Volvo hleðslutæki

Allar tengt bílum og hjólum

Höfundur
himminn
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 390
Skráði sig: Mið 27. Maí 2009 14:20
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Volvo hleðslutæki

Pósturaf himminn » Mán 11. Feb 2019 12:27

Sælir vaktarar.

Nú er ég að velta fyrir mér þessum hleðslutækjum frá Volvo fyrir hybrid bílana.
Ég fékk með bílnum kapal með veggkló, spennubreyti og svo út í bílinn, en hann er bara um 3 metrar og drífur hvorki lönd né strönd. Ég ræddi við Brimborg og þeir bönnuðu mér alfarið að nota framlengingarsnúru en vildu selja mér lengri snúru á 80.000 kr. Ástæðuna segja þeir einhvern hitanema í klónni sem slekkur á hleðslunni ef innstungan fer að ofhitna. Það eru ásættanleg rök, en verðið er verra.
Þess vegna er ég að spá hvort það sé í lagi að fremlengja snúruna hinu megin. Þá myndi ég frekar versla kapall eins og þennan, og ætti hann þá líka ef ég myndi vilja nýta mér hleðslustöðlvar eins og í Kringlunni eða á öðrum stöðum þar sem er staur en ekki snúra.
Eru einhverjir hér sem þekkja þetta eða hafa skoðun á málinu?

Mbk, HImminn.



Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Volvo hleðslutæki

Pósturaf Halli25 » Mán 11. Feb 2019 13:42

Með þessu kapli frá Ísorku þarftu hleðslustöð með Type 2 tengi, ekkert vitlaust að eiga svona kapal svo þú getir smellt í samband við stöðvarnar við Ikea og kringlunni. Ef þú ætlar ekki að setja upp hleðslustöð heima hjá þér þá væri þessi málið fyrir þig:
https://hlada.is/vara/zen-t2/
Færð svo Type 2 í type 2 kapla mun ódýrari hjá Hlaða og Ikea en hjá Ísorku en þú vilt kannski fancy gormaðan :)


Starfsmaður @ IOD

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Volvo hleðslutæki

Pósturaf jonsig » Mán 11. Feb 2019 21:27

Væri ekkert verra að senda inn myndir, en þú átt að geta framlengt fyrir framan spenninn þ.e. 230V megin.

Svo finnst mér fyndið að fólk sem selur þessi tæki veit ekki jack, um rafmagn er að ráðleggja fólki hvað má og hvað ekki. Þetta er ótrúlegt rugl.




bigggan
spjallið.is
Póstar: 457
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Volvo hleðslutæki

Pósturaf bigggan » Mán 11. Feb 2019 22:07

ALLS ekki nota framlenging fyrir rafmagnbila, þessi snúrur eru ekki gerð fyrir svona álag á kerfinu sinu, það eru til mörg dæmi að svona uppsetning hefur brunnið niður hús.

lágmark uppsetning með húsainstungu er Type B lekavörn, hámark 10A öryggi og á sér grein aðeins fyrir svona notkun, ef þú vilt nota venjulegt húsatengi, hægt að auka i 16A ef þú setur upp i hleðslustöð.



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Volvo hleðslutæki

Pósturaf DJOli » Mán 11. Feb 2019 23:50

Ég myndi kaupa það sem vantar, og setja upp litla töflu með þrem fösum, og útbúa þennan hleðslukapal sjálfur.
Klærnar heita Type 2, og eru víst "reitaðar" fyrir allt að 300A, og 480V.
Var að googla Type 2 klær og fann þetta pdf skjal hjá Reykjafelli.
Ég myndi prófa að heyra í þeim með klær og tengla, og sjá hvort þeir komi með hagstæð verð.
Svo gætirðu talað við einhvern rafvirkja og séð hvort hann geti hent þessu saman fyrir þig.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|


Höfundur
himminn
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 390
Skráði sig: Mið 27. Maí 2009 14:20
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Volvo hleðslutæki

Pósturaf himminn » Þri 12. Feb 2019 00:34

Þakka góð og áhugaverð svör.

Ákvað samt áðan að sætta mig við verðlagningu Brimborgar og fór og keypti kapalinn frá þeim. Fékk að bíða í korter á meðan þeir áttuðu sig á því að kapallinn væri í raun ekki til. :thumbsd

Ætla að láta díselið duga þar til einhver töfralausn birtist, hann hefur gengið ágætlega á því hingað til.



Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Reputation: 45
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: Volvo hleðslutæki

Pósturaf Squinchy » Þri 12. Feb 2019 01:17

Hvað er langt frá tengil og að bílnum?


Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Ti Gaming X 11GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS

Skjámynd

MeanGreen
Fiktari
Póstar: 68
Skráði sig: Sun 05. Okt 2008 17:46
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Volvo hleðslutæki

Pósturaf MeanGreen » Þri 12. Feb 2019 13:08

Er þetta ekki svona Volvo Mennekes ferðahleðslutæki?
Mynd

Foreldrarnir keyptu Volvo hybrid fyrir c.a. 2 árum með svona hleðslutæki og lentu í því sama og þú.

