Kaup á ryksuguvélmenni


Höfundur
dISPo
Fiktari
Póstar: 64
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2018 15:06
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Kaup á ryksuguvélmenni

Pósturaf dISPo » Þri 23. Apr 2019 14:45

Sælir vaktarar.

Ég hef verið að velta fyrir mér kaupum á ryksuguvélmenni fyrir heimilið og á erfitt með að velja, er mest spenntastur fyrir þessum tveimur:

https://elko.is/irobot-ryksuga-roomba-960-roomba960

https://mii.is/collections/fyrir-heimil ... t-vacuum-2

Báðar fá nokkuð gott review en sú síðari er spennandi kostur þar sem hún getur moppað og raflhöðuendingin er talsvert betri, fyrir utan að vera mun ódýrari.

Þekkir einhver hér þessar tegundir eða hefur ráð eða ábendingar um kaup á slíkum tækjum?



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á ryksuguvélmenni

Pósturaf dori » Þri 23. Apr 2019 23:41

Ég er með þessi Roborock ryksugu. Þegar ég valdi hana þá var ég að velja á milli hennar og Roomba 980 og valdi frekar Roborock útaf því að ég fílaði lidar dæmið frekar en myndavélar fyrir navigation og svo þetta basic, kraftmeiri og lengri rafhlöðuending. Svo var ég búinn að horfa á fullt af samanburði á youtube þar sem hún kom vel út.

Ég myndi örugglega taka Roombuna ef ég væri með dýr ég held að rúllurnar undir þeim séu skárri fyrir mikið hár. Roomban er líka örugglega með betri hugbúnað (meira næs firmware og app) en ég er samt mjög ánægður með alla upplifunina á Roborock græjunni. Appið er fínt, það koma firmware uppfærslur með nýjum fítusum við og við. Myndi líklegast velja eins aftur (með þeim fyrirvara að ég hef ekki mikið skoðað hvað hefur komið nýtt inn á markaðinn síðan þá).




ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á ryksuguvélmenni

Pósturaf ColdIce » Mið 24. Apr 2019 06:44

Keypti 676 því hún var á tilboði í Costco. Notaði hana tvisvar og skilaði henni í gær og keypti 966 í staðinn.
966 er geggjuð!


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |

Skjámynd

zetor
spjallið.is
Póstar: 492
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 23:12
Reputation: 90
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á ryksuguvélmenni

Pósturaf zetor » Mið 24. Apr 2019 07:18

Ég hef keypt tvær Neato D7 fyrir ættingja. Keypti þær í Þýskalandi á tilboði 499Evrur. Þær hafa reynst mjög vel hjá báðum aðilum.
https://www.amazon.co.uk/Neato-Robotics ... way&sr=8-3



Skjámynd

svavaroe
has spoken...
Póstar: 184
Skráði sig: Fös 23. Feb 2007 15:20
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á ryksuguvélmenni

Pósturaf svavaroe » Mið 24. Apr 2019 09:56

Ég keypti hjá RENMAX (https://www.renmax.is)
Muuun ódýrari græja en styður allt, og gott betur. Hún er frábær þessi elska.

btw, til hvers að borga 120þkr fyrir vélmenni ef þú getur fengið sambærilega á 45þkr (en sú er ekki með nafnið iRobot)



Skjámynd

svavaroe
has spoken...
Póstar: 184
Skráði sig: Fös 23. Feb 2007 15:20
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á ryksuguvélmenni

Pósturaf svavaroe » Mið 24. Apr 2019 09:58

svavaroe skrifaði:Ég keypti hjá RENMAX (https://www.renmax.is)
Muuun ódýrari græja en styður allt, og gott betur. Hún er frábær þessi elska.

btw, til hvers að borga 120þkr fyrir vélmenni ef þú getur fengið sambærilega á 45þkr (en sú er ekki með nafnið iRobot)


Roborock sýnist mér vera með muuun stærra batterí.




