CM takkar á öðrum lyklaborðum?


Höfundur
steini_magg
Fiktari
Póstar: 53
Skráði sig: Fös 09. Jún 2017 19:13
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

CM takkar á öðrum lyklaborðum?

Pósturaf steini_magg » Mið 29. Maí 2019 16:49

Nú er maður að spá í lyklaborð og er pínu möst að hafa íslenska stafi. Það vill þannig til að Cooler Master er með íslenska stafi (fæst í TL á 500kr) en ég hef ekki mikinn áhuga á þeim lyklaborðum (það myndi þá vera MK750). Ég er þannig að velta fyrir mér hvort einhver þekkir til um hvernig þeir passa á önnur lyklaborð, helstu merkin sem ég er að spá í er Corsair, Ryzen og Steelseries (eru að koma með eitthvað klikkað lyklaborð það sem þú stjórnar hvernær er virkar). Ég nefnilega hef ekki fundið einhvern framleiðanda sem er með íslensku.

Fyrir fram þakkir




einarn
Gúrú
Póstar: 545
Skráði sig: Mán 15. Mar 2010 06:06
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: CM takkar á öðrum lyklaborðum?

Pósturaf einarn » Fim 30. Maí 2019 00:24

Þegar ég pantaði Unicomp erlendis frá, þá bað ég sérstaklega um Íslenskt layout og þeir græjuðu það fyrir mig fyrir rúman þúsund kall. Spurning að spyrja hvort hægt sé að græja það? ef þu ætlar að panta að utan þ.e.a.s



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: CM takkar á öðrum lyklaborðum?

Pósturaf mind » Fim 30. Maí 2019 12:59

Ef hitt lyklaborðið er líka cherry mx þá ættu takkarnir að virka á milli EN þú þyrftir líka athuga að físikt stærð takkanna sé nógu lík, t.d. hæð og rúnun.



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1860
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 219
Staða: Ótengdur

Re: CM takkar á öðrum lyklaborðum?

Pósturaf Nariur » Fim 30. Maí 2019 19:05

Tölvutek er með Ducky lyklaborð með íslenskum stöfum. Ég mæli hiklaust með þeim.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED


Höfundur
steini_magg
Fiktari
Póstar: 53
Skráði sig: Fös 09. Jún 2017 19:13
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: CM takkar á öðrum lyklaborðum?

Pósturaf steini_magg » Lau 01. Jún 2019 17:11

mind skrifaði:Ef hitt lyklaborðið er líka cherry mx þá ættu takkarnir að virka á milli EN þú þyrftir líka athuga að físikt stærð takkanna sé nógu lík, t.d. hæð og rúnun.

Ég sé ekki neitt um "keycaps" hjá lyklaborðsframleiðundunum.
Nariur skrifaði:Tölvutek er með Ducky lyklaborð með íslenskum stöfum. Ég mæli hiklaust með þeim.

Ég vill lyklaborð með macro og sérstaka "media key" sem Ducky hefur ekki.