Tengja annan router við netið


Höfundur
Harvest
Geek
Póstar: 819
Skráði sig: Lau 13. Maí 2006 01:25
Reputation: 1
Staðsetning: artæki
Staða: Ótengdur

Tengja annan router við netið

Pósturaf Harvest » Þri 25. Des 2018 10:32

Sælir

Ég er með router sem ég var að kaupa (talsvert öflugra þráðlaust net) en er í vandræðum með að tengja hann inná net hjá Nova og skipta hinum út.

Hef verið að nota hann sem repeater en ekki alveg nógu sáttur með það.

Hvernig hafið þið verið að stilla aðra routera inná heimanetin?


Uppljóstrari samfélagsins... Lög og regla almúgans... Rödd samtímans... VAKTIN.IS

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tengja annan router við netið

Pósturaf Viktor » Þri 25. Des 2018 12:02

Þú tengir hann við ljósleiðaraboxið, lætur Nova fá MAC addressuna aftan á honum og endurræsir boxið og router.

Ef þú vilt fá alvöru þráðlaust net með tveimur punktum sem er allt eitt risastórt þráðlaust net(eins og í fyrirtækjum og skólum) þá færðu þér tvo AP AC LITE og slekkur á WIFI í routernum þínum:

https://www.eurodk.com/en/products/unifi/unifi-ac-lite


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB