Basic router fyrir ljósleiðara tengingu


Höfundur
Vinni
Græningi
Póstar: 32
Skráði sig: Fös 25. Nóv 2005 13:17
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Basic router fyrir ljósleiðara tengingu

Pósturaf Vinni » Fim 07. Nóv 2019 21:31

Það var verið að ljósleiðaravæða blokkina hjá mér. Ég er með 50 mbits dsl sem virkar mokkuð fínt fyrir mínar kröfur, en skilst að það kosti ekkert að skipta yfir sem ég ætla að gera og uppfæri áskriftina líklega í 100mbits í leiðinni. Ég hef öll árin átt mína routera sjálfur í stað þess að leigja og nú vantar mig væntanlega router fyrir ljósleiðarann. Ég er hjá hringdu og það er míla sem er með ljósleiðarann.

Mig vantar eitthvað einfalt og solid með bærilegt wifi sem endist í nokkur ár, eða sem lengst bara. Hugmyndir?

Takk.




arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 130
Staða: Tengdur

Re: Basic router fyrir ljósleiðara tengingu

Pósturaf arons4 » Fim 07. Nóv 2019 21:49

Er routerinn sem þú ert með núna með WAN porti?




Höfundur
Vinni
Græningi
Póstar: 32
Skráði sig: Fös 25. Nóv 2005 13:17
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Basic router fyrir ljósleiðara tengingu

Pósturaf Vinni » Fim 07. Nóv 2019 22:36

arons4 skrifaði:Er routerinn sem þú ert með núna með WAN porti?

Nei, ég sé engin merki þess.




pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Basic router fyrir ljósleiðara tengingu

Pósturaf pepsico » Fim 07. Nóv 2019 23:11

Það væri fínt að vita hversu mörg tæki þurfa WiFi og hversu vel staðsettur routerinn verður í íbúðinni. Getur þess vegna keypt einhvern 7.000 króna router í Elko og það myndi eflaust alveg duga ef það eru fá tæki og hann er vel staðsettur.
Sjálfur myndi ég samt kaupa góðan Gbps (1000 Mbps) router til að vera future proof. Þeir eru líka öllu jafna með betri innviðum og þ.a.l. ólíklegri til að valda manni höfuðverk.




kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Ótengdur

Re: Basic router fyrir ljósleiðara tengingu

Pósturaf kjartanbj » Fim 07. Nóv 2019 23:22

Er hægt að fá 100mbit í dag? Hélt það væri ekki boðið uppá svo litlar tengingar í dag




Höfundur
Vinni
Græningi
Póstar: 32
Skráði sig: Fös 25. Nóv 2005 13:17
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Basic router fyrir ljósleiðara tengingu

Pósturaf Vinni » Fös 08. Nóv 2019 10:46

pepsico skrifaði:Það væri fínt að vita hversu mörg tæki þurfa WiFi og hversu vel staðsettur routerinn verður í íbúðinni. Getur þess vegna keypt einhvern 7.000 króna router í Elko og það myndi eflaust alveg duga ef það eru fá tæki og hann er vel staðsettur.
Sjálfur myndi ég samt kaupa góðan Gbps (1000 Mbps) router til að vera future proof. Þeir eru líka öllu jafna með betri innviðum og þ.a.l. ólíklegri til að valda manni höfuðverk.

Ahh, það er þetta með framtíðina - vel á minnst. Ég ligg núna yfir teikningum af húsi sem ég er að spá í að byggja og þar verður meiri þörf fyrir WIFI en þar sem ég bý núna af því að húsið verður mun stærra en íbúðin sem ég bý í núna.

Þannig að nýr router mætti gjarnan vera með þokkalega WIFI drægni. Núverandi WIFI notkun er ekki mikil eða þung. 1-2 tæki í netrápi. Helsta núverandi krafa um nethraða er að geta streymt einum UHD videóstraum hnökralaust. Ég ætlaði að prófa 100mbits áskrift fyrst og sjá hvort að hún dygði. En já skynsamlegast væri líklega að stefna á 1Gbps router.

Semsagt, 1G router með þokkalega WIFI drægni?




