RÚV og 4k útsendingar
Re: RÚV og 4k útsendingar
Við þetta má bæta, að HD innleiðing á Íslandi tók óhemju langan tíma. Við höfðum frestað HD væðingu um nokkur ár, og svo kom hrunið 2008-2009, sem frestaði öllu um a.m.k. 5 ár til viðbótar. Þannig að það er tiltölulega nýlega sem við getum sagt að miðlarnir hérna hafi byrjað að senda út í HD, bara 4-5 ár síðan. Í raun hefur enginn sent út í Full HD, þ.e. 1080p, enn.
Það þýðir að það er "nýbúið" að fjárfesta í HD tækjabúnaði og þeir aðilar sem halda utan um buddurnar skilja ekki hví það þarf að fara fjárfesta aftur svona fljótt í margfalt dýrari búnaði, og svo er talað um 8K í leiðinni, ofan á HDR! Ég skil að menn vilji bíða og sjá hvað verði ofan á áður en þeir fara í hundruð milljóna fjárfestingar sem fáir ná að nýta sér.
Það þýðir að það er "nýbúið" að fjárfesta í HD tækjabúnaði og þeir aðilar sem halda utan um buddurnar skilja ekki hví það þarf að fara fjárfesta aftur svona fljótt í margfalt dýrari búnaði, og svo er talað um 8K í leiðinni, ofan á HDR! Ég skil að menn vilji bíða og sjá hvað verði ofan á áður en þeir fara í hundruð milljóna fjárfestingar sem fáir ná að nýta sér.
*-*
Re: RÚV og 4k útsendingar
Í raun hefur enginn sent út í Full HD, þ.e. 1080p, enn.
Það sendir eiginlega enginn út í 1080p. Held að það sé ein rás í þýskalandi sem gerir það.
Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
Re: RÚV og 4k útsendingar
JReykdal skrifaði:Í raun hefur enginn sent út í Full HD, þ.e. 1080p, enn.
Það sendir eiginlega enginn út í 1080p. Held að það sé ein rás í þýskalandi sem gerir það.
https://www.broadcastnow.co.uk/broadcas ... 80.article
BT Sport er með app sem sendir út í 1080p auk þessa einu 4K UHD rásar
https://www.digitaltrends.com/home-thea ... y-atmos/2/
Einnig er búið að gefa út ATSC 3.0 staðalinn í bændaríkjunum sem er allt að 8K upplausn og lausnum eins og að auka afruglarar tengist aðal afruglaranum gegnum heima networkið og targeted auglýsingar (með því að afruglarinn er tengdur internetinu). Þar sem þetta gefur sjónvarpsstöðvunum nýjar leiðir til að selja targeted auglýsingar gæti þetta orðið fljótara að breiðast út en annars hefði verið. Fox og NBC ásamt fleirum hafa gefið út 2020 rollout þannig að þetta mun koma (samt reyndar engin sjónvörp ennþá komin í sölu með ATSC 3.0 tuner þannig að verður líklega afruglarar til að byrja með).
Re: RÚV og 4k útsendingar
Vefstreymi er allt annað en útsending.
ATSC kemur okkur í Evrópu lítið við. 3.0 var að koma út fyrir korteri og verður *mörg* ár að filterast út í gegn.
Kaninn er enn að miða við 4:3 á sumum stöðum. Þróunin er það hæg hjá þeim.
ATSC kemur okkur í Evrópu lítið við. 3.0 var að koma út fyrir korteri og verður *mörg* ár að filterast út í gegn.
Kaninn er enn að miða við 4:3 á sumum stöðum. Þróunin er það hæg hjá þeim.
Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
Re: RÚV og 4k útsendingar
JReykdal skrifaði:Vefstreymi er allt annað en útsending.
ATSC kemur okkur í Evrópu lítið við. 3.0 var að koma út fyrir korteri og verður *mörg* ár að filterast út í gegn.
Kaninn er enn að miða við 4:3 á sumum stöðum. Þróunin er það hæg hjá þeim.
