Viggi skrifaði:Núna drullulangar mér í m365 en hvaða range hafið þið verið að ná á þessu þegar þið eruð að maxa hraðan með smá brekkum hér og þar. Það er ekki alveg að marka þessa auglýstu 30km á jafnsléttu. Mun aðalega nota þetta milli bæja hér á vesturlandinu svo innanbæjar
Ég er að vinna í M365 review-i, myndbandið verður ekki til fyrr en eftir helgi en til að gefa þér smá summary eftir að hafa ekið hjólið um 150 km.
Ég er 70 kg og fer létt upp flest allar brekkur, ef þær eru þó mjög brattar og rafhlaðan orðin tæp að þá gæti ég þurft að ýta smá með, en hefur næstum því aldrei gerst. Max hraði upp brekkur er um 15 km/klst.
Meðalhraðinn hjá mér í hverri ferð hefur verið um 19-22 km/klst, í þeim ferðum hafa verið brekkur upp og niður, janfslétta, möl, bleyta os.frv.
Drægnin hefur verið frá 17 km til 28 km, fer eftir aðstæðum, en ég er alveg öruggur með að "krúsa" á þessu úr Garðabænum, niður í miðbæ og aftur til baka. Miðbær til Garðabæjar tekur mig um 25-30 mínútur, Álftanes til Garðabæjar tekur um 20 mínútur, Garðabær í Norðlingaholtið tekur um 20-30 mín.
Ef ég væri að kaupa M365, þá myndi ég líklegast fjárfesta í auka hleðslutæki. Ég geymi hjólið niður í bílskúr og alltaf tengt, en ég væri rosalega til í að hafa auka hleðslutæki í bakpokanum sem ég tek oft með mér þegar ég er að fara lengri ferðir.
Fyrir þá sem eru að íhuga að kaupa M365 eða eiga M365, ég mæli með að fara upp í FabLab og prenta út "vibration damper" fyrir stýrið.
Teikning -
Banggood..