Mila vs GR


Höfundur
Hizzman
Geek
Póstar: 836
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Mila vs GR

Pósturaf Hizzman » Fim 31. Okt 2019 07:16

Hvað er eiginlega í gangi hér?

Mynd




einarth
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 346
Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Mila vs GR

Pósturaf einarth » Fim 31. Okt 2019 08:17

Síminn/míla kvörtuðu yfir því fyrir nokkrum árum að við (GR) skildum leggja innanhúslagnir þannig að ljósleiðarinn væri bræddur saman í inntaki og lægi því heill uppí íbúð.

Það þýddi að þegar þeir lögðu ljósleiðarann sinn í húsið gátu þeir ekki aftengt auðveldlega innanhús ljósleiðarann sem við lögðum (ókeypis fyrir húseiganda) og notað fyrir sinn leiðara frá inntaki og uppí íbúð - og sparað sér að leggja innanhúslögnina.

PFS komst að þeirri niðurstöðu og okkur bæri að annaðhvort hafa leiðarann okkar með tengjum í inntaki - eða leggja leiðara nr. 2 samhliða okkar innanhúslögn svo þeir gætu notað lausa leiðarann þegar þeir kæmu í húsið.

Við völdum að leggja auka leiðara við hlið okkar leiðara þegar við tengjum í hús eftir þennan úrskurð - þar sem við teljum betra öryggi í okkar sambandi að hafa leiðarann okkar bræddan í inntaki.

Okkar kvörtun núna nýlega snýst um að Síminn/míla virðst gera í því að rífa niður okkar netaðgangstæki þegar viðskiptavinir skipta yfir á þeirra kerfi - jafnvel þótt það sé laus leiðari í innanhúslögn - og það án þess að fá til þess samþykki viðskiptavinar.

Kv, Einar
starfsmaður GR.



Skjámynd

AlexJones
Fiktari
Póstar: 51
Skráði sig: Fim 03. Okt 2013 21:06
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Mila vs GR

Pósturaf AlexJones » Fim 31. Okt 2019 13:13

Svo er spurning hvað neytendur vilja í þessum efnum.

Fyrir mitt leyti þá hef ég verið með þessi box á sjáanlegum stað í íbúðinni, og það að hafa einhver 2 sett af boxum frá bæði GR og Mílu er bara "out of the question", þá væri hálfur veggurinn hlaðinn allskonar boxum og þráðum. Ljósleiðaraboxi, router, "Ontu", allt samtengt í einhverju snúrufargani á milli.
Ég myndi vilja bara hafa þessi box sem væru í notkun, og boxið frá hinum aðilanum fjarlægt. Ég vil ekki hafa 5 box á veggnum!
Væri kannski öðruvísi ef ég væri í stóru einbýli með risa-rafmagnstöflu þar sem þetta væri allt saman falið inní. En langflestir búa í aðeins minna húsnæði en það og hafa ekkert slíkt rými til að fórna í svona.




Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Mila vs GR

Pósturaf Dúlli » Fim 31. Okt 2019 13:39

einarth skrifaði:Síminn/míla kvörtuðu yfir því fyrir nokkrum árum að við (GR) skildum leggja innanhúslagnir þannig að ljósleiðarinn væri bræddur saman í inntaki og lægi því heill uppí íbúð.

Það þýddi að þegar þeir lögðu ljósleiðarann sinn í húsið gátu þeir ekki aftengt auðveldlega innanhús ljósleiðarann sem við lögðum (ókeypis fyrir húseiganda) og notað fyrir sinn leiðara frá inntaki og uppí íbúð - og sparað sér að leggja innanhúslögnina.

PFS komst að þeirri niðurstöðu og okkur bæri að annaðhvort hafa leiðarann okkar með tengjum í inntaki - eða leggja leiðara nr. 2 samhliða okkar innanhúslögn svo þeir gætu notað lausa leiðarann þegar þeir kæmu í húsið.

Við völdum að leggja auka leiðara við hlið okkar leiðara þegar við tengjum í hús eftir þennan úrskurð - þar sem við teljum betra öryggi í okkar sambandi að hafa leiðarann okkar bræddan í inntaki.

Okkar kvörtun núna nýlega snýst um að Síminn/míla virðst gera í því að rífa niður okkar netaðgangstæki þegar viðskiptavinir skipta yfir á þeirra kerfi - jafnvel þótt það sé laus leiðari í innanhúslögn - og það án þess að fá til þess samþykki viðskiptavinar.

Kv, Einar
starfsmaður GR.


Þótt þið leggið tvíleiðara, þá er skottið það stutt, hjá notandanum felið þið ykkar skott inn í spóluhúsinu ykkar sem ljósbreyta fer síðan yfir, eiga þá mílu með að standa í því að berjast við að ná þessum aukaþræði ?

Svo niðri í sameign er þetta vanalega troðið hjá ykkur að það er varla hægt að komast í skottið og að auki allt ómerkt.

Basicly þið eruð ekkert skárri en míla, bæði fyrirtækinn eru ehhhh og maður neyðist til að stunda viðskipt við ykkur. Hef allt of oft séð slæman frágang frá bæði Mílu og Gagnaveitunni.

Í Stað að væla þið gætuð auðveldlega hent upp litilli spólu og haft patch bretti niðri.

Og þar sem er meira fyndið við þetta er að það er námskeið í rafiðnaðarskólanum sem var gert í samstarfi við ykkur og mílu og þar er farið yfir hvernig frágangur "ætti" að vera og þar er talað um að báðir einstaklingar ættu að nota patch og spólu og síðan er þetta bara plug and play.

Þið sjálfir meira að segja farið ekkert eftir ýmsum stöðlum og síðan farið þið með svona ásakanir.

Hef séð ykkur líka oft fjarlægja mílu boxið.

Tl.Dr, bæði fyrirtæki eru með slappa þjónustu og umgengi.

Kv Rafvirkja Meistari.




einarth
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 346
Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Mila vs GR

Pósturaf einarth » Fim 31. Okt 2019 14:33

Já - þessi atriði voru skoðuð í tengslum við kvörtun okkar til PFS - og míla kom með sumar af þessum athugasemdum inní það mál.

Niðurstaða PFS var að þeim væri ekki heimilt að rífa okkar þráð í sundur í inntaki þegar annar þráður var til staðar.
https://www.pfs.is/default.aspx?pageid=26c7652b-8a70-4edf-be1a-43f314446c7c&query=&year=2019&casecategory=&category=&law=#86b10404-ee86-11e9-943e-005056bc0bdb

Það má vera að það sé þægilegra fyrir mílu að klippa þetta í sundur heldur en að nota lausa þráðinn. En það er samt minna mál að nota þennan lausa þráð sem við lögðum á okkar kostnað - heldur en að þurfa sjálfir að leggja innanhúslögn í húsið..

Varðandi niðurtekt á boxinu - þá eru auðvita aðstæður þar sem íbúi vill ekki hafa bæði boxin og velur að láta taka það niður - jafnvel þótt það gæti þýtt vesen síðar meir ef á að færa sig aftur. Við erum aðallega að gera athugasemdir við að boxin okkar séu tekin niður án þess að íbúi sé spurður eða hafður með í ráðum.




Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Mila vs GR

Pósturaf Dúlli » Fim 31. Okt 2019 15:35

einarth skrifaði:Já - þessi atriði voru skoðuð í tengslum við kvörtun okkar til PFS - og míla kom með sumar af þessum athugasemdum inní það mál.

Niðurstaða PFS var að þeim væri ekki heimilt að rífa okkar þráð í sundur í inntaki þegar annar þráður var til staðar.
https://www.pfs.is/default.aspx?pageid=26c7652b-8a70-4edf-be1a-43f314446c7c&query=&year=2019&casecategory=&category=&law=#86b10404-ee86-11e9-943e-005056bc0bdb

Það má vera að það sé þægilegra fyrir mílu að klippa þetta í sundur heldur en að nota lausa þráðinn. En það er samt minna mál að nota þennan lausa þráð sem við lögðum á okkar kostnað - heldur en að þurfa sjálfir að leggja innanhúslögn í húsið..

Varðandi niðurtekt á boxinu - þá eru auðvita aðstæður þar sem íbúi vill ekki hafa bæði boxin og velur að láta taka það niður - jafnvel þótt það gæti þýtt vesen síðar meir ef á að færa sig aftur. Við erum aðallega að gera athugasemdir við að boxin okkar séu tekin niður án þess að íbúi sé spurður eða hafður með í ráðum.


Ég get lofað þér því, míla eru búnir að láta viðskiptarvinni sýna kvitta upp á þessa hluti síðustu 2 ár, veit að það er svipað ferli hjá ykkur. Þannig að afsökun að notandi vissi ekkert er Bull-sh**

Og hvernig áttu að komast í þennan auka þráð ? þið troðið honum inn í ykkar spóluhús, bakvið ljósbreytuna, sem gerir það að verkum að míla þyrfti sama hvað að taka þetta niður til að komast að þessu.