Höfundur
dISPo
Fiktari
Póstar: 64
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2018 15:06
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á ryksuguvélmenni

Pósturaf dISPo » Mið 24. Apr 2019 10:18

Þakka ykkur fyrir ábendingarnar. Það er mun meira úrval af þessum tækjum en ég hafði gert mér grein fyrir. Jafnvel til ótrúlegt magn undirtegunda hjá sumum framleiðendum, eins og iRobot. Ég hef lítinn áhuga á að eyða auka pening bara til að fá ákveðið merki á rykgsuguna. Mun klárlega kynna mér Neato og Renmax betur. Eina sem maður hefur áhyggjur af með þessi óþekktari merki er endingartími og öryggi.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á ryksuguvélmenni

Pósturaf dori » Mið 24. Apr 2019 12:02

Það sem ég mæli með númer eitt, tvö og þrjú er að fá vélmenni sem skannar svæðið sem það er á og skipuleggur hvernig það ætlar að þrífa það þannig að það fari yfir allt svæðið í hvert skipti og er ekki að sóa tíma í óþarfa sikk sakk (og er þá lengur að búa til hávaða heima hjá þér). App sem þú getur notað til að stjórna er alveg næs en semi óþarfi en ég myndi segja að nema þú búir í lítilli stúdíóíbúð sé algjört möst að hafa einhversskonar navigation kerfi og skynsemi í því hvaða leið er valin til að þrífa rými.

Það þýðir að ef þú ert með Roomba að fara ekki undir 8XX línuna. Ég myndi heldur ekki fara í þetta Renmax dæmi af þeirri ástæðu (og af því að ég finn lítið sem ekkert um það nema þessa íslensku síðu) þó svo að það sé heillandi að borga bara 45 þúsund þá held ég að það sé bara ekki þess virði.




isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 381
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á ryksuguvélmenni

Pósturaf isr » Mið 24. Apr 2019 12:35

Ég keypti Renmax fyrir hálfu ári síðan, hef notað hana örfá skipti, hún er alltaf vælandi hreynsa hitt og þetta, svo festist þetta allstaðar, í snúrum, þröskuldum og fleiru, skila sér seint og ílla í hleðslustöðina, eða bara alls ekki. Þar sem eru börn hentar þetta ekki vel, þarft að byrja á því að fjarlæja allt af gólfum svo það sé ekki fyrir græjunni. En þetta er bara mín skoðun, get allavega ekki mælt með Renmax. Svo er þjónustan frekar döpur hjá þeim, ætlaði að leita svara varðandi græjuna, en hef ekki enn fengið, eru aldrei við, konan á símanum,segir þá hringja þegar þeir koma, hef ekki enn heyrt frá þeim.




Höfundur
dISPo
Fiktari
Póstar: 64
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2018 15:06
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á ryksuguvélmenni

Pósturaf dISPo » Mið 24. Apr 2019 12:40

dori skrifaði:Það sem ég mæli með númer eitt, tvö og þrjú er að fá vélmenni sem skannar svæðið sem það er á og skipuleggur hvernig það ætlar að þrífa það þannig að það fari yfir allt svæðið í hvert skipti og er ekki að sóa tíma í óþarfa sikk sakk (og er þá lengur að búa til hávaða heima hjá þér). App sem þú getur notað til að stjórna er alveg næs en semi óþarfi en ég myndi segja að nema þú búir í lítilli stúdíóíbúð sé algjört möst að hafa einhversskonar navigation kerfi og skynsemi í því hvaða leið er valin til að þrífa rými.

Það þýðir að ef þú ert með Roomba að fara ekki undir 8XX línuna. Ég myndi heldur ekki fara í þetta Renmax dæmi af þeirri ástæðu (og af því að ég finn lítið sem ekkert um það nema þessa íslensku síðu) þó svo að það sé heillandi að borga bara 45 þúsund þá held ég að það sé bara ekki þess virði.


Ég vil helst að vélmennið hafi þann eiginleika sem þú nefnir og vil helst hafa app líka, aðallega upp á þægindin og skemmtilegheitin. Datt niður á þessa týpu: https://ihverslun.is/vara/neato-bodvac-d4-connected/ Þar sem ég finn ekkert um þessa Renmax mun ég ekki kaupa hana.

