Sælir
Ætlaði að athuga hvort einhver annar hafi lent í þessu og sé með lausnina því þetta er að gera mig ********
Setup:
-Windows 10 Home - Update'að í topp
-Laptop með Nvidia 1060 GTX - nýjustu reklar uppsettir
-Asus skjár með innbyggðum hátölurum
-Tengt með Displayport
Vandamál:
Í fyrradag byrjaði tölvan að búa til nýtt profile fyrir skjáinn í sound settings í hvert skipti sem ég kveiki á tölvunni
Þetta olli því að ég fæ ekkert hljóð í hátalarana á skjánum gegnum displayport því að einungis fyrsti prófíllinn virðist virka, fæ ekkert sound úr hátölurunum á "nýjasta prófílnum" þrátt fyrir að "sooundbarinn" hoppi og skoppi þegar ég prófa að spila hljóð og það er engin leið að enable'a hina prófílana, eingöngu þann nýjasta sem skilar engu hljóði í hátalarana á skjánum.
Ef ég stilli default playback device á hátalarana úr fartölvunni kemur hljóð no problem.
Það sem ég er búinn að reyna:
Eyða skjánum úr device manager
Eyða og re-installa bæði Nvidia reklunum og Realtek reklunum
En hún heldur áfram að búa til nýjann "prófíl" fyrir skjáinn við hvert restart og ef ég aftengi skjáinn og tengi hann aftur þegar ég er búinn að ræsa tölvuna þá kemur bara enn einn nýr prófíll sem ekkert hljóð kemur úr í skjánum.
Hugmyndir ???
https://imgur.com/a/RGVuzBN
Vesen með hljóð Windows 10
-
- /dev/null
- Póstar: 1454
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 226
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Vesen með hljóð Windows 10
Geturðu hægrismellt á þetta nýja og gert disable þannig að það sé ekki að koma inn aftur og haft hitt á default eða er ég að misskilja.
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1268
- Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
- Reputation: 143
- Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
- Staða: Ótengdur
Re: Vesen með hljóð Windows 10
skiptir engu máli hversu oft þú eyðir device-inu út, þú ert í raun bara að henda reklunum út sem windows setur upp nýja við næsta tækifæri.
Þarft að afvirkja tækið, annaðhvort í device manager eða í sound devices, eða kannski að setja það sem þú vilt nota sem primary device.
Hægri smella á tækin ætti að sýna þér svona lista, velja það sem þú vilt sem Default
Þarft að afvirkja tækið, annaðhvort í device manager eða í sound devices, eða kannski að setja það sem þú vilt nota sem primary device.
Hægri smella á tækin ætti að sýna þér svona lista, velja það sem þú vilt sem Default
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
-
Höfundur - Græningi
- Póstar: 47
- Skráði sig: Sun 24. Feb 2019 16:51
- Reputation: 7
- Staða: Ótengdur
Re: Vesen með hljóð Windows 10
nidur skrifaði:Geturðu hægrismellt á þetta nýja og gert disable þannig að það sé ekki að koma inn aftur og haft hitt á default eða er ég að misskilja.
Neibb ef ég disable'a það nýjasta sem kemur inn og geri default á eitthvað af þessum gömlu kemur ekkert hljóð heldur
Virðist bara vilja senda hljóðið á nýjasta samt kemur ekkert hljóð þannig
Minuz1 skrifaði:skiptir engu máli hversu oft þú eyðir device-inu út, þú ert í raun bara að henda reklunum út sem windows setur upp nýja við næsta tækifæri.
Þarft að afvirkja tækið, annaðhvort í device manager eða í sound devices, eða kannski að setja það sem þú vilt nota sem primary device.
Hægri smella á tækin ætti að sýna þér svona lista, velja það sem þú vilt sem Default settings.jpg
Búnað prófa það, og það sem verra er að þá kemur ekkert upp í sambandi við skjáinn í Device manager undir Sound Video and game controllers (búinn að gera show hidden devices) þannig að ég get ekki eytt "gömlu" instance'unum af skjánum þar út heldur
Re: Vesen með hljóð Windows 10
hvað kemur hann oft upp í Control Panel\All Control Panel Items\Devices and Printers ?
-
Höfundur - Græningi
- Póstar: 47
- Skráði sig: Sun 24. Feb 2019 16:51
- Reputation: 7
- Staða: Ótengdur
Re: Vesen með hljóð Windows 10
kagglinn skrifaði:hvað kemur hann oft upp í Control Panel\All Control Panel Items\Devices and Printers ?
Bara einu sinni.
En ég gafst upp á þessu. Tengdi Hátalara bara beint við tölvuna sjálfa.
Takmarkið var að losna við fleiri snúrur með því að nota hljóð passtrough í skjánum (er neatfreak) en þetta var að gera mig meira gráhærðann heldur en ein auka snúra