Sæl veriði kæru vaktarar. Er að flytja inn núna í íbúð og er með nokkrar spurningar
Staðsettur á Akureyri... hvaða internet þjónusta er skást hér? Einnig, er eitthvað vit í að fara í afruglara frá íslenskum fyrirtækjum? Er ekki miklu nær að fá sér bara internet+línu eða eru svona heimilispakkar sniðugir?
Einnig.. Róbótryksuga? Yes or no? Pros and cons, er buinn að googla þetta mikið og þar sé ég bara þær fá hól en hérna á Íslandi virðist fólk blóta þessu
Hvað segið þið?
Svo síðast en ekki síst, Enox sjonvarp+ Soundbar frá hópkaup? Mun mest megnis nota þetta væntanlega í mögulega afruglara spilun, annars PS4+android bx. Hef lesið að vinnslan í sjónvarpinu sé ekki upp á sitt besta en panelinn fínn, hvað segið þið?
Virðingarfyllst
Íbúðarkaup... nokkrar spurningar?
Re: Íbúðarkaup... nokkrar spurningar?
Ryksuguróbot = þægilegt en kallar á að þú passir að kippa upp öllum snúrum o.þ.h af gólfinu, færir stóla og gerir smá fínt áður en þú kveikir á honum.
MUST ef þú ert með hund eða kött
MUST ef þú ert með hund eða kött
-
Höfundur - Græningi
- Póstar: 33
- Skráði sig: Fös 09. Des 2016 02:02
- Reputation: 4
- Staða: Ótengdur
Re: Íbúðarkaup... nokkrar spurningar?
rapport skrifaði:Ryksuguróbot = þægilegt en kallar á að þú passir að kippa upp öllum snúrum o.þ.h af gólfinu, færir stóla og gerir smá fínt áður en þú kveikir á honum.
MUST ef þú ert með hund eða kött
Já er þetta ekki helvíti tímasparandi? Er búinn að vera skoða róbota með moppu líka, get ég séð fram á að þurfa ryksuga bara max 1x í mánuði?
Þetta er 85fm2 íbúð, ein hæð, og svo synist mer að það verði engar snurur a golfi, allt annaðhvort þráðlaust eða falið bakvið vegg
Re: Íbúðarkaup... nokkrar spurningar?
Keypti og seldi stuttu síðar iRobot ryksugu.
Það var meiri vinna að taka hluti frá og passa að hann myndi ekki festa sig, heldur en bara að ryksuga sjálfur. Vafði símahleðslutæki inn í sig og festist, keyrði yfir handklæði sem ég geymdi hjólið mitt ofan á og festist, lokaði svefnherbergishurðinni á eftir sér og festist...
Það var meiri vinna að taka hluti frá og passa að hann myndi ekki festa sig, heldur en bara að ryksuga sjálfur. Vafði símahleðslutæki inn í sig og festist, keyrði yfir handklæði sem ég geymdi hjólið mitt ofan á og festist, lokaði svefnherbergishurðinni á eftir sér og festist...
-
Höfundur - Græningi
- Póstar: 33
- Skráði sig: Fös 09. Des 2016 02:02
- Reputation: 4
- Staða: Ótengdur
Re: Íbúðarkaup... nokkrar spurningar?
Klemmi skrifaði:Keypti og seldi stuttu síðar iRobot ryksugu.
Það var meiri vinna að taka hluti frá og passa að hann myndi ekki festa sig, heldur en bara að ryksuga sjálfur. Vafði símahleðslutæki inn í sig og festist, keyrði yfir handklæði sem ég geymdi hjólið mitt ofan á og festist, lokaði svefnherbergishurðinni á eftir sér og festist...
Hef einmitt heyrt fullt af svona reynslusögum hér á Íslandi..
Hvaða módel keyptir þú? Þróunin í þessu er natturulega rosaleg, kannski orðnar gáfaðari í dag?
Re: Íbúðarkaup... nokkrar spurningar?
Þetta var iRobot Roomba 650, keypti hana 2015, getur verið að nýju séu betri
En hún fékk rosalega góð review bæði á Amazon og annars staðar, svo ég keypti hana óhræddur.
En hún fékk rosalega góð review bæði á Amazon og annars staðar, svo ég keypti hana óhræddur.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 957
- Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
- Reputation: 130
- Staða: Ótengdur
Re: Íbúðarkaup... nokkrar spurningar?
Neato D7 er nátla málið, ryksugar allaleið inní horn og gerir það skipulega, ekki bara klessa á randomly. Einnig hægt að setja upp ryksugusvæði í gegnum app í stað þess að vera með virtual veggi útum alla íbúð.
