https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018 ... _afnumdar/
Í frumvarpinu er tekið sérstaklega á vanda sem Íslandspóstur hefur að undanförnu nefnt sem ástæðu versnandi rekstrarstöðu sinnar. Fyrirtækið hefur í reynd þurft að niðurgreiða sívaxandi póstsendingar með ýmiss konar varningi frá Kína sem neytendur kaupa á netinu. Vegna samnings innan vébanda Alþjóðapóstssambandsins, sem Ísland er aðili að, ber íslenskum stjórnvöldum að niðurgreiða póstsendingar sem berast frá þróunarlöndum. Greint hefur verið frá því að tap Íslandspósts vegna þessa nemi um 475 milljónum króna á ári. Í frumvarpinu segir að gjaldskrár fyrir alþjónustu, þar á meðal gjaldskrár vegna pakkasendinga til landsins, skuli taka mið af raunkostnaði við að veita þjónustuna að viðbættum hæfilegum hagnaði. Þannig mun alþjónustuveitanda vera heimilt að leggja gjald á hvern pakka innan 20 kg sem kemur til landsins. Neytandinn mun þá greiða gjaldið en ekki íslenska ríkið.
Leggja gjöld á pakkasendingar til landsins að viðbættum "hæfilegum hagnaði"?
Hvað þykir hæfilegur hagnaður?