Aðstoð við að velja myndavél

Skjámynd

Höfundur
g0tlife
1+1=10
Póstar: 1177
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
Reputation: 166
Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
Staða: Ótengdur

Aðstoð við að velja myndavél

Pósturaf g0tlife » Fim 23. Ágú 2018 08:25

Mig langar að kaupa mér myndavél en ég er alveg týndur hvað skal velja. Flakka á milli búða og verðið flakkar um 20 - 100 þúsund með því. Væntanlega vegna starfsmanna og hvernig þeir túlka mig.

Þess vegna kem ég til ykkar og ætla bara telja upp hvað ég myndi vera nota myndavélina í og með hverju þið mælið með.

Ferðalög, er að tala um myndir af náttúru og þess háttar
Fjölskyldan, langar að geta haft hana með mér í matarboðum, hátíðum til að eiga
Væri líka til í að nota hana í smá frumkvöðlavinnu en ekkert forsíða DV myndartaka.

Vil að hún endist í eitthvern góðan tíma og er ekki of mikið vesen að ferðast með hana.

Ég er maðurinn sem eyðir frekar aðeins meira fyrir töluvert betra heldur en hina áttina.

P.S.

Ég veit ekki neitt um myndavélar, first time


Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''

My CPU's Hot But My Core Runs Cold


benony13
has spoken...
Póstar: 160
Skráði sig: Sun 11. Okt 2015 21:28
Reputation: 19
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við að velja myndavél

Pósturaf benony13 » Fim 23. Ágú 2018 10:02

Viltu útskiptanlega linsu ?
Ef ekki þá myndi ég skoða sony rx100 línuna. Hún er virkilega góð, mjög lítil og með frábærri linsu.
Ég myndi skoða mark3 eða hærra.
Gallinn við rx100 línuna er að hún er smá dýr.

Ef þú vilt með útskiptanlega linsu þá myndi ég skoða eos m100.
Hún er mjög notendavæn, frábær gæði og með snertiskjá og mjög góðum auto focus.
Gallinn er að það er ekki viewfinder en það er ekki must fyrir alla.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6377
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 459
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við að velja myndavél

Pósturaf worghal » Fim 23. Ágú 2018 10:04

það væri fínt að sjá hvað þú ert með í budget.
ég á eina svona https://www.netverslun.is/Myndavelar-og ... 819.action
og hún er frábær í allt, en verðið er frekar hátt.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

Haukursv
has spoken...
Póstar: 153
Skráði sig: Þri 29. Maí 2012 12:10
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við að velja myndavél

Pósturaf Haukursv » Fim 23. Ágú 2018 10:34

Ef þú þarft ekki útskiptanlega linsu myndi ég skoða Sony RX100 línuna eða Fuji x100f. Ef þú vilt geta skipt út linsu (gott fyrir landslag og margt annað en gerir myndavélina yfirleitt töluvert stærri) mæli ég með Sony a6000-a6300 eða Fuji x-t20 eða fuji xt100. Full disclosure ég er mikill Fuji maður en Sony er líka frábært merki.


i7-4790K | Asus GTX 970 | Asus Z97 Sabertooth | Zalman CNPS7X | 16GB Crucial DDR3 | 250gb Samsung EVO | Seagate 2TB HDD | Antec 750W modular | NZXT H230 | Logitech G710+ | Steelseries Rival | Benq xl2411z | Benq gl2450


linenoise
spjallið.is
Póstar: 411
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 16:35
Reputation: 76
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við að velja myndavél

Pósturaf linenoise » Fim 23. Ágú 2018 10:36

Það væri fróðlegt að vita hvað það er sem böggar þig við farsímamyndavélina nógu mikið til að þú viljir fá þér nýja græju sérstaklega til að taka myndir. Það myndi aðstoða við að átta sig á hverjar þarfirnar eru.




Zorba
spjallið.is
Póstar: 450
Skráði sig: Fös 09. Feb 2007 16:04
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við að velja myndavél

Pósturaf Zorba » Fim 23. Ágú 2018 12:48

Sælir.

Get selt þér þessa á góðu verði

https://www.dpreview.com/reviews/canon- ... -mark-ii/2

Hún er nokkurra mánaða gömul og mjög lítið notuð. Í ábyrgð hjá origo




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við að velja myndavél

Pósturaf Tbot » Fim 23. Ágú 2018 13:03

Það eru nokkrar vangaveltur.

Viltu hafa möguleika á útskiptanlegi linsu.
DSLR eða ekki
einhvert merki frekar en annað.

Þannig að allt snýst þetta um peninga.

Er með Canon DSLR vél, amatör gerð sem skilar ágætismyndum.
DSLR vélar eru alltaf betri en símavélarnar þegar birtuskilyrði versna.

http://www.ljosmyndakeppni.is/
Í spjallinu eru oft notaðar vélar til sölu.



Skjámynd

Höfundur
g0tlife
1+1=10
Póstar: 1177
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
Reputation: 166
Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við að velja myndavél

Pósturaf g0tlife » Fim 23. Ágú 2018 13:51

linenoise skrifaði:Það væri fróðlegt að vita hvað það er sem böggar þig við farsímamyndavélina nógu mikið til að þú viljir fá þér nýja græju sérstaklega til að taka myndir. Það myndi aðstoða við að átta sig á hverjar þarfirnar eru.



Aðalega hversu mikið gæðin hverfa þegar zoomað er og þegar tekið er mynd af einhverju á hreyfingu t.d. hundinum mínum. Hef verið labba mikið með hann og sjá alveg frábær ''kódak móment'' en síminn ræður ekki við fjarlægðina/birtuna oft


Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''

My CPU's Hot But My Core Runs Cold

Skjámynd

Höfundur
g0tlife
1+1=10
Póstar: 1177
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
Reputation: 166
Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við að velja myndavél

Pósturaf g0tlife » Fim 23. Ágú 2018 13:56

benony13 skrifaði:Viltu útskiptanlega linsu ?

Haukursv skrifaði:Ef þú þarft ekki útskiptanlega linsu

Tbot skrifaði:Það eru nokkrar vangaveltur.



Er þá ekkert mál að ferðast með hana í göngur og ferðalög ?
Hvað þyrfti þá standard maður eins og ég margar linsur ?

Ég var alveg búinn að reikna með yfir 100+ í verði


Zorba skrifaði:Get selt þér þessa á góðu verði


Skal athuga hjá þér þegar ég veit hvað ég þarf


Takk samt fyrir svör


Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''

My CPU's Hot But My Core Runs Cold


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við að velja myndavél

Pósturaf Tbot » Fim 23. Ágú 2018 14:53

g0tlife skrifaði:

Er þá ekkert mál að ferðast með hana í göngur og ferðalög ?
Hvað þyrfti þá standard maður eins og ég margar linsur ?




Spegilvélar með linsum geta vegið nokkur kíló, boddý og linsa/linsur, zoom linsur vega ágætlega.

Það er náttúrulega aðeins meiri fyrirhöfn að vera með stærri vélar.

Fjöldi linsa er persónubundið.
góðar zoom linsum orginal kosta frá c.a 200 þús upp í 500. Aðrir aðilar eins og Tamron eru ódýrari.

Ef þú getur fengið DSLR vél lánaða, þá skaltu gera það til að prófa. Bæði til að sjá gæði mynda og fyrirferð.




KristinnK
Gúrú
Póstar: 564
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Reputation: 94
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við að velja myndavél

Pósturaf KristinnK » Fim 23. Ágú 2018 19:00

Málið er að það er tvennt nokkuð ólíkt myndavél sem henntar (a) í ferðalög, og (b) að taka myndir af hundi. Í fyrra tilvikinu henntar best mjög litlar vélar með áfastar linsur eins og Sony RX100 eða Canon G-eitthvað X vélarnar. En til að taka myndir af dýri sem hleypur um hratt þarftu (1) hratt fókus kerfi sem nær að fylgja hreyfingu hundsins og (2) stórt ljósop til að geta notað stuttan ljóssöfnunartíma til að fá ekki hreyfða mynd. Til þess eru myndavélar með útskiptanlegum linsum bestar.

Ég veit svosem ekki hversu miklu þú vilt eyða, en fyrir seinni notkunarháttinn myndi ég mæla með sem lágmark hálfgamalli x00D Canon vél (550D eða nýrri), og nota með henni 18-135mm linsu (USM útgáfuna, hún fókuserar mun hraðar en hinar). Með þeirri linsu getur þú ,,zoomað" frá aðeins víðari en hvernig símamyndvélar eru út í eitthvað þar sem þú getur tekið myndir af hundinum í ca. 20 metra fjarlægð að giska. Þú færð linsuna á eBay fyrir um 300 dali notaða með sendingarkostnaði (um 40 þús. komin heim) eða 340 nýja. Canon 550D vél færð þú fyrir um 15 þúsund (notaða) með sendingarkostnaði, eða um 20 þúsund komið heim. Þannig um 60 þúsund í allt. Ég myndi svo ekki mæla með því að kaupa neitt flottara fyrr en þú hefur notað þetta í einhvern tíma. Bæði veistu þá betur hvað það sem er þú þarft/vilt og svo hins vegar veistu að þú munt nota það og ert ekki að kaupa eitthvað fyrir jafnvel hundruðir þúsunda og notar aldrei.


