- 2G farsímar/sendar
- 3G farsímar/sendar
- IPv4 netkerfi/internetið
Það er nauðsynlegt að fara að auka útbreiðslu IPv6 og skipuleggja niðurlagninu IPv4. Það sem ég hef prufað IPv6 á YouTube þá er reynslan allt önnur og myndbönd hlaðast miklu hraðar inn með IPv6 heldur en IPv4 enda er gert ráð fyrir slíkum flutningi í hönnun IPv6. Það var ekki gert ráð fyrir slíku þegar IPv4 var hannað enda var internetið þá að mestu bara texti og stakar myndir sem fólk var að ná í og senda frá sér. Bæði í litlum gæðum og lítilli stærð (örfá kb).
Það er einnig nauðsynlegt að öll farsímafyrirtæki á Íslandi fari að nota VoLTE og VoWiFi (símtöl yfir þráðlaus netkerfi). Á Íslandi er sú stefna í gangi að nota ekki VoWiFi þrátt fyrir að slíkt myndi minnka álag og bæta farsímasambandið hjá mörgu fólki í dag. Sérstaklega í sveitum Íslands þar sem langt er á milli farsímasenda.
Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort að tregða við að taka upp þessa nýju tækni sé vegna eða afbrigði af Sunk Cost Fallacy sem fólk lendir oft í.