Ætla að gera tilraun til að fara yfir öll þau atriði sem þurfa að vera rétt ef við gerum ráð fyrir því að ekkert sé bilað.
1. Tenging frá Magnara í Sjónvarp.
- HDMI snúra úr Monitor Out á magnara í HDMI á sjónvarpi. - Fyrri póstar benda til þess að það sé komið hjá þér.
- Hafa sjónvarp á réttum Source. - HDMI3 samkvæmt fyrri póst frá þér.
- Prufa tengingu með því að nota On-Screen Menu í magnaranum, ýtir á OSD takkan á magnara fjarstýringunni. Ættir að fá upp magnara valmynd á sjónvarpinu.
- Ef þú færð valmyndina upp þá ertu góður með það. >>> Step 2.
- Ef ekki þá er mögulega eitthvað að tenginu. Getur prufað aðra HDMI snúru þar á milli eða annað HDMI tengi á sjónvarpi. ARC skiptir ekki máli til að fá mynd frá magnara í sjónvarp. Það sem ARC er helst að gefa þér er control merki frá sjónvarpi í magnara og hljóð frá sjónvarpi í magnara.
- Ef ekkert er en að gerast þá er komin tími til að prufa annað sjónvarp eða skjá með þessum magnara. Ef þú átt t.d. tölvuskjá með HDMI input þá ætti það að virka. Ef það virkar ekki þá myndi ég halda að output á magnaranum sé bilað. Ef það er staðan þá getur þú prufað Analog Video output tengin á magnaranum ef þú hefur aðstöðu til þess.
2. Tölva í Magnara.
- Vera með magnara stilltan á rétt HDMI source.
- Tengja frá Tölvu í Magnara. Geri ráð fyrir að þú sért með Win 10 - Tölvan á að skynja nýtt virkt output og þú ættir að fá mynd.
- Ef mynd er komin Step 4 ef ekki Step 3
3. Display Output á Tölvu.
- Ef ég er að lesa fyrsta póst hjá þér rétt þá færðu mynd ef þú tengir tölvu beint í sjónvarp. Ef það er rétt þá er Magnarinn líklegast ekki að fíla outputið frá tölvunni.
- Kíktu inní "Display Settings" er tölvan að sýna réttan fjölda skjáa? Ef svo þá er möguleiki að magnarinn sé ekki að ráða við upplausnina sem tölvan er að senda út á HDMI. Ólíklegt en getur komið fyrir á eldri græjum.
- Ef ekki þá er tölvan ekki að skynja tenginguna við magnarann. Mögulega biluð HDMI eða magnarinn ekki að virka rétt. Prufaðu önnur HDMI tengi á Magnaranum. (Getur verið fleirra en ég ætla að reyna að halda mig við einfaldari hluti hérna)
- Ef þú ert enþá myndlaus frá tölvu til Magnara þá er komin tími til að prufa önnur tæki, t.d. fartölva með HDMI, DVD eða Blu-Ray spilari, Console með HDMI.
- Eitt til að hafa í huga ef það er mögulega vandamálið. Flest skjákort í dag samnýta HDMI og DVI output-ið þannig að það er ekki hægt að nota bæði samtímis.
4. Hljóð frá tölvu til Magnara.
- Fara í "Sound Settings" og velja rétt "Output Device" Prufa svo hljóð. Sum forrit grípa bara "output device" þegar þú opnar þau þannig að til að vera öruggur opnaðu hvað sem þú ætlar að nota til að prufa hljóðið eftir að þú staðfestir "output device"
- Ef hljóð er komið - Then we are done.
- Ef ekki... Mögulega var fyrri eigandi búinn að eiga við stillingar á hvaða audio source fylgir HDMI tenginu sem þú ert að nota. Ferð í OSD menu og það ætti að vera undir "Input Setup"
- Ef allt er komið þá er bara að kíkja undir "Sound Control Panel" a.k.a. "Sounds" undir "Sound Settings" er "Sound Control Panel" undir "Related Settings" hægra megin. Eða hægri smellir á hljóð merkið í taskbar hjá klukkuni og velur "sounds" þar undir velur þú rétt "Playback" device og ferð í "Supported Formats" flipan. Ættir að sjá þar hvaða output format eru virk. Dolby Digital, DTS og svo framvegis.
Ætti að vera búinn að cover-a allt basic draslið núna.
