Sælir vinir.
Er búinn að vera skoða lengi QHD 1440p IPS 144hz G-Sync skjái og núna finnst mér verið komið nægilegt úrval og verðmiðinn farinn að vera nógu nálægt 100.000 kr til að réttlæta kaup.
Í fljótu bragði sýnist mér Acer Predator XB271HU skjárinn uppfylla öll helstu skilyrðin fyrir svona kaup en er að spá hvort einhver vaktari hafi reynslu af honum og geti sagt mér hvað honum finnst um skjáinn?
Sýnist hann fá almennt góða dóma annað en að designið er pínu "out there" með gamer decals og rauðum fótum o.s.frv. og að skjámyndin sé ekki eins fullkominn og hægt væri að ná t.d. með HDR (en þeir skjáir kosta töluvert mikið meira).
Hlakka til að heyra sögur :
Acer Predator XB271HU - Einhver með reynslu?
Re: Acer Predator XB271HU - Einhver með reynslu?
Er skuggalega sáttur með minn. Hef ekkert útá hann að setja
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 985
- Skráði sig: Þri 15. Des 2015 01:27
- Reputation: 105
- Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
- Staða: Ótengdur
Re: Acer Predator XB271HU - Einhver með reynslu?
Alveg hrikalega sáttur með XB271HU skjáinn minn, ef ég myndi þurfa fá mér annan skjá þá er ekki spurning að ég myndi fá annan svona
Ryzen 7 5800X | ASRock B550M Steel Legend | Corsair 32GB (2x16) LPX 3200Mhz | RTX 3060ti | Seasonic Focus+ Gold | ATX Lancool II
Re: Acer Predator XB271HU - Einhver með reynslu?
ánægður með minn... hélt samt að gsync væri alveg nauðsinlegt sem mér sýnist það ekki vera ef þú ert með mjög góða tölvu... það kikkar aðalega inn ef þú ert undir 80-100fps... en fyrir auka 5-10 þús er það samt alveg þess virði
ég keypti minn á amazon og hann var um 15 þús kr. ódýrari en í elko. myndi í það minnsta skoða það líka.
annars geggjaður skjár á sanngjörnu verði
ég keypti minn á amazon og hann var um 15 þús kr. ódýrari en í elko. myndi í það minnsta skoða það líka.
annars geggjaður skjár á sanngjörnu verði
-
- Nörd
- Póstar: 130
- Skráði sig: Mið 12. Okt 2005 23:04
- Reputation: 7
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Acer Predator XB271HU - Einhver með reynslu?
Var áður með BenQ 2720,fékk mér þennan og hef verið með hann í 2 ár núna,virkilega sáttur með hann og sé ekki fram á að fá mér eitthvað annað á næstunni. Hef sjálfur ekki upplifað annað en frekar fullkomna skjámynd og liti
cons: hef farið tvisvar með hann á LAN og þá var standurinn plássfrekur og leiðinlegur,meira er það ekki
cons: hef farið tvisvar með hann á LAN og þá var standurinn plássfrekur og leiðinlegur,meira er það ekki
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2277
- Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
- Reputation: 20
- Staðsetning: Grafarvogur
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Acer Predator XB271HU - Einhver með reynslu?
Jæja þá hendir maður í hann fyrst þetta fær svona góð meðmæli.
Finnst samt ótrúlegt að þessi skjár hafi komið út fyrir meira en 2 árum
Að það séu ekki komnar nýrri útgáfur eða þessi sé orðin ódýrari er skrítið að mínu mati
Finnst samt ótrúlegt að þessi skjár hafi komið út fyrir meira en 2 árum
Að það séu ekki komnar nýrri útgáfur eða þessi sé orðin ódýrari er skrítið að mínu mati
Re: Acer Predator XB271HU - Einhver með reynslu?
Ég er gríðarlega ánægður með minn. Svo er Gsync ekki eini killer fítusinn heldur er ULMB algjör snilld og næstum eins og að spila á túbuskjá.
