Grafískar reiknivélar?

Skjámynd

Höfundur
Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1261
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Grafískar reiknivélar?

Pósturaf Njall_L » Mið 19. Des 2018 15:05

Sælir vaktarar

Nú vantar mig grafíska reiknivél til að ljúka síðasta stærðfræðiáfanganum í framhaldsskóla og mun síðan nota þá reiknivél áfram í verk- og/eða tæknifræði í HR.

Þekkir einhver til og veit hvaða vélar eru sniðugar í þessu námi. Eru einhverjar af þessum vélum sem geta verið sjálfvirkar bannaðar?

Hef verið að horfa á þessar tvær neðangreindu en er opinn fyrir öðrum hugmyndum. Verð skiptir ekki endilega mestu máli, svo lengi sem ég fæ gott tæki sem hægt er að treysta á.
https://a4.is/product/casio-visindareiknivel-fx-9750gii
https://a4.is/product/texas-ti-nspire-reiknivel-cx-cas


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

Baldurmar
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Grafískar reiknivélar?

Pósturaf Baldurmar » Mið 19. Des 2018 15:10

Texas TI-nspire reiknivél CX CAS hún er geggggjuð, muna bara að læra á hana jafnt og þétt yfir annirnar(svona eins og nám yfirleitt) og hún verður besti vinur þinn í stærðfræði/eðlisfræði/tölfræði áföngum.
Var sjálfur að klára Hugbúnaðarverkfræði og þessi var lifesaver


Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - GTX 1070 8gb

Skjámynd

Höfundur
Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1261
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: Grafískar reiknivélar?

Pósturaf Njall_L » Mið 19. Des 2018 15:17

Baldurmar skrifaði:Texas TI-nspire reiknivél CX CAS hún er geggggjuð, muna bara að læra á hana jafnt og þétt yfir annirnar(svona eins og nám yfirleitt) og hún verður besti vinur þinn í stærðfræði/eðlisfræði/tölfræði áföngum.
Var sjálfur að klára Hugbúnaðarverkfræði og þessi var lifesaver

Var það í HR? Var ekkert vesen að nota CX CAS í lokaprófum?


Löglegt WinRAR leyfi


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Grafískar reiknivélar?

Pósturaf Tbot » Mið 19. Des 2018 15:41

Það hljóta að vera hérna inni nemar í verk-/tæknifræði við HÍ/HR sem geta sagt þér hvað er leyfilegt í dag.

Var með forvera Texas TI-nspire á sínum tíma (TI-89 og voyage 200) og þær voru góðar.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4194
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1338
Staða: Ótengdur

Re: Grafískar reiknivélar?

Pósturaf Klemmi » Mið 19. Des 2018 16:00

Fór í gegnum iðnaðarverkfræði í HÍ með svona Casio vél, saknaði þess aldrei að hafa ekki Texas :)

Getur auðveldlega leyst ótrúlegustu hluti, annars og þriðja stigs jöfnur, jöfnuhneppi og hvaðeina, ef maður bara gefur sér tíma til að læra á hana.

Texas er samt örugglega líka frábær.




addon
has spoken...
Póstar: 169
Skráði sig: Fim 27. Apr 2017 21:20
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Grafískar reiknivélar?

Pósturaf addon » Mið 19. Des 2018 16:43

var að klára tæknifræðina í HR núna... minnir að fyrsti stærðfræði áfanginn var reiknivélalaus en svo voru þær leyfðar í flestum áföngum eftir það... í þyngri áföngum var texasinn godsend... að geta snúið útur einhverri vangefinni jöfnu þrátt fyrir að vera frekar lélegur í algebru var mjög þægilegt (eflaust hægt að gera það í casio líka).
helsti kosturinn sem ég held að texasinn hafi er að skjárinn er nokkuð stór og það er auðveldara að sjá og setja jöfnuna upp eins og maður er að skrifa hana á blað. gæti trúað að það hjálpi séstaklega fólki með netta talnablindu.



Skjámynd

Baldurmar
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Grafískar reiknivélar?

Pósturaf Baldurmar » Mið 19. Des 2018 17:04

Njall_L skrifaði:
Baldurmar skrifaði:Texas TI-nspire reiknivél CX CAS hún er geggggjuð, muna bara að læra á hana jafnt og þétt yfir annirnar(svona eins og nám yfirleitt) og hún verður besti vinur þinn í stærðfræði/eðlisfræði/tölfræði áföngum.
Var sjálfur að klára Hugbúnaðarverkfræði og þessi var lifesaver

Var það í HR? Var ekkert vesen að nota CX CAS í lokaprófum?


