Er hægt að laga þetta? Micro USB port farið

Athvarf handlagna heimilisnördsins
Skjámynd

Höfundur
bjornvil
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 363
Skráði sig: Fim 24. Jan 2008 00:10
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Er hægt að laga þetta? Micro USB port farið

Pósturaf bjornvil » Lau 09. Nóv 2019 12:59

Mynd

Þetta er USB DAC sem mér askotnaðist vegna ástands. .. Er hægt að laga þetta? Ég er ekki að fara að gera þetta sjálfur heldur er að velta mér hvort þetta sé hægt yfir höfuð.



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1261
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að laga þetta? Micro USB port farið

Pósturaf Njall_L » Lau 09. Nóv 2019 13:05

Lóðpaddarnir virðast vera í góðu standi og tengið bara brotnað af lóðningunum svo það ætti ekki að vera neitt mál að laga þetta. Lóða bara nýtt tengi, eða það gamla ef það er í fínu standi.


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

Höfundur
bjornvil
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 363
Skráði sig: Fim 24. Jan 2008 00:10
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að laga þetta? Micro USB port farið

Pósturaf bjornvil » Lau 09. Nóv 2019 14:00

Njall_L skrifaði:Lóðpaddarnir virðast vera í góðu standi og tengið bara brotnað af lóðningunum svo það ætti ekki að vera neitt mál að laga þetta. Lóða bara nýtt tengi, eða það gamla ef það er í fínu standi.


Ok tengið er týnt en ekkert mál að kaupa nýtt. Ég á lóðbolta en geri ráð fyrir að það þurfi einhverja spes græju í þetta er það ekki, sé ekki hvernig ég gæti komist að þessu með mínum? Eitthvað verkstæði sem gæti gert þetta fyrir sanngjarnt verð?



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1261
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að laga þetta? Micro USB port farið

Pósturaf Njall_L » Lau 09. Nóv 2019 22:30

bjornvil skrifaði:Ég á lóðbolta en geri ráð fyrir að það þurfi einhverja spes græju í þetta er það ekki

Í rauninni ekki, bara lóðbolta og nákvæmni

bjornvil skrifaði:Eitthvað verkstæði sem gæti gert þetta fyrir sanngjarnt verð?

Myndi ráðleggja þér að heyra í Són og fá þá til að gefa þér fast tilboð í efni og vinnu. Veit ekki betur en að þeir séu eina rafeindaverkstæðið sem er eftir og þó svo að maður hafi heyrt ýmsar hryllingssögur þaðan þá hefur maður heyrt þær fleiri betri, enda fyrirtækið ennþá starfandi


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að laga þetta? Micro USB port farið

Pósturaf audiophile » Lau 09. Nóv 2019 23:38

Sónn, Öreind eða Örtækni. Prófaðu að hringja á milli og fá verð.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

Höfundur
bjornvil
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 363
Skráði sig: Fim 24. Jan 2008 00:10
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að laga þetta? Micro USB port farið

Pósturaf bjornvil » Sun 10. Nóv 2019 12:21

Takk fyrir ég athuga þetta hjá þessum verkstæðum... alveg spurning hvort þetta borgi sig, þessi græja er ekki dýr.




Hizzman
Geek
Póstar: 831
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að laga þetta? Micro USB port farið

Pósturaf Hizzman » Sun 10. Nóv 2019 12:33

kíktu á 'micro soldering' á youtube




playman
Vaktari
Póstar: 2001
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 74
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að laga þetta? Micro USB port farið

Pósturaf playman » Sun 10. Nóv 2019 16:09

Kostar ekki neitt á ebay.
https://www.ebay.com/sch/i.html?_from=R ... lug+solder
Minnir að eitt stikki hafi kostað um 600kr hjá mbr.is
Einnig er nauðsinlegt að eiga desolder wick https://www.ebay.co.uk/itm/30m-of-Chem- ... 56c5fb85b9
Það er ekkert rosalegt vesen að skipta um þetta, bara passa eiga flux+mjóan odd á lóðboltan og þunnan tin vír.
Um að gera að prófa þetta sjálfur ef þú getur og tækið kostar ekki mikið, tímavinnan á verkstæði er ekkert ódýr.

iFixit video
https://www.youtube.com/watch?v=jGZKsuaJlpo
og annað
https://www.youtube.com/watch?v=fj0QnScWy24


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9

Skjámynd

bits
Fiktari
Póstar: 54
Skráði sig: Þri 21. Maí 2019 16:15
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að laga þetta? Micro USB port farið

Pósturaf bits » Mán 11. Nóv 2019 12:08

Ættir að geta lóðað þetta sjálfur með smá þolinmæði :)

byrjaðu á því að setja smá flux þar sem jarðtengin eru sem halda tenginu við PCB'ið og lóðaðu smá tin á þau. Oft eru jarðtengin lengi að hitna og byrja að flæða en það fer allt eftir þykkt PCB'sins. Svo seturu meira flux og dregur tinið upp í Wick, þá ættiru að losna við leifarnar af gamla tenginu úr jarðtengjunum/festingunum.

Svo seturu flux á Data/+/- punktana og lóðar tin á þá líka þannig að þeir líti út fyrir að vera glansandi og fínir. Passaðu bara hitann og að staldra ekki of lengi við á þeim punktum því þú gætir hreinlega brennt punktana/trace'in af PCB'inu.

Svo seturu meira flux á þá og dregur tinið á þeim í Wick'inn.

Því næst seturu tengið á sinn stað (gott að nota tape til að halda því niðri) og byrjar á því að lóða jarðtengin/festingarnar og muna, nota flux!

Svo þegar tengið er fast þá tekuru tape'ið af og setur flux á Data/+/- punktana. Aðferðin sem mér finnst best er að setja oddinn á lóðboltanum á hvert tengi fyrir sig, láta hitna í 2-3 sekundur og svo ýta tininu á punktinn. Þá ætti það að flæða vel og lóðast me di sammen.
Endurtekur svo leikinn á hina punktana. Það þarf bara örlítið tin á hvern punkt því þú vilt ekki að það sé of mikið og smitist milli tengja :)

Good luck!