Sælir
Smá spurning till ykkar sem er að vinna í IT, sèrstaklega krfisstjóra og netstjóra. Ér með enga menntun á þessu svíði og vinna við allt annað, en draumurinn er að komast í UT vinnu, alveg sama hvað til að byrja með, ekki einnu sinni launin sem skiptir máli, langar bara að byrja og vinna mér upp. Svo spurning hvar? Borga sig að fá vottanir eins og CCNA (finnst networking gaman) eða Microsoft gráðum, hjálpar það að fá vinnu?? Eða er það bara go to school or forget about it?
Íslenska er ekki móðurtungumál, afsakið fyrir villur
Að vinna í UT (CCNA)
Re: Að vinna í UT (CCNA)
Best að byrja að vinna á help desk til að koma sér inn í þetta og vera duglegur að læra með því. Taka svo CCNA, MCSA eða það sem þú vilt læra. Líka fínt að fara í kvöldnám í NTV eða Promennt. Þegar þú ert orðinn nokkuð öruggur í þessu, biðja þá yfirmann þinn um að koma þér í meira advanced verkefni og vinna þig þannig upp. Skoða líka vel Azure, Office 365 osfrv.
Re: Að vinna í UT (CCNA)
Mæli með að kíkja á video og fikta sig áfram í virtual umhverfi. Getur byrjað að kaupa video á www.udemy.com (hræódýrt), svo eru síður eins og https://www.pluralsight.com/ , CBT nuggets og alls konar fleira. Service Desk og/eða field service er fyrsta skref þar sem maður lærir helling af allskonar. Svo er hægt að færa sig ofar
Re: Að vinna í UT (CCNA)
yamms skrifaði:Mæli með að kíkja á video og fikta sig áfram í virtual umhverfi. Getur byrjað að kaupa video á http://www.udemy.com (hræódýrt), svo eru síður eins og https://www.pluralsight.com/ , CBT nuggets og alls konar fleira. Service Desk og/eða field service er fyrsta skref þar sem maður lærir helling af allskonar. Svo er hægt að færa sig ofar
Er einmitt buin að kaupa afgang af CBT nuggets. Svo er hugmyndin að kaupa eitthvað Cisco bunað fyrir svona hands on experiance, samt svaka dýrt utaf sendigagjaldi á ebay t.d.
Svo Help Desk, hvar sækir um það stöðu og hvað heitir það á íslensku, ég sé nánast aldrei neina ráðningaauglýsingar tengt því.
Re: Að vinna í UT (CCNA)
Taka námskeið hjá Promennt eða NTV og klára prófin, það eykur líkurnar gríðarlega að fá vinnu. Muna svo að aldrei að segja nei þegar þú ert beðinn um að skoða erfið mál, alltof margir sem eru hræddir við að taka á erfiðum málum og staðna í þekkingu.
Re: Að vinna í UT (CCNA)
Starman skrifaði:Taka námskeið hjá Promennt eða NTV og klára prófin, það eykur líkurnar gríðarlega að fá vinnu. Muna svo að aldrei að segja nei þegar þú ert beðinn um að skoða erfið mál, alltof margir sem eru hræddir við að taka á erfiðum málum og staðna í þekkingu.
Eitthvað sérstok námskeið sem þú mælir með?
Re: Að vinna í UT (CCNA)
Maksx skrifaði:yamms skrifaði:Mæli með að kíkja á video og fikta sig áfram í virtual umhverfi. Getur byrjað að kaupa video á http://www.udemy.com (hræódýrt), svo eru síður eins og https://www.pluralsight.com/ , CBT nuggets og alls konar fleira. Service Desk og/eða field service er fyrsta skref þar sem maður lærir helling af allskonar. Svo er hægt að færa sig ofar
Er einmitt buin að kaupa afgang af CBT nuggets. Svo er hugmyndin að kaupa eitthvað Cisco bunað fyrir svona hands on experiance, samt svaka dýrt utaf sendigagjaldi á ebay t.d.
Svo Help Desk, hvar sækir um það stöðu og hvað heitir það á íslensku, ég sé nánast aldrei neina ráðningaauglýsingar tengt því.