Sjálfur er ég með Pioneer magnara og Samsung sjónvarp, þar var þetta bara plug and play. Er með magnara tengdan við sjónvarp og svo allt annað í magnara.
Nokkrir punktar að lokum.
Þú átt ekkert að þurfa að eiga við neinar stillingar í NVIDIA Control Panel.
í svona 95% tilfella þá virkar HDMI eða ekki. Ættir ekkert að þurfa að pæla í hvaða "hdmi staðal" hún styður. Mjög léleg snúra skilar þér mögulega mynd og/eða hljóðtruflunum ef þú ert með háa upplausn eða/og margar hljóð rásir.
Ef myndin sem þú póstaðir fyrr í þessum þræði er af réttri tegund magnara þá er þetta bæklingurinn fyrir hann https://produktinfo.conrad.com/datenbla ... CEIVER.pdf hjálpar vonandi eitthvað.
Ná 5.1 hljóði úr PC yfir í AVR plús að fá mynd á TV
Re: Ná 5.1 hljóði úr PC yfir í AVR plús að fá mynd á TV
Asus X99 Deluxe - i7 5930K - Corsair Vengeance 32GB DDR4 - Asus Geforce RTX 2080ti - 256GB Samsung 850 Pro - Corsair Obsidian 750D - Corsair AXi860 - 3x Dell Ultrasharp 27" 1440P - EK Custom water cooling
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 274
- Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
- Reputation: 70
- Staða: Ótengdur
Re: Ná 5.1 hljóði úr PC yfir í AVR plús að fá mynd á TV
Ég ætla takmarkað að skipta mér af hérna nema að benda á að fólk virðist vera að rugla saman HDMI ARC og HDMI CEC. Fídusinn sem leyfir manni að stjórna einu tæki með fjarstýringunni af öðru tæki er HDMI CEC og hvort hann virkar er alveg óháð því hvort ARC virkar.
(þessi skilaboð voru í boði besservissersins í mér sem var að verða pirraður á því að hlutir voru ekki tæknilega réttir)
(þessi skilaboð voru í boði besservissersins í mér sem var að verða pirraður á því að hlutir voru ekki tæknilega réttir)
-
Höfundur - vélbúnaðarpervert
- Póstar: 943
- Skráði sig: Sun 08. Mar 2009 16:52
- Reputation: 16
- Staða: Ótengdur
Re: Ná 5.1 hljóði úr PC yfir í AVR plús að fá mynd á TV
Ég vil byrja að þakka öllum fyrir þá frábæru aðstoð sem ég hef fengið hingað til og flottan guide frá Njordur.
En. Því miður stoppar þetta á myndinni.
Ég beintengdi skjákortið í sjónvarpið og passaði að senda bara 1080p signal Í 8-bit, því það er ekki víst að magnarinn höndli 4k,það breytti ekki neinu
Ég fæ upp magnara OSD uppá skjáinn og sjónvarpið er að senda hljóð niður í magnaranum en það gerist ekkert meira
Ég sá í manual magnarans þetta hér:
Her virðist bara talað um að senda hljóð úr sjónvarpinu niður í magnarann, nema ég sé að misskilja.
Getur verið að magnarinn bjóði bara uppá að fá sent til sín hljóð úr sjónvarpi, það er að segja að ég þarf að tengja Hdmi úr skjákorti í sjónvarp, og svo úr ARC á sjónvarpi í ARC á magnara til að fá Hdmi hljóð?
En. Því miður stoppar þetta á myndinni.
Ég beintengdi skjákortið í sjónvarpið og passaði að senda bara 1080p signal Í 8-bit, því það er ekki víst að magnarinn höndli 4k,það breytti ekki neinu
Ég fæ upp magnara OSD uppá skjáinn og sjónvarpið er að senda hljóð niður í magnaranum en það gerist ekkert meira
Ég sá í manual magnarans þetta hér:
Her virðist bara talað um að senda hljóð úr sjónvarpinu niður í magnarann, nema ég sé að misskilja.
Getur verið að magnarinn bjóði bara uppá að fá sent til sín hljóð úr sjónvarpi, það er að segja að ég þarf að tengja Hdmi úr skjákorti í sjónvarp, og svo úr ARC á sjónvarpi í ARC á magnara til að fá Hdmi hljóð?
