Flytja tölvu og skjá milli landa
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 62
- Skráði sig: Mið 22. Jan 2014 02:12
- Reputation: 9
- Staða: Ótengdur
Flytja tölvu og skjá milli landa
Er að flytja til Spánar í um ár. Ætla ekki að taka neina búslóð með, en langar að taka tölvuna með, þ.e. miðlungs turn og 27" skjá og er að velta því fyrir mér best sé að framkvæma það, þ.e. hvort ég komist jafnvel upp með að troða þessu einfaldlega í ferðatösku. Einhver framkvæmt slíkt?
-
- /dev/null
- Póstar: 1476
- Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
- Reputation: 304
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: Flytja tölvu og skjá milli landa
Flutti fyrir 20 árum bara turn, átti til kassann af turninum og það var ekkert mál.
Re: Flytja tölvu og skjá milli landa
Ég gerði þetta 2017 og kem til með að gera aftur núna í lok þessa árs. Þegar ég fór út þá seldi ég 34" ultrawide skjáinn hér á vaktinni og keypti splunkunýjann 34" curved fyrir svipaðann pening með meiri upplausn, núna sit ég þó í súpunni því mig langar að taka hann með mér heim.
Varðandi turnkassann þá seldi ég ATX móðurborðið mitt og skildi turninn sjálfan eftir, keypti svo MATX móðurborð og kassa úti og setti örgjörva, harðadiska, skjákort ofl í þann kassa, sem er minni. Mikið einfaldara að taka þetta í pörtum og pakka með fötunum.
Ég hafði þó þann lúxus að ferðast til Íslands mánaðarlega síðan ég flutti vegna vinnu, hef tekið mikið dót með mér þannig.
Vinur minn flutti út í fyrra og hann henti þessu bara í tösku, ég sagði honum að passa sig en það fór þó ágætlega þó hann passaði sig ekki. Ekkert brotnaði.
Varðandi turnkassann þá seldi ég ATX móðurborðið mitt og skildi turninn sjálfan eftir, keypti svo MATX móðurborð og kassa úti og setti örgjörva, harðadiska, skjákort ofl í þann kassa, sem er minni. Mikið einfaldara að taka þetta í pörtum og pakka með fötunum.
Ég hafði þó þann lúxus að ferðast til Íslands mánaðarlega síðan ég flutti vegna vinnu, hef tekið mikið dót með mér þannig.
Vinur minn flutti út í fyrra og hann henti þessu bara í tösku, ég sagði honum að passa sig en það fór þó ágætlega þó hann passaði sig ekki. Ekkert brotnaði.
LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Flytja tölvu og skjá milli landa
Ég myndi ekki nenna að ferðast með turn, heldur taka bara íhlutina úr honum og kaupa mér nýjan eftir ferðalagið
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB