h115i vs Noctua NHU-14S
h115i vs Noctua NHU-14S
Var að fá seinustu partana í hús fyrir nýja setupið mitt, var búinn að kaupa h115i, enn svo fylgdi NHU-14S frá Noctua með örgjafanum sem ég fékk, hefur fólk einhverja reynslu af bæði, veit ekki hvort ég ætti að nota. Þetta mun fara á 8700k, mun yfirklukka smá, ekkert svakalegt, og er að hugsa um bestu kælinguna + hljóðlátt. Hvort mynduð þið nota?
Re: h115i vs Noctua NHU-14S
Noctua, ekki spurning. Hún lúkkar kannski ekki eins og H115i en er miklu, miklu hljóðlátari ef þú ert að nota stock vifturnar á H115i
Löglegt WinRAR leyfi
Re: h115i vs Noctua NHU-14S
Er alveg svakalegur munur á hávaða?, tölurnar sem ég hef séð með hitastig nefnilega eru svipaðar.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: h115i vs Noctua NHU-14S
Þessar AIO´s eru bara plebba fílingur. Bara læti og áhyggjur. Noctua stendur sig hrikalega vel og er áreiðanleg.
Þetta endaði í 360mm+240mm radiator hjá mér.. betur átt að sleppa að prufa aio
Þetta endaði í 360mm+240mm radiator hjá mér.. betur átt að sleppa að prufa aio
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1198
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
- Reputation: 255
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: h115i vs Noctua NHU-14S
Af þeim H100, H100i, H110 Corsair kælingum sem ég hef átt þá hafa þær allar bliknað í samanburði við Noctua NH-D15 bæði varðandi kæligetu og líka hávaða, þeas. Noctua kældi betur OG var töluvert hljóðlátari. Aftur á móti ef þú ert kassapervert og vilt glápa inn í kassann öllum stundum þá er Noctua ekkert sérlega fallegt kassastáss og hún lokar útsýninu á flest annað, en þetta er auðvitað fáránleg ástæða til að velja ekki Noctua. Corsair til varnar, þá hef ég bara notað þær með þeim viftum sem fylgdu, en mögulega verða þær hljóðlátari ef ég skipti þeim út fyrir Noctua, sem stendur til að gera einhverntíman þegar ég nenni.
-
- FanBoy
- Póstar: 778
- Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
- Reputation: 45
- Staðsetning: Grafarholt
- Staða: Ótengdur
Re: h115i vs Noctua NHU-14S
Noctua allan daginn, fór frá H80i og noctua pakkaði þessu alveg saman bæði í hávaða og kæligetu
Svo endar alltaf með því að þessar AIO dælur fram kalli Pump noise, sem verður mjög fljótt þreitt
Svo endar alltaf með því að þessar AIO dælur fram kalli Pump noise, sem verður mjög fljótt þreitt
Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Ti Gaming X 11GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a
Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS
Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS
-
- Kóngur
- Póstar: 6404
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 472
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: h115i vs Noctua NHU-14S
var með noctua nh-d14 og fór í H100i og sá mjög eftir því. svo dó pumpan viku eftir að ábyrgð féll úr gildi og ég nennti ekki að senda til corsair og fékk mér aðra noctua nh-d14 og ég mun ekkert skipta aftur á næstunni!
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
-
- /dev/null
- Póstar: 1476
- Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
- Reputation: 304
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: h115i vs Noctua NHU-14S
Er búinn að vera með noctua nh-d14 í nokkur ár, virkar flott. Eina sem hefur þurft að gera er að ryksuga unit öðru hverju.
Hef aldrei farið í vatnskælinguna.
Hef aldrei farið í vatnskælinguna.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: h115i vs Noctua NHU-14S
Sama hér, mikið Noctua blæti í gangi.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB