Hauxon skrifaði:everdark skrifaði:...Vegtollar eru eins sanngjörn gjaldtaka og hægt er að ímynda sér, þar sem notendur þjónustunnar greiða fyrir hana. Þetta fyrirkomulag reyndist vel í Hvalfjarðargöngunum, þrátt fyrir gamaldags aðferðir við gjaldtöku. Við þurfum ekki að leita langt til að finna góða fyrirmynd í þessum efnum, enda eru norðmenn miklir snillingar í málefnum og framkvæmd vegtolla.
Það er nú ekkert sérlega sanngjarnt við Hvalfjarðargöng. Það mun aldrei nást sátt um að slíka mismunun eftir búsetu. Hver fjölskylda á Akranesi hefur greitt margar milljónir á þessum 20 árum í nefskatt til að borga þessi göng sem nú er búið að gefa ríkinu. Á meðan hefur fólk ekki borgað krónu fyrir afnot af stofnæðum borgarinnar eða á öðrum leiðum inn og út úr borginni. ...svo ekki sé minnst á rugl göng út á landi sem kostuðu 4 falt meira en Hvalfjarðargöng og ársumferð er á við eina viku í Hvalfirðinum.
Hins vegar fagnaði ég Hvalfjarðargöngum þegar þau komu og mun fagna Sundabraut (og borga glaður) verði hún gerð á meðan við erum á lífi.
Það er auðvitað ekki hlutverk hins opinbera að jafna aðstöðu borgara eftir búsetu - það er fullkomlega eðlilegt að þeir sem kjósa að búa langt frá höfuðborginni greiði meira fyrir samgöngur þangað enda vegalengdin meiri, svo ekki sé talað um þegar um dýrar framkvæmdir eins og Hvalfjarðargöng er að ræða. Þá er rangt að tala um gjaldið í göngin sem nefskatt, enda er þar um að ræða gjald fyrir veitta þjónustu. Þá búa ábúendur landsbyggðarinnar við mun hagstæðara fasteigna- og leiguverð en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu sem gerir búsetu þar álitlega óháð hærri samgöngukostnaði.
Ég er aftur á móti algjörlega sammála þér varðandi Vaðlaheiðargöng, enda var þar um fyrsta flokks kjördæmapot að ræða með ærnum tilkostnaði fyrir hinn almenna borgara.