sem þær eru ekki, ekki heldur Qustudio.
Og þó þetta séu bara nokkur af mörgum tólum/aðferðum sem foreldrar geta notað til að díla við þessar aðstæður, þá finnst mér samt mikilvægt að það komist til skila með einhverjum hætti að foreldrarnir séu undir það búnir að ungmennið finni leið framhjá þessum takmörkunum.

Þú ert samt nokkurnveginn búinn að covera flest tól og tæki, annað en að kaupa lítinn gps tracker og sauma inn í uppáhalds úlpu viðkomandi.

Annað atriði sem þarf að hafa í huga: Til að sum af þessum forritum virki sem skyldi, þá þarf það að komast í netsamband. Og ef ungmennið er með áskriftarleið með allt of litlu gagnamagni, þá hættiru að geta fylgst með þegar gagnamagnið klárast.


Mkay.

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7591
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Tækni fyrir foreldra

Pósturaf rapport » Mán 11. Nóv 2019 08:07

natti skrifaði:...


Ég vissi ekki af Google Family og það er nú helvíti sniðugt sýnist mér.

En eins og ég bendi á þá skiptir máli að GSM númeri ðsé skráð á foreldrana en ekki barnið svo að foreldri geti fengið greiðan aðgang að öllum gögnum.

Þá er sniðugt að kaupa strætókort í símann hjá barni en ekki plastkort, því þá þarf barnið að eig arafmagn eftir á símanum + tengjast við netið ef það ætlar að ferðast.