Þú getur stillt tækið frá 13A niður í 6A amk. Hann er þá lengur að hlaða en þú getur notað framlengingarsnúru. Tekur c.a. 6 tíma að fullhlaða á 8A. Passaðu bara að vera með nógu þykka (góða) framlengingarsnúru sem þolir líka að vera úti. Þá er ég að tala um framlengingarsnúru frá vegg að hleðslutæki, ekki frá hleðslutæki til bílsins.

Just my $0.02, ég er ekki rafvirki.




Höfundur
himminn
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 390
Skráði sig: Mið 27. Maí 2009 14:20
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Volvo hleðslutæki

Pósturaf himminn » Þri 12. Feb 2019 14:36

MeanGreen skrifaði:Er þetta ekki svona Volvo Mennekes ferðahleðslutæki?
Mynd

Foreldrarnir keyptu Volvo hybrid fyrir c.a. 2 árum með svona hleðslutæki og lentu í því sama og þú.

Þú getur stillt tækið frá 13A niður í 6A amk. Hann er þá lengur að hlaða en þú getur notað framlengingarsnúru. Tekur c.a. 6 tíma að fullhlaða á 8A. Passaðu bara að vera með nógu þykka (góða) framlengingarsnúru sem þolir líka að vera úti. Þá er ég að tala um framlengingarsnúru frá vegg að hleðslutæki, ekki frá hleðslutæki til bílsins.

Just my $0.02, ég er ekki rafvirki.


Þetta er akkurat græjan.
Þú villt meina að húsið brenni ekki ef ég sætti mig við 6 eða 8 amper? Hvernig framlengingarsnúru mæla menn þá með? Kíkti í Húsasmiðjuna um daginn og kallinum þar leist svo illa á að framlengja þetta að hann eiginlega ýtti mér bara út.




slapi
Gúrú
Póstar: 575
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Volvo hleðslutæki

Pósturaf slapi » Þri 12. Feb 2019 15:41

jonsig skrifaði:Væri ekkert verra að senda inn myndir, en þú átt að geta framlengt fyrir framan spenninn þ.e. 230V megin.

Svo finnst mér fyndið að fólk sem selur þessi tæki veit ekki jack, um rafmagn er að ráðleggja fólki hvað má og hvað ekki. Þetta er ótrúlegt rugl.


Það er 230v beggja megin þannig að hvoru megin ertu að tala um?
Ótrúlegt að fólk megi kommenta á rafmagn án þess að vita nokkuð.
Þetta er ótrúlegt rugl




slapi
Gúrú
Póstar: 575
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Volvo hleðslutæki

Pósturaf slapi » Þri 12. Feb 2019 15:53

himminn skrifaði:
MeanGreen skrifaði:Er þetta ekki svona Volvo Mennekes ferðahleðslutæki?
Mynd

Foreldrarnir keyptu Volvo hybrid fyrir c.a. 2 árum með svona hleðslutæki og lentu í því sama og þú.

Þú getur stillt tækið frá 13A niður í 6A amk. Hann er þá lengur að hlaða en þú getur notað framlengingarsnúru. Tekur c.a. 6 tíma að fullhlaða á 8A. Passaðu bara að vera með nógu þykka (góða) framlengingarsnúru sem þolir líka að vera úti. Þá er ég að tala um framlengingarsnúru frá vegg að hleðslutæki, ekki frá hleðslutæki til bílsins.

Just my $0.02, ég er ekki rafvirki.


Þetta er akkurat græjan.
Þú villt meina að húsið brenni ekki ef ég sætti mig við 6 eða 8 amper? Hvernig framlengingarsnúru mæla menn þá með? Kíkti í Húsasmiðjuna um daginn og kallinum þar leist svo illa á að framlengja þetta að hann eiginlega ýtti mér bara út.


Annars hefur þetta verið svo í Evrópu almennt að bílaframleiðendur eru að hætta að láta hleðslukapal með venjulegu schuko tengli fylgja með bílunum. Helst vegna þess að fólk er ekki alveg að pæla í að þú ert með 2.4-3.2kw álag lögninni kannski í 4-6 jafnvel 8 tíma. Margir tenglar eru kannski orðnir gamlir og lagnir jafnvel ekki í standi til að þola þetta.
Ég ráðlegg fólki alltaf að setja upp hleðslustöð heima hjá sér , ef það ætlar hinsvegar að nota venjulegt tengi að fá rafvirkja til að taka út lagnir og tengla og stilla þannig að bíllinn hlaði líka bara á 8-10 A max.
Þú getur framlengt með framlengingarsnúru en mundu bara að ekki hafa upprúllað kefli og nota alvöru gæða framlengingarsnúrur.



Skjámynd

MeanGreen
Fiktari
Póstar: 68
Skráði sig: Sun 05. Okt 2008 17:46
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Volvo hleðslutæki

Pósturaf MeanGreen » Þri 12. Feb 2019 16:39

himminn skrifaði:Þú villt meina að húsið brenni ekki ef ég sætti mig við 6 eða 8 amper? Hvernig framlengingarsnúru mæla menn þá með? Kíkti í Húsasmiðjuna um daginn og kallinum þar leist svo illa á að framlengja þetta að hann eiginlega ýtti mér bara út.


