Lakk vs filma á innréttingar?

Athvarf handlagna heimilisnördsins
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Lakk vs filma á innréttingar?

Pósturaf appel » Fim 21. Mar 2019 21:46

Er með 20 ára kirsuberjainnréttingar, langar að breyta þessu í hvítt. Hafi hugsað að filma eldhúsið með hvít-glans filmum, en er með innihurðar í sama stíl og efast um að ég geti filmað. Þannig að maður er að pæla í að lakka þetta. Vildi líka setja hvíta gólflista og hafa þá hurðarnar í stíl.
Hvað mæliði með? Hafiði reynslu af svona on-a-budget renovation?


*-*


Televisionary
FanBoy
Póstar: 708
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

Re: Lakk vs filma á innréttingar?

Pósturaf Televisionary » Fim 21. Mar 2019 22:09

Eru einhverjar fulningar í þessu? Hvað eru þetta mörg stykki s.s. hversu margir frontar/skápahurðir/skúffur?

Ég tók hérna til prufu efni frá UK þeas ég mældi bara upp skúffurnar hjá mér og valdi áferðina og þeir smíðuðu einingarnar upp á millimeter. Ég þurfti að fá vin minn til að senda mér þetta. Ég er með c.a. 50 stk. í innréttingunni hjá mér og það hefði kostað mig um 200 þúsund að láta smíða alla frontana á plús sendingarkostnað.

Ég er enn að vega og meta hvað ég á að gera í þessu, ég hafði athugað með að láta sprauta þetta en það var of dýrt og þetta of slitið ásamt því að vera fulningar sem flækir málið. En þessir aðilar í UK eru með ansi flotta lausn á þessu. Einnig eru einhverjar skúffur orðnar slitnar á innan og því miður fæst ekkert í þetta hjá okkur því að framleiðandinn hefur breytt stærðunum.

Ég ætlaði að lappa upp á einhverjar hurðir hjá mér en eftir að hafa skoðað málið vandlega þá var ódýrara að kaupa nýjar hurðir hjá Agli Árnasyni. Ég fékk hérna snillinga frá Litháen til að smella þeim í fyrir lítið.

Ég fylgist spenntur með þessum þræði hérna. Er með gamalt raðhús síðan 1983 sem ég er að dunda mér við að laga.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Lakk vs filma á innréttingar?

Pósturaf appel » Fim 21. Mar 2019 22:23

Nei, engir fulningar, slétt.
Þetta er laminated spónar dæmi, svona ikea, en gamla ikea kerfið, þannig að ég get ekki keypt nýtt á þetta.

Hef hugsað um að kaupa nýja efri skápa úr ikea, hafa þá svarta, en halda gömlu neðri skápunum og filma þá hvíta/glossy. Vill líka létta aðeins á efri skápunum, þeir eru doldið margir, opna vegginn meira.


*-*


Televisionary
FanBoy
Póstar: 708
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

Re: Lakk vs filma á innréttingar?

Pósturaf Televisionary » Fös 22. Mar 2019 00:02

Hvað eru þetta mörg stykki í neðri skápunum?

appel skrifaði:Nei, engir fulningar, slétt.
Þetta er laminated spónar dæmi, svona ikea, en gamla ikea kerfið, þannig að ég get ekki keypt nýtt á þetta.

Hef hugsað um að kaupa nýja efri skápa úr ikea, hafa þá svarta, en halda gömlu neðri skápunum og filma þá hvíta/glossy. Vill líka létta aðeins á efri skápunum, þeir eru doldið margir, opna vegginn meira.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Lakk vs filma á innréttingar?

Pósturaf appel » Fös 22. Mar 2019 00:10

Televisionary skrifaði:Hvað eru þetta mörg stykki í neðri skápunum?

appel skrifaði:Nei, engir fulningar, slétt.
Þetta er laminated spónar dæmi, svona ikea, en gamla ikea kerfið, þannig að ég get ekki keypt nýtt á þetta.

Hef hugsað um að kaupa nýja efri skápa úr ikea, hafa þá svarta, en halda gömlu neðri skápunum og filma þá hvíta/glossy. Vill líka létta aðeins á efri skápunum, þeir eru doldið margir, opna vegginn meira.


15, svo hliðar.


*-*


OverSigg
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Mið 29. Nóv 2017 21:30
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Lakk vs filma á innréttingar?

Pósturaf OverSigg » Fös 22. Mar 2019 09:37

Konan ákvað að filma gamla hillu hjá okkur https://www.ikea.is/products/35409 sem var orðinn ansi lúin. Kom bara vel út en það getur verið tímafrekt.
Keyptum filmu og tól í þetta bara Bauhaus, Frekar ódýrt og kemur vel út ef þú ert með þolinmæðina