Ég hef svosem séð betri IPS skjái en það er ekki eins og myndin sé eitthvað slæm samt. Ég hika ekki við að mæla með honum.
Ég hef svosem séð betri IPS skjái en það er ekki eins og myndin sé eitthvað slæm samt. Ég hika ekki við að mæla með honum.
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2277
- Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
- Reputation: 20
- Staðsetning: Grafarvogur
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Acer Predator XB271HU - Einhver með reynslu?
Hörde skrifaði:Ég er gríðarlega ánægður með minn. Svo er Gsync ekki eini killer fítusinn heldur er ULMB algjör snilld og næstum eins og að spila á túbuskjá.
Ég hef svosem séð betri IPS skjái en það er ekki eins og myndin sé eitthvað slæm samt. Ég hika ekki við að mæla með honum.
Það er víst ekki hægt að hafa G-Sync og 144hz í gangi á sama tíma og ULMB.
Finnst þér ULMB koma betur út eða í hvaða notkun er það hjá þér fremur en G-sync og 144hz?
-
- Geek
- Póstar: 828
- Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
- Reputation: 108
- Staðsetning: Vestmannaeyjar
- Staða: Ótengdur
Re: Acer Predator XB271HU - Einhver með reynslu?
1440p í 27" er akkúrat sweetspot að mínu mati. Vill samt benda á að ef þú ert að nota þetta 560 GTX kort í undirskriftinni til að keyra hann þá mun það drulla á sig í 1440p Að mínu mati 1070 gtx lágmark fyrir 1440p í AAA leikjum.
TOW : Be quiet! Pure Base 500DX PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B550 Gaming Edge Wifi CPU : AMD 5800X3D + EK-Nucleus AIO CR240 H2OMem : 32GB 3600Mhz G.Skill Neo RGB GPU : PALIT 4080 RTX GAMEROCKSSD : 250GB Samsung Evo 960 + 1TB WD 770 M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10LCD : LG 32GP850 32" + AOC 24G2U KEY : Roccat Vulcan 121 MOU : Logitech PRO X Superlight
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2277
- Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
- Reputation: 20
- Staðsetning: Grafarvogur
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Acer Predator XB271HU - Einhver með reynslu?
Alfa skrifaði:1440p í 27" er akkúrat sweetspot að mínu mati. Vill samt benda á að ef þú ert að nota þetta 560 GTX kort í undirskriftinni til að keyra hann þá mun það drulla á sig í 1440p Að mínu mati 1070 gtx lágmark fyrir 1440p í AAA leikjum.
Hehe þetta signature er frá 2011. Er með GTX 980 í dag
Er lítið í AAA leikjum þannig vonandi ætti þetta að duga
-
- Geek
- Póstar: 828
- Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
- Reputation: 108
- Staðsetning: Vestmannaeyjar
- Staða: Ótengdur
Re: Acer Predator XB271HU - Einhver með reynslu?
Plushy skrifaði:Það er víst ekki hægt að hafa G-Sync og 144hz í gangi á sama tíma og ULMB.
Finnst þér ULMB koma betur út eða í hvaða notkun er það hjá þér fremur en G-sync og 144hz?
Átti sambærilegan 1440p, GSync 144hz Asus skjá, nema hann var reyndar TN panel. Ég gat aldrei notað ULMB þó það væri ultra smooth af því allir leikir sem ég spilaði voru of dimmir, ss með brightness í botni gerði það samt ekki nóg. Svo ég notaði það aldrei. Kannski betra í þessum panel.
GSync sjálft var stundum til vandræða einnig, td í Pubg á sínum tíma, en það er broken í fullt af leikjum svo ég slökkti á því oftast einnig.
TOW : Be quiet! Pure Base 500DX PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B550 Gaming Edge Wifi CPU : AMD 5800X3D + EK-Nucleus AIO CR240 H2OMem : 32GB 3600Mhz G.Skill Neo RGB GPU : PALIT 4080 RTX GAMEROCKSSD : 250GB Samsung Evo 960 + 1TB WD 770 M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10LCD : LG 32GP850 32" + AOC 24G2U KEY : Roccat Vulcan 121 MOU : Logitech PRO X Superlight
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2277
- Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
- Reputation: 20
- Staðsetning: Grafarvogur
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Acer Predator XB271HU - Einhver með reynslu?
Alfa skrifaði:Plushy skrifaði:Það er víst ekki hægt að hafa G-Sync og 144hz í gangi á sama tíma og ULMB.
Finnst þér ULMB koma betur út eða í hvaða notkun er það hjá þér fremur en G-sync og 144hz?
Átti sambærilegan 1440p, GSync 144hz Asus skjá, nema hann var reyndar TN panel. Ég gat aldrei notað ULMB þó það væri ultra smooth af því allir leikir sem ég spilaði voru of dimmir, ss með brightness í botni gerði það samt ekki nóg. Svo ég notaði það aldrei. Kannski betra í þessum panel.
GSync sjálft var stundum til vandræða einnig, td í Pubg á sínum tíma, en það er broken í fullt af leikjum svo ég slökkti á því oftast einnig.
Já ULMB notar backlightið á skjánum til að ná fram þessari virkni og minnkar brightnessið alveg slatta. Kannski nýrri útgáfa með IPS Panel geri einhvern mun. Best yrði náttúrulega eins skjár með HDR tækni líka en slíkir skjáir eru ráááándýrir.
Re: Acer Predator XB271HU - Einhver með reynslu?
Ég er með 1070 kort og ég spila í 1920x1080 á mínum skjá, fæ auka 10-20fps með því. En ég elska að vinna myndir á skjánum, er með annan TN panel skjá hliðina á þessum og það er himinn og haf á milli þeirra.
Stærsti ókosturinn sem ég hef rekið mig á er að skjárinn vaggar svolítið á fætinum sem fylgir með, ef ég rétt rek mig í borðið þá fer hann af stað. Þetta pirrar mig samt ekki neitt, bara eitthvað sem ég hef tekið eftir.
Stærsti ókosturinn sem ég hef rekið mig á er að skjárinn vaggar svolítið á fætinum sem fylgir með, ef ég rétt rek mig í borðið þá fer hann af stað. Þetta pirrar mig samt ekki neitt, bara eitthvað sem ég hef tekið eftir.
Re: Acer Predator XB271HU - Einhver með reynslu?
Manager1 skrifaði:Stærsti ókosturinn sem ég hef rekið mig á er að skjárinn vaggar svolítið á fætinum sem fylgir með, ef ég rétt rek mig í borðið þá fer hann af stað. Þetta pirrar mig samt ekki neitt, bara eitthvað sem ég hef tekið eftir.
þetta einmitt var alltaf að trufla mig þangað til ég setti borðið alveg þétt upp að veggnum sem gerði borðið sjálft mjög stöðugt... en þá gat ég ekki sett snúrurnar á bakvið borðið... svo ég setti svona gæja sem maður setur undir húsgögn á bakvið borðplötuna, nógu marga til að þykkasta snúran komist á bakvið, svo ýti ég borðinu aftur þétt að veggnum og þá er það alveg rock steady og snúrurnar komast líka á bakvið
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2277
- Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
- Reputation: 20
- Staðsetning: Grafarvogur
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Acer Predator XB271HU - Einhver með reynslu?
Ég fæ skjáinn ómögulega að fara í 144hz eða 165hz eða G-Sync. Núna eru öll forrit föst á aukaskjánum en get ekki fært músina yfir a þann skjá til að reyna breyta neinu.
Hjálp?
EDIT: Þetta tókst á endanum.
EDIT2: Um leið og ég tengi annan skjáinn þá dettur Acer-inn úr G-sync niður í 60hz - er það eðlilegt?
Hjálp?
EDIT: Þetta tókst á endanum.
EDIT2: Um leið og ég tengi annan skjáinn þá dettur Acer-inn úr G-sync niður í 60hz - er það eðlilegt?
Re: Acer Predator XB271HU - Einhver með reynslu?
er hann ekki örugglega main skv. nvidia control (hægri klikk á desktop)?