Já í HR, þurfti bara alltaf að hafa tölvuna í "Test Mode" (þýðir að þú hefur ekki aðgang að gögnum sem þú settir sjálfur á vélina)
Möögulega í stærðfræði greiningu 1 mátti ég ekki hafa hana, annars í öllu öðru.


Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - GTX 1070 8gb

Skjámynd

Höfundur
Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1261
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: Grafískar reiknivélar?

Pósturaf Njall_L » Fim 20. Des 2018 14:07

Hljómar vel, mér sýnist að Texasinn verði fyrir valinu


Löglegt WinRAR leyfi


kjarnorkudori
Nörd
Póstar: 126
Skráði sig: Fim 09. Nóv 2006 22:14
Reputation: 14
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Grafískar reiknivélar?

Pósturaf kjarnorkudori » Fim 20. Des 2018 23:42

Ég á svona vél og mér finnst þetta Test Mode vera það óþægilegt að ég nota frekar casio 9750 í prófum. Lenti líka einu sinni í því að þurfa að þræta töluvert við kennara rétt fyrir próf þar sem hann hélt að hún væri of öflug þrátt fyrir þá stillingu.

Í stærðfræðigreiningu 1 máttum við ekki einu sinni vera með reiknivél í lokaprófinu (HR).

Algjör snilld samt í heimanámi eða til þess að öðlast betri skilning.



Skjámynd

Baldurmar
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Grafískar reiknivélar?

Pósturaf Baldurmar » Fös 21. Des 2018 10:01

kjarnorkudori skrifaði:Ég á svona vél og mér finnst þetta Test Mode vera það óþægilegt að ég nota frekar casio 9750 í prófum. Lenti líka einu sinni í því að þurfa að þræta töluvert við kennara rétt fyrir próf þar sem hann hélt að hún væri of öflug þrátt fyrir þá stillingu.

Í stærðfræðigreiningu 1 máttum við ekki einu sinni vera með reiknivél í lokaprófinu (HR).

Algjör snilld samt í heimanámi eða til þess að öðlast betri skilning.


Þú getur stillt test mode þegar þú setur það í gang. Þá velur þú hvað er tekið út, ég fékk alltaf grænt ljós að hafa kveikt á öllu.


Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - GTX 1070 8gb


agust15
Græningi
Póstar: 33
Skráði sig: Fös 09. Des 2016 02:02
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Grafískar reiknivélar?

Pósturaf agust15 » Fös 21. Des 2018 19:21

Er á fyrsta ári í HA og var í stærðfræði þar, var fyrst með casio FX-9750 GII en á miðri önn skipti ég yfir í texas og vá, þessi vél getur gert alllt sem þú getur ýmindað þér, en smá vesen að læra á hana en youtube hjalpar mikið og þetta hjálpaði mér rosalega í minni stærðfræði.

Mæli eindregið með texas, en taktu þér tíma til að læra á hana




Sporður
has spoken...
Póstar: 199
Skráði sig: Mán 22. Okt 2018 09:06
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Grafískar reiknivélar?

Pósturaf Sporður » Fös 21. Des 2018 19:50

Er Casio ennþá að bjóða FX2.0 Algebra?

Var alveg stórkostleg reiknivél (og er líklegast). Ég hef aldrei prufað TI reiknivél en eru þær ekki töluvert dýrari en Casio vélarnar?




sigxx
has spoken...
Póstar: 150
Skráði sig: Fim 06. Jún 2013 00:06
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Grafískar reiknivélar?

Pósturaf sigxx » Lau 22. Des 2018 21:33

Texas er yfirleitt betri en Cosio, ég er núna í mastersnámi í HR í viðskiptafræði og er með gamla voyage 200 og það tók mig ca 3 klst á YouTube og aðra 2 að lesa manual-inn til að læra almennilega á hana en eftir það hefur þetta komið mér í gegnum framhalds, grunn námið í háskóla og núna í framhalds náminu. Gríp oft í hana þó ég sé með Excel eða Wolfram opið í tölvunni.
Algjörlega snilldar græja




addon
has spoken...
Póstar: 169
Skráði sig: Fim 27. Apr 2017 21:20
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Grafískar reiknivélar?

Pósturaf addon » Lau 22. Des 2018 22:12

https://bland.is/til-solu/raftaeki/tolv ... x/3922157/
þessi er að selja texas á 15 þús...