[YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf hagur » Mið 28. Ágú 2019 21:12

peturthorra skrifaði:
hagur skrifaði:
peturthorra skrifaði:Ég hef svosem ekki gert mikið með hjólið, breytti um firmware, jók kraftinn (fer í 32-33km/h) og létt með brekkur. En annars er bara pro tips að fara yfir þrýstinginn í dekkjunum vikulega og einnig herða á skrúfum/boltum vikulega (ef þess þarf).


Hvaða firmware notaðirðu og hvaða áhrif hefur þetta á range?


Ég keyrði firmware-ið niður í 1.3.8 og nota svo rollerplausch, nema breytti kraftinum (er með hann í 40000) og svo setti ég max speed í 35km/h, en hjólin fara ekki hraðar en 33km/h.

Orginal krafturinn er um 55000 (lægri tala, meiri kraftur), en 40000 er rock solid, hitnar ekki neitt aukalega og ég kemst c.a 80% af því sem ég fór vanalega (þá meðað við botn keyrslu, en ef þú keyrir rólega, þá er munurinn lítill)


Var að gera þetta áðan við mitt, gekk eins og í sögu. Fór út og tók smá hring og greinilegur munur á hröðun og hámarkshraða. Mældi allt að 32km/klst hraða og heldur meiri hraða upp brekkur líka. Verður spennandi að sjá hvaða áhrif þetta hefur á batterísendingu næst þegar ég rúlla á þessu í vinnuna, sem er 6-7km leið :8)



Skjámynd

kubbur
/dev/null
Póstar: 1395
Skráði sig: Sun 14. Sep 2003 01:36
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf kubbur » Mið 28. Ágú 2019 21:40

skipti um firmware á mínu hjóli, það er klárlega mun öflugra en það kemur svakalega niður á batteríisendingu
er í kringum 140 kg, fór leið áðan sem er 4.4km með 45m hækkun og það var um 30% eftir þegar ég var kominn á leiðarenda, ég var með hjólið í botni allan tímann reynar


Kubbur.Digital

Skjámynd

peer2peer
vélbúnaðarpervert
Póstar: 962
Skráði sig: Þri 18. Apr 2006 01:26
Reputation: 71
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Tengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf peer2peer » Mið 28. Ágú 2019 22:21

hagur skrifaði:Var að gera þetta áðan við mitt, gekk eins og í sögu. Fór út og tók smá hring og greinilegur munur á hröðun og hámarkshraða. Mældi allt að 32km/klst hraða og heldur meiri hraða upp brekkur líka. Verður spennandi að sjá hvaða áhrif þetta hefur á batterísendingu næst þegar ég rúlla á þessu í vinnuna, sem er 6-7km leið :8)


kubbur skrifaði:skipti um firmware á mínu hjóli, það er klárlega mun öflugra en það kemur svakalega niður á batteríisendingu
er í kringum 140 kg, fór leið áðan sem er 4.4km með 45m hækkun og það var um 30% eftir þegar ég var kominn á leiðarenda, ég var með hjólið í botni allan tímann reynar



Fer auðvitað mikið eftir því hversu öflugt þið hafið það. Ég er mitt í 40000, aðrir fara alveg niður í 33000. Hvar eru þið með ykkar?


LEGION 5 PRO | ASUSTOR NAS 26TB | LG B1 OLED | PS5 PRO | XBOX SX | Klipsch 5.0 | Yamaha |

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf hagur » Mið 28. Ágú 2019 22:24

peturthorra skrifaði:
hagur skrifaði:Var að gera þetta áðan við mitt, gekk eins og í sögu. Fór út og tók smá hring og greinilegur munur á hröðun og hámarkshraða. Mældi allt að 32km/klst hraða og heldur meiri hraða upp brekkur líka. Verður spennandi að sjá hvaða áhrif þetta hefur á batterísendingu næst þegar ég rúlla á þessu í vinnuna, sem er 6-7km leið :8)


kubbur skrifaði:skipti um firmware á mínu hjóli, það er klárlega mun öflugra en það kemur svakalega niður á batteríisendingu
er í kringum 140 kg, fór leið áðan sem er 4.4km með 45m hækkun og það var um 30% eftir þegar ég var kominn á leiðarenda, ég var með hjólið í botni allan tímann reynar



Fer auðvitað mikið eftir því hversu öflugt þið hafið það. Ég er mitt í 40000, aðrir fara alveg niður í 33000. Hvar eru þið með ykkar?