Sama með inntakið niðri, Svo hitt málið, það er búin að taka einangrunna af sem gerir þráð 2 talsvert viðkvæmari og erfiðara að flytja í annað box.

Er ekki að réttlæta mílu. En þið gætu auðveldlega notað spólu/boxið með tveimur portum og þá er þetta plug and play, gæti ekki verið einfaldara.

Hef líka séð GR koma í nýbyggingu, rífa spóluboxið í burtu og setja sitt beint yfir sem gerir það að verkum að stofninn styttist og verður einota í stað að patcha.



En að lokum mér finnst kjánalegt að fara grenja í fjölmiðla yfir svona málum þegar þið gætuð auðveldlega hist við borð og búið til almenilegar verklags reglur.

Kv Rafvirki sem er orðin drullu þreyttur og shitty ljósleiðara frágangi hjá báðum aðilum.




arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: Mila vs GR

Pósturaf arons4 » Fim 31. Okt 2019 18:08

Í mín eyru hljómar þetta mun skynsamlegri lausn. Hafa bara tengibretti í inntaksrými og patch snúru frá tengibretti í þá annaðhvort inntak GR eða Mílu, og að afsaka það bakvið eitthvað öryggi tengingar eins og einarth bendir á hér fyrir ofan hljómar bara eins og vitleysa gerð til að afvegaleiða umræðuna, sem snýst um neytendavernd. Það eru ekki hagsmunir neytandans að tæknimaður þurfi að mæta með ljóstengivél á staðinn til að stinga í samband ljósbreytibúnaði. Tek þó fram að ég er ekki að verja það hjá mílu að taka niður GR boxin.

Fynndist reyndar skynsamlegast að báðir aðilar væru bara með laus aðgangstæki, en ekki fest upp og skilin eftir þótt þau séu ónotuð. Þá gæti notandinn bara aftengt það úr tenglinum inní íbúðinni(ss aftengja það frá innanhússlögninni) og skilað því ef hann vill ekki hafa það á veggnum hjá sér, eins og AlexJones lýsir. Bara rétt eins og maður skilar routernum þegar maður skiptir um fjarskiptafyrirtæki.
https://www.mila.is/framkvaemdir/vinnur ... g-stadlar/
Mynd



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Mila vs GR

Pósturaf mind » Fim 31. Okt 2019 19:36

Dúlli skrifaði:En að lokum mér finnst kjánalegt að fara grenja í fjölmiðla yfir svona málum þegar þið gætuð auðveldlega hist við borð og búið til almenilegar verklags reglur.

Fara í fjölmiðla eða PFS. Það á víst að vera eitt einkenni siðmenntaðs samfélags og fullorðins fólks að geta sest saman niður og finna lausnir sem ganga yfir það heila eða í það minnsta fyrir meirihlutann. Hversu vel það hefur gengið yfir árin með internetið hér er kannski mælikvarði á hversu langt aðilarnir hafa náð í siðmenntun og fullorðnun... eða stutt :|

Við höfum samt ljósleiðara sem er meira en mestur heimurinn svo kannski á maður bara vera sáttur.




pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Mila vs GR

Pósturaf pepsico » Fim 31. Okt 2019 19:44

GR myndi aldrei ganga svona frá þessu ef GR sæi fram á að þurfa að nota þetta í öðru boxi. Ekki séns. Þetta er gegnsæ tilraun til að vinna gegn heilbrigðri samkeppni.
Tvö skítafyrirtæki, það er ekki það, en það er hlægilegt að sjá GR láta eins og þeir séu einhver fórnarlömb í þessu máli. Ég veðja aleigunni á það að rétt eins og það séu til íbúar sem gerðu sér ekki grein fyrir því að þeir væru að samþykkja að GR boxin væru tekin í burtu, þá séu líka íbúar sem gerðu sér ekki grein fyrir því að þeir væru að samþykkja að Mílu boxin væru tekin í burtu. Krúttleg PR viðbrögð hjá GR samt að reyna að gera stórmál úr því til að draga athygli frá því að þeir stóðu sjálfir ólöglega að þúsundum eða tugþúsundum uppsetninga.




einarth
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 346
Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Mila vs GR

Pósturaf einarth » Fim 31. Okt 2019 21:25

Þetta er nú hálf skondin umræða hjá sumum ykkar.

Það er alveg rétt að við hönnuðum ekki frágang á okkar lagnakerfi m.v. að samkeppnis aðili gæti komið á eftir okkur og auðveldlega notað ókeypis það sem við borguðum fyrir.
Við hönnuðum þetta kerfi þegar það var enginn að leggja ljósleiðara inná heimili og við reiknuðum nú frekar með að menn myndu nota þetta opna kerfi frekar en að leggja annað kerfi við hliðiná.

