4K vs Ultrawide


Höfundur
Doror
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Mið 09. Sep 2009 14:26
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

4K vs Ultrawide

Pósturaf Doror » Fim 27. Sep 2018 11:39

Góðan daginn.

Ég er mikið að spá í að uppfæra skjáinn hjá mér og veit ekki alveg hvaða leið ég á að fara, ef ég á að uppfæra yfir höfuð.
Er með GTX1080 og er að keyra 1440p í 27" Asus skjá sem er fínn. Ég spila mest RPG og bílaleiki, er ekkert í FPS að neinu ráði.

Er einhver með reynslu af því að hafa verið bæði með 4K og Ultra wide í gaming og hvað voruð þið að fíla betur?

Eða á ég bara að halda mig við að geta keyrt allt í ultra á 1440p.

Mbk.Dös.


Ryzen 5 1600X - Noctua NH-U12S cooler - ZOTAC GeForce 1080 - 16GB 3200Mhz Corsair Vengence - Samsung 960 EVO 500GB SSD - ASUS PB278QR 1440p skjár

Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1263
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Ótengdur

Re: 4K vs Ultrawide

Pósturaf Njall_L » Fim 27. Sep 2018 11:48

Hef sjálfur verið með 1440P Ultrawide sem ég elskaði. Sé ekki ástæðu til að fara í 4K upplausn þegar skjárinn er minni en 32".

Myndi því frekar taka 1440P Ultrawide með 100Hz+ og G-Sync, þá ertu mjööög vel settur.
T.D. Acer X34P - https://tolvutek.is/vara/acer-predator- ... ar-svartur


Löglegt WinRAR leyfi


ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2542
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 43
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: 4K vs Ultrawide

Pósturaf ÓmarSmith » Fim 27. Sep 2018 14:28

fór sjálfur í 21:9

Acer Predator og sé ekki eftir því.
Er æði í myndvinnslu, leikjum og almennu rápi.

Get ekki ýmindað mér að fara aftur í 16:9 " dvergskjá " .)


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s

Skjámynd

Alfa
Geek
Póstar: 828
Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
Reputation: 108
Staðsetning: Vestmannaeyjar
Staða: Ótengdur

Re: 4K vs Ultrawide

Pósturaf Alfa » Fim 27. Sep 2018 15:03

Fer að sjálfsögðu eftir hvaða leiki þú ert að spila en 1080 gtx strögglar í 4k og ultrawide að halda 100+fps. Ef þú ert að spila FPS leiki að einhverri alvöru myndi ég halda mér við 1440p. Persónulega finnst mér geðveikt flott að spila á ultrawide en það er ekki vænlegt til árangurs þar sem að sjónsviðið nýtir það ekkert í raun í fps leikjum.
Síðast breytt af Alfa á Fim 27. Sep 2018 19:43, breytt samtals 1 sinni.


TOW : Be quiet! Pure Base 500DX PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B550 Gaming Edge Wifi CPU : AMD 5800X3D + EK-Nucleus AIO CR240 H2O
Mem : 32GB 3600Mhz G.Skill Neo RGB GPU : PALIT 4080 RTX GAMEROCK
SSD : 250GB Samsung Evo 960 + 1TB WD 770 M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10
LCD : LG 32GP850 32" + AOC 24G2U KEY : Roccat Vulcan 121 MOU : Logitech PRO X Superlight


kjarnorkudori
Nörd
Póstar: 126
Skráði sig: Fim 09. Nóv 2006 22:14
Reputation: 14
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 4K vs Ultrawide

Pósturaf kjarnorkudori » Fim 27. Sep 2018 18:53

Fékk mér nýlega 34" 1440p ultrawide skjá og gæti ekki verið sáttari. Skoðaði 4K 32"-43" en fannst allt skalast miklu betur á 21:9 skjá. Er með 1080 GTX.

Multi tasking skiptir mig þó meira máli en framistaða í leikjum.



Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2730
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: 4K vs Ultrawide

Pósturaf SolidFeather » Fim 27. Sep 2018 22:37

Ég myndi tékka á því hvort að leikirnir sem þú spilar styðji 21:9 scaling áður en þú tekur ákvörðum um það. Ég er í sömu pælingum en hef ekki mikinn áhuga á 4k skjáum, hallast mest að því að fara í 27" 1440p 144hz gsync.



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 4K vs Ultrawide

Pósturaf kiddi » Fim 27. Sep 2018 23:08

SolidFeather skrifaði:Ég myndi tékka á því hvort að leikirnir sem þú spilar styðji 21:9 scaling áður en þú tekur ákvörðum um það. Ég er í sömu pælingum en hef ekki mikinn áhuga á 4k skjáum, hallast mest að því að fara í 27" 1440p 144hz gsync.


Ég er búinn að vera með 21:9 skjái í tæp 4 ár núna og einu titlarnir sem ég hef séð sem styðja ekki 21:9 natively eru Bethesda leikirnir, Fallout o.s.frv, en það var hægt að redda því með smá hakki (en UI varð ljótt). Ég tek annars undir með hinum, tek 21:9 1440p fram yfir 4K allan daginn í Windows - Windows bara sökkar í 4K, ef ég væri að keyra á Mac hinsvegar (eða hackintosh) þá myndi ég kjósa 4K allan daginn framyfir allt annað því OSX skalast svo fullkomlega í hárri upplausn. Reyndar er hægt að slá báðar flugurnar í einu höggi með nýja LG 38" sem er 4K á breiddina.



Skjámynd

Hauxon
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

Re: 4K vs Ultrawide

Pósturaf Hauxon » Fös 28. Sep 2018 13:48

kiddi skrifaði:....Windows bara sökkar í 4K, ef ég væri að keyra á Mac hinsvegar (eða hackintosh) þá myndi ég kjósa 4K allan daginn framyfir allt annað því OSX skalast svo fullkomlega í hárri upplausn.


Eina vandamálið með 4k á windows eru legacy forrit sem eru of gömul til að skilja skölun, sem eru flest forrit sem þú færð hvort eð er ekki á mac. Svo ef þú ert með stóran skjá 32"+ er skölun sama og óþörf. Ég er með 32" 4k skjá og W10 og nota hann án skölunar í Lightroom og Photoshop en set stundum skölun stundum á 125-150% ef ég er bara að browsa. Engin "vandamál".




Höfundur
Doror
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Mið 09. Sep 2009 14:26
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: 4K vs Ultrawide

Pósturaf Doror » Fös 28. Sep 2018 15:31

Takk fyrir frábær svör. Ég hallast einmitt meira að ultra wide þar sem að það eru auðveldara í keyrslu en 4K og myndi henta GTX 1080 betur.

Þessir leikir sem ég spila helst virðast allir styðja 21.9, ég fer að skoða mér skjái :D


Ryzen 5 1600X - Noctua NH-U12S cooler - ZOTAC GeForce 1080 - 16GB 3200Mhz Corsair Vengence - Samsung 960 EVO 500GB SSD - ASUS PB278QR 1440p skjár

Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 690
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 245
Staða: Ótengdur

Re: 4K vs Ultrawide

Pósturaf Henjo » Fös 28. Sep 2018 23:37

Eftir að hafa notað bæði, þá dettur mér ekki í hug að nota eitthvað annað en Ultrawide (21:9) Eina sem böggar mig er hvað hópur að fólki gerir video sem eru 21:9 en útfærir það í 16:9, þannig að þegar horft er á Ultrawide þá kemur svartur rammi allan hringinn, til hliðar og ofan og neðan. Jesús hvað það er óþolandi.




Runar
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 301
Skráði sig: Fös 27. Jún 2003 19:31
Reputation: 20
Staða: Tengdur

Re: 4K vs Ultrawide

Pósturaf Runar » Lau 29. Sep 2018 16:47

Eins og allir aðrir, þá mæli ég eindregið með UW skjá framyfir 16:9 skjá. Er sjálfur með Samsung 34" CF791 skjáinn

Ef þú spilar leiki yfir höfuð (skiptir ekki máli tegund leikjanna) eða horfir á bíómyndir í tölvunni.. þá er Ultrawide æði, passaðu að fá Curved samt.. meiri upplifun í leikjum.. allt í sjónlínu og þarft ekki að horfa smá til hliðar (hef reyndar ekki prófað 34" ultrawide sem er ekki curved, svo ég er ekki 100% hvort það sé vandamál :P ).

