Ákvað að taka smá snúning á Pro hjólinu. Leiðin sem ég fór voru rétt tæpir 30 km og og tók ferðalagið um 1:20 klst. Heildar hækkun voru 370 metrar og þegar ég var 200 metra frá heimilinu kláraðist rafhlaðan á hjólinu.
Ég er 70 kg, hjólið var alltaf í Sport Mode og Weak Energy Recovery þannig ég er mjög sáttur með niðurstöðurnar. Ólíkt M365 að þá heldur Pro hjólið ágætis hraða upp brekkur þrátt fyrir að rafhlaðan sé komin undir 70% hleðslu.
Þess má til gamans geta að leiðin úr
Mosfellsbæ niður á Laugaveg eru 15 km og leiðin frá
Völlunnum niður á Laugaveg er 14 km og rúmlega 100 metra hækkun þannig það ætti ekki að vera mikið mál að fara þessar leiðir fram og til baka á einni hleðslu í Sport Mode.
LeiðinÉg byrjaði í Garðabænum, þaðan fór ég í gegnum Kópavoginn til að komast í Breiðholtið. Ég fór upp alla Breiðholtsbraut og þegar ég kom að Suðurlandsvegi fór ég meðfram Rauðavatni og upp hjá Morgunblaðshúsinu. Þar fór ég í hringinn í kringum Grafarholtsvöll, stuttan kafla í Grafarvoginum, undir Gullinbrú, gegnum Bryggjuhverfið, niður Sævarhöfða, gegnum Geirsnef, upp alla Suðurlandsbrautina og þaðan niður Kringlumýrarbrautina í átt að Kópavognum, upp hjá Kársnesbraut að Hamraborg og þaðan niður Hafnarfjarðarveg, undir hjá Silfurtúninu og loks heim aftur.
Relive hætti að virka þegar ég átti 7 km eftir, en
hér er þó hægt að sjá mest alla leiðina sem ég fór.