Ég held að ég muni enda á þessari Roborock þótt hún komi ekki sem allra best út úr öryggisprófunum: https://www.av-test.org/en/news/robot-v ... ing-appli/ Sjá þó: https://www.kaspersky.com/blog/xiaomi-m ... ked/20632/



Skjámynd

Black
Vaktari
Póstar: 2409
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Reputation: 156
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á ryksuguvélmenni

Pósturaf Black » Mið 24. Apr 2019 13:46

Ég er með iRobot 695, Íbúðinn hjá mér er um 65fm. Ég þurfti að gera íbúðina frekar robot proof áður en ég gat byrjað að nota hana. Festa snúrur upp og passa að hún væri ekki að festast undir húsgögnum.Það er App support sem ég nota aldrei, Sýndarveggur sem ég nota talsvert. En hefði alveg verið til í að geta mappað íbúðina svo hún væri ekki í endalausri hringavitleysu. Já og burstarnir undir henni eru algjört hell að hreinsa. Nauðsynlegt að vera með Gúmmíbursta undir.
Ef ég væri að fara kaupa mér nýja vél núna þá færi ég í Neato D7, Stærri tankur fyrir ryk og getur mappað hvert hún á að fara. Ásamt gúmmíburstum og er að fara betri dóma en t.d iRobot i7

Myndi segja að stærsti kosturinn við þessar græjur eru að þær ryksuga undir rúmi. :P


CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |

Skjámynd

methylman
vélbúnaðarpervert
Póstar: 919
Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 00:39
Reputation: 17
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á ryksuguvélmenni

Pósturaf methylman » Mið 24. Apr 2019 14:02

Átti eina af fyrstu gerðunum af roomba, vinnan við að halda þessu gangandi, hreinu og finna hana þegar hún gafst upp einhversstaðar undir einhverju húsgagninu eða ekki að minnast á skemmdirnar á stólfótum borðfótum og gólflistum. Átti að vera þessi æðislegi AI sem mappaði íbúðina en hún sat samt föst á þröskuldinum í baðherberginu vikulega eða uppá lampafót. Mæli með rykmoppu með skafti tekur 10 mín. að renna yfir 90 fm. íbúð og kostr 1.500 kall og ekkert vesen. Ég setti mína á haugana vegna þess að ég fann engan sem mér var nægilega illa við til að gefa hana.


Ekki treysta því að fólk skilji þig þó að það setji upp gáfulegan svip og segji já.


skyttan5
Nýliði
Póstar: 13
Skráði sig: Fim 27. Okt 2016 12:46
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á ryksuguvélmenni

Pósturaf skyttan5 » Mán 06. Maí 2019 12:22

ilife V5S pro. Kostar ca. 25K heim komin af EBAY með gjöldum og virkar mjög vel. Er búinn að panta margar svona vélar fyrir vini og vandamenn og það hafa allir verið ánægðir.



Skjámynd

Fumbler
spjallið.is
Póstar: 493
Skráði sig: Mið 23. Apr 2003 17:15
Reputation: 25
Staðsetning: Vestfirðir
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á ryksuguvélmenni

Pósturaf Fumbler » Mán 06. Maí 2019 13:02

Svo ef þú ert ekki að fara að versla alveg strax þá eru þeir á kickstarter með ryksugu og skúringar vél er þrífur sig sjálf
https://www.kickstarter.com/projects/na ... mop-and-va



Skjámynd

Jón Ragnar
</Snillingur>
Póstar: 1016
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 206
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á ryksuguvélmenni

Pósturaf Jón Ragnar » Mán 06. Maí 2019 13:10

Það var einhver flash sale hjá Heimilistækjum.

Enduðum að kaupa eina Roomba á 40% afslætti



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video


Glass123
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Fim 25. Júl 2019 00:11
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á ryksuguvélmenni

Pósturaf Glass123 » Fim 25. Júl 2019 00:28

Tími til að hreinsa smá misskilning hérna.

Það eru góðar ástæður afhverju að iRobot ryksugurnar eru dýrari. Þær eru töluvert betur byggðar og það er ætlast til að þú notir þær upp á hvern einasta dag (Enda fer það best með vélina). Endingin á þeim er að meðaltali 10-12 ár. Hinsvegar hafa hinar ryksugurnar einsog Eufy, Roborock og Neato verið með mjög háa bilanatíðni. Það sem er að bila mest eru þessir leiserar sem þeir eru með ofan á sér (Ekki má gleyma veseninu sem fylgir þeim stundum, áhersla á stundum).

Fólk er ekki að borga bara fyrir merkið, það er að borga fyrir endingartíma og betri smíði á vélmennaryksugum. En ég er ekki pabbi ykkar, kaupið endingarlitla ryksugu ef þið viljið.

PS: Talandi um þessar ryksugur sem skúra líka. Orðum það svona: Ef vara segist geta gert tvo hluti í einu, þá gerir varan þetta ekki eins vel og vara sem gerir einn hlut vel, ef þú fattar.



Skjámynd

norex94
Ofur-Nörd
Póstar: 219
Skráði sig: Lau 25. Ágú 2012 14:54
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á ryksuguvélmenni

Pósturaf norex94 » Fim 25. Júl 2019 10:23

svavaroe skrifaði:Ég keypti hjá RENMAX (https://www.renmax.is)
Muuun ódýrari græja en styður allt, og gott betur. Hún er frábær þessi elska.

btw, til hvers að borga 120þkr fyrir vélmenni ef þú getur fengið sambærilega á 45þkr (en sú er ekki með nafnið iRobot)


Renmax er rebrand á kínverskum ryksugum. Það er betra að fara á aliexpress og kaupa bara eitthvað þar en að hafa millilið.

T.d ef þú googlar Renmax þá kemur aðeins upp heima síða Renmax. :-k
Síðast breytt af norex94 á Fim 25. Júl 2019 10:34, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á ryksuguvélmenni

Pósturaf Viktor » Fim 25. Júl 2019 10:28

norex94 skrifaði:
svavaroe skrifaði:Ég keypti hjá RENMAX (https://www.renmax.is)
Muuun ódýrari græja en styður allt, og gott betur. Hún er frábær þessi elska.

btw, til hvers að borga 120þkr fyrir vélmenni ef þú getur fengið sambærilega á 45þkr (en sú er ekki með nafnið iRobot)


Renmax er rebrand á kínverskum ryksugum. Það er betra að fara á aliexpress og kaupa bara eitthvað þar en að hafa millilið.

T.d ef þú googlar Renmax þá kemur aðeins upp heima síða Renmax. :-k


29.145 kr :)
https://www.aliexpress.com/i/32864583456.html


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

norex94
Ofur-Nörd
Póstar: 219
Skráði sig: Lau 25. Ágú 2012 14:54
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á ryksuguvélmenni

Pósturaf norex94 » Fim 25. Júl 2019 10:34

Sallarólegur skrifaði:
norex94 skrifaði:
svavaroe skrifaði:Ég keypti hjá RENMAX (https://www.renmax.is)
Muuun ódýrari græja en styður allt, og gott betur. Hún er frábær þessi elska.

btw, til hvers að borga 120þkr fyrir vélmenni ef þú getur fengið sambærilega á 45þkr (en sú er ekki með nafnið iRobot)


Renmax er rebrand á kínverskum ryksugum. Það er betra að fara á aliexpress og kaupa bara eitthvað þar en að hafa millilið.

T.d ef þú googlar Renmax þá kemur aðeins upp heima síða Renmax. :-k


29.145 kr :)
https://www.aliexpress.com/i/32864583456.html



Nákvæmlega :sleezyjoe
Hérna líka: https://www.eufylife.com/uk/products/va ... 1/T2102221
Nákvæmlega eins nema heitir "eufy"
edit:
Mynd
Mynd



Skjámynd

svavaroe
has spoken...
Póstar: 184
Skráði sig: Fös 23. Feb 2007 15:20
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á ryksuguvélmenni

Pósturaf svavaroe » Fim 25. Júl 2019 10:58

Ég veit allt um það. RENMAX er rebrand og EUFY líka frá framleiðanda iMASS.
Nánar tiltekið týpa A3 af iMASS. Og að sjálfsögðu fæ ég millilið á Íslandi með því að kaupa af sérstöku umboði þar sem ég fæ varahluti og ábyrgð í 3ár.




skari11
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Mán 08. Feb 2016 19:24
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á ryksuguvélmenni

Pósturaf skari11 » Fim 25. Júl 2019 12:13

Ég keypti mér Roborock s50 frá Aliexpress fyrir sirka ári og virkar hún ennþá jafn vel og þegar ég keypti hana. Fékk hana á sirka 60 þús hingað komin og með henni fylgdi aukalega 2 hliðarburstar, 2 síur, 2 moppur og 1 rúllubursti. Hef ekki lent í neinu veseni með hana og er hún nánast notuð daglega.