Höfundur
Vinni
Græningi
Póstar: 32
Skráði sig: Fös 25. Nóv 2005 13:17
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Basic router fyrir ljósleiðara tengingu

Pósturaf Vinni » Fös 08. Nóv 2019 10:49

kjartanbj skrifaði:Er hægt að fá 100mbit í dag? Hélt það væri ekki boðið uppá svo litlar tengingar í dag

hringdu er að sýna mér 50,100 og 1000mbit áskriftir.




pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Basic router fyrir ljósleiðara tengingu

Pósturaf pepsico » Fös 08. Nóv 2019 11:21

Ef þú vilt fjárfesta 25.000 krónum í router þá get ég mælt með Netgear Nighthawk AC1900. Hann er overkill fyrir 100 Mbps áskrift og litla íbúð en þá áttu router sem á framtíð fyrir sér. Minn er að skila mörg hundruð Mbps á WiFi og allri Gbps tengingunni yfir snúrurnar. Hann er ekki með neitt "ótrúlegt" WiFi samt, en ég mæli líka bara ekki með því að kaupa rándýran router á kannski 80 þúsund krónu til að fá magnað WiFi. Það er oft betra fyrir bæði budduna og sambandið að PoE snúrutengja bara Access Point, á t.d. hæðinni sem routerinn verður ekki á í tveggja hæða húsi, en að kaupa router sem er með merkilega betra WiFi. Sem er akkúrat minnsta mál ef þú byggir sjálfur og sérð til þess að það séu rör í veggjunum úr öllum rýmum sem mætast í skáp (fyrir t.d. netsnúrur).

Það eru samt nokkur ár síðan Nighthawk AC1900 kom út og það gæti vel verið að það sé komið eitthvað betra á þessu verðbili svo það er um að gera að skoða helling af reviews ef þú hefur tök á.




Höfundur
Vinni
Græningi
Póstar: 32
Skráði sig: Fös 25. Nóv 2005 13:17
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Basic router fyrir ljósleiðara tengingu

Pósturaf Vinni » Fös 08. Nóv 2019 12:50

Þetta hljómar skynsamlega. 25 þús er ekkert mál fyrir router sem þjónar mér næstu 5 ár eða svo. Það er ekki nema u.þ.b tveggja ára leiga á router. Þessi Netgear AC1900 er kominn á skoðunarlistann. Fleiri hugmyndir um sambærilega græju auðvitað vel þegnar.

Takk!




HringduEgill
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 305
Skráði sig: Mið 12. Feb 2014 12:56
Reputation: 147
Staða: Ótengdur

Re: Basic router fyrir ljósleiðara tengingu

Pósturaf HringduEgill » Fös 08. Nóv 2019 13:10

pepsico skrifaði:Ef þú vilt fjárfesta 25.000 krónum í router þá get ég mælt með Netgear Nighthawk AC1900. Hann er overkill fyrir 100 Mbps áskrift og litla íbúð en þá áttu router sem á framtíð fyrir sér. Minn er að skila mörg hundruð Mbps á WiFi og allri Gbps tengingunni yfir snúrurnar. Hann er ekki með neitt "ótrúlegt" WiFi samt, en ég mæli líka bara ekki með því að kaupa rándýran router á kannski 80 þúsund krónu til að fá magnað WiFi. Það er oft betra fyrir bæði budduna og sambandið að PoE snúrutengja bara Access Point, á t.d. hæðinni sem routerinn verður ekki á í tveggja hæða húsi, en að kaupa router sem er með merkilega betra WiFi. Sem er akkúrat minnsta mál ef þú byggir sjálfur og sérð til þess að það séu rör í veggjunum úr öllum rýmum sem mætast í skáp (fyrir t.d. netsnúrur).

Það eru samt nokkur ár síðan Nighthawk AC1900 kom út og það gæti vel verið að það sé komið eitthvað betra á þessu verðbili svo það er um að gera að skoða helling af reviews ef þú hefur tök á.


Tek undir þetta. Reynsla okkar af þessum router mjög fín.

Nú veit ég ekki hversu stór íbúðin er en ef þú ert að pæla í góðri drægni er Netgear Orbi mjög flott lausn og hefur hlotið góða gagnrýni. Myndi þá taka RBK50 frekar en RBK23 (sem Elko selur): https://www.amazon.com/NETGEAR-Orbi-Ult ... 500&sr=8-3




HringduEgill
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 305
Skráði sig: Mið 12. Feb 2014 12:56
Reputation: 147
Staða: Ótengdur