Re: Íbúðarkaup... nokkrar spurningar?
agust15 skrifaði:rapport skrifaði:Ryksuguróbot = þægilegt en kallar á að þú passir að kippa upp öllum snúrum o.þ.h af gólfinu, færir stóla og gerir smá fínt áður en þú kveikir á honum.
MUST ef þú ert með hund eða kött
Já er þetta ekki helvíti tímasparandi? Er búinn að vera skoða róbota með moppu líka, get ég séð fram á að þurfa ryksuga bara max 1x í mánuði?
Þetta er 85fm2 íbúð, ein hæð, og svo synist mer að það verði engar snurur a golfi, allt annaðhvort þráðlaust eða falið bakvið vegg
Þetta er tímasparandi, en eins og bent er á hér af öðrum, þá þarf að þrífa róbotinn nokkuð vel og reglulega. Við keyptum held ég þessa https://ht.is/product/roomba-ryksuguvelmenni-9
Því að hún var með appi og átti að ráða vel við dýrahár, en gallinn er að hún ræður ekki við mannahár eða kvennahár, er með þrjár síðhærðar á heimilinu og hárin af þeim rúllast uppá öll hjól, bursta o.þ.h.
Að geta notað appið átti að vera plús, en eftir að hún át tvö dýr earplugs þá vill maður vera heima og búinn að fara yfir aðstæður áður en maður setur hana af stað = appið er useless.
-
- Vaktari
- Póstar: 2730
- Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
- Reputation: 159
- Staða: Ótengdur
Re: Íbúðarkaup... nokkrar spurningar?
Æjj er ekki bara best að kaupa venjulega ryksugu? Það er ekkert stórmál að ryksuga eða sópa. Þetta hljómar allt voða töff og þæginlegt en svo drepur hún kannski húsdýrið þitt og svívirðir móður þína miðað við fyrri comment.
Svo veit ég ekki með þetta Enox dæmi, ég hef ekki séð þau en get ekki ýmindað mér að þau séu eitthvað spes. Ég myndi alltaf kaupa eitthvað sem mér líst vel á og yrði sáttur með til lengri tíma. Ýminda mér svo að það myndi blæða úr eyrunum á manni við soundið úr þessu soundbari. Svo langar manni ekkert að vera að styrkja hopkaup.is en það er kannski bara ég.
Svo veit ég ekki með internetið þarna fyrir norðan en það væri ekki vitlaust að taka bara netið hjá einhverjum og fá sér sinn eigin router. Afruglarar og leiga á router er fáránlega dýrt og safnast bara saman. Ég er búinn að skipta út router fyrir minn eiginn en er enn með afruglara því ég finn enga aðra lausn með betri gæði/þægindi en ef þú horfir ekkert mikið á sjónvarp þá myndi ég sleppa afruglara.
Ef við tökum router + afruglara frá vodafone sem dæmi þá er það 2.740 á mánuði, 32.880 á ári, 328.800 eftir 10 ár sem er bara frekar mikið fyrir þennan búnað.
Svo veit ég ekki með þetta Enox dæmi, ég hef ekki séð þau en get ekki ýmindað mér að þau séu eitthvað spes. Ég myndi alltaf kaupa eitthvað sem mér líst vel á og yrði sáttur með til lengri tíma. Ýminda mér svo að það myndi blæða úr eyrunum á manni við soundið úr þessu soundbari. Svo langar manni ekkert að vera að styrkja hopkaup.is en það er kannski bara ég.
Svo veit ég ekki með internetið þarna fyrir norðan en það væri ekki vitlaust að taka bara netið hjá einhverjum og fá sér sinn eigin router. Afruglarar og leiga á router er fáránlega dýrt og safnast bara saman. Ég er búinn að skipta út router fyrir minn eiginn en er enn með afruglara því ég finn enga aðra lausn með betri gæði/þægindi en ef þú horfir ekkert mikið á sjónvarp þá myndi ég sleppa afruglara.
Ef við tökum router + afruglara frá vodafone sem dæmi þá er það 2.740 á mánuði, 32.880 á ári, 328.800 eftir 10 ár sem er bara frekar mikið fyrir þennan búnað.
Re: Íbúðarkaup... nokkrar spurningar?
Enox er að ég held smíðað úr panelum sem stóðust ekki gæðastaðla hjá framleiðanda þannig seldir í eitthvað svona ódýrt dót, ég ven mig á að kaupa bara almennilegt dót í upphafi í stað þess að vera kaupa eitthvað svona "ódýrt" og reyna spara í svona hlutum sem maður vill hafa gæði á