Hægt net á kvöldin (Ljósleiðari NOVA / Grafarvogur)

Skjámynd

Höfundur
kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Hægt net á kvöldin (Ljósleiðari NOVA / Grafarvogur)

Pósturaf kiddi » Mán 22. Okt 2018 21:15

Ég er búinn að vera með ljósleiðara í mörg mörg ár og nú síðasta árið hjá NOVA og verið mjög sáttur, 1Gbit hraði alltaf og frábær uppitími.

Nema nú í síðustu viku byrja ég að lenda í því að hraðinn fer úr 1Gbit niður í 10Mbit, á hverju einasta kvöldi, og þar sem ég vinn mikið á kvöldin þarf ég á hraðanum að halda og 10Mbit er bara alls ekki málið. Ég er í Grafarvogi, er einhver sem kannast við þetta? Þjónustudeild NOVA hefur verið mjög liðleg nema þeir sjá engin vandamál sín megin svo ég spyr hvort þetta gæti verið Gagnaveita Reykjavíkur?

Og já, ég er búinn að prófa margar tölvur á heimilinu, bæði þráðlaust og með snúru, og búinn að endurræsa ljósleiðarabox og router hægri vinstri. Router sýnir nánast núll álag.

Ég er nánast 100% sannfærður um að það sé verið að cappa mig, því speedtest.net byrjar með sprengingu en dettur alltaf strax niður í næstum nákvæmlega 12Mbps hvorki meira né minna. NOVA fullyrðir að það sé ekkert cap í gangi hjá þeim gagnvart mér.



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 754
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 179
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Hægt net á kvöldin (Ljósleiðari NOVA / Grafarvogur)

Pósturaf russi » Mán 22. Okt 2018 22:21

Það er verið að cappa þig, ertu kannski með endalaust gagnamagn en ert kominn yfir 4TB, getur séð það á slóðinni ljos.nova.is.

Nova beitti(tel því líklegt að þeir geri það enn) að kl 18:00 þá var skrúfað fyrir hraðann, þeas þér hent í 10Mbit og svo kl 9:00 er skrúfað frá.
Sem er auðvitað fáranlegt í ljósi þess þetta er einmitt sá tími sem þjónustuverið er lokað, plús það að þau vita ekki af þessu.

Félagi minn lendi í þessu og ég lendi í þessu líka, en það sem gerðist hjá mér að staðinn fyrir að fara í 10Mbit þá lokaðist tenging, sem átti ekki að gerast.

Ég sem kom frá Símafélaginu hafði þá samband við þá beint og þeir sáu að þetta væri að gerast, þeim fannst þetta auðvitað asnalegt og töluðu um að það væri verið að skoða hvað ætti að gera í framhaldi og hvort það ætti bara að taka þetta af. Það var í mai í ár og greinilegt að ekki hefur þetta breyst, kannski af því það er engin að nudda í þeim núna, ég nuddaði þá duglega. Fékk samt eins og áður sagði í raun aldrei rétt svör í gegnum Nova-fólkið þó þau voru geðvekt næs og til í að hjálpa mér, skýru svörin fékk með að hringja í gamla Símafélagið sem var runnið inní Nova undir merkjum fyrirtækjaþjónusta Nova.




raggos
has spoken...
Póstar: 152
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 09:03
Reputation: 35
Staða: Ótengdur

Re: Hægt net á kvöldin (Ljósleiðari NOVA / Grafarvogur)

Pósturaf raggos » Þri 23. Okt 2018 13:45

Ég var stöðugt að lenda í þessu hjá Vodafone í gegnum gagnaveituna. Skipti yfir til Hringdu og hef haldið mjög góðum hraða án nokkurra vandræða síðan. Gerðist alltaf um kl 22 hjá Vodafone af einhverjum ástæðum.
Grunar að gagnaveitan sé alveg saklaus í þessu samhengi hjá þér



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hægt net á kvöldin (Ljósleiðari NOVA / Grafarvogur)

Pósturaf Viktor » Þri 23. Okt 2018 14:08

Áhugavert!

Gætir sent þetta á PFS


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Televisionary
FanBoy
Póstar: 701
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 122
Staða: Ótengdur

Re: Hægt net á kvöldin (Ljósleiðari NOVA / Grafarvogur)

Pósturaf Televisionary » Þri 23. Okt 2018 21:20

Undanfarið er ég að upplifa eins og hraðinn sé í slakara lagi hérna er hjá Vodafone með 1 Gig tengingu en þetta er ekki það dapurt að það stoppi mig í að vinna er hjá Vodafone.




orionice
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Fös 08. Nóv 2013 22:27
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Hægt net á kvöldin (Ljósleiðari NOVA / Grafarvogur)

Pósturaf orionice » Mið 24. Okt 2018 08:43

Góðan dag

Valur heiti ég og er hjá Gagnaveitu Reykjavíkur

Það er alveg ljóst að það er ekki Cap hjá okkur, það væri áhugavert fyrir okkur að skoða þessa tengingu og koma
þá viðeigandi athugasemd á Nova ef þarf.

Gætir þú sent mér kennitöluna þína á valurhs@gagnaveita.is ?



Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 570
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Hægt net á kvöldin (Ljósleiðari NOVA / Grafarvogur)

Pósturaf roadwarrior » Mið 24. Okt 2018 09:22

Það er í skilmálum Nova að ef niðurhal þykir óhóflegt þá áskilja þeir sér rétt til að takmarka notkun.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hægt net á kvöldin (Ljósleiðari NOVA / Grafarvogur)

Pósturaf Viktor » Mið 24. Okt 2018 09:39

roadwarrior skrifaði:Það er í skilmálum Nova að ef niðurhal þykir óhóflegt þá áskilja þeir sér rétt til að takmarka notkun.


Ef það er auglýst "Ótakmarkað" þá segir sig sjálft að það er ekki hægt að beita svona skilmálum sem eru í engu samræmi við það sem er auglýst.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2117
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hægt net á kvöldin (Ljósleiðari NOVA / Grafarvogur)

Pósturaf GuðjónR » Mið 24. Okt 2018 09:42

roadwarrior skrifaði:Það er í skilmálum Nova að ef niðurhal þykir óhóflegt þá áskilja þeir sér rétt til að takmarka notkun.

Hver er skilgreiningin á "óhóflegu" ?



Skjámynd

Höfundur
kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hægt net á kvöldin (Ljósleiðari NOVA / Grafarvogur)

Pósturaf kiddi » Mið 24. Okt 2018 10:07

Takk fyrir svörin félagar :) Ég sendi þessa umræðu í gærmorgun á þjónustufulltrúann minn hjá NOVA sem kom af fjöllum en sagðist ætla að tala við tæknimennina sína og hafa svo samband. Um kvöldið var netið frábært og greinilegt að einhverju hafði verið kippt í liðinn. Ég fékk svo í gærkvöldi prívat skilaboð frá starfsmanni innanbúða hjá NOVA / Símafélaginu sem staðfesti það sem russi sagði í svari sínu til mín, að NOVA setur cap þegar menn ná 4TB. Skilaboðin hans hljómuðu á þessa átt:

"...þá er 4TB takmörkun í gangi hjá Nova og tengingin fer í 10Mb kl 18:00 þann dag sem þú ferð í 4TB. Þannig að ef þjónustuverið hefur lagað þetta núna þá gætiru samt lent aftur í þessu í næsta mánuði ef þú ferð aftur í 4TB."

Vanalega er ég ekki svona svakalegur stórnotandi, málið er að RAID stæða hrundi hjá mér í september og ég panikkaði og keypti mér Backblaze áskrift og hóf að U/L 6TB af ljósmyndasafni mínu síðustu 20 ára, en skv. ljos.nova.is mælingarsíðunni var ég bara með um 3.2TB notuð á tímabilinu. Málið er að ég hefði viljað vita af þessu, þá hefði ég stýrt backuppinu þannig að ég hefði stillt það á lægri U/L hraða svo þetta myndi ekki gerast. Ég hefði líka viljað vita þetta svo ég hefði ekki verið 3 kvöld í röð með óbærilegan nethraða að rembast við að bæði vinna og að finna út úr vandamálinu. Mér finnst stórundarlegt að þjónustufulltrúi NOVA hafði ekki hugmynd um þetta.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6377
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 459
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Hægt net á kvöldin (Ljósleiðari NOVA / Grafarvogur)

Pósturaf worghal » Mið 24. Okt 2018 10:16

er þá ekki málið að pikka upp símann og fara til hringdu?