Nei, ég tek enga ábyrgð á því :) Ég veit bara að sumir gera þetta svona. Veit einnig um einn sem er með Nissan Leaf í hleðslu með framlengingarsnúru, veit ekkert hvaða amper hann notar þó.

slapi skrifaði:Ég ráðlegg fólki alltaf að setja upp hleðslustöð heima hjá sér , ef það ætlar hinsvegar að nota venjulegt tengi að fá rafvirkja til að taka út lagnir og tengla og stilla þannig að bíllinn hlaði líka bara á 8-10 A max.
Þú getur framlengt með framlengingarsnúru en mundu bara að ekki hafa upprúllað kefli og nota alvöru gæða framlengingarsnúrur.

Ég held að slapi eða einhver annar geti svarað þessu best. Ég man ekki hvernig framlengingarsnúru foreldrarnir eru að nota, get reynt að finna það út við tækifæri ef þú vilt. Annars er það líklegast bara snúra sem þolir að vera úti með hátt max amper rating.

Einn plús við þetta hleðsluvesen þó, ef að bíllinn styður pre-conditioning, þá er hann fljótur að hitna/kólna bara tengdur með rafmagni. Passaðu bara að hann sé stilltur á indoor ef bíllinn er innandyra að nota pre-conditioning (þ.e. noti ekki dísel/bensín).



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Volvo hleðslutæki

Pósturaf jonsig » Þri 12. Feb 2019 18:55

slapi skrifaði:
jonsig skrifaði:Væri ekkert verra að senda inn myndir, en þú átt að geta framlengt fyrir framan spenninn þ.e. 230V megin.

Svo finnst mér fyndið að fólk sem selur þessi tæki veit ekki jack, um rafmagn er að ráðleggja fólki hvað má og hvað ekki. Þetta er ótrúlegt rugl.


Það er 230v beggja megin þannig að hvoru megin ertu að tala um?
Ótrúlegt að fólk megi kommenta á rafmagn án þess að vita nokkuð.
Þetta er ótrúlegt rugl


Það er signal bus+230V frá hleðsluboxinu að bíl. Bara að 230V schuco tengli. Svo er stórt V í volt, ég veit ekki hvaða mælieiningu þú nefnir.




Hallipalli
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Þri 12. Mar 2013 16:04
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Volvo hleðslutæki

Pósturaf Hallipalli » Þri 12. Feb 2019 20:21

Halli25 skrifaði:Með þessu kapli frá Ísorku þarftu hleðslustöð með Type 2 tengi, ekkert vitlaust að eiga svona kapal svo þú getir smellt í samband við stöðvarnar við Ikea og kringlunni. Ef þú ætlar ekki að setja upp hleðslustöð heima hjá þér þá væri þessi málið fyrir þig:
https://hlada.is/vara/zen-t2/
Færð svo Type 2 í type 2 kapla mun ódýrari hjá Hlaða og Ikea en hjá Ísorku en þú vilt kannski fancy gormaðan :)


Ísorka 1 og 3 fasa kaplar
https://isorka.is/verslun/hledslukaplar ... oguleikum/

Mannvirkjastofnun og rafmagnsbílar
http://www.mannvirkjastofnun.is/library ... lagnir.pdf

Fá sér heimahleðslustöð og hlaða almennilega



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Volvo hleðslutæki

Pósturaf jonsig » Þri 12. Feb 2019 22:07

Þegar ég kaupi rafmagnsbíl, þá hendi ég svona plöggi á tækið sem fylgir bílnum, og hef sér lekaliðavar af A eða C týpu. Og sleppi því að kaupa eitthvað gloryfied plastbox á vegg. síðan kapall (2.5q) að tenglinum. Og hleð á skynsamlegum hraða.


Mynd



Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Volvo hleðslutæki

Pósturaf Halli25 » Mið 13. Feb 2019 09:05

Hallipalli skrifaði:
Halli25 skrifaði:Með þessu kapli frá Ísorku þarftu hleðslustöð með Type 2 tengi, ekkert vitlaust að eiga svona kapal svo þú getir smellt í samband við stöðvarnar við Ikea og kringlunni. Ef þú ætlar ekki að setja upp hleðslustöð heima hjá þér þá væri þessi málið fyrir þig:
https://hlada.is/vara/zen-t2/
Færð svo Type 2 í type 2 kapla mun ódýrari hjá Hlaða og Ikea en hjá Ísorku en þú vilt kannski fancy gormaðan :)


Ísorka 1 og 3 fasa kaplar
https://isorka.is/verslun/hledslukaplar ... oguleikum/

Mannvirkjastofnun og rafmagnsbílar
http://www.mannvirkjastofnun.is/library ... lagnir.pdf

Fá sér heimahleðslustöð og hlaða almennilega

Sammála, þetta er framtíðin. Er sjálfur með þessa með 32A öryggi á bakvið heima hjá mér:
Mynd


Starfsmaður @ IOD