Sælir Vaktarar
Ég fékk loksins í hendurnar Samsung Smartthings höbbinn og tvo skynjara. Þetta er allt keypt í gegnum Amazon.co.uk. Þannig er mál með vexti að ég næ sambandi við höbbinn og get skoðað hann í gegnum vefviðmótið hjá samsung. En ég næ ekki að tengja þessa tvo skynjara við höbbinn. Þetta eru svona skynjarar:
https://www.amazon.co.uk/gp/product/B07H9SCBG4/
og
https://www.amazon.co.uk/gp/product/B07H9KGJQK/
Og samkvæmt leiðbeiningum á þetta að vera ótrúlega einfalt. Samkvæmt bæklingi þá á ég að fara í Add device og velja sensor sem flokk í appinu en ég sé engan svoleiðis flokk í appinu. Bara eitthvað home appliances eins og ofna og ísskápa. Þessi devices hjá mér eru heldur ekki að poppa upp þegar þegar appið er að skanna fyrir nýjum devices.
Ég er búinn að sannreyna að höbbinn er að keyra á evrópsku tíðninni þar sem hardware version er "Hub v3 EU" samkvæmt vefviðmótinu fyrir höbbinn. Ég hef ekki náð að sannreyna hvort skynjararnir séu á evrópsku tíðninni. Allir bæklingar í þeim miðað við EU, CE og fleira svona evrópskt dót þannig að ég myndi halda að þetta séu evrópskir skynjarar.
Því spyr ég, er einhver snillingurinn þarna úti sem veit hvað gæti verið að plaga mig í þessu?
Kv. Elvar
Smartthings vesen
Re: Smartthings vesen
Ertu að nota nýja Smarthings appið eða Smarthings classic? ég hef séð á reddit að nýja appið sé almennt böggað en classic appið virkar fínt, ég nota það enn að minnsta kosti.
Að bæta við tæki er næstum plug n play. Setja tæki í pörunarham og láta appið leita og svo bingó!
Að bæta við tæki er næstum plug n play. Setja tæki í pörunarham og láta appið leita og svo bingó!
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 304
- Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
- Reputation: 61
- Staða: Ótengdur
Re: Smartthings vesen
Ég er að nota nýja Smartthings appið. Getur verið að Samsung accountinn minn þurfi að vera frá einhverju ákveðnu landi? Hann er núna stilltur á Ísland.
-
- Fiktari
- Póstar: 84
- Skráði sig: Þri 20. Okt 2009 22:59
- Reputation: 28
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Smartthings vesen
Ég þurfti að nota VPN og stilla mig á UK sem notanda. Svo setti ég upp nýja appið og þá sjást fleiri tæki sem er hægt að setja upp
- Viðhengi
-
- 0A3FB88C-425E-44BA-9EDD-BE59A340385B.jpeg (255.65 KiB) Skoðað 1635 sinnum
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 304
- Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
- Reputation: 61
- Staða: Ótengdur
Re: Smartthings vesen
Já ég bjó til US account og ætlaði svo að factory resetta gripinn til þess að tengja hann við US accountinn en það er bara ekkert að ganga upp. Og þar sem ég var búinn að eyða honum út á gamla accountinum þá er bara engin leið að ná aftur sambandi við hann.
Ef ég er með höbbinn á ethernet kapli þá logar hann bara grænn. Ef ég tek ethernet úr sambandi þá blikkar blátt led ljós.
Er farinn að hafa verulegar áhyggjur af því að ég sé búinn að eyðileggja þennan helvítis höbb.
Hafið þið eitthvað factory resettað svona 2018 höbb?
Ef ég er með höbbinn á ethernet kapli þá logar hann bara grænn. Ef ég tek ethernet úr sambandi þá blikkar blátt led ljós.
Er farinn að hafa verulegar áhyggjur af því að ég sé búinn að eyðileggja þennan helvítis höbb.
Hafið þið eitthvað factory resettað svona 2018 höbb?
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 304
- Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
- Reputation: 61
- Staða: Ótengdur
Re: Smartthings vesen
joker skrifaði:https://support.smartthings.com/hc/en-us/articles/204936890-How-do-I-factory-reset-the-Hub-delete-a-Location-
Já búinn að finna fullt af svona síðum. Þar sem ég er tölvunarfræðingur og vanur að geta fylgt leiðbeiningum út í eitt þá kom mér alltaf jafn mikið á óvart að það er bara minnst á taka græjuna úr sambandi í þessum leiðbeiningum. Hvergi er minnst á að setja hana í samband aftur . Var alltaf fastur í þessum leiðbeiningum, datt ekki í hug að hugsa aðeins út fyrir boxið
Fattaði þetta svo seint í gær en hafðist að lokum. Náði að factory resetta hana og er búinn að tengja hana við minn US ST account. Nú á eftir að koma í ljós hvort það verði eitthvað vesen að tengja EU skynjara við US account. Það kæmi mér ekki á óvart miðað við hvað þetta er region restrictað.
Kv. Elvar
Re: Smartthings vesen
Ég stofnaði UK account fyrir smartthings og hef ekki lent í stórum vandræðum við að para hluti við, aðallega þeir "noname" skynjarar sem ég hef verið að prófa sem er smá vesen að koma inn - en hefur gengið með alla að lokum.