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

Höfundur
kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hægt net á kvöldin (Ljósleiðari NOVA / Grafarvogur)

Pósturaf kiddi » Mið 24. Okt 2018 10:19

worghal skrifaði:er þá ekki málið að pikka upp símann og fara til hringdu?


Jú sennilega, ég bara nenni því ekki. Ég reikna ekki með að þurfa á slíku gagnamagni að halda aftur í fyrirsjáanlegri framtíð svo ef netið helst í lagi héðan í frá þá er ég bara sáttur. Ég er alveg ánægður með NOVA, bara pínu fokk að það skuli hvergi standa neitt varðandi þetta 4TB cap og líka að þjónustudeildin gat ekki séð að ég var cappaður.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hægt net á kvöldin (Ljósleiðari NOVA / Grafarvogur)

Pósturaf Viktor » Mið 24. Okt 2018 10:53

Mér finnst svo sem eðlilegt að gera eitthvað ef menn eru með steady 1 GB/s bandvídd í gangi í margar vikur eða mánuði, en að cappa beint niður í 10MB er rosalegt #-o


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


raggos
has spoken...
Póstar: 152
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 09:03
Reputation: 35
Staða: Ótengdur

Re: Hægt net á kvöldin (Ljósleiðari NOVA / Grafarvogur)

Pósturaf raggos » Mið 24. Okt 2018 11:01

Hey Nova, svar ykkar við þessum þræði er eftirfarandi.
"Við hjá Nova erum að setja upp skilaboð sem send eru á viðskiptavini ef þeir fara yfir 4TB notkun á mánuði svo þeir séu upplýstir um takmörkun og hvað gerist í kerfum þegar þessum mörkum er náð. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þú upplifðir í þessu máli"




gulrotin
Fiktari
Póstar: 77
Skráði sig: Þri 02. Ágú 2011 22:45
Reputation: 2
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Hægt net á kvöldin (Ljósleiðari NOVA / Grafarvogur)

Pósturaf gulrotin » Mið 24. Okt 2018 11:04

Fyndið, er í viðræðum við mílu, þeir eru að koma til mín í þriðja skiptið vegna þess að netið er að detta út á kvöldin í kringum 22 leitið. Ég er með 1g hraða hjá símanum



Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Hægt net á kvöldin (Ljósleiðari NOVA / Grafarvogur)

Pósturaf GullMoli » Mið 24. Okt 2018 12:02

Áhugavert!

Ég hef einmitt verið að lenda í öfugu hjá Hringdu. Stundum tek ég eftir því að ég næ mikið meiri hraða á kvöldin en ég er vanur :lol:

100MB tengingin mín að skila mér hraða á við 200-250MB tengingu :)


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 754
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 179
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Hægt net á kvöldin (Ljósleiðari NOVA / Grafarvogur)

Pósturaf russi » Mið 24. Okt 2018 12:45

roadwarrior skrifaði:Það er í skilmálum Nova að ef niðurhal þykir óhóflegt þá áskilja þeir sér rétt til að takmarka notkun.


Þeir mættu þá fara eftir því, í mínu tilfelli var ekki mikið niðurhal, upphal var töluvert, sama og var í gangi hjá kidda.
Meðan Nova telur allt jafnt þá getur þetta auðvitað orðið vandamál



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2117
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hægt net á kvöldin (Ljósleiðari NOVA / Grafarvogur)

Pósturaf GuðjónR » Mið 24. Okt 2018 13:30

Þannig að ótakmarkaða leiðin hjá NOVA er takmörkuð við 4TB.
Þá er það ekki ótakmarkað og því rangt og villandi að auglýsa það sem slíkt.