Þú þarft ekki endilega að kaupa búnað. Getur byrjað á virtual cisco búnaði. Finnur það á google, t.d. http://freeciscolab.com/
Svo er bara að skoða alfred.is, tvinna.is og fleiri síður
-
- FanBoy
- Póstar: 761
- Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
- Reputation: 179
- Staðsetning: Terran Empire
- Staða: Ótengdur
Re: Að vinna í UT (CCNA)
helpdesk kallast yfirleit þjónustuborð, þjónustufulltrúi. Það er af og til verið að auglýsa það, gætir jafnvel þurft að byrja í þjónustuveri fyrir síma og færa svo í tækniþjónustu þar fljótlega
Re: Að vinna í UT (CCNA)
Maksx skrifaði:Sælir
Smá spurning till ykkar sem er að vinna í IT, sèrstaklega krfisstjóra og netstjóra. Ér með enga menntun á þessu svíði og vinna við allt annað, en draumurinn er að komast í UT vinnu, alveg sama hvað til að byrja með, ekki einnu sinni launin sem skiptir máli, langar bara að byrja og vinna mér upp. Svo spurning hvar? Borga sig að fá vottanir eins og CCNA (finnst networking gaman) eða Microsoft gráðum, hjálpar það að fá vinnu?? Eða er það bara go to school or forget about it?
Íslenska er ekki móðurtungumál, afsakið fyrir villur
Getur líka byrjað að skoða verkstæðisvinnu á tölvuverkstæði. Það er oft ágætis grunnur fyrir áframhaldandi vinnu í IT.
Mæli klárlega með námskeiðunum hjá NTV og Promennt. Ef þú ert ekki með neina þekkingu á tölvudóti þá gæti verið gott að byrja í Comptia A+ námskeiðinu og halda svo áfram í CompTIA Network+. Þeir böndla þetta samt oft saman í svona námsbrautir, eins og þessa hér: http://www.ntv.is/is/kerfisnam/kerfisthjonusta. Svo geturðu haldið áfram í MCSA gráðurnar og CCNA ef þú hefur áhuga á routing og networking.
Þetta kostar vissulega en hjálpar þér klárlega að fá vinnu við þetta. NTV og Promennt eru svo oft í samstarfi við fyrirtæki og ráðningarstofur þannig að menn fá oft vinnu áður en þeir klára námskeiðin. Fyrirtækin eru einnig oft tilbúin að kosta þá undir þig áframhaldandi námskeiðsgjöld.
Ef þú ætlar að byrja í símsvörun á helpdeski eða þjónustuborði í IT mundu þá að vinnuveitendur horfa oft miklu meira í hvernig viðmótið þitt er heldur en þekkinguna. Ef þú ert kurteis, þjónustulundaður og hefur áhuga á starfinu þá ertu miklu líklegri til að verða ráðinn heldur en einhver know-it-all þumbi sem veit miklu meira en þú en er með glataða þjónustulund. Það er mun auðveldara að þjálfa þig upp í gráðum og þekkingu fyrir fyrirtækið heldur en að kenna þumbanum mannasiði og þjónustulund.
Þetta er allavega mín reynsla. Gangi þér vel
Re: Að vinna í UT (CCNA)
Hargo skrifaði:Ef þú ætlar að byrja í símsvörun á helpdeski eða þjónustuborði í IT mundu þá að vinnuveitendur horfa oft miklu meira í hvernig viðmótið þitt er heldur en þekkinguna. Ef þú ert kurteis, þjónustulundaður og hefur áhuga á starfinu þá ertu miklu líklegri til að verða ráðinn heldur en einhver know-it-all þumbi sem veit miklu meira en þú en er með glataða þjónustulund. Það er mun auðveldara að þjálfa þig upp í gráðum og þekkingu fyrir fyrirtækið heldur en að kenna þumbanum mannasiði og þjónustulund.
Þekki þetta af reynslu og þetta er lögmál, stóru mistökin sem þjónustuver gera er að ráða einhvern sem er neikvæður "know it all" sem dregur úr öðrum í teyminu.
Að ráða einhvern með bros sem nennir að hreyfa sig og er með metnað fyrir góðri þjónustu er key
-
- Besserwisser
- Póstar: 3174
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 546
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Að vinna í UT (CCNA)
Mæli með þessari leið - Kaupir Premium áskrift hjá ITpro.tv og ferð í gegnum eftirfarandi námskeið (Sum stéttarfélög greiða niður online námsefni og próftökugjald)
CompTIA A+ Core 2019 (220-1001/220-1002) - Námsefni og fara í gegnum virtual labs
CompTIA Network+ (N10-007) - Námsefni og fara í gegnum virtual labs
CompTIA Linux+ (XK0-004) - Námsefni og fara í gegnum virtual labs og taka próf í promennt eða NTV
CompTIA Server+ - Námsefni og fara í gegnum virtual labs
Cisco CCENT - Námsefni og fara í gegnum virtual labs og taka próf í Promennt eða NTV
Cisco CCNA - Námsefni og og fara í gegnum virtual labs og taka próf í Promennt eða NTV
Microsoft Office 365 - 70-346 - fara í gegnum námsefni
Microsoft Office 365 - 70-347 - fara í gegnum námsefni
Microsoft Azure (AZ-103) - Fara í gegnum námsefni
MCSA Windows Server 2016 - 70-740 - námsefni og fara í gegnum virtual labs og taka próf í promennt eða NTV
MCSA Windows Server 2016 - 70-741 - námsefni og fara í gegnum virtual labs og taka próf í promennt eða NTV
MCSA Windows Server 2016 - 70-742 - námsefni og fara í gegnum virtual labs og taka próf í promennt eða NTV
VMware VCP65-DCV (Updated for vSphere 6.7) - fara í gegnum námsefni
Getur sparað þér námskeiðsgjöldin og keypt þessa vél af mér og sett upp homelab og farið og fikta og fengið hands on reynslu.