Ef vefstreymi er allt annað en útsending ertu þá að tala um DVB staðalinn? ... Þetta sem ég var að benda á er það að ef loftnets útsendingarnar (ásamt þessu "locked down" IPTV frá vodafone og símanum) halda áfram að lagga svona á eftir því sem markaðurinn vill fá mun þetta einfaldlega fara yfir í streymi yfir netið og flestir eru komnir með það góðar tengingar að IPTV yfir netið í betri gæðum en með gömlu góðu greiðunni á þakinu er orðið staðreynd nú þegar. Ef hefðbundnar útsendingar ná ekki að bjóða uppá hærri gæði en IPTV yfir netið fer fólk að skoða það.
Þegar þú segir að ATSC komi okkur í evrópu lítið við mun ég benda á það að eftir því sem fleiri fara senda út í hærri gæðum mun þrýstingur á hefðbundna þjónustuveitendur sem ekki hafa tekið það upp aukast. Ef þeir láta ekki segjast mun það opna enn frekar á að fólk skoði aðra sem veita sjónvarpsþjónustu yfir netið. Það að FOX og NBC networkin í bændaríkjunum byrji rollout 2020 mun eflaust þýða það að UHD 4K backend útsendingar búnaður fer að seljast meira og þá eflaust lækka í verði sem mun auka möguleika minni aðila til að byrja skoða það sem möguleika.
Vill bara árétta að það er árið 2019 ekki 1999. Fólk var bundið af því sem "hefðbundnar" útsendingar buðu uppá og fátt annað í boði (nema mögulega satellite) í þá daga en nú til dags er það ekki þannig. Þeim mun lengur sem þessir "stóru gömlu" þrjóskast við þeim mun betur ná "óhefðbundnir" þjónustuveitendur að komast inn á markaðinn.
Það er náttúrulega ekki eðlilegt að leiga á einni bíómynd í "locked down" IPTV kosti yfir 2000 krónur meðan fólk getur farið annað og t.d. keypt sér mánaðar passa á Netflix fyrir sama pening. Sama saga hefur verið með PPV á viðburðum. 2000-2500 krónur fyrir einn fótboltaleik er bara rán um hábjartann dag. Fyrir sama pening getur fólk farið aðrar leiðir og keypt mánuð af góðu IPTV yfir netið og séð alla viðburði þann mánuðinn auk þess að fá hefðbundnar sjónvarpsstöðvar að auki.
Re: RÚV og 4k útsendingar
Cikster skrifaði:Það er náttúrulega ekki eðlilegt að leiga á einni bíómynd í "locked down" IPTV kosti yfir 2000 krónur meðan fólk getur farið annað og t.d. keypt sér mánaðar passa á Netflix fyrir sama pening..
Leiga á nýrri mynd í IPTV kostar 795 hjá Símanum, ekki 2000 kr. Reyndar hefur þessi tala lítið sem ekkert hækkað í áratugi. Ég man þegar VHS spólur voru leigðar út á 590 kr fyrir nærri 25 árum! Og þá þurfti að sækja hana og skila henni innan sólarhrings. Þannig að þetta hefur ekki fylgt verðlagi.
Annars er ég ekki að skilja hvað þú ert að fara í þessari umræðu Cikster. Þú ert að tala um eitthvað amerískt ATSC kerfi, sem verður aldrei tekið upp á Íslandi. Svo talar þú um gamla þrjóska aðila sem neita að aðlagast, og segir að Netflix sé svo ódýrt... þú skýtur út í allar áttir með ábendingum og staðhæfingum um hitt og þetta til að færa rök fyrir hverju? Ég skil ekki neitt.
*-*
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16519
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2116
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: RÚV og 4k útsendingar
appel skrifaði:[Leiga á nýrri mynd í IPTV kostar 795 hjá Símanum, ekki 2000 kr. Reyndar hefur þessi tala lítið sem ekkert hækkað í áratugi. Ég man þegar VHS spólur voru leigðar út á 590 kr fyrir nærri 25 árum! Og þá þurfti að sækja hana og skila henni innan sólarhrings. Þannig að þetta hefur ekki fylgt verðlagi.