Skjámynd

Höfundur
kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hægt net á kvöldin (Ljósleiðari NOVA / Grafarvogur)

Pósturaf kiddi » Mið 24. Okt 2018 13:55

GuðjónR skrifaði:Þannig að ótakmarkaða leiðin hjá NOVA er takmörkuð við 4TB.
Þá er það ekki ótakmarkað og því rangt og villandi að auglýsa það sem slíkt.


Ekki alveg svo einfalt samt, gagnamagnið er ekki takmarkað heldur hraðinn, og bara milli 18 að kvöldi og 9 að morgni. Ég hefði getað haldið áfram að DL eins og fáviti yfir daginn. Reyndar er öll þessi gagnanotkun hjá mér upload en ekki download, en það gildir víst einu í dag :)



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2117
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hægt net á kvöldin (Ljósleiðari NOVA / Grafarvogur)

Pósturaf GuðjónR » Mið 24. Okt 2018 14:12

kiddi skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Þannig að ótakmarkaða leiðin hjá NOVA er takmörkuð við 4TB.
Þá er það ekki ótakmarkað og því rangt og villandi að auglýsa það sem slíkt.


Ekki alveg svo einfalt samt, gagnamagnið er ekki takmarkað heldur hraðinn, og bara milli 18 að kvöldi og 9 að morgni. Ég hefði getað haldið áfram að DL eins og fáviti yfir daginn. Reyndar er öll þessi gagnanotkun hjá mér upload en ekki download, en það gildir víst einu í dag :)

Að cappa þig í 1/100 af þeim hraða sem þú borgar fyrir af því að smátt letur einhversstaðar (svo smátt að starfsfólkið veit ekki af því) segir að ótakmarkað sé 4TB myndi aldrei selja mér þessa tengingu, jafnvel þó ég færi aldrei yfir mörkin. Varðandi UL þá eru ekki allir sem telja það. :happy



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6377
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 459
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Hægt net á kvöldin (Ljósleiðari NOVA / Grafarvogur)

Pósturaf worghal » Mið 24. Okt 2018 14:35

GuðjónR skrifaði:
kiddi skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Þannig að ótakmarkaða leiðin hjá NOVA er takmörkuð við 4TB.
Þá er það ekki ótakmarkað og því rangt og villandi að auglýsa það sem slíkt.


Ekki alveg svo einfalt samt, gagnamagnið er ekki takmarkað heldur hraðinn, og bara milli 18 að kvöldi og 9 að morgni. Ég hefði getað haldið áfram að DL eins og fáviti yfir daginn. Reyndar er öll þessi gagnanotkun hjá mér upload en ekki download, en það gildir víst einu í dag :)

Að cappa þig í 1/100 af þeim hraða sem þú borgar fyrir af því að smátt letur einhversstaðar (svo smátt að starfsfólkið veit ekki af því) segir að ótakmarkað sé 4TB myndi aldrei selja mér þessa tengingu, jafnvel þó ég færi aldrei yfir mörkin. Varðandi UL þá eru ekki allir sem telja það. :happy

það versta við þetta er einmitt það að starfsfólkið veit þetta ekki einusinni.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 570
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Hægt net á kvöldin (Ljósleiðari NOVA / Grafarvogur)

Pósturaf roadwarrior » Mið 24. Okt 2018 21:47

Ég orðaði þetta kannski ekki alveg nákvæmlega í dag eins og ég var búinn að sjá þetta hja Nova :D

Það er í skilmálum Nova að ef niðurhal þykir óhóflegt þá áskilja þeir sér rétt til að takmarka notkun.


Þannig að ég ákvað að setja inn hvernig þeir orða þetta nákvæmlega :sleezyjoe

https://www.nova.is/baksvids/skilmalar

Netnotkun
Uppsetning á hugbúnaði er ávallt á ábyrgð viðskiptavinar og ber Nova því ekki ábyrgð á tjóni sem notkun eða uppsetning kann að valda, hvort sem hún á sér stað í gegnum síma, tölvu eða á annan hátt. Viðskiptavini er óheimilt að hýsa eða dreifa efni sem brýtur í bága við lög, reglur eða almennt velsæmi.