Það var ekkert sjálfsagt mál að bjóða uppá ókeypis lögn á innanhús ljósleiðara þegar við fórum af stað - lögnin er eign húseiganda.
Við vorum því að gefa húseiganda innanhúslagnir fyrir fleiri tugi þúsunda inná heimilum sem pöntuðu þjónustu.
Það var reynt að gera þetta hagkvæmt til að dæmið gengi upp - og hefði líklega ekki gengið upp ef við hefðum þurft að fjárfesta í skápum og tengipanelum í inntök á öllum húsum.

Hin leiðin hefði verið að rukka viðskiptavini um uppsetningu á innanhúsljósleiðara eða láta þá sjá um það sjálfir (þeirra eign) - en þá hefði þessi ljósleiðaravæðing líklega ekki komist af stað - og það væri enginn af ykkur með 1Gb tengingar í dag.

Regluverkið í kringum þessi mál miðaðist að miklu leiti við koparlagnir og því óljóst hvernig réttast væri að standa að þessu.

10 árum síðar kemur aðili númer tvö og vill nota lagnirnar okkar - gott og vel - og við breytum aðferðafræðinni eftir að úrskurðað var um hvernig ganga ætti frá þessum lögnum.

Sá aðili er ekki að fara eftir reglum í dag og við það gerðum við athugasemd.



Skjámynd

Baraoli
FanBoy
Póstar: 765
Skráði sig: Lau 04. Jún 2011 18:09
Reputation: 14
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Mila vs GR

Pósturaf Baraoli » Fim 31. Okt 2019 21:50

einarth skrifaði:Þetta er nú hálf skondin umræða hjá sumum ykkar.

Það er alveg rétt að við hönnuðum ekki frágang á okkar lagnakerfi m.v. að samkeppnis aðili gæti komið á eftir okkur og auðveldlega notað ókeypis það sem við borguðum fyrir.
Við hönnuðum þetta kerfi þegar það var enginn að leggja ljósleiðara inná heimili og við reiknuðum nú frekar með að menn myndu nota þetta opna kerfi frekar en að leggja annað kerfi við hliðiná.

Það var ekkert sjálfsagt mál að bjóða uppá ókeypis lögn á innanhús ljósleiðara þegar við fórum af stað - lögnin er eign húseiganda.
Við vorum því að gefa húseiganda innanhúslagnir fyrir fleiri tugi þúsunda inná heimilum sem pöntuðu þjónustu.
Það var reynt að gera þetta hagkvæmt til að dæmið gengi upp - og hefði líklega ekki gengið upp ef við hefðum þurft að fjárfesta í skápum og tengipanelum í inntök á öllum húsum.

Hin leiðin hefði verið að rukka viðskiptavini um uppsetningu á innanhúsljósleiðara eða láta þá sjá um það sjálfir (þeirra eign) - en þá hefði þessi ljósleiðaravæðing líklega ekki komist af stað - og það væri enginn af ykkur með 1Gb tengingar í dag.

Regluverkið í kringum þessi mál miðaðist að miklu leiti við koparlagnir og því óljóst hvernig réttast væri að standa að þessu.

10 árum síðar kemur aðili númer tvö og vill nota lagnirnar okkar - gott og vel - og við breytum aðferðafræðinni eftir að úrskurðað var um hvernig ganga ætti frá þessum lögnum.

Sá aðili er ekki að fara eftir reglum í dag og við það gerðum við athugasemd.


Svolítið sérkennilegt hjá þér að tala um þetta eins og þið séuð bara að “gefa” vinnu og pening, viltu meina að þetta sé bara góðgerðarstarf sem þið eru að vinna? Þetta er klárlega að skila inn hagnaði annars væru þið varla að þessu. Þetta er alveg magnað..


MacTastic!

Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Mila vs GR

Pósturaf mind » Fim 31. Okt 2019 22:30

Það er rosalega auðvelt og frekar klassískt dæmi að dæma aðra eftirá og benda á mistök þeirra, eins og í pólitík.

Fyrir þónokkuð mörgum árum var enginn að bjóða uppá ljósleiðara, en svo gerði einhver það. Nú miklum árum eftir þegar er orðið augljóst að ljósleiðari er eðlilega framtíðin þá allt í einu er farið í að benda á að þeir sem leiddu innvæðinguna gerðu það ekki nægilega vel eða rétt. Svo ég myndi spyrja hvort aðilinn sem er að setja úta hlutina hafi boðið hið sama á tímabilinu, eða í það minnsta óskað eftir því frá innleiðandanum að setjast niður og ræða hlutina.

Nú veit ég ekki innanborðsmálin hjá viðkomandi aðilum eru en ég veit að framhugsandi aðilar einblína ekki á fortíðana heldur hver staðan er í nútíðinni og hvernig megi gera hana betri. Kvörtunarleikurinn hefur alltaf verið vinsæll, en hann hefur sjaldnast verið ávísun á betri niðurstöðu í framtíðinni.

Í stuttu, ég get fengið ljósleiðaratengingu og ég borga ekki mikið fyrir hana, það er meira en mest af heiminum.




einarth
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 346
Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Mila vs GR

Pósturaf einarth » Fim 31. Okt 2019 23:36

Baraoli skrifaði:
Svolítið sérkennilegt hjá þér að tala um þetta eins og þið séuð bara að “gefa” vinnu og pening, viltu meina að þetta sé bara góðgerðarstarf sem þið eru að vinna? Þetta er klárlega að skila inn hagnaði annars væru þið varla að þessu. Þetta er alveg magnað..


Þér finnst það kannski sérkennilegt - en já - það er mjög augljóst að við erum að gefa vinnu og efni (innanhúslögnina) við að tengja nýjan viðskiptavin inná kerfið okkar - við gerum það án rukkunar.

Auðvita er þetta ekki góðgerðarstarf - við vonum að sjálfsögðu að viðkomandi verði nógu lengi viðskiptavinur til að við fáum þennan pening til baka - en það er ekkert tryggt með það.

En það er flott að þér finnst þetta magnað!



Skjámynd

g0tlife
1+1=10
Póstar: 1179
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
Reputation: 166
Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
Staða: Ótengdur

Re: Mila vs GR

Pósturaf g0tlife » Fim 31. Okt 2019 23:42

einarth skrifaði:
Baraoli skrifaði:
Svolítið sérkennilegt hjá þér að tala um þetta eins og þið séuð bara að “gefa” vinnu og pening, viltu meina að þetta sé bara góðgerðarstarf sem þið eru að vinna? Þetta er klárlega að skila inn hagnaði annars væru þið varla að þessu. Þetta er alveg magnað..


Þér finnst það kannski sérkennilegt - en já - það er mjög augljóst að við erum að gefa vinnu og efni (innanhúslögnina) við að tengja nýjan viðskiptavin inná kerfið okkar - við gerum það án rukkunar.

Auðvita er þetta ekki góðgerðarstarf - við vonum að sjálfsögðu að viðkomandi verði nógu lengi viðskiptavinur til að við fáum þennan pening til baka - en það er ekkert tryggt með það.

En það er flott að þér finnst þetta magnað!


Hljómar eitthvað voðalega spældur yfir þessu öllu. Leiðinlegt að vera vinna svona frítt og Míla með stæla.


Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''

My CPU's Hot But My Core Runs Cold

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5597
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Tengdur

Re: Mila vs GR

Pósturaf appel » Fim 31. Okt 2019 23:45

einarth skrifaði:Þér finnst það kannski sérkennilegt - en já - það er mjög augljóst að við erum að gefa vinnu og efni (innanhúslögnina) við að tengja nýjan viðskiptavin inná kerfið okkar - við gerum það án rukkunar.


Merkilegt að starfsmaður GR sé að viðurkenna að opinbera fyrirtækið GR sé að "gefa vinnu og efni" í samkeppni við fyrirtæki á markaði. Held að Samkeppniseftirlitið hljóti að skoða það, enda ekkert vel séð að opinbert fyrirtæki sé að gefa hluti til að halda niðri samkeppni, öðrum fyrirtækjum sem þurfa að gera hlutina á markaðslegum forsendum.

En þetta er auðvitað fjárfesting hjá GR, og þessi fjárfesting næst til baka í gegnum gjöld sem viðskiptavinir greiða yfir lengra tímabil. Þið rukkið viðskiptavininn. Þannig að það er ekkert "gefið", enda væri það bara ólöglegt.

Basically allt sem þú sagðir er alveg þveröfugt. Þið gefið ekkert, og þið rukkið. Þú sagðir að þið gefið og rukkið ekki.


*-*


einarth
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 346
Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Mila vs GR

Pósturaf einarth » Fim 31. Okt 2019 23:49

g0tlife skrifaði:
Hljómar eitthvað voðalega spældur yfir þessu öllu. Leiðinlegt að vera vinna svona frítt og Míla með stæla.


Haha JÁ - geðveikt spældur :) ekkert gaman af svona stælum!




pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Mila vs GR

Pósturaf pepsico » Fim 31. Okt 2019 23:51

Þetta verður bara skoplegra og skoplegra. "Gáfuði" húseigendum þetta? Hverju eruði þá að kvarta yfir?
Auðvitað gáfuð þið engum neitt. Þið fjárfestuð í þessu, og sú fjárfesting byrjaði að skila hagnaði á methraða--áður en framkvæmdum lauk einu sinni. Þetta er eins og leyfi til að prenta gull.
En ef það er rétt hjá þér að þetta var gjöf en ekki gjald þá væri ég alveg til í endurgreiðslu á ca. 270 þús. krónum sem þið hafið fengið greiddar frá ca. 2006-2007 fyrir mistök. Ég vissi ekki að þetta hefði verið gjöf.

Svo er annað hvort fréttin að ljúga um að þið hafið fengið tilmæli 2014 frá PFS að svona uppsetningar væru ólöglegar, eða Jónas, starfsmaður Mílu, að ljúga um það sem hann segist hafa orðið vitni að, eða þá þú að ljúga eða misleiða þegar þú segir "við breytum aðferðafræðinni eftir að úrskurðað var um hvernig ganga ætti frá þessum lögnum" því það er ansi langt á milli 2014 og 7. októbers 2019.

Er einhver að kaupa þetta rugl og þessar afsakanir? Maður þarf að vera að fá borgað til að halda þessu uppi.




einarth
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 346
Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Mila vs GR

Pósturaf einarth » Fim 31. Okt 2019 23:56

appel skrifaði:
einarth skrifaði:Þér finnst það kannski sérkennilegt - en já - það er mjög augljóst að við erum að gefa vinnu og efni (innanhúslögnina) við að tengja nýjan viðskiptavin inná kerfið okkar - við gerum það án rukkunar.


Merkilegt að starfsmaður GR sé að viðurkenna að opinbera fyrirtækið GR sé að "gefa vinnu og efni" í samkeppni við fyrirtæki á markaði. Held að Samkeppniseftirlitið hljóti að skoða það, enda ekkert vel séð að opinbert fyrirtæki sé að gefa hluti til að halda niðri samkeppni, öðrum fyrirtækjum sem þurfa að gera hlutina á markaðslegum forsendum.

En þetta er auðvitað fjárfesting hjá GR, og þessi fjárfesting næst til baka í gegnum gjöld sem viðskiptavinir greiða yfir lengra tímabil. Þið rukkið viðskiptavininn. Þannig að það er ekkert "gefið", enda væri það bara ólöglegt.

Basically allt sem þú sagðir er alveg þveröfugt. Þið gefið ekkert, og þið rukkið. Þú sagðir að þið gefið og rukkið ekki.


Þetta er nú bara þvæla hjá þér. bæði fyrirtækin leggja fram innanhúslögnina til viðskiptavina - svo augljóslega ekki ólöglegt..

Tekið af heimasíðu milu:
https://www.mila.is/heimili/ljosleidari/
Þjónusta Höfuðborgarsvæðið og nágr.*
Lagning ljósleiðara innanhúss milli inntaks og ljósbreytu Innifalið, bæði efni og vinna

Skiptir engu hvað þú kallar það - gjöf eða fjárfesting - það er lagður út kostnaður uppá þá von að viðskiptavinur borgi það upp á lengri tíma - án tryggingar fyrir því.

En það er gott að starfsmenn Símans séu með samkeppnislögin í huga..



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5597
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Tengdur

Re: Mila vs GR

Pósturaf appel » Fös 01. Nóv 2019 00:35

Aðalvandamalið er auðvitað að hið opinbera, regluverkið, er einfaldlega alltof svifaseint að uppfærast. T.d. eru kvaðir um coax lagnir held eg i nybyggingum ennþa.


*-*

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Mila vs GR

Pósturaf depill » Fös 01. Nóv 2019 07:47

einarth skrifaði:Það var ekkert sjálfsagt mál að bjóða uppá ókeypis lögn á innanhús ljósleiðara þegar við fórum af stað - lögnin er eign húseiganda.
Við vorum því að gefa húseiganda innanhúslagnir fyrir fleiri tugi þúsunda inná heimilum sem pöntuðu þjónustu.
Það var reynt að gera þetta hagkvæmt til að dæmið gengi upp - og hefði líklega ekki gengið upp ef við hefðum þurft að fjárfesta í skápum og tengipanelum í inntök á öllum húsum.


einarth skrifaði:Tekið af heimasíðu milu:
https://www.mila.is/heimili/ljosleidari/
Þjónusta Höfuðborgarsvæðið og nágr.*
Lagning ljósleiðara innanhúss milli inntaks og ljósbreytu Innifalið, bæði efni og vinna

Skiptir engu hvað þú kallar það - gjöf eða fjárfesting - það er lagður út kostnaður uppá þá von að viðskiptavinur borgi það upp á lengri tíma - án tryggingar fyrir því.