Miðað við það þá ætti myndin að kosta 1.621.- kr. https://hagstofa.is/verdlagsreiknivel
But then again, í dag eru heimurinn öðruvísi, tæknin hefur þróast og það er ekkert mál að tengjast allskonar streaming þjónstum fyrir lítinn pening (mánuður á Netflix kostar eins og ein vídeospóla miðað við verðlag) eða stela myndefni í gegnum torrent.
Og í denn þegar maður var að leigja spólu þá var það meira "spari", eitthvað sem maður gerði ekki öll kvöld eða allar helgar. Í dag er meira, hmm hvað á maður að horfa á í kvöld...
Re: RÚV og 4k útsendingar
GuðjónR skrifaði:appel skrifaði:[Leiga á nýrri mynd í IPTV kostar 795 hjá Símanum, ekki 2000 kr. Reyndar hefur þessi tala lítið sem ekkert hækkað í áratugi. Ég man þegar VHS spólur voru leigðar út á 590 kr fyrir nærri 25 árum! Og þá þurfti að sækja hana og skila henni innan sólarhrings. Þannig að þetta hefur ekki fylgt verðlagi.
Miðað við það þá ætti myndin að kosta 1.621.- kr. https://hagstofa.is/verdlagsreiknivel
But then again, í dag eru heimurinn öðruvísi, tæknin hefur þróast og það er ekkert mál að tengjast allskonar streaming þjónstum fyrir lítinn pening (mánuður á Netflix kostar eins og ein vídeospóla miðað við verðlag) eða stela myndefni í gegnum torrent.
Og í denn þegar maður var að leigja spólu þá var það meira "spari", eitthvað sem maður gerði ekki öll kvöld eða allar helgar. Í dag er meira, hmm hvað á maður að horfa á í kvöld...
Vissulega hefur þetta breyst. En ég held að fólk horfi svipað mikið á kvikmyndir og það gerði hér áður fyrr, ég giska að meðaltalið séu um 2 kvikmyndir á mánuði, sumir meira sumir minna. Þá meina ég þegar fólk sest niður á kvöldin um helgar í sófann með popp.
Held að þetta hafi lítið breyst með auknu framboði á efnisveitum, því þetta er beint tengt við frítíma fólks, helgarnar í raun, sem hefur ekkert breyst í gegnum tíðina.
Þegar fólk ákveður að horfa á kvikmynd þá veit það kannski hvað það vill horfa á, einhverja nýja sem það veit að er komin út, eða finnur sér einhverja góða nýja, rétt einsog á vídjóleigunum í gamla daga, þá leigir fólk sér bara nýjustu myndirnar, afar fáir fara í rekkann með gömlu myndunum.
Öðru gildir um sjónvarpsþáttaraðir, sem fólk er tilbúið að leggjast í alla daga og kvöld. Fólk horfir á nýjasta þáttinn sinn þegar hann kemur í birtingu, eða hámhorfir á heilar seríur.
Netflix er ekki með nýjustu kvikmyndirnar, þeir framleiða vissulega eigin nýjar kvikmyndir en þær eru ekki í sama flokk og stóru myndirnar sem fara í bíóhúsin, sem þurfa að skila gróða. Netflix ekki endilega í því að framleiða myndir til að fá tekjur beint á móti heldur til að setja í cataloginn sinn eitthvað sem gæti hentað öllum áskrifendum sínum. Mér hefur ekki fundist Netflix fá mikið fyrir þá peninga sem þeir hafa sett í framleiðslu á kvikmyndum, þeir hafa eytt alltof miklu í frekar slappar myndir, t.d. $100 milljón dollurum í Bright með Will Smith.
