Ég er soldið lost með að hengja upp Enox sjónvarp, málið er að ég keypti veggfestingu með í tilboðinu. Ég veit samt ekki hvaða skrúfur á að nota í sjálft sjónvarpið :/ Kann einhver á þetta?
Vandamál með að hengja upp Enox 40” TV
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1798
- Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
- Reputation: 387
- Staðsetning: Við tölvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Vandamál með að hengja upp Enox 40” TV
Flötu skrúfurnar fara væntanlega í sjónvarpið og oddhvössu í vegginn.
Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1122
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
- Reputation: 1
- Staðsetning: RNB
- Staða: Ótengdur
Re: Vandamál með að hengja upp Enox 40” TV
ZiRiuS skrifaði:Flötu skrúfurnar fara væntanlega í sjónvarpið og oddhvössu í vegginn.
Jújú, en hvort þá silfurl. eða svörtu? Hvað með þessa svörtu plast tappa/hólka?
-
- Vaktari
- Póstar: 2409
- Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
- Reputation: 156
- Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
- Staða: Ótengdur
Re: Vandamál með að hengja upp Enox 40” TV
flötu skrúfurnar fara í sjónvarpið, plast tapparnir eru "spacerar" fyrir skrúfurnar. en svo þarftu að vita hvernig vegg þú ætlar að bora festinguna í. skrúfurnar sem þú ert með þarna eru fyrir trévegg eins og er mikið af á norðurlöndunum. á íslandi er það í flestum tilfellum múr eða gips.
CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1122
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
- Reputation: 1
- Staðsetning: RNB
- Staða: Ótengdur
Re: Vandamál með að hengja upp Enox 40” TV
Black skrifaði:flötu skrúfurnar fara í sjónvarpið, plast tapparnir eru "spacerar" fyrir skrúfurnar. en svo þarftu að vita hvernig vegg þú ætlar að bora festinguna í. skrúfurnar sem þú ert með þarna eru fyrir trévegg eins og er mikið af á norðurlöndunum. á íslandi er það í flestum tilfellum múr eða gips.
Hugsa að þetta sé spónaplötur, en allavega,- hvað notar maður þessa ,,spacera’’ í?
-
- FanBoy
- Póstar: 701
- Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
- Reputation: 122
- Staða: Ótengdur
Re: Vandamál með að hengja upp Enox 40” TV
Það koma oftast X mörg sett af skrúfum með veggfestingum mismunandi þvermál og eða lengd fer eftir gerð tækja. Þetta er oftast gert svona svo að þú getir uppfyllt að selja festinguna fyrir X margar tegundir af tækjum. Það er alveg pottþétt ekki sérframleidd veggfesting fyrir Enox.
Það hefur oft reynst mér vel að nota "spacera" að ofan en ekki að neðan til að fá smá halla á tækið ef að festingarnar sjálfar hafa ekki boðið upp á að halla fram á við.
Það hefur oft reynst mér vel að nota "spacera" að ofan en ekki að neðan til að fá smá halla á tækið ef að festingarnar sjálfar hafa ekki boðið upp á að halla fram á við.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 956
- Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
- Reputation: 130
- Staða: Ótengdur
Re: Vandamál með að hengja upp Enox 40” TV
Spacerarnir eru til þess að færa sjónvarpinu lengra frá veggnum. Það passar bara ein stærð af maskínuskrúfum, þessar silfruðu eru sennilega ef þú ætlar að nota spacerana og svörtu ef ekki. Annars ef þær lengdir henta ekki geturu farið í næstu byggingavöruverslun með eina skrúfuna og fengið skrúfur í sama skrúfgangi í hvaða lengd sem er.