Skjámynd

norex94
Ofur-Nörd
Póstar: 219
Skráði sig: Lau 25. Ágú 2012 14:54
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á ryksuguvélmenni

Pósturaf norex94 » Fim 25. Júl 2019 12:42

svavaroe skrifaði:Ég veit allt um það. RENMAX er rebrand og EUFY líka frá framleiðanda iMASS.
Nánar tiltekið týpa A3 af iMASS. Og að sjálfsögðu fæ ég millilið á Íslandi með því að kaupa af sérstöku umboði þar sem ég fæ varahluti og ábyrgð í 3ár.


Ég skil, ég vildi bara koma þessu fram, persónulega finnst mér þetta frekar leiðinlegur og shady bransi svona rebrand en menn ráða sínu og hvar hlutinir eru keyptir.


Aftur að ryksugum þá keypti ég bara notaða roombu á bland á 15Þ kr, 560 týpuna, keypti nýja rafhlöðu og hún er búinn að vinna vel í hálft ár.
Fæ samt alltaf kjánahroll að horfa á hana ryksuga og keyra á hluti stanslaust, væri til í ryksugu með LIDAR \:D/



Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á ryksuguvélmenni

Pósturaf GullMoli » Fim 25. Júl 2019 13:49

Nýjasta græjan frá Xiaomi / Roborock S6. Hún heillar virkilega, sérstaklega þar sem ég er með hvíta gólflista og vill ekki að eitthvað plast sé alltaf að rekast utaní/nudda þá. Virkilega freistandi núna þegar frjókornin fjúka hressilega inn um gluggana..

Kostar ekki nema rúmlega 100þús hingað komin ef pantað er frá Gearbest.



Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7528
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1182
Staða: Tengdur

Re: Kaup á ryksuguvélmenni

Pósturaf rapport » Fim 25. Júl 2019 15:06

Sem reynslumikill skúringakarl þá er ég nokkuð viss um að þessar vélar skúra ekki, að renna kaldri blautri moppu eftir gólfinu er ekki að skúra.

En er með iRobot og elska hana því ég er með ketti en hún ræður illa við hárin sem falla af konunni og dætrunum, þau rúllast upp á allt og skemma.




Höfundur
dISPo
Fiktari
Póstar: 64
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2018 15:06
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á ryksuguvélmenni

Pósturaf dISPo » Fim 25. Júl 2019 18:05

Við enduðum á að kaupa https://mii.is/collections/fyrir-heimil ... t-vacuum-2 vélina og erum mjög sátt við hana. Þrífur almennt vel, skynjararnir virka vel og appið er einfalt og þægilegt í notkun. Þá er vélin búin skynjurum sem segir til um hvenær þurfi að tæma hana og skipta um hina og þessa hluti. Hún ratar vel um íbúðina, er lítið að rekast á (allavega ekki harkalega) og er ótrúlega seig að koma sér úr vandræðum. Við höfum ekki prófað að moppa með henni.

Ég get ekki séð að að því hafi verið haldið fram í þessum þræði að þessar ódýrari vélar endist betur eða jafnvel og dýrari vélar frá iRobot eða sambærilegum framleiðendum. Að sjálfsögðu endast dýrari vélar lengur það nánast segir sig sjálft. Annars væri gaman og áhugavert að sjá prófanir og samantektir á endingartíma og bilanatíðni en neytendasamtök erlendis hafa verið dugleg að gera prófanir og halda utan um slíkt. Þá er jafnframt munur á því að skúra og moppa, ég myndi seint vilja hafa vél sem skúrar parketið hjá mér þar sem því hlýtur að fylgja hætta á rakaskemmdum.