Tölvutek lokar verslunum

Allt utan efnis

Emarki
Ofur-Nörd
Póstar: 268
Skráði sig: Mán 03. Maí 2010 22:19
Reputation: 52
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf Emarki » Mán 24. Jún 2019 14:18

Alfa : Ég er kannski ekkert að orða þetta neitt vel, en ég var ekki að orða þetta þannig eins og þú segir, að tölvulistinn og tölvutek væri það sama í dag.

Sydney : Aðalstofnandi Tölvuteks er Hafþór og er aðalheilinn. Það er rétt hjá þér með kennitölunni, ég var hinsvegar að vísa til TL til TK síðan voru aðrir erfiðleikar í rekstri fyrir þann tíma, enn ég er ekki að staðhæfa fyrir upplýsingum sem ég hef ekki.

Maður bara verður að tjá sig á vaktinni :D




pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf pepsico » Mán 24. Jún 2019 14:19

Við erum að tala um fyrirtæki sem var sektað fyrir brot, hélt bara áfram meintu broti með fyrirvara sem stóðst engan veginn, og tók svo bara út fyrirvarann sem stóðst ekki einu sinni til að byrja með og hélt bara áfram að fremja brotið.

Það er ótrúlega margt sem maður getur bent til og sagt að þetta batterý hafi verið rekið af í besta falli hálfvitum, og í versta falli glæpamönnum með einbeittan brotavilja, en þetta er uppáhalds dæmið mitt.

https://www.neytendastofa.is/library/Fi ... 017-06.pdf




Prox
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Mán 30. Des 2013 19:16
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf Prox » Mán 24. Jún 2019 15:30

Emarki skrifaði:Síðan þetta var Tölvulistinn fyrir mörgum árum, sem er ein snilldin þegar það var selt til heimilistækja og svo stofnaði hann annað nákvæmlega eins sem var Tölvutek. Það gæti vel verið að Ódýrið verði plan B.


Tölvulistinn og Tölvutek eru ekki og hafa aldrei verið tengd að neinu leiti nema þau hafa verið með sama fólkið í vinnu. Haffi og Ásgeir voru báðir eigendur af Tölvulistanum á sínum tíma, það samstarf gekk ekki sem skildi og Haffi fór úr rekstri tölvulistans og stofnaði Tölvutek sem tók til sín svolítið af starfsfólki Tölvulistans við stofnun. Tölvulistinn starfaði áfram í sinni þáverandi mynd þangað til Ásgeir missir það frá sér.

Það er leiðinlegt að sjá að þeir séu að fara af markaði þar sem meiri samkeppni er ávallt góð fyrir okkur en það versta við þetta er að fólk skuli missa vinnuna til að hafa ofan í sig og sínar fjölskyldur.



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf audiophile » Mán 24. Jún 2019 16:14

Burtséð frá því hvort fólki hafi líkað vel við verslunina eða ekki, þá er ömurlegt að allt að 40 manns hafi misst vinnuna.


Have spacesuit. Will travel.


pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf pepsico » Mán 24. Jún 2019 16:19

Samkeppni er ekki ávallt góð. Það er bull og vitleysa. Heilbrigð samkeppni er góð. Tölvutek braut visvítandi á landslögum aftur og aftur og aftur. Þegar kom að því að stunda lögbundnar ábyrgðarviðgerðir brutu þeir visvítandi á landslögum aftur og aftur og aftur. Sem dæmi sagði þjónustustjóri hjá Tölvutek við mig yfir síma að honum væri alveg sama hvað stæði í lögum um neytendakaup (og endurtók það síðar) og afþakkaði boð mín um að lesa það fyrir sjálfan sig. Þeir tóku inn skjá frá kunningja mínum með stórri gulri línu, skiluðu honum úr "viðgerð" með daufari línu, og sögðu svo að daufari línan félli ekki undir ábyrgð þegar hann fór með hann aftur til þeirra. Það er því miður ekki hægt að meta það hvað þetta fyrirtæki hefur sóað mikið af tíma og peningum neytenda á Íslandi.

Það er ekkert heilbrigt né jákvætt við slíka starfsemi.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf Tbot » Mán 24. Jún 2019 16:30

audiophile skrifaði:Burtséð frá því hvort fólki hafi líkað vel við verslunina eða ekki, þá er ömurlegt að allt að 40 manns hafi misst vinnuna.


Það er alltaf leiðinlegt þegar fólk missir vinnuna.
En í þessu tilviki virðist hafa verið einhvað mikið að rekstri fyrirtækisins.
Miðað við alla pósta þar sem fólk talar um slæma reynslu í samskiptum við fyrirtækið og þá sérstaklega ábyrgðarviðgerðir.

Að láta fyrirtæki lifa snýst um það að fá fólk til að koma aftur og aftur og kaupa einhvað. Því það er mikið ódýrara heldur en að stöðugt að reyna að fá nýja kúnna.
Þetta er einhvað sem virðist hafa týnst í flutningnum frá Borgartúni upp í Hallarmúla.



Skjámynd

Labtec
has spoken...
Póstar: 188
Skráði sig: Sun 29. Feb 2004 15:43
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf Labtec » Mán 24. Jún 2019 18:09

Hef verslað við Kísildalur siðan þeir voru staðsettir í Álfheimum, engu siður var fint að kikja af og til í Tölvutek ef manni vantaði eitthvað mainstream raftæki


AORUS AC300W ATX Gaming Case | Gigabyte B450 AORUS PRO | AMD Ryzen™ 5 3600 | 32GB G.Skill Ripjaws V 3200MHz DDR4 | Gainward GeForce RTX 3080 Phoenix GS |SSD 970 EVO Plus NVMe M.2 250GB | SSD 860 Evo M.2 1TB | HDD 3.5" Seagate 3TB | Seasonic Focus+ Gold SSR-1000FX

Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3080
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 48
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf beatmaster » Mán 24. Jún 2019 21:20

lukkuláki skrifaði:Ætli þeir skipti ekki bara um kennitölu og haldi áfram eftir nokkra daga undir nýju nafni ... það kæmi allavega ekki á óvart.


Ódýrið er en þá rekið undir kennitölu Tölvuvirkni ehf, https://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/leit/kennitala/6702022830

Það voru 50 manns að vinna hjá Tölvutek en 40 missa vinnuna samkvæmt fréttum.

Ég ætla að spá því að það sem eftir verður af Tölvutek verði rekið undir kennitölu Tölvuvirkni og jafnvel undir því nafni í framtíðinni.


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.


steini_magg
Fiktari
Póstar: 53
Skráði sig: Fös 09. Jún 2017 19:13
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf steini_magg » Mán 24. Jún 2019 23:34

Er ekki kennitöluflak orðið ólöglegt? Getur fengið ævilangt rekstrarbann.
Annars vona ég að þetta þýðir að fleiri fyrirtæki fari núna að selja Gigabyte vörur og BenQ. Er samt rosalega smeikur um að Ducky lyklaborðin muni ekki fara til hina fyrirtækjana sem er sökkar pínu fyrir okkur sem vilja gæða lyklaborð með íslenskum stöfum.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf appel » Mán 24. Jún 2019 23:38

Mun sakna þeirra.


*-*


jklol
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Fim 13. Sep 2018 23:24
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf jklol » Þri 25. Jún 2019 01:33

Emarki skrifaði:Annars eru bara 3 sjálfstætt starfandi tölvuverslanir á íslandi, Tölvutækni, computer.is og Kísildalur. Tölvulistinn og att.is er sama. Tölvutek og Ódýrið það sama einnig. Ég hef alltaf stutt "litla gæjan" og hef bara verslað við þessa 3 sjálfsstætt starfandi, persónulega finnst mér Kísildalur persónulegasta verslunin þar sem að eigandinn sjálfur getur verið að afgreiða þig og tekið þig í stutt spjall.


Nú kem ég af fjöllum, eru Tölvulistinn og att.is sama? Hvað meinaru, á Tölvulistinn att.is eða? Hvenær gerðist þetta?



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2586
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 482
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf Moldvarpan » Þri 25. Jún 2019 07:50

Já, Tölvulistinnn keypti att.is fyrir nokkrum árum. Tíminn fljótur að líða, man ekki alveg hvenær.

Þetta eru bræður skráðir fyrir þeim, Hlíðar Þór Hreinsson er skráður forráðamaður á Tölvulistann og IOD heildverslun, en svo Ólafur Már Hreinsson með att.is

Þekki þá ekkert en þetta eru opinberar upplýsingar.




Límband
Fiktari
Póstar: 58
Skráði sig: Fim 02. Ágú 2012 14:14
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf Límband » Þri 25. Jún 2019 08:26

Moldvarpan skrifaði:Já, Tölvulistinnn keypti att.is fyrir nokkrum árum. Tíminn fljótur að líða, man ekki alveg hvenær.

Þetta eru bræður skráðir fyrir þeim, Hlíðar Þór Hreinsson er skráður forráðamaður á Tölvulistann og IOD heildverslun, en svo Ólafur Már Hreinsson með att.is

Þekki þá ekkert en þetta eru opinberar upplýsingar.


Þú manst ekki hvenær vegna þess að þeir keyptu þetta aldrei. Tölvulistinn stofnaði att.is í þeim einum tilgangi að veita "litlu" búðunum samkeppni.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3174
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf Hjaltiatla » Þri 25. Jún 2019 08:36

Mér fannst Tölvutek ágætis verslun, fannst alltaf gaman að skoða vörur hjá þeim (þurfti reyndar aldrei að reyna á ábyrgð hjá þeim).

Hins vegar átti ég alltaf erfitt með að skilja rekstrarmódelið hjá þeim með alla þessa yfirbyggingu við að selja tölvuvörur (Þegar maður hafði val að versla við aðrar tölvuverslanir í svipuðum rekstri og gat jafnvel verslað sömu vörur á netinu).


Just do IT
  √


Frussi
Tölvutryllir
Póstar: 625
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf Frussi » Þri 25. Jún 2019 08:44

Hjaltiatla skrifaði:Mér fannst Tölvutek ágætis verslun, fannst alltaf gaman að skoða vörur hjá þeim (þurfti reyndar aldrei að reyna á ábyrgð hjá þeim).

Hins vegar átti ég alltaf erfitt með að skilja rekstrarmódelið hjá þeim með alla þessa yfirbyggingu við að selja tölvuvörur (Þegar maður hafði val að versla við aðrar tölvuverslanir í svipuðum rekstri og gat jafnvel verslað sömu vörur á netinu).


Sammála, mér finnst voða fínt að kíkja í Tölvulistann, Tölvutek og sambærilegar verslanir til að skoða úrval, máta lyklaborð og mýs og tékka á tilboðum. Aftur á móti skil ég engan veginn hvernig þessar búðir haldast samkeppnishæfar. Overheadið hlýtur að vera langtum meira heldur en hjá litlu búðunum sem eru að mestu leiti á netinu og með lítinn lager.

Verst finnst mér við þetta hversu margir eru að missa vinnuna...


Ryzen 9 5900x // X470 Aorus Gaming // RTX4080 Super // 48 GB 3200MHz // 32" G5 165hz

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3174
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf Hjaltiatla » Þri 25. Jún 2019 08:59

Frussi skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:Mér fannst Tölvutek ágætis verslun, fannst alltaf gaman að skoða vörur hjá þeim (þurfti reyndar aldrei að reyna á ábyrgð hjá þeim).

Hins vegar átti ég alltaf erfitt með að skilja rekstrarmódelið hjá þeim með alla þessa yfirbyggingu við að selja tölvuvörur (Þegar maður hafði val að versla við aðrar tölvuverslanir í svipuðum rekstri og gat jafnvel verslað sömu vörur á netinu).


Sammála, mér finnst voða fínt að kíkja í Tölvulistann, Tölvutek og sambærilegar verslanir til að skoða úrval, máta lyklaborð og mýs og tékka á tilboðum. Aftur á móti skil ég engan veginn hvernig þessar búðir haldast samkeppnishæfar. Overheadið hlýtur að vera langtum meira heldur en hjá litlu búðunum sem eru að mestu leiti á netinu og með lítinn lager.

Verst finnst mér við þetta hversu margir eru að missa vinnuna...


Ætli þetta endi ekki einfaldlega á því að verslanir hérlendis þurfi að sýna manni vörunar með Youtube video-um í stað þess að leyfa manni að mæta á staðinn :crazy


Just do IT
  √

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf urban » Þri 25. Jún 2019 09:00

Frussi skrifaði:Sammála, mér finnst voða fínt að kíkja í Tölvulistann, Tölvutek og sambærilegar verslanir til að skoða úrval, máta lyklaborð og mýs og tékka á tilboðum. Aftur á móti skil ég engan veginn hvernig þessar búðir haldast samkeppnishæfar. Overheadið hlýtur að vera langtum meira heldur en hjá litlu búðunum sem eru að mestu leiti á netinu og með lítinn lager.


Vissulega meira overhead (greinilega of mikið) en samkeppnishæfar, þær voru það ekki í verðum, þær voru einfaldlega dýrari en þessar litlu.

