Minecraft server fyrir norðurlöndin


Höfundur
Strákurinn
Nörd
Póstar: 102
Skráði sig: Mið 25. Maí 2016 19:15
Reputation: 27
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Minecraft server fyrir norðurlöndin

Pósturaf Strákurinn » Mið 06. Nóv 2019 20:03

Sæl verið þið.

Ég setti hér inn þráð fyrir ekki svo löngu síðan að benda ykkur á discord server sem við erum að reyna að fjölmenna með fólki frá norðurlöndunum.
Það vill svo heppilega til að við höfum ákveðið að setja upp minecraft server fyrir okkar fólk til að spila á.

Mig langar hér með að bjóða öllum þeim sem vilja að koma á serverinn með okkur og hjálpa með þetta minecraft samfélag sem við erum að byggja upp.

Hér koma smá upplýsingar um serverinn:

ip: mc.35.is

Minecraft survival multiplayer á 1.14.4
Serverinn er greylist að þeim hætti að þú þarf réttindi frá starfsmanni til þess að geta gert eitthvað á servernum.
Við erum með mikið magn af tækjum og tólum til þess að koma í veg fyrir skemmdarverk ef við lendum í slæmum eplum sem komast í gegnum fyrstu vörnina.

Það eru vanalega í kringum 7-10 manns inná í einu, mest höfum við verið 18 í einu.
Þetta er nýlegur server, verandi 2 vikna gamall. Allt sem þú sérð hér inni hefur verið búið til af fólki í survival.

Ef þetta er ekki nægilega skýrt þá eru frekari upplýsingar hér:
https://www.reddit.com/r/mcservers/comm ... 4_economy/

Endilega látið mig vita ef þetta má ekki vera hér inni.