Tbot skrifaði:Takk fyrir að staðfesta að þú hafir ekki hugmynd um hvað það þýðir að samþykkja OP3 og síðan OP4
Við það að samþykkja OP á alþingi þá "kicka" inn allar þær reglur og lög sem honum fylgja, þannig að einhver fyrirvari sem Guðlaugur og co reyna að segja inn núna, er ekki pappírsins virði, er til að dreifa umræðunni á dreif og allt sé í góðu.
Fyrirvarinn hefði þurft að koma inn í EES samráðinu fyrir nokkru síðan til að halda, en síðasti möguleikinn er að hafna OP3 alfarið.
Þegar OP3 hefur verið keyrður í gegn, þá getur þú verið viss um að það verður margfalt meiri þrýstingu á að koma OP4 í gegn líka.
Og þá kemur þetta sem er nefnt að ofan og margt fleira, sem Alþingi og dómstólar geta ekkert sagt.
Því eins og RCC verður sinn eigin herra sem svarar bara EU.
Þessi samsæriskenning um að einhver stofnun geti sniðgengið stjórnarskrá lýðveldisins við að byggja virkjanir, útdeila heimildum og/eða tengjadreifikerfið okkar með sæstreng til EU... þessi samsæriskenning byggir ekki á neinum rökum.
Þó að einhver alþjóðasamningur segir að hitt og þetta eigi að vera einhvernvegin, þá gerir Ísland alltaf eins og Ísland vill og er í fullum rétti svo lengi sem farið er eftir íslenksum lögum og reglum.
t.d. Brnasáttmáli UN...
Erum við ekki að fara mótmæla brotum Íslands gegn honum núna kl. 17:00 með kröfugöngu frá Hallgrímskirkju?
Það má sekta okkur og skammast í okkur ef við innleyðum ekki einhver lög og reglur frá EU en EU eða einhver stofnun þar mun ekki fá óskorðarð vald yfir okkur.
Það þarf enginn að setja neinn fyrirvara neinstaðar, það er ekkert á Íslandi sem getur toppað stjórnarskránna.
Ef einhver lög eða reglur eru samþykkt en eru ekki í samræmi við stjórnarskrá, þá gildir stjórnarskráin.
Ef Alþingi afsalar sér valdi til EU sem skv. stjórnarskrá er hjá Alþingi, þá gildir stjórnarskráin = valdið er hjá Alþingi.
Þá er alltaf hægt að bakka og hætta samstarfi sem er ekki að gera okkur gott.
Þá gerum við það af málefnalegum ástæðum og rökstyðjum það en ekki byggt á einhverjum ótta við eitthvað yfirvald í alþjóðasamvinnu.