Hvernig þeir gátu það, nú, þeir fengu inn kúnnana sem að langaði að sjá dótið sem að þau eru að versla, sem að þreyfa á lyklaborðunum og prufa mýsnar og horfa á skjáina og svo framvegis.

Hellingur af þeim endaði á að kaupa vörurnar hjá þeim svo, greinilega ekki nógu margir samt.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf appel » Þri 25. Jún 2019 09:08

Ekki svo langt síðan ég kíkti inn til að skoða tölvuskjái hjá tölvutek. Á vefsíðunni var svakalegt úrval af tölvuskjám, en svo þegar ég mætti í verslunina þá var voða lítið af þessu uppi á borðum til sýnis. Gæjinn á svæðinu afsakaði það með því að segja að það væri verið að breyta hæðinni í svona "gamer" svæði. Svo 2-3 vikum seinna lokar búllan!

En það er rosalegt ef allar þessar "physical" eða "brick n mortar" verslanir eru að loka. Hvar á maður að prófa hlutina, fljúga erlendis? Maður vill fá að þreifa á mús og lyklaborð, sjá tölvuskjái, og heyra í heyrnartólum og hátölurum. Að panta bara blint á netinu er ekki málið. Hægt fyrir suma hluti, en ekki alla.


*-*

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3174
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf Hjaltiatla » Þri 25. Jún 2019 09:11

Sjónvarpstmarkaðurinn 2.0 opnar á ný á Youtube/Instagram :lol:


Just do IT
  √

Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf kiddi » Þri 25. Jún 2019 10:05

appel skrifaði:En það er rosalegt ef allar þessar "physical" eða "brick n mortar" verslanir eru að loka. Hvar á maður að prófa hlutina, fljúga erlendis? Maður vill fá að þreifa á mús og lyklaborð, sjá tölvuskjái, og heyra í heyrnartólum og hátölurum. Að panta bara blint á netinu er ekki málið. Hægt fyrir suma hluti, en ekki alla.


Þetta á við um margar aðrar tegundir verslana, t.d. ljósmyndavöruverslanir. Eina leiðin til að berjast gegn þessu er einmitt að versla heima en ekki á netinu. Nú hrista einhverjir hausinn og bölva íslenskum búðum fyrir okur, en hvernig eiga búðirnar að eiga fyrir húsaleigu, launum og öðrum rekstrarkostnaði? Það eru forréttindi að geta gengið inn í verslun til að máta hluti og skoða, á þessu pínulitla landi okkar. Íslenskar verslanir geta aldrei keppt við erlendar netverslanir. Þetta er sennilega óumflýjanleg þróun, en mig langar samt að hvetja þá sem panta allt á netinu, að hugsa hvort þeir geti lifað alveg án íslenskra verslana.

Það er alltaf eftirsjá eftir búðum sem loka, það þýðir minna vöruúrval og minni samkeppni. Ég vona að það sjái sér einhver fært um að fylla upp í þetta skarð sem Tölvutek skilur eftir, persónulega langar mig að sjá einhvern með Fractal Design umboðið, því betri vöru hef ég einfaldlega ekki séð í þeim flokki, og hef ég prófað bókstaflega allt.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf Tbot » Þri 25. Jún 2019 10:10

Kenna húsnæðinu um að reksturinn fór á hausinn. Það var enginn nema þeir sjálfir sem ákváðu þennann flutning.
Penninn gafst upp á þessu húsnæði og fyrst þetta var svona dýrt húsnæði, hvers vegna fluttu þeir ekki þá ekki strax og aðvörunarljósin lýstu um að þetta var ekki að ganga?

Og ætluðu sér að herja á fyrirtækjamarkaðinn, fer oft illa þegar menn ætla að gleypa heiminn. Í þeim bransa er lélegt orðspor enn meiri "killer" á reksturinn.



Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf Halli25 » Þri 25. Jún 2019 10:11

kiddi skrifaði:
appel skrifaði:En það er rosalegt ef allar þessar "physical" eða "brick n mortar" verslanir eru að loka. Hvar á maður að prófa hlutina, fljúga erlendis? Maður vill fá að þreifa á mús og lyklaborð, sjá tölvuskjái, og heyra í heyrnartólum og hátölurum. Að panta bara blint á netinu er ekki málið. Hægt fyrir suma hluti, en ekki alla.


Þetta á við um margar aðrar tegundir verslana, t.d. ljósmyndavöruverslanir. Eina leiðin til að berjast gegn þessu er einmitt að versla heima en ekki á netinu. Nú hrista einhverjir hausinn og bölva íslenskum búðum fyrir okur, en hvernig eiga búðirnar að eiga fyrir húsaleigu, launum og öðrum rekstrarkostnaði? Það eru forréttindi að geta gengið inn í verslun til að máta hluti og skoða, á þessu pínulitla landi okkar. Íslenskar verslanir geta aldrei keppt við erlendar netverslanir. Þetta er sennilega óumflýjanleg þróun, en mig langar samt að hvetja þá sem panta allt á netinu, að hugsa hvort þeir geti lifað alveg án íslenskra verslana.

Það er alltaf eftirsjá eftir búðum sem loka, það þýðir minna vöruúrval og minni samkeppni. Ég vona að það sjái sér einhver fært um að fylla upp í þetta skarð sem Tölvutek skilur eftir, persónulega langar mig að sjá einhvern með Fractal Design umboðið, því betri vöru hef ég einfaldlega ekki séð í þeim flokki, og hef ég prófað bókstaflega allt.

Vel mælt og ekki gleyma að lagerhald kostar og að geta fengið hluti samdægurs er munaður á þessu skeri sem við lifum á :)


Starfsmaður @ IOD

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf Viktor » Þri 25. Jún 2019 12:10

Tbot skrifaði:Kenna húsnæðinu um að reksturinn fór á hausinn. Það var enginn nema þeir sjálfir sem ákváðu þennann flutning.
Penninn gafst upp á þessu húsnæði og fyrst þetta var svona dýrt húsnæði, hvers vegna fluttu þeir ekki þá ekki strax og aðvörunarljósin lýstu um að þetta var ekki að ganga?

Og ætluðu sér að herja á fyrirtækjamarkaðinn, fer oft illa þegar menn ætla að gleypa heiminn. Í þeim bransa er lélegt orðspor enn meiri "killer" á reksturinn.


Það er létt að vera vitur eftir á... =D>


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7592
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf rapport » Þri 25. Jún 2019 12:34

Ég hlustaði á einhverjar fréttir á leiðinni heim úr vinnu í gær og hagsmunasamtök heimilanna eru að leigja fyrir milljón á mánuði samtals, í Breiðholti og í KEF. Mér fannst þetta klikkun að félag rekið á styrkjum sé að eyða 12 milljónum á ári í húsaleigu.

Ég get rétt ímyndað mér hver leigan í Hallamúlanum var, hugsanlega er þetta "kennitöluflakk" bara leikur til að komast út úr dýrum leigusamningi og leiguskuld m.v. að allir hafi fengið launin sín greidd o.s.frv.

Þetta gjaldþrot virðist í fyrstu ekki vera bitna óþarflega harkalega á neinum og fyrir vikið þá fá þessir rekstraraðilar smá hrós frá mér ef það reynist raunin, að það séu ekki skuldir út um allan bæ sem stofnað var til og aldrei var séns að yrðu greiddar.

En það er virkilega skrítið að bankinn hafi talið hag sínum best borgið í að keyra fyrirtækið í þrot með því að hætta að lána því.

Það eru heilu hótelin/fyrirtækin, oft úti á landi sem fá endalaust kredit til að framfleyta sér en fá ekki að fara í þrot og samviskusamur eigandi sem starfar undir álagi endalaust til að reyna og reyna en á ekki séns að komast heill frá hlutunum. Stundum er bara betra að fara í þrot.




Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf Mossi__ » Þri 25. Jún 2019 12:35

Og það er mikill kostnaður og gríðalega mikil vinna sem fylgir því að flytja, ásamt því að það er slæm þjónusta fyrir kúnnan að flytja oft.

Húsnæðið sem þeir voru í í Borgartúni var ekki gott. Allt of lítið bæði verslunin og baka til. Aðgengið þá var slæmt og hefur bara versnað eftir breytingar gatnakerfisins.

Það að þeir skulu hafa flutt var hárrétt og nauðsynleg ákvörðun.

Það að þeir skulu ekki hafa flutt aftur er skiljanleg ákvörðun (reyndar e.t.v. mengað af sunken cost fallacy líka, en ekki eingöngu).


Eg tel frekar að orðsporið hafi orðið þeim að falli, m.t.t
Ábyrgðarmála og annarra neytendalagabrota sem og almenn þjónusta.