Ég ákvað að herma eftir þér, setti í 40000 og 35 sem max speed.



Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf chaplin » Mið 28. Ágú 2019 23:43

Ég endaði með að kaupa hjólið þegar ég ætlaði að skila því og ákvað því að breyta um firmware.

Að flassa úr firmware v1.5.2 átti að vera rosa vesen en það gat ekki verið einfaldara.

Þvílíkur munur og hjólið varð talsvert meira spennandi! Núna er bara næsta verkefni að gera það 100% vatnshelt og stærri dekk.



Skjámynd

kubbur
/dev/null
Póstar: 1395
Skráði sig: Sun 14. Sep 2003 01:36
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf kubbur » Fim 29. Ágú 2019 07:03

Setti mitt í 32000 og 35 max Speed


Kubbur.Digital

Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf GullMoli » Fim 29. Ágú 2019 08:15

kubbur skrifaði:skipti um firmware á mínu hjóli, það er klárlega mun öflugra en það kemur svakalega niður á batteríisendingu
er í kringum 140 kg, fór leið áðan sem er 4.4km með 45m hækkun og það var um 30% eftir þegar ég var kominn á leiðarenda, ég var með hjólið í botni allan tímann reynar



Max Payload 100 kg

:shock:


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


Runar
Ofur-Nörd
Póstar: 299
Skráði sig: Fös 27. Jún 2003 19:31
Reputation: 20
Staða: Tengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf Runar » Fim 29. Ágú 2019 17:19

chaplin skrifaði:Okey, þetta er geðveiki mod - https://www.facebook.com/groups/xiaomi. ... 091043922/

Listi af uppfærslum
-10 Inch tyres.
-Adapters.
-Transparant battery cover.
-Pro display.
-1.5.5 gonkad firmware.
-Silicone cover display.
-Xtech brake.
-120 mm rotor.
-Water sealed engine, battery cover, wires and barrings.
-Rear Fender guard.
-Full paint job. 2 component metalic black.
-Upgraded led in the back light.

Mynd
Mynd

Stærri dekk, fullkomlega vatnshelt, öflugri bremsur, pro mælaborð og pro firmware.


Er ekki með facebook og það þarf að joina grúppunni til að sjá innihaldið. Er þetta grúppa með stöff til sölu, t.d. þessi listi af uppfærslum sem þú sagðir, eða fólk að pósta myndum af moddum sínum sem það hefur gert?

Er einhver sem selur þessa hluti annars hérna heima, moddin þ.e.a.s. og ekki á okur verðum, eða er best að fá þetta allt að utan bara? Þar sem það er hægt að gera þetta vatnshelt, fær mig ennþá meira til að langa í svona sjálfur, þegar ég get keypt Pro útgáfuna af hjólinu það er.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf hagur » Fim 29. Ágú 2019 18:54

Runar skrifaði:
chaplin skrifaði:Okey, þetta er geðveiki mod - https://www.facebook.com/groups/xiaomi. ... 091043922/

Listi af uppfærslum
-10 Inch tyres.
-Adapters.
-Transparant battery cover.
-Pro display.
-1.5.5 gonkad firmware.
-Silicone cover display.
-Xtech brake.
-120 mm rotor.
-Water sealed engine, battery cover, wires and barrings.
-Rear Fender guard.
-Full paint job. 2 component metalic black.
-Upgraded led in the back light.

Mynd
Mynd

Stærri dekk, fullkomlega vatnshelt, öflugri bremsur, pro mælaborð og pro firmware.


Er ekki með facebook og það þarf að joina grúppunni til að sjá innihaldið. Er þetta grúppa með stöff til sölu, t.d. þessi listi af uppfærslum sem þú sagðir, eða fólk að pósta myndum af moddum sínum sem það hefur gert?

Er einhver sem selur þessa hluti annars hérna heima, moddin þ.e.a.s. og ekki á okur verðum, eða er best að fá þetta allt að utan bara? Þar sem það er hægt að gera þetta vatnshelt, fær mig ennþá meira til að langa í svona sjálfur, þegar ég get keypt Pro útgáfuna af hjólinu það er.


Þetta er bara grúppa þar sem eigendur hjólanna spjalla um þau og allt þeim tengt. Þessi listi af moddum er bara einn notandi að sýna hvað hann er búinn að gera. Sá ekki í fljótu bragði hvar hann nálgaðist þessa hluti.



Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf chaplin » Fim 29. Ágú 2019 20:45

Nei, nú hringi ég í Jens. 900 km komnir og dekkið að framan var að springa aftur hjá mér.

Núna er það annað hvort að skera gömlu slönguna og rífa hana úr eða setja annað bót á hana.



Skjámynd

peer2peer
vélbúnaðarpervert
Póstar: 962
Skráði sig: Þri 18. Apr 2006 01:26
Reputation: 71
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Tengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf peer2peer » Fim 29. Ágú 2019 22:52

chaplin skrifaði:Nei, nú hringi ég í Jens. 900 km komnir og dekkið að framan var að springa aftur hjá mér.

Núna er það annað hvort að skera gömlu slönguna og rífa hana úr eða setja annað bót á hana.


Henda í tubeless!


LEGION 5 PRO | ASUSTOR NAS 26TB | LG B1 OLED | PS5 PRO | XBOX SX | Klipsch 5.0 | Yamaha |

Skjámynd

Labtec
has spoken...
Póstar: 188
Skráði sig: Sun 29. Feb 2004 15:43
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf Labtec » Fim 29. Ágú 2019 23:23

chaplin skrifaði:
Labtec skrifaði:Skemtilegt vidjó, sjálfur er ég meira fyrir hjól/rafhjól en engu siður gaman að horfa á þetta

Ég er rosalega spenntur að prufa almennilegt off-road rafmagnsfjallahjól og mun klárlega reyna að review-a þau í framtíðinni. :)



Spurning hvort þu farir ekki bara alla leið http://blogg.elko.is/super-soco/


AORUS AC300W ATX Gaming Case | Gigabyte B450 AORUS PRO | AMD Ryzen™ 5 3600 | 32GB G.Skill Ripjaws V 3200MHz DDR4 | Gainward GeForce RTX 3080 Phoenix GS |SSD 970 EVO Plus NVMe M.2 250GB | SSD 860 Evo M.2 1TB | HDD 3.5" Seagate 3TB | Seasonic Focus+ Gold SSR-1000FX

Skjámynd

kubbur
/dev/null
Póstar: 1395
Skráði sig: Sun 14. Sep 2003 01:36
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf kubbur » Lau 31. Ágú 2019 10:36

GullMoli skrifaði:
kubbur skrifaði:skipti um firmware á mínu hjóli, það er klárlega mun öflugra en það kemur svakalega niður á batteríisendingu
er í kringum 140 kg, fór leið áðan sem er 4.4km með 45m hækkun og það var um 30% eftir þegar ég var kominn á leiðarenda, ég var með hjólið í botni allan tímann reynar



Max Payload 100 kg

:shock:


i know, þetta er bara tímabundið á meðan ég er að bíða eftir electric mountainboard


Kubbur.Digital

Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf chaplin » Lau 31. Ágú 2019 15:32

Labtec skrifaði:Spurning hvort þu farir ekki bara alla leið http://blogg.elko.is/super-soco/

Búinn að fara 2x og ætla að prufa hjólið, það vantaði skráningu og númeraplötu á hjólin svo það náði ekki lengra en það er aldrei að vita hvað maður gerir. ;)

peturthorra skrifaði:Henda í tubeless!

Ég var að laga slönguna, allt virtist virka eðlilega en um leið og ég kom loksins dekkinu aftur á felguna að þá myndaðist annað gat. Ég er búinn að panta 10" dekk sem eiga að vera allt annað líf, en tubeless er hugsanlega eina vitið.




Runar
Ofur-Nörd
Póstar: 299
Skráði sig: Fös 27. Jún 2003 19:31
Reputation: 20
Staða: Tengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf Runar » Lau 31. Ágú 2019 21:17

Hvar er gott að kaupa aukahluti fyrir þetta? Var að setja mig á biðlistann fyrir M365 Pro útgáfuna hjá mii.is (veit að þeir eru með aukahluti, en býst við að það er mun dýrara en að kaupa að utan). Ég veit að ég gæti sennilega fundið þetta allt með smá google leit, en vill frekar nýta mér þekkingu og það sem þið hinir hafa nú þegar fundið. :)

Tekið af listanum sem chaplin skráði sem einn í facebook grúppunni var með:
10 Inch tyres - Þá án slöngu, ekki solid, heldur svona honeycombað dæmi. Þarf eitthvað meira til að hafa stærri dekk?
Water sealed engine, battery cover, wires and barrings - Náttúrlega möst að hafa þetta meira vatnhelt fyrir notkun á Íslandi. Fleirra sem þyrfti í það?

Spurningar um sumt af hinu sem var á listanum:
Xtech brake - Mikill munur á bremsunni? Eða er þetta bara handfang eins og á reiðhjólinu fyrir bremsuna? Kannski bara fyrir non-Pro útgáfuna, sé það er handbremsa fyrir Pro útgáfuna.
120 mm rotor - Hvað græðir maður á því? Hef ekki hugmynd sjálfur.
Rear Fender guard - Annað bretti eða viðbót á það sem er fyrir? Eða er brettið ekki nógu gott sem er fyrir?
Upgraded led in the back light - Styrkleikinn í ljósinu ekki góður fyrir? Það eitthvað sem er bætt í Pro útgáfunni?

Annað sem væri sennilega fínt:
Krókur, þá ekki úr plasti, til að hengja poka og slíkt á.
Smá taska, til að geyma húfu og eitthvað meira í.
Festing fyrir síma.
Límmiðar sem eru, ok vá, orðið alveg dottið úr hausnum á mér, fyrir þegar það er dimmt svo aðrir sjá mig, endurskíns? Er það orðið, þetta er vandræðalegt, haha vá. Endilega hlægið af mér. :japsmile
Einhversskonar lás fyrir þetta, þarf sennilega ef maður skýst á þessu út í búð og skilur það eftir fyrir utan.

Væri vel þegið að fá að vita hvar er gott að fá þessi custom firmware og tutorial.

Eitthvað meira sem þið mælið svo með? Uppástungur vel þegnar!



Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf chaplin » Sun 01. Sep 2019 16:14

Ok, framdekkið sprakk aftur, í sjálfu sé ekki óeðlilegt enda búinn að gera við slönguna 2x.

Þetta þýðir þó að ég þarf að skipta um slönguna, allt sem ég hef sagt um það að gera við dekkin, margfaldið það með 10.

Mín upplifun er núna, ef þið ætlið að kaupa hjólið, kaupið solid dekk því að skipta um slöngu í framdekkið er vægast sagt ömurleg upplifun.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf GuðjónR » Sun 01. Sep 2019 16:48

chaplin skrifaði:Ok, framdekkið sprakk aftur, í sjálfu sé ekki óeðlilegt enda búinn að gera við slönguna 2x.

Þetta þýðir þó að ég þarf að skipta um slönguna, allt sem ég hef sagt um það að gera við dekkin, margfaldið það með 10.

Mín upplifun er núna, ef þið ætlið að kaupa hjólið, kaupið solid dekk því að skipta um slöngu í framdekkið er vægast sagt ömurleg upplifun.


Er ekki málið að fara með það á dekkjaverkstæði?




mainman
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 387
Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
Reputation: 83
Staða: Ótengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf mainman » Sun 01. Sep 2019 18:37

chaplin skrifaði:Ok, framdekkið sprakk aftur, í sjálfu sé ekki óeðlilegt enda búinn að gera við slönguna 2x.

Þetta þýðir þó að ég þarf að skipta um slönguna, allt sem ég hef sagt um það að gera við dekkin, margfaldið það með 10.

Mín upplifun er núna, ef þið ætlið að kaupa hjólið, kaupið solid dekk því að skipta um slöngu í framdekkið er vægast sagt ömurleg upplifun.


Færð efni sem heitir "Slime" í VDO, hellir því inn í slönguna og pumpar í dekkið.
Eftir það springur ekkert hjá þér.
https://www.slime.com/au/products/lawn- ... ealant.php
Kv.



Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf chaplin » Sun 01. Sep 2019 20:23

Var að klára að skipta um slönguna að framan. Ég endaði með að nota bor til að stækka gatið fyrir ventilinn. Núna fer hann létt í gegn.

Það er víst hægt að fjarlægja plötuna sem ver mótorinn og taka í burtu plast stykki sem er hjá ventlagatinu, vandamálið er að ég gat ómögulega fjarlægt plötuna sem ver mótorinn. Alveg magnað.

GuðjónR skrifaði:Er ekki málið að fara með það á dekkjaverkstæði?

Það er víst eitt dekkjaverkstæði sem tekur svona verkefni að sér en það kostar víst það sama að skipta um 2 dekk á hlaupahjólinu og að skipta um öll dekkin undir fólksbíl. Mér finnst það verð ekki galið því þetta er vesen, en ég kýs að gera þetta sjálfur þar sem ég þarf að kunna þetta.

Ég einnig hef ekki hugmynd um það hvort þetta sé bara að skipta um dekk eða slöngu og dekk, skal komast að því.

mainman skrifaði:Færð efni sem heitir "Slime" í VDO, hellir því inn í slönguna og pumpar í dekkið.
Eftir það springur ekkert hjá þér.
https://www.slime.com/au/products/lawn- ... ealant.php
Kv.


Yeb! Það var einhver snillingur búinn að benda mér á þetta, er búinn að kaupa það og fæ það í hendurnar á fimmtudaginn. :)




ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1579
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf ColdIce » Mán 16. Sep 2019 19:08

Hefur einhver prófað þetta eða er með link á framleiðanda? Finn hvergi reviews eða neitt um þetta
https://hopkaup.is/enox-rafmagnshlaupahjol


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |

Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf chaplin » Mán 16. Sep 2019 20:35

Nei en fyrir þetta verð að þá er þetta örugglega ágætis tæki.

PS. Stórt milestone, 1.000 km á M365. Yay!



Skjámynd

peer2peer
vélbúnaðarpervert
Póstar: 962
Skráði sig: Þri 18. Apr 2006 01:26
Reputation: 71
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Tengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf peer2peer » Þri 01. Okt 2019 12:37

420km hér, sprengdi að aftan. Skipti tvisvar um slöngu, náði einhvernveginn að gata þær báðar. Var brjálaður og henti á hjólið Solid Dekk (honeycomb). Er 105kg og er að vona að það sé ekki alveg jafn"hart" í akstri. Læt vita hvernig það er fyrir okkur yfir 100kg.


LEGION 5 PRO | ASUSTOR NAS 26TB | LG B1 OLED | PS5 PRO | XBOX SX | Klipsch 5.0 | Yamaha |


Viggi
FanBoy
Póstar: 753
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 117
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf Viggi » Þri 01. Okt 2019 14:21

Verður víst ansi bumpy þegar það eru solid dekk. Þá skaltu að skoða þetta

ISK 8,406 | suspension for M365 and m365 pro Front shock absorption Accessories
https://s.click.aliexpress.com/e/rm7R9Zis


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.

Skjámynd

peer2peer
vélbúnaðarpervert
Póstar: 962
Skráði sig: Þri 18. Apr 2006 01:26
Reputation: 71
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Tengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf peer2peer » Þri 01. Okt 2019 16:20

Viggi skrifaði:Verður víst ansi bumpy þegar það eru solid dekk. Þá skaltu að skoða þetta

ISK 8,406 | suspension for M365 and m365 pro Front shock absorption Accessories
https://s.click.aliexpress.com/e/rm7R9Zis


Hugsa að þetta leysi ekki "bumby" dæmið, því ég setti Solid dekk að aftan. Hugsa að ég seti ekki líka að framan, því þá sér maður ekki vegna hristings :megasmile


LEGION 5 PRO | ASUSTOR NAS 26TB | LG B1 OLED | PS5 PRO | XBOX SX | Klipsch 5.0 | Yamaha |

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf hagur » Þri 01. Okt 2019 19:56

Þessi solid dekk eru hrikaleg. Skil ekki afhverju það er ekki hægt að fá solid dekk úr hágæða gúmmíi sem er með smá mýkt. Þetta virðist allt vera úr hræðilega hörðu drasl gúmmíi sem er nánast eins og harðplast.