Bíómyndir eru nánast alltaf (kannski ekki straigth to dvd myndir) teknar upp í Ultrawide.. ef þú opnar bíómynd í 16:9 skjá, þá eru flestar með svört bars uppi og niðri.. meðan í UW eru allur skjárinn notaður.




1thorarinn
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Fim 06. Feb 2014 18:20
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: 4K vs Ultrawide

Pósturaf 1thorarinn » Lau 29. Sep 2018 21:05

Á ultrawide heima 3440x1440 er með 4k í vinnunni og hef verið undanfarið 1 og hálft ár. Ég tæki ultrawide allan daginn fram yfir 4k, skjáplássið nýtist miklu betur á ultrawide þar sem hægt er að hafa tvo-þrjá glugga í gangi í einu t.d. tónlist og vafra. Hef verið með venjulegan 1440p skjá og sá ekki mikinn mun á upplausninni t.d. í leikjum, og ef þú ert með endalaust budget gætiru farið í 38 tommu ultrawide :fly



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 4K vs Ultrawide

Pósturaf Viktor » Lau 29. Sep 2018 22:25

Úff ég tæki ultrawide fram yfir 4K tölvuskjá án þess að hika... en 4K tæki ég ef ég væri að versla sjónvarp.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


golfarinn
Græningi
Póstar: 33
Skráði sig: Sun 27. Feb 2011 19:08
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: 4K vs Ultrawide

Pósturaf golfarinn » Lau 29. Sep 2018 23:15

Afsakið er með eina spurningu ég er með 1070 ti spurning hvort ég gæti höndlað að nota þennan ská https://www.tolvutek.is/vara/acer-preda ... ar-svartur spila leiki og horfi á slatta af myndum?




halldorjonz
</Snillingur>
Póstar: 1006
Skráði sig: Þri 11. Des 2007 21:23
Reputation: 19
Staðsetning: Heima
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 4K vs Ultrawide

Pósturaf halldorjonz » Sun 30. Sep 2018 09:33

Er með windows og var að fá mér 28" 4k skjá, það er ómögulegt að hafa hann i hæðstu upplaun, er i 2560 x 1440 :woozy



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 4K vs Ultrawide

Pósturaf Viktor » Sun 30. Sep 2018 10:50

golfarinn skrifaði:Afsakið er með eina spurningu ég er með 1070 ti spurning hvort ég gæti höndlað að nota þennan ská https://www.tolvutek.is/vara/acer-preda ... ar-svartur spila leiki og horfi á slatta af myndum?




https://linustechtips.com/main/topic/84 ... 3440x1440/


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: 4K vs Ultrawide

Pósturaf upg8 » Sun 30. Sep 2018 12:36

halldorjonz skrifaði:Er með windows og var að fá mér 28" 4k skjá, það er ómögulegt að hafa hann i hæðstu upplaun, er i 2560 x 1440 :woozy

Hví notar þú ekki display scaling?


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"

Skjámynd

Jón Ragnar
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 206
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: 4K vs Ultrawide

Pósturaf Jón Ragnar » Mán 01. Okt 2018 10:35

Hvaða Gsync ultrawide skjáir eru í boði í dag? Helst á landinu



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video

Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1263
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Ótengdur

Re: 4K vs Ultrawide

Pósturaf Njall_L » Mán 01. Okt 2018 10:39

Jón Ragnar skrifaði:Hvaða Gsync ultrawide skjáir eru í boði í dag? Helst á landinu

Tölvutek er með Acer X34P - https://tolvutek.is/vara/acer-predator- ... ar-svartur
Elko eru með Acer X34A sem er eldri útgáfa af X34P - https://elko.is/acer-skjar-34-predator-ac34predx34a

Fann ekki fleiri ultrawide með G-Sync hérlendis.


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

Jón Ragnar
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 206
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: 4K vs Ultrawide

Pósturaf Jón Ragnar » Mán 01. Okt 2018 10:53

Takk maður :) Auðvitað eru Elko með eldri vöruna dýrari heh



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video