En það er gott að starfsmenn Símans séu með samkeppnislögin í huga..


Sem fyrrverandi starfsmaður nokkura fjarskiptafyrirtækja þar á meðal Símans, finnst mér þessi kætingur á milli starfsmanna alltaf svo kjánalegur. Ég myndi segja almennt yfir eru flest allir starfsmenn Símans ( á mögulega ekki við efsta lag stjórnanda, enn tók ekki eftir því ) ekkert að reyna klekkja á GR né sérstaklega obbsessed með samkeppnisaðilana. Né finnst mér almennt menningin í fyrirtækinu ýta undir þetta.

Sú menning að vera obsessed sérstaklega með Símann fannst mér oft sterkari hjá samkeppnisaðilum Símans heldur enn öfugt.

Varðandi þessi ONTu box og aktívu box eins og GR leggur heim til endanotenda, þá finnst mér alveg sjálfsagt að taka þetta niður. Innanhúslögnin ( frá inntaki punkti ) eru á ábyrgð endanotenda. Mér finnst reyndar frágangur skottsins í mynd GR á visir.is þar sem Mila setur sitt box upp frekar slöpp.
Ég væri til í að sjá bara wall socket ( í líkingu við https://www.fs.com/products/13409.html ).

Hins vegar finnst mér sem neytandi þessi bræðing við innanhúslögn og inntaks punkts GR enn fáranlegri. Þar sem ég bý, er þetta aldrei gert og bara spóla við inntak og svo tengt með patch panel ( akkurat í því húsi sem ég er, er fiber, cable/coax og kopar, þettta er fyrir allt )

Ég held að samkeppnisaðilar Símans hefðu froðufellt hefði Síminn eða forveri Mílu hefðu brætt saman koparlögnina beint við Síminntakið og enn meira ef að línan útí stofn hefði verið sérfrátekinn fyrir Símann/Mílu ( sem er nákvæmlega sem GR er að gera )

Ég er allur fyrir samkeppni, það mikið að á ákveðnum punkti þegar mér fannst fjarskiptamarkaðurinn markast að fákeppni að ganga svo langt að stofna eitt sjálfur. Hins vegar finnst mér oft þetta obsession með Síminn/Míla gera allt vont og til að klekkja á öðrum og að ( allir hinir ( Vodafone, Síminn, GR ) ) geri allt gott bara kjánaleg. Síminn gerir marga hluti þar sem þeir reyna á regluverkið, enn það gera hinir líka.

Endanotendur vilja ekki hafa þessi box almennt föst uppá vegg inní húsunum sínum(sérstaklega ekki í íbúðum). Ekki frekar enn það hefði verið heppilegt að þegar ADSL væðingin var uppá sitt besta að ADSL módemið hefði verið borað uppá vegg af Símanum, þá er ég nokkuð viss um að Íslandssími ( þá ) hefði komið, borað niður box Símans og sett sitt uppí staðinn.

Þessi GR/Mílu kætingur er því miður ótrúlega kjánalegur og mér finnst persónulega yfirleitt báðir aðilar hafa frekar rangt fyrir sér. Enn GR með innanhúsarlagnar dæmið sitt er bara kjánalegt og GR ætti að geta séð það að ef / þegar aðstæður eru öfugar væri þetta inconvient fyrir þá.

Míla og GR ættu bara að sjá sér hag í því að gera almennilega "demarc" punkt við inntak og "demarc" punkt á innanhúslöginni að "ONTu" bix




B0b4F3tt
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 310
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Mila vs GR

Pósturaf B0b4F3tt » Fös 01. Nóv 2019 08:48

Er ekki bara kominn tími á að ríkið sjái um þetta burðarlag? Svo geta neytendur skipt við hvaða ISPa sem er.



Skjámynd

Benzmann
Bara að hanga
Póstar: 1570
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Reputation: 44
Staðsetning: Breiðholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Mila vs GR

Pósturaf Benzmann » Fös 01. Nóv 2019 09:33

Ég myndi vera mjög glaður ef ég væri með box frá GR og Mílu upp á redundancy að gera, þá myndi ég setja upp Failover á aðra línuna inn.


CPU: Intel i9 13900K | MB: Asus ROG Strix Z790-E Gaming| GPU: Asus TUF RTX 3080 OC 10gb | Case: Corsair 7000D| PSU: Corsair RM850x 850W | RAM: Kingston Fury 5600mhz 64gb |Storage: 2x Samsung 980Pro 2Tb| OS: Windows 11 Enterprise E5 64bit


arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: Mila vs GR

Pósturaf arons4 » Fös 01. Nóv 2019 12:25

depill skrifaði:Mér finnst reyndar frágangur skottsins í mynd GR á visir.is þar sem Mila setur sitt box upp frekar slöpp.
Ég væri til í að sjá bara wall socket ( í líkingu við https://www.fs.com/products/13409.html ).

Mér sýnist reyndar þessi spóla sem er opin á mynunum bara vera svona utanáliggjandi tengill sem er búið að taka lokið af og losa SC samtengið úr.

B0b4F3tt skrifaði:Er ekki bara kominn tími á að ríkið sjái um þetta burðarlag? Svo geta neytendur skipt við hvaða ISPa sem er.

Það var svoleiðis í gamla daga, yfirbyggingin sem því fylgdi var ekki í takt við ríkisútgjöld árið 2019. Míla var partur af Landssímanum og áður Pósts og síma.




B0b4F3tt
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 310
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Mila vs GR

Pósturaf B0b4F3tt » Fös 01. Nóv 2019 12:57

arons4 skrifaði:
depill skrifaði:Mér finnst reyndar frágangur skottsins í mynd GR á visir.is þar sem Mila setur sitt box upp frekar slöpp.
Ég væri til í að sjá bara wall socket ( í líkingu við https://www.fs.com/products/13409.html ).

Mér sýnist reyndar þessi spóla sem er opin á mynunum bara vera svona utanáliggjandi tengill sem er búið að taka lokið af og losa SC samtengið úr.

B0b4F3tt skrifaði:Er ekki bara kominn tími á að ríkið sjái um þetta burðarlag? Svo geta neytendur skipt við hvaða ISPa sem er.

Það var svoleiðis í gamla daga, yfirbyggingin sem því fylgdi var ekki í takt við ríkisútgjöld árið 2019. Míla var partur af Landssímanum og áður Pósts og síma.


En er neytandinn eitthvað að græða á því að hafa marga aðila sem grafa ljósleiðara heim til sín? Í dag eru þeir tveir, hvað gerist ef að þriðji eða jafnvel fjórði aðilinn kemur á markaðinn. Þá gæti þetta fljótt orðið mikill hrærigrautur.

Er ekki hægt að staðla þessar tengingar þannig að það er bara einn ljósleiðari inn í húsið og svo þegar neytandinn vill skipta um ISPa þá er bara skipt um endapunkt?




Benz
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Þri 23. Mar 2010 14:54
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Mila vs GR

Pósturaf Benz » Fös 01. Nóv 2019 13:01

Ákvað að lesa niðurstöðuna í PFS í málinu sem einarth starfsmaður GR vitnar hér í að ofan - og varð að lesa lokaorðin tvisvar (undirstrikun er mín):
PFS gat ekki fallist á sjónarmið Mílu um að of stuttur aukaþráður gæti réttlætt að aftengja tengdan þráð innanhússfjarskiptalagnar. Aukaþráðurinn þyrfti þá að vera verulega stuttur (innan við 5 cm). Undir slíkum kringumstæðum væri rétt að gera GR viðvart og veita félaginu tækifæri til að bæta úr, áður en farið væri í að aftengja tengda þráðinn.


Innan við 5cm???? :wtf
Hafa þeir sem rituðu þetta enga þekkingu á viðfangsefninu? E.t.v. aldrei splæst saman ljósleiðara eða sett tengi á endann?
Er PFS virkilega ekki með tæknimenn á sínum snærum sem eiga að vita þetta? Er þetta ekki Póst- og fjarskiptastofnun??? :face
Þetta er ekki eins og að setja coax eða RJ45 tengi á snúru.... #-o
Þetta hlýtur að vera innsláttarvilla sem þarf að leiðréttast hjá PFS. Get ekki ímyndað mér að nokkur aðili geti unnið með svona stuttan ljósleiðara (s.s. aðeins meira en 5cm ;) ), hvorki Míla, GR eða nokkur annar aðili á markaði... nema kannski PFS :-k