Re: Basic router fyrir ljósleiðara tengingu

Pósturaf HringduEgill » Fös 08. Nóv 2019 13:46

HringduEgill skrifaði:
pepsico skrifaði:Ef þú vilt fjárfesta 25.000 krónum í router þá get ég mælt með Netgear Nighthawk AC1900. Hann er overkill fyrir 100 Mbps áskrift og litla íbúð en þá áttu router sem á framtíð fyrir sér. Minn er að skila mörg hundruð Mbps á WiFi og allri Gbps tengingunni yfir snúrurnar. Hann er ekki með neitt "ótrúlegt" WiFi samt, en ég mæli líka bara ekki með því að kaupa rándýran router á kannski 80 þúsund krónu til að fá magnað WiFi. Það er oft betra fyrir bæði budduna og sambandið að PoE snúrutengja bara Access Point, á t.d. hæðinni sem routerinn verður ekki á í tveggja hæða húsi, en að kaupa router sem er með merkilega betra WiFi. Sem er akkúrat minnsta mál ef þú byggir sjálfur og sérð til þess að það séu rör í veggjunum úr öllum rýmum sem mætast í skáp (fyrir t.d. netsnúrur).

Það eru samt nokkur ár síðan Nighthawk AC1900 kom út og það gæti vel verið að það sé komið eitthvað betra á þessu verðbili svo það er um að gera að skoða helling af reviews ef þú hefur tök á.


Tek undir þetta. Reynsla okkar af þessum router mjög fín.

Nú veit ég ekki hversu stór íbúðin er en ef þú ert að pæla í góðri drægni er Netgear Orbi mjög flott lausn og hefur hlotið góða gagnrýni. Myndi þá taka RBK50 frekar en RBK23 (sem Elko selur): https://www.amazon.com/NETGEAR-Orbi-Ult ... 500&sr=8-3


Vil aðeins endurorða það sem ég sagði! Reynsla okkar af Netgear AC1900 á ljósleiðara GR er mjög fín. Við höfum hins vegar ekki jafn góða reynslu af honum á ljósleiðara Mílu þar sem auðkenningar fara í gegnum PPPoE. Það virðist sem hann höndli PPPoE auðkenningu verr og skili minni hraða. Það er orðið ansi langt síðan við gerðum hraðamælingu á honum yfir Mílu ljós þannig mögulega er komin einhver firmware uppfærsla sem hefur bætt þetta.




Höfundur
Vinni
Græningi
Póstar: 32
Skráði sig: Fös 25. Nóv 2005 13:17
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Basic router fyrir ljósleiðara tengingu

Pósturaf Vinni » Fös 15. Nóv 2019 15:07

Þetta endaði í Netgear AC1900. Og svo hrundi ég á taugum og stækkaði áskriftina í 1G. Mjög sáttur, í gærkvöldi sá ég download hraða á stórum file milli 50 og 60MB/sek. Sem er miklu meiri hraði en hraðapróf hjá t.d. Okla sýnir, sem er um 200mbit niður og 8-900 upp.

Takk fyrir hjálpina!




Deucal
Nýliði
Póstar: 23
Skráði sig: Fös 23. Apr 2010 23:58
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Basic router fyrir ljósleiðara tengingu

Pósturaf Deucal » Fös 15. Nóv 2019 17:00

pepsico skrifaði:Ef þú vilt fjárfesta 25.000 krónum í router þá get ég mælt með Netgear Nighthawk AC1900.


Ég get ekki mælt með þessum lengur, var að henda mínum sem ég var búin að eiga í nokkur ár. Nýjustu firmware stútuðu gígatengingunni minni.

Virkar fínt ef þú ert á eldgömlu firmware, en ef þú óvart uppfærir, you fucked with speed.

Allra nýjasta drap hraða frá 1000 -> 230, náði að bakka þó nokkuð mikið í firmware númerum en náði hraðanum aldrei aftur upp fyrir 500.

Keypti google wifi + switch (mikið harðvírað hjá mér) og back in business í 1000.




pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Basic router fyrir ljósleiðara tengingu

Pósturaf pepsico » Fös 15. Nóv 2019 17:56

Leiðinlegt að heyra það Deucal. Ég er sjálfur á nýjasta firmwareinu (V1.0.9.88) og er ennþá að ná >900 Mbps upp og niður. Ertu hjá GR (sem notar DHCP) eða Mílu (sem notar PPPoE)? Og var það akkúrat þegar þú upgradeaðir firmwareið sem þetta gerðist? Hljómar svolítið eins og að eitthvað vélbúnaðartengt hafi gerst t.d. vifta bilað eða hitaleiðandi kremið 'brotnað', og örgjörvinn hægari fyrir vikið vegna hitastigs. Routerinn 'man' nefnilega ekkert hvaða firmware var á honum áður svo það á ekki að varanlega rústa honum að setja eitthvað firmware tímabundið.