"I think the phrase rhymes with Clucking Bell!"
-
- Vaktari
- Póstar: 2730
- Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
- Reputation: 159
- Staða: Ótengdur
Re: Ná 5.1 hljóði úr PC yfir í AVR plús að fá mynd á TV
Nei, ARC er bara nýleg viðbót við HDMI staðalinn sem leyfir hljóðstraumum að fara báðar leiðir yfir kapalinn. Það meikar ekki sens að búa til Monitor Out port sem outputtar ekki neinu.
Ég er t.d. með Nvidia Shield og afruglara tengda beint í magnarann minn. Úr magnaranum fer svo snúra úr hdmi out porti í hdmi port á sjónvarpinu. Bæði þessi port eru með stuðning við ARC. Þá get ég t.d. notað Netflix appið í sjónvarpinu og still magnarann á "TV" og þá sendir tv-ið hljóðið í magnarann, ef þú fattar hvað ég meina.
Ef tækin væru ekki með arc stuðning þá hefði ég þurft að nota optical tengið t.d.
Gætirðu tekið myndir af því hvernig þetta er tengt? Ertu með eitthvað annað tæli t.d. afruglara eða fartölvu með hdmi til að prófa? Gætir þá sett það í eitthvað af hdmi 2-4 portunum.
Skil ekki alveg þennan part, ertu með skjákortið tengt í sjónvarpið og svo snúru úr sjónvarpinu í magnarann?
Ég er t.d. með Nvidia Shield og afruglara tengda beint í magnarann minn. Úr magnaranum fer svo snúra úr hdmi out porti í hdmi port á sjónvarpinu. Bæði þessi port eru með stuðning við ARC. Þá get ég t.d. notað Netflix appið í sjónvarpinu og still magnarann á "TV" og þá sendir tv-ið hljóðið í magnarann, ef þú fattar hvað ég meina.
Ef tækin væru ekki með arc stuðning þá hefði ég þurft að nota optical tengið t.d.
Gætirðu tekið myndir af því hvernig þetta er tengt? Ertu með eitthvað annað tæli t.d. afruglara eða fartölvu með hdmi til að prófa? Gætir þá sett það í eitthvað af hdmi 2-4 portunum.
Ég beintengdi skjákortið í sjónvarpið og passaði að senda bara 1080p signal Í 8-bit, því það er ekki víst að magnarinn höndli 4k,það breytti ekki neinu
Skil ekki alveg þennan part, ertu með skjákortið tengt í sjónvarpið og svo snúru úr sjónvarpinu í magnarann?
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 274
- Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
- Reputation: 70
- Staða: Ótengdur
Re: Ná 5.1 hljóði úr PC yfir í AVR plús að fá mynd á TV
oskar9 skrifaði:Getur verið að magnarinn bjóði bara uppá að fá sent til sín hljóð úr sjónvarpi, það er að segja að ég þarf að tengja Hdmi úr skjákorti í sjónvarp, og svo úr ARC á sjónvarpi í ARC á magnara til að fá Hdmi hljóð?
Smá útskýring á hvað ARC er; Venjulega þegar maður tengir saman tvö tæki með HDMI þá er eitt „source“ sem býr til hljóð/mynd og eitt „sink“ sem tekur við hljóð mynd. Með ARC er hægt að skipta þessu í tvær áttir—sourceið sendir ennþá mynd en sinkið getur þá sent hljóð til baka. Hérna er smá skýringarmynd:
(ARC rásin er merkt með rauðu)
ARC er sem sagt einmitt til að breyta uppsetningunni á heimabíókerfi. Án ARC tengir maður öll tæki beint í magnarann sem eiga að outputa í magnarann. Magnarinn tekur við hljóðmerkinu og sendir myndmerkið áfram:
Ef maður notar hinsvegar ARC þá tengir maður öll tæki beint í sjónvarpið og ARC fídusinn sér um að taka hljóðmerkið og senda áfram í magnarann:
(ARC rásin er merkt með rauðu)
Ef maður er að tala um eitthvað annað en að senda hljóðmerki „öfuga átt“ gegnum HDMI kapall (þ.e. frá sink til source) þá er ekki um ARC að ræða.
Alveg óháð þessarri útskýringu á hvað ARC er þá ættirðu líklega að vera að tengja PC vélina beint við magnarann. Það er oftast auðveldara að tengja tæki beint í magnarann og leyfa honum að sjá um að koma merkinu áfram í sjónvarpið en að sjá til þess að ARC virki.
-
Höfundur - vélbúnaðarpervert
- Póstar: 943
- Skráði sig: Sun 08. Mar 2009 16:52
- Reputation: 16
- Staða: Ótengdur
Re: Ná 5.1 hljóði úr PC yfir í AVR plús að fá mynd á TV
Já þetta er orðið alveg mjög skýrt, og takk kærlega fyrir þessar skýringarmyndir þær eru mjög góðar.
Nú er ég kominn á þann stað að það stendur HDMI 1 1080P á magnaranum, en fæ enga mynd, ég er búinn að reyna öll möguleg combo af Hdmi tengjum en það kemur bara ekki mynd á skjáinn.
Ég þakka kærlega fyrir aðstoðina en ætli ég láti ekki optical nægja mér :/
Nú er ég kominn á þann stað að það stendur HDMI 1 1080P á magnaranum, en fæ enga mynd, ég er búinn að reyna öll möguleg combo af Hdmi tengjum en það kemur bara ekki mynd á skjáinn.
Ég þakka kærlega fyrir aðstoðina en ætli ég láti ekki optical nægja mér :/
"I think the phrase rhymes with Clucking Bell!"
-
- Besserwisser
- Póstar: 3120
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Ná 5.1 hljóði úr PC yfir í AVR plús að fá mynd á TV
Ertu með eitthvað annað en tölvu til að tengja við magnarann með HDMI? Apple TV? Afruglara? Bara til að checka hvort HDMI out portið á magnaranum sé örugglega í lagi.
Re: Ná 5.1 hljóði úr PC yfir í AVR plús að fá mynd á TV
Hvað gerist ef þú lætur magnarann vera bara eina primary skjáinn fyrir tölvunna ? færðu ekki mynd?
Ég er með stillt tölvuna þannig að magnarinn fær einn skjámyndinna og ég fæ Atmos og X með Kodi audio passtrough
Ég er með stillt tölvuna þannig að magnarinn fær einn skjámyndinna og ég fæ Atmos og X með Kodi audio passtrough
Re: Ná 5.1 hljóði úr PC yfir í AVR plús að fá mynd á TV
Afhverju ertu að eltast við arc? Prófaðu bara að tengja allt í magnarann og það eina sem tengist í sjónvarpið er Hdmi out á magnaranum. Slökktu svo á hljóðinu í sjónvarpinu og stilltu magnarann svo að hann sé það eina sem ouputti hljóði. Svo þarftu að passa að tölvan sé stillt til að senda bæði hljóð og mynd yfir hdmi. Á ekki að vera flóknara en þetta.
Ryzen 2600x - 24GB 2400MHz DDR4 - Phoenix GTX 1080 GLH 8GB - Gigabyte B450M DS3H
-
Höfundur - vélbúnaðarpervert
- Póstar: 943
- Skráði sig: Sun 08. Mar 2009 16:52
- Reputation: 16
- Staða: Ótengdur
Re: Ná 5.1 hljóði úr PC yfir í AVR plús að fá mynd á TV
Update!!! Ég tengdi macbook tölvu kærustu minnar við magnarann I gegnum lighting - Hdmi breytistykki, og viti menn það kemur mynd á sjónvarpið!!!
En svo færi ég Hdmi snúruna aftan í skjákortið mitt of þá kemur "no signal" á sjónvarpið
En nú stendur þetta hinsvegar á magnaranum :
Og þetta líka, til skiptis:
Magnarinn virkar þá pottþétt, og líklega er sökin sú að skjákortið mitt er að senda eitthvað video sem magnarinn skilur ekki, allavega fæ Ég mynd þegar ég nota makkann
En svo færi ég Hdmi snúruna aftan í skjákortið mitt of þá kemur "no signal" á sjónvarpið
En nú stendur þetta hinsvegar á magnaranum :
Og þetta líka, til skiptis:
Magnarinn virkar þá pottþétt, og líklega er sökin sú að skjákortið mitt er að senda eitthvað video sem magnarinn skilur ekki, allavega fæ Ég mynd þegar ég nota makkann
"I think the phrase rhymes with Clucking Bell!"
-
Höfundur - vélbúnaðarpervert
- Póstar: 943
- Skráði sig: Sun 08. Mar 2009 16:52
- Reputation: 16
- Staða: Ótengdur
Re: Ná 5.1 hljóði úr PC yfir í AVR plús að fá mynd á TV
eitt annað, ef ég fæ þetta alls ekki til að virka, get ég þá ekki sent mynd beint í sjónvarpið og sent svo hljóð í gegnum display port tengið niður í magnara, mér skilst að Display port eigi að styðja lossless surround eins og HDMI
"I think the phrase rhymes with Clucking Bell!"
-
Höfundur - vélbúnaðarpervert
- Póstar: 943
- Skráði sig: Sun 08. Mar 2009 16:52
- Reputation: 16
- Staða: Ótengdur
Re: Ná 5.1 hljóði úr PC yfir í AVR plús að fá mynd á TV
Ok nú er ég alveg að missa vitið, ég sótti gamla 27" 1080p tölvuskjáinn minn í geymsluna, prófa nota hann sem skjá í staðin fyrir sjónvarpið, um leið og ég tengdi hann kom mynd á skjáinn og 5.1 PCM hljóð... Af hverju í fjandanum kemur enginn mynd á sjónvarpið þá?
Getur verið að sjónvarpið sé native 4K sem magnarinn styður ekki
Getur verið að sjónvarpið sé native 4K sem magnarinn styður ekki
"I think the phrase rhymes with Clucking Bell!"
-
- Vaktari
- Póstar: 2105
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
- Reputation: 175
- Staðsetning: Heima
- Staða: Ótengdur
Re: Ná 5.1 hljóði úr PC yfir í AVR plús að fá mynd á TV
Bara smá pæling/ar.
Kemur mynd á sjónvarpið ef skjákortið er stillt á að senda því mynd í 1920x1080 á 60hz?
en 50hz?
en 30hz?
en 24hz?
Er skjákortið pottþétt valið sem hljóðtækið (sound output device)? og volume sleðarnir allir uppi osfv?
Ég vona, nota bene, að þú sért ekki að mixa hdmi og coax/toslink saman, þar sem coax/toslink styðja bara í mesta lagi AC-3 á 6 rásum, en annars PCM í stereo.
Kemur mynd á sjónvarpið ef skjákortið er stillt á að senda því mynd í 1920x1080 á 60hz?
en 50hz?
en 30hz?
en 24hz?
Er skjákortið pottþétt valið sem hljóðtækið (sound output device)? og volume sleðarnir allir uppi osfv?
Ég vona, nota bene, að þú sért ekki að mixa hdmi og coax/toslink saman, þar sem coax/toslink styðja bara í mesta lagi AC-3 á 6 rásum, en annars PCM í stereo.
i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 357
- Skráði sig: Fös 19. Júl 2013 20:55
- Reputation: 71
- Staðsetning: Reykjanesbæ
- Staða: Ótengdur
Re: Ná 5.1 hljóði úr PC yfir í AVR plús að fá mynd á TV
Diddmaster skrifaði:ég leisti þetta með því að fá mér sound blaster x-fi surround 5.1 pro usb og nota dolby digital life til að fá 5,1 alltaf https://us.creative.com/p/sound-blaster/sound-blaster-x-fi-surround-5-1-pro
er með hdmi úr skjákorti í magnara úr magnara í tv og hljô úr sb í magnara og stillt í magnara að nota það hljòð teingt með svona ljôsleiðara capli úr sb í magn allt hljòð úr tölvu kemur sem dolby digital sem er 5,1
þegar ég notaði hdmi hljòð kom bara 5,1 ef hljòð skráinn,dts og allt það, var 5,1 en ekki neit annað hljôð eiddi mörgum klukkutímum að ransaka þetta á google og dolby digital live er òdírasta lausninn til að fá alltaf 5,1 í gegnum svona ljòs kapall (man ekki rétta nafnið)
kynti mér þetta betur og toslink (ljôsleiðara kapall) og dolby digital life styðja ekki meira en 5,1 til að fá 7,1 eða atmos virkar bara hdmi
Asus Z390-A Prime i7 9700k CPU Thermaltake 3.0 Extreme Corsair 16GB (2x8) 3000MHz CL15 500 GB Samsung 970 EVO Plus m.2 palit 2080 super seasonic 760w 80+ platinum