En mér finnst alltaf undarlegt að sjá umræðu um kostnað við að leigja kvikmyndir hjá þessum leigum hérna, miðað við þessar 2 nýjar myndir meðaltal hjá mér þá eru þetta um 1600 kr á mánuði, en af orðræðunni mætti halda að hér værum við að ræða verðtrygginguna eða vaxtaokur eða matvælaverð eða skatta. Þessar 1600 kr fyrir 2 myndir er einsog hamborgaratilboð hjá einhverri bílalúgu. Heyri aldrei neinn kvarta undan verðlaginu hjá bílalúgunum. Fólk kvartar stundum bara út í loftið finnst mér. Ég spyr bara hvað finnst fólki að sé réttmætt verð? Það verður aldrei þannig að allar myndir heimsins, og nýjar, verði aðgengilegar í áskriftarþjónustu fyrir 1000 kall á mánuði, business modelið hjá hollywood einfaldlegar virkar ekki þannig.
Svo er aldrei hægt að ræða verðlag og nota þau rök að piracy er ókeypis. Löglegar þjónustur þurfa að borga efniseigendum, ólöglegar þjónustur og piracy (torrent) þurfa ekki að gera það. Ef allir myndu ekki borga þá væri ekkert efni framleitt.
*-*
Re: RÚV og 4k útsendingar
Vildi bæta við.
Ég hef lengi verið gagnrýninn á það að geta ekki horft á nýjustu bíómyndirnar bara heima hjá mér og sleppt því að fara í bíó. Þegar fólk kemst yfir ákveðin aldur þá ertu ekki að bjalla lengur í félagana til að skjótast á hvaða mynd sem er. Félagarnir hafa ekki jafn mikinn áhuga á að sjá Avengers eða Captain Marvel, heldur meira vilja fara með maka sínum á einhverja rómantíska gamanmynd, eða á barnamyndir um daginn með börnunum sínum.
Þannig að það eru mjög margir sem myndu vilja sjá þessar ofurhetjumyndir en vilja ekkert fara einir á slíkt.
En hinsvegar myndu þessar myndir einsog Avengers ekkert vera framleiddar öðruvísi en þær færu fyrst í bíóhús, þar sem tryggt væri að hver áhorfandi borgaði ákveðna upphæð. Svo hefur hollywood tekist vel að stöðva alla leka á nýjum myndum, núna heyrir slíkt til algjörra undantekninga, þannig að þú er tilneyddur til að fara í bíóhús til að njóta myndarinnar.
En Netflix væri aldrei að fara framleiða myndir einsog Avengers, því þær kosta of mikið og Netflix getur ekki "monetizað" myndina til að réttlæta kostnaðinn. Þannig að ef allir myndu taka upp á áskriftamódeli+internetstreymi, leggja niður bíóhúsin, þá myndum við eingöngu fá svona myndir í meðallagi því hvatinn til að búa til virkilega góða blockbustera væri ekki til staðar, þ.e. að græða meira á myndinni en var sett í hana.
T.d. eru leikarar í dag oft með klausu um að fá greitt í hlutfalli við tekjur af myndinni umfram ákveðna tölu/kostnað, og því er hvati fyrir þá að standa sig vel. Þegar þeir semja við Netflix um að leika í mynd þá semja þeir bara um eina upphæð óháð hve vel þeir leika.
Þannig að það þarf svolítið að skilja hvernig þetta virkar til að fatta afhverju sumt er ekki hægt eða gengur ekki upp.
Ég hef lengi verið gagnrýninn á það að geta ekki horft á nýjustu bíómyndirnar bara heima hjá mér og sleppt því að fara í bíó. Þegar fólk kemst yfir ákveðin aldur þá ertu ekki að bjalla lengur í félagana til að skjótast á hvaða mynd sem er. Félagarnir hafa ekki jafn mikinn áhuga á að sjá Avengers eða Captain Marvel, heldur meira vilja fara með maka sínum á einhverja rómantíska gamanmynd, eða á barnamyndir um daginn með börnunum sínum.
Þannig að það eru mjög margir sem myndu vilja sjá þessar ofurhetjumyndir en vilja ekkert fara einir á slíkt.
En hinsvegar myndu þessar myndir einsog Avengers ekkert vera framleiddar öðruvísi en þær færu fyrst í bíóhús, þar sem tryggt væri að hver áhorfandi borgaði ákveðna upphæð. Svo hefur hollywood tekist vel að stöðva alla leka á nýjum myndum, núna heyrir slíkt til algjörra undantekninga, þannig að þú er tilneyddur til að fara í bíóhús til að njóta myndarinnar.
En Netflix væri aldrei að fara framleiða myndir einsog Avengers, því þær kosta of mikið og Netflix getur ekki "monetizað" myndina til að réttlæta kostnaðinn. Þannig að ef allir myndu taka upp á áskriftamódeli+internetstreymi, leggja niður bíóhúsin, þá myndum við eingöngu fá svona myndir í meðallagi því hvatinn til að búa til virkilega góða blockbustera væri ekki til staðar, þ.e. að græða meira á myndinni en var sett í hana.
T.d. eru leikarar í dag oft með klausu um að fá greitt í hlutfalli við tekjur af myndinni umfram ákveðna tölu/kostnað, og því er hvati fyrir þá að standa sig vel. Þegar þeir semja við Netflix um að leika í mynd þá semja þeir bara um eina upphæð óháð hve vel þeir leika.
Þannig að það þarf svolítið að skilja hvernig þetta virkar til að fatta afhverju sumt er ekki hægt eða gengur ekki upp.
*-*
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6798
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: RÚV og 4k útsendingar
kornelius skrifaði:Þú ert að tala um hluti út frá allt öðru sjónarhorni sem minnir mann helst á game-requierments, sem síðan hefur ekkert með RÚV og 4k að gera.
Lastu örugglega báðar greinarnar?
ruv-4k.png
Þú ert alveg úti á þekju. Ég er ekki að tala um 120Hz sjónvarp, heldur 120Hz útsendingar.
Afhverju ertu að linka í greinar sem segja að 120Hz sjónvörp séu óþörf vegna þess að það eru engar 120Hz útsendingar?
Ef það væru 120Hz útsendingar þá væru 120Hz sjónvörp ekki tilgangslaus.
Varðandi 4K þá sit ég aldrei með nefið upp við sjónvörp, né sé fram á að eignast 200" sjónvarp á næstunni, svo 4K er algerlega tilgangslaust fyrir mig.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
- Besserwisser
- Póstar: 3169
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 545
- Staðsetning: ::1
- Staða: Tengdur
Re: RÚV og 4k útsendingar
Held að aðal vandamál Rúv sé dagskráin en ekki að þeir séu ekki að birta efni í 4K.
T.d dagskráin yfir páskana var greinilega tekin saman af aðila sem var kunnugur staðháttum á seinustu öld.
T.d dagskráin yfir páskana var greinilega tekin saman af aðila sem var kunnugur staðháttum á seinustu öld.
Just do IT
√
√
Re: RÚV og 4k útsendingar
appel skrifaði:En mér finnst alltaf undarlegt að sjá umræðu um kostnað við að leigja kvikmyndir hjá þessum leigum hérna, miðað við þessar 2 nýjar myndir meðaltal hjá mér þá eru þetta um 1600 kr á mánuði, en af orðræðunni mætti halda að hér værum við að ræða verðtrygginguna eða vaxtaokur eða matvælaverð eða skatta. Þessar 1600 kr fyrir 2 myndir er einsog hamborgaratilboð hjá einhverri bílalúgu. Heyri aldrei neinn kvarta undan verðlaginu hjá bílalúgunum. Fólk kvartar stundum bara út í loftið finnst mér. Ég spyr bara hvað finnst fólki að sé réttmætt verð? Það verður aldrei þannig að allar myndir heimsins, og nýjar, verði aðgengilegar í áskriftarþjónustu fyrir 1000 kall á mánuði, business modelið hjá hollywood einfaldlegar virkar ekki þannig..
HaHa gamla góða afsökunin fyrir okri! 'Ekki dýrt miðað við skyndibita!' - 'Ekki dýrt miðað við bjórglas!' - 'Engin hefur kvartað undan verðinu!'