Til að tryggja öryggi í gagnaflutningum áskilur Nova sér rétt til að loka fyrir þjónustuna um stundarsakir eða til frambúðar, fari gagnamagn yfir skilgreind öryggismörk þjónustuleiðar hverju sinni.

Netnotkun miðast við bæði innlent og erlent gagnamagn, sótt og sent. Í farsímaáskrift, frelsi og netþjónustu (4G/4,5G) er opið fyrir netnotkun erlendis. Innifalið gagnamagn er hægt að nota á Íslandi og í Evrópu (EES) skv. verðskrá Nova.

Ótakmarkað innifalið gagnamagn í farsímaáskrift, frelsi, 4G, 4,5G og/eða ljósleiðara Nova miðast við almenna netnotkun. Nova áskilur sér rétt til að takmarka eða loka þjónustu ef notkun viðskiptavinar felur í sér óeðlilegt álag, sem hefur neikvæð áhrif á upplifun annarra viðskiptavina af þjónustunni.

Við uppsögn á ljósleiðara skal viðskiptavinur skila netbúnaði sem hann er með á leigu. Ef netbúnaði er ekki skilað innan 30 daga frá uppsögn greiðist skilagjald fyrir netbúnaðinn.



Muna að lesa smáaletrið :fly




braudrist
</Snillingur>
Póstar: 1051
Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
Reputation: 58
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Hægt net á kvöldin (Ljósleiðari NOVA / Grafarvogur)

Pósturaf braudrist » Fim 25. Okt 2018 02:24

Áhugavert, þetta er líka svona í skilmálunum hjá Vodafone. Hvað ætli Vodafone skilgreini sem "óhæfileg gagnamagnsnotkun?

Vodafone Skilmálar skrifaði:7. Fari áskrifandi yfir keypt niðurhal áskilur Vodafone sér rétt til að bæta við aukaniðurhali, allt að þrisvar sinnum, umfram það sem er innifalið í áskriftarleið hans. Gjald vegna aukaniðurhals er tilgreint í gildandi verðskrá hverju sinni. Ef niðurhal þriðja aukaniðurhalspakkans klárast áskilur Vodafone sér rétt til að hægja á nettengingunni. Ef upphal áskrifanda verður meira en innifalið niðurhal í áskriftarleið hans áskilur Vodafone sér rétt til að hægja á upphalinu út gildandi áskriftartímabil. Sé áskrifandi á þjónustuleið með ótakmörkuðu gagnamagni áskilur Vodafone sér rétt til að fylgjast með heildarnotkun áskrifanda m.t.t. gagnamagnsnotkunar og grípa til viðeigandi ráðstafana, t.d. hægja á interneti, sé notkun hans óhæfileg að mati Vodafone.


Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m

Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Hægt net á kvöldin (Ljósleiðari NOVA / Grafarvogur)

Pósturaf ZiRiuS » Fim 25. Okt 2018 23:43

Þegar svona er í skilmálum fyrirtækja ættu þau ekki að mega kalla netið sitt ótakmarkað. Þetta eru bara vörusvik í mínum augum...

"Ótakmarkað bensín hjá Orkunni í dag á 2000kr" en svo máttu bara dæla 100 lítrum... hversu lengi tæki það fyrir einhvern að kvarta yfir því?



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe


Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 624
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Hægt net á kvöldin (Ljósleiðari NOVA / Grafarvogur)

Pósturaf Manager1 » Fös 26. Okt 2018 06:27

ZiRiuS skrifaði:Þegar svona er í skilmálum fyrirtækja ættu þau ekki að mega kalla netið sitt ótakmarkað. Þetta eru bara vörusvik í mínum augum...

"Ótakmarkað bensín hjá Orkunni í dag á 2000kr" en svo máttu bara dæla 100 lítrum... hversu lengi tæki það fyrir einhvern að kvarta yfir því?

GB fjöldinn er ekki takmarkaður hjá Nova þannig að þú mátt ekki takmarka lítrafjöldann.

Betra væri að segja "ótakmarkað bensín" en þú getur bara dælt 1.5l á klukkutíma, eða eitthvað svoleiðis.