Öryggismyndavél


Höfundur
tomas52
Gúrú
Póstar: 564
Skráði sig: Mið 29. Ágú 2007 17:07
Reputation: 3
Staðsetning: Mosfellsbær 270
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Öryggismyndavél

Pósturaf tomas52 » Mið 29. Ágú 2018 22:07

Sælir Vaktarar

Nú er mikið um innbrot í bíla og hús og ég var að hugsa um að kaupa öryggismyndavél-ar
Er bara að spá þar sem ég kann ekkert á þetta svið hvaða myndavél er best
Ég á heima í blokk og vill að myndavélin verði annaðhvort úti á svölum eða í gluggakistunni sem horfir niður á bílaplan
Hún þarf að geta séð í myrkri og skilað góðri upplausn
Má vera tengd í rafmagn alltaf og ég vill geta séð úr henni í gegnum símann og að það kviknar á henni bara þegar það er hreyfing og vistar þá myndskeiðið á minniskort eða harðan disk og eyðist af því með kannski nokkra daga svigrúm

Pottþétt ekki í réttum flokki en fannst engin við hæfi..
Kveðja


Og takk fyrir mig

Intel DZ68BC - Intel I7 2700K - Asus HD 7950 - G.Skill Ripjaws 16 gb 1600mhz - Intel 510 series 120 GB - 4TB Hdd - Corsair HX1050 - BenQ 22* - 42" FullHD - XSPC Rasa RS360 - HAF X Blue Edition

Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1903
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismyndavél

Pósturaf emmi » Mið 29. Ágú 2018 22:42

Ertu með eitthvað budget í þetta?

Skoðaðu sölusíðuna hjá Empire Technology á Aliexpress, hef verslað þónokkrar vélar af honum í STARLIGHT seríunni og þær eru mjög góðar.

https://www.aliexpress.com/store/120003 ... e70dZZTH1v




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismyndavél

Pósturaf Klemmi » Mið 29. Ágú 2018 22:43

Ég myndi byrja á því að kanna hvort þú hafir rétt á að vakta bílaplanið, sbr. http://www.visir.is/g/2018180829378 :)




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismyndavél

Pósturaf Tbot » Mið 29. Ágú 2018 22:52

Þú mátt ekki vakta planið, en húsfélagið má gera það ef ég man rétt.




pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismyndavél

Pósturaf pepsico » Mið 29. Ágú 2018 23:39

Ég er nánast viss um að þetta sé hárrétt hjá Tbot, þ.e. að húsfélagið megi hefja vöktun en þú ekki, og að því séu ýmis skilyrði sett t.d. að upplýsa alla íbúa um tilhögun vöktunarinnar, og setja upp merkingu sem upplýsir alla um vöktunina. Það að vera með myndavél í gluggakistu á fjölbýlishúsnæði sem enginn getur séð né fengið út að sé að vakta hljómar líka alls ekki eins og það standist kröfur.




Höfundur
tomas52
Gúrú
Póstar: 564
Skráði sig: Mið 29. Ágú 2007 17:07
Reputation: 3
Staðsetning: Mosfellsbær 270
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismyndavél

Pósturaf tomas52 » Fim 30. Ágú 2018 05:49

Það er reyndar ekki svo vitlaus hugmynd þá að fá samþykki fyrir þessu á fundi og láta húsfélagið kaupa myndavélar :) þá myndi líka nást betra sjónarhorn en takk fyrir upplýsingarnar


Og takk fyrir mig

Intel DZ68BC - Intel I7 2700K - Asus HD 7950 - G.Skill Ripjaws 16 gb 1600mhz - Intel 510 series 120 GB - 4TB Hdd - Corsair HX1050 - BenQ 22* - 42" FullHD - XSPC Rasa RS360 - HAF X Blue Edition


netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismyndavél

Pósturaf netkaffi » Fim 30. Ágú 2018 19:43

Það var að koma einhver ný græja út sem digitaltrends.com var að reviewa, 80$ pakki sem á að vera svipað góður og 500$ pakkar. Skal finna linkinn og gera edit.
Edit: https://www.reddit.com/r/gadgets/commen ... em_review/




pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismyndavél

Pósturaf pepsico » Fim 30. Ágú 2018 20:23

Samkvæmt greininni sem þú varst að deila er pakkinn sem er sambærilegur við $199 Ring Alarm vöruna á $229.




kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismyndavél

Pósturaf kjartanbj » Fim 30. Ágú 2018 20:40

Ég myndi ekki nenna spá í þessu búandi í blokk nema mögulega vera með myndavél innandyra, ég er hinsvegar sjálfur með Arlo vélar utan á íbúðinni hjá mér bæði að framan og í garðinum og þær taka upp ef hreyfing verður og senda mér notification í símann , er með þær tengdar Smartthings síðan og læt þær slökkva á sér ef ég opna hurðina þannig þær eru ekki að taka mig upp þegar ég fer að heiman , þær halda samt áfram að taka upp ef hurðin er opnuð eftir að þær byrja taka upp , mjög gott að geta fylgst með ef maður er að heimann