Á Íslandi ríkir okurmenning, næstum allt er 2-3x dýrara en td í Skandínavíu.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6798
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: RÚV og 4k útsendingar
Hizzman skrifaði:
HaHa gamla góða afsökunin fyrir okri! 'Ekki dýrt miðað við skyndibita!' - 'Ekki dýrt miðað við bjórglas!' - 'Engin hefur kvartað undan verðinu!'
Á Íslandi ríkir okurmenning, næstum allt er 2-3x dýrara en td í Skandínavíu.
Svona rugl staðhæfingar eru farnar að fara frekar mikið í pirrurnar á manni. Hljómar eins og ruglið á Útvarpi Sögu.
Ég fer mjög reglulega til Danmörku, og ég finn varla vöru þar sem er mikið ódýrari en á Íslandi. Í mörgum tilfellum er hærra verðlag í Danmörku.
Það er einfaldlega dýrt að búa í ríkum velmegunarsamfélögum.
Hér er hægt að leigja mynd á 49 danskar, sem er um 900kr.
https://blockbuster.dk/film/robin-hood-2018
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
Re: RÚV og 4k útsendingar
Svo má bæta við að Google play store er að leigja myndir, ásamt Apple, á c.a. þessu verði, 500-900 kr, allt eftir mynd. T.d. er Mortal Engines á play store á 970 kr, en á 795 kr. hér á Íslandi. Bohemian Rhapsody á 870 kr, en 795 hér heima. Sumar eru vissulega ódýrari, en svona er verðlagið á þessu bara. Þýðir voða lítið að væla yfir þessu, þá verður þú að fara til Hollywood og heimta að fá þetta ókeypis þar.
*-*
-
- Besserwisser
- Póstar: 3169
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 545
- Staðsetning: ::1
- Staða: Tengdur
Re: RÚV og 4k útsendingar
Án þess að gagrýna verðið eitthvað sérstaklega, þá er hins vegar galið að halda að samþykkja lög eins og Stop Online Piracy Act (SOPA) hafi verið einhver lausn þegar það var lagt fram á sínum tíma svo Hollywood og aðrir lobbyistar myndu fá aurinn sinn.Reyna breyta internetinu svo tilteknir aðilar nái sínu fram á kostnað annara. Persónulega er ég ekki sáttur við þá þróun að láta ISP blokka ákveðin lén hérlendis (sem er ekki nein lausn í raun og veru eins og flestir hafa fattað)
Just do IT
√
√
Re: RÚV og 4k útsendingar
Sallarólegur skrifaði:Hizzman skrifaði:
HaHa gamla góða afsökunin fyrir okri! 'Ekki dýrt miðað við skyndibita!' - 'Ekki dýrt miðað við bjórglas!' - 'Engin hefur kvartað undan verðinu!'
Á Íslandi ríkir okurmenning, næstum allt er 2-3x dýrara en td í Skandínavíu.
Svona rugl staðhæfingar eru farnar að fara frekar mikið í pirrurnar á manni. Hljómar eins og ruglið á Útvarpi Sögu.
Ég fer mjög reglulega til Danmörku, og ég finn varla vöru þar sem er mikið ódýrari en á Íslandi. Í mörgum tilfellum er hærra verðlag í Danmörku.
Það er einfaldlega dýrt að búa í ríkum velmegunarsamfélögum.
Hér er hægt að leigja mynd á 49 danskar, sem er um 900kr.
https://blockbuster.dk/film/robin-hood-2018
LOL Hjólahjálmur: Ísland 5000 - Danmörk 2500
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 303
- Skráði sig: Mið 12. Feb 2014 12:56
- Reputation: 147
- Staða: Ótengdur
Re: RÚV og 4k útsendingar
Hizzman skrifaði:appel skrifaði:En mér finnst alltaf undarlegt að sjá umræðu um kostnað við að leigja kvikmyndir hjá þessum leigum hérna, miðað við þessar 2 nýjar myndir meðaltal hjá mér þá eru þetta um 1600 kr á mánuði, en af orðræðunni mætti halda að hér værum við að ræða verðtrygginguna eða vaxtaokur eða matvælaverð eða skatta. Þessar 1600 kr fyrir 2 myndir er einsog hamborgaratilboð hjá einhverri bílalúgu. Heyri aldrei neinn kvarta undan verðlaginu hjá bílalúgunum. Fólk kvartar stundum bara út í loftið finnst mér. Ég spyr bara hvað finnst fólki að sé réttmætt verð? Það verður aldrei þannig að allar myndir heimsins, og nýjar, verði aðgengilegar í áskriftarþjónustu fyrir 1000 kall á mánuði, business modelið hjá hollywood einfaldlegar virkar ekki þannig..