https://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=11&t=79189&p=690827#p690827
CompTIA A+ Core 2019 (220-1001/220-1002) - Námsefni og fara í gegnum virtual labs
CompTIA Network+ (N10-007) - Námsefni og fara í gegnum virtual labs
CompTIA Linux+ (XK0-004) - Námsefni og fara í gegnum virtual labs og taka próf í promennt eða NTV
CompTIA Server+ - Námsefni og fara í gegnum virtual labs
Cisco CCENT - Námsefni og fara í gegnum virtual labs og taka próf í Promennt eða NTV
Cisco CCNA - Námsefni og og fara í gegnum virtual labs og taka próf í Promennt eða NTV
Microsoft Office 365 - 70-346 - fara í gegnum námsefni
Microsoft Office 365 - 70-347 - fara í gegnum námsefni
Microsoft Azure (AZ-103) - Fara í gegnum námsefni
MCSA Windows Server 2016 - 70-740 - námsefni og fara í gegnum virtual labs og taka próf í promennt eða NTV
MCSA Windows Server 2016 - 70-741 - námsefni og fara í gegnum virtual labs og taka próf í promennt eða NTV
MCSA Windows Server 2016 - 70-742 - námsefni og fara í gegnum virtual labs og taka próf í promennt eða NTV
VMware VCP65-DCV (Updated for vSphere 6.7) - fara í gegnum námsefni
Getur sparað þér námskeiðsgjöldin og keypt þessa vél af mér og sett upp homelab og farið og fikta og fengið hands on reynslu.
https://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=11&t=79189&p=690827#p690827
Just do IT
√
√
Re: Að vinna í UT (CCNA)
Hargo skrifaði:
Getur líka byrjað að skoða verkstæðisvinnu á tölvuverkstæði. Það er oft ágætis grunnur fyrir áframhaldandi vinnu í IT.
Mæli klárlega með námskeiðunum hjá NTV og Promennt. Ef þú ert ekki með neina þekkingu á tölvudóti þá gæti verið gott að byrja í Comptia A+ námskeiðinu og halda svo áfram í CompTIA Network+. Þeir böndla þetta samt oft saman í svona námsbrautir, eins og þessa hér: http://www.ntv.is/is/kerfisnam/kerfisthjonusta. Svo geturðu haldið áfram í MCSA gráðurnar og CCNA ef þú hefur áhuga á routing og networking.
Þetta kostar vissulega en hjálpar þér klárlega að fá vinnu við þetta. NTV og Promennt eru svo oft í samstarfi við fyrirtæki og ráðningarstofur þannig að menn fá oft vinnu áður en þeir klára námskeiðin. Fyrirtækin eru einnig oft tilbúin að kosta þá undir þig áframhaldandi námskeiðsgjöld.
Ef þú ætlar að byrja í símsvörun á helpdeski eða þjónustuborði í IT mundu þá að vinnuveitendur horfa oft miklu meira í hvernig viðmótið þitt er heldur en þekkinguna. Ef þú ert kurteis, þjónustulundaður og hefur áhuga á starfinu þá ertu miklu líklegri til að verða ráðinn heldur en einhver know-it-all þumbi sem veit miklu meira en þú en er með glataða þjónustulund. Það er mun auðveldara að þjálfa þig upp í gráðum og þekkingu fyrir fyrirtækið heldur en að kenna þumbanum mannasiði og þjónustulund.
Þetta er allavega mín reynsla. Gangi þér vel
Ég á nú smá þekkingu á tölvum, svona smá af óllu hehe eins og setja upp styriskerfi, linux, buin að fikta í win server, lært smá C og SQL svo bara les mikið.. en já ég hef einmitt sama í huga, varðandi nám hjá þeim utaf samstrafi og margar sögur hverning menn fengu vinnu eftir námið. Samt því miður á ég enga efni til að fara í half milljón nám í haust reyni kannski eftir jól, myndir þú mæla með eitthverju til að læra þangað til eða kannski eitthverjum gráðum(??? Certifications) til að reyna að ná í, svona not to waste a time?