HaHa gamla góða afsökunin fyrir okri! 'Ekki dýrt miðað við skyndibita!' - 'Ekki dýrt miðað við bjórglas!' - 'Engin hefur kvartað undan verðinu!'
Á Íslandi ríkir okurmenning, næstum allt er 2-3x dýrara en td í Skandínavíu.
Bíó er nú reyndar líklega ódýrara á Íslandi en amk í Svíþjóð og Danmörku. Miðaverð í Svíþjóð er 130-140 SEK (um 1800 kr) og í Danmörku 95-100 DKK (um 1700 kr). Og ekki telst krónan vera sérstaklega veik núna.
-
- Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: RÚV og 4k útsendingar
JReykdal skrifaði:Í raun hefur enginn sent út í Full HD, þ.e. 1080p, enn.
Það sendir eiginlega enginn út í 1080p. Held að það sé ein rás í þýskalandi sem gerir það.
Þjóðverjar uppfærðu allt kerfið hjá sér í DVB-T2 og í HEVC/h.265 árið 2017 á helstu sendum en kláruðu síðan restina árið 2018. DR mun skipta yfir í sama kerfi þann 31. Mars 2020 (https://digitalt.tv/mux-konvertering-dvb-t2hevc-2020/ & http://www.digi-tv.dk/nyhedsarkiv.asp). Það verður reyndar bara sent út í HD en ég reikna með að það sé verið að skipta frá 720p og yfir í 1080p í þessari uppfærslu. Ég hef ekki séð neinar fréttir þess efnis að DR sé að fara að senda út í 4K.
Þú skalt reikna með að 4K byrji á Íslandi eftir þennan áratug sem er að byrja. Kannski. Stefnan á Íslandi er sú að hanga í úreltri tækni eins lengi og hægt er og helst þangað til að hætt er að framleiða varahluti í búnaðinn.
Re: RÚV og 4k útsendingar
jonfr1900 skrifaði:JReykdal skrifaði:Í raun hefur enginn sent út í Full HD, þ.e. 1080p, enn.
Það sendir eiginlega enginn út í 1080p. Held að það sé ein rás í þýskalandi sem gerir það.
Þjóðverjar uppfærðu allt kerfið hjá sér í DVB-T2 og í HEVC/h.265 árið 2017 á helstu sendum en kláruðu síðan restina árið 2018. DR mun skipta yfir í sama kerfi þann 31. Mars 2020 (https://digitalt.tv/mux-konvertering-dvb-t2hevc-2020/ & http://www.digi-tv.dk/nyhedsarkiv.asp). Það verður reyndar bara sent út í HD en ég reikna með að það sé verið að skipta frá 720p og yfir í 1080p í þessari uppfærslu. Ég hef ekki séð neinar fréttir þess efnis að DR sé að fara að senda út í 4K.
Þú skalt reikna með að 4K byrji á Íslandi eftir þennan áratug sem er að byrja. Kannski. Stefnan á Íslandi er sú að hanga í úreltri tækni eins lengi og hægt er og helst þangað til að hætt er að framleiða varahluti í búnaðinn.
Ég vil benda áhugamönnum um þetta viðfangsefni að 4K útsending hefur vissulega verið stunduð hér á Íslandi, síðustu 2 ár eða svo.
https://www.siminn.is/forsida/siminn/i- ... rpi-simans
Sjónvarpsstöðin heitir Insight 4K, og að auki er hún í HDR. Þannig að ef þú ert með nýjasta myndlyklinn frá Símanum þá ertu að sjá 4K merki í HDR, og það gildir einnig um Youtube appið í myndlyklinum.
*-*
Re: RÚV og 4k útsendingar
Sjónvarp Símans straumurinn á IPTV kerfi Vodafone er í SD. Eru einhver plön um að uppfæra hann í HD ? Spurði Vodafone að þessu og þeir sögðust frá strauminn frá Símanum.
-
- Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: RÚV og 4k útsendingar
Það eru komin 8K sjónvörp en ég bara veit ekki um neitt efni fyrir slík sjónvarpstæki.
https://www.samsung.com/us/explore/qled-8k-tv/
https://www.samsung.com/us/explore/qled-8k-tv/
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1198
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
- Reputation: 255
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: RÚV og 4k útsendingar
Annað hvert ár fer ég til Amsterdam á IBC ráðstefnuna (International Broadcasting Convention), sem er stærsta iðnsýning sjónvarpsbransans í Evrópu. Núna síðast fengum við að sjá 85" 8K, jafnvel sum í HDR HFR (high framerate) sjónvörp, og það er algjör sturlun. EN, maður þarf að vera með nefið ofan í glerinu til að sjá gæðin, í hefðbundinni "stofu-fjarlægð" er ekki mjög sýnilegur gæðamunur á því og 4K. En svo er það lógístíkin á bak við það, hráefnið sem var notað til að sýna hvað 8K getur var keyrt af stórum RAID stæðum og 10GBe, gagnamagnið sem þarf fyrir crispy 8K er bara rugl. Nútíma 9900K vél með 64GB RAM og 2080Ti korti fer á hliðina við að vinna basic myndvinnslu á 8K hráefni þannig að það verður einhver bið í framboði á 8K sjónvarpsefni
Re: RÚV og 4k útsendingar
jonfr1900 skrifaði:JReykdal skrifaði:Í raun hefur enginn sent út í Full HD, þ.e. 1080p, enn.
Það sendir eiginlega enginn út í 1080p. Held að það sé ein rás í þýskalandi sem gerir það.
Þjóðverjar uppfærðu allt kerfið hjá sér í DVB-T2 og í HEVC/h.265 árið 2017 á helstu sendum en kláruðu síðan restina árið 2018. DR mun skipta yfir í sama kerfi þann 31. Mars 2020 (https://digitalt.tv/mux-konvertering-dvb-t2hevc-2020/ & http://www.digi-tv.dk/nyhedsarkiv.asp). Það verður reyndar bara sent út í HD en ég reikna með að það sé verið að skipta frá 720p og yfir í 1080p í þessari uppfærslu. Ég hef ekki séð neinar fréttir þess efnis að DR sé að fara að senda út í 4K.
Þú skalt reikna með að 4K byrji á Íslandi eftir þennan áratug sem er að byrja. Kannski. Stefnan á Íslandi er sú að hanga í úreltri tækni eins lengi og hægt er og helst þangað til að hætt er að framleiða varahluti í búnaðinn.
Skyldi Eyþór Arnalds vita af þessu?
Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
-
- Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: RÚV og 4k útsendingar
Hvað hefur Eyþór Arnalds verið að tjá sig um útsendingar erlendis?
Þá hefur TVE (RTVE) á Spáni er byrjað að senda út í 4K en þeir þurfa einn heilan mux undir þá útsendingu. Eins og sést á tíðni yfirlitinu sem er að finna hérna.
Á mörgum stöðum í Evrópu er hreinlega ekki nægjanlegt pláss laust fyrir 4K mux þar sem það eru svo margir sendar í notkun og búið að taka 700Mhz undir 4G farsíma (UHF 49 - 59).
Þá hefur TVE (RTVE) á Spáni er byrjað að senda út í 4K en þeir þurfa einn heilan mux undir þá útsendingu. Eins og sést á tíðni yfirlitinu sem er að finna hérna.
Á mörgum stöðum í Evrópu er hreinlega ekki nægjanlegt pláss laust fyrir 4K mux þar sem það eru svo margir sendar í notkun og búið að taka 700Mhz undir 4G farsíma (UHF 49 - 59).