AMD Ryzen 5 5600X | 2x16GB DDR4 | 1TB Sata SSD | AMD Radeon RX 580


benony13
has spoken...
Póstar: 160
Skráði sig: Sun 11. Okt 2015 21:28
Reputation: 19
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við að velja myndavél

Pósturaf benony13 » Fim 23. Ágú 2018 20:06

KristinnK skrifaði:Málið er að það er tvennt nokkuð ólíkt myndavél sem henntar (a) í ferðalög, og (b) að taka myndir af hundi. Í fyrra tilvikinu henntar best mjög litlar vélar með áfastar linsur eins og Sony RX100 eða Canon G-eitthvað X vélarnar. En til að taka myndir af dýri sem hleypur um hratt þarftu (1) hratt fókus kerfi sem nær að fylgja hreyfingu hundsins og (2) stórt ljósop til að geta notað stuttan ljóssöfnunartíma til að fá ekki hreyfða mynd. Til þess eru myndavélar með útskiptanlegum linsum bestar.

Ég veit svosem ekki hversu miklu þú vilt eyða, en fyrir seinni notkunarháttinn myndi ég mæla með sem lágmark hálfgamalli x00D Canon vél (550D eða nýrri), og nota með henni 18-135mm linsu (USM útgáfuna, hún fókuserar mun hraðar en hinar). Með þeirri linsu getur þú ,,zoomað" frá aðeins víðari en hvernig símamyndvélar eru út í eitthvað þar sem þú getur tekið myndir af hundinum í ca. 20 metra fjarlægð að giska. Þú færð linsuna á eBay fyrir um 300 dali notaða með sendingarkostnaði (um 40 þús. komin heim) eða 340 nýja. Canon 550D vél færð þú fyrir um 15 þúsund (notaða) með sendingarkostnaði, eða um 20 þúsund komið heim. Þannig um 60 þúsund í allt. Ég myndi svo ekki mæla með því að kaupa neitt flottara fyrr en þú hefur notað þetta í einhvern tíma. Bæði veistu þá betur hvað það sem er þú þarft/vilt og svo hins vegar veistu að þú munt nota það og ert ekki að kaupa eitthvað fyrir jafnvel hundruðir þúsunda og notar aldrei.



Ég er sammála þessu, að megninu til.
Ég myndi frekar skoða speglalaust kerfi. Þá þykir mér eos m kerfið notendavænast. Þar færðu létt og meðferðanlegt combo sem er fært í flest allt.

Ég myndir EKKI mæla með DSLR nema þú ert að fara skjóta fljúgandi fulgla eða íþróttir í háum gæðaflokki.

DSLR er þungt og fyrirferðamikið. Færð meira fyrir peninginn að mínu mati með mirrorless.

Fuji er líka gott en ég hef persónulega ekki verið ánægður með það (hef átt 3 vélar)

Sony hef ég heyrt góða hluti en aldrei átt neitt

Olympus/panasonic hafa gert geggjaðar vélar og mikið fyrir peninginn en lélegt umboð og lítill markaður hér á landi.

Nikon gerir ekki almennilega mirrorless (Nema þessar sem þeir tilkynntu í dag)



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 754
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 179
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við að velja myndavél

Pósturaf russi » Fim 23. Ágú 2018 21:00

Ég myndi alltaf segja þér að fara í Mirrorless, hef myndaðí 15 ár og tek reglulega að mér borguð verkefni. Í dag er ég með Fuji og er mjög sáttur, það reyndar tók alveg 6-8 mánuði fyrir mig að taka hana alveg sátt en áður var ég með Canon DSLR vélar. Ástæðan afhverju ég segir mirrorless er sú að þessar vélar eru minni en DSLR og eru í velflestum tilvikum búin að ná DSLR í gæðum, ég var löngu hættur að nenna að vera með þessar vélar með mér, allt annað í dag eftri að ég fékk mér Mirrorless,
Varðandi Fuji þá sér í lagi X-T2(sem er fáranlegu góðu verði í dag en er fyrir utan þitt budget) og XPro2 þá eru þær svona alvöru nördavélar.
X-T20 er skemmtileg og sérstaklega fín í Auto sem síðan gefur þér tækifæri á að lesa fælana og læra á því og fara kannski meira útí það að stillar vélina fyrir myndatökur. Þessi Auto fídus á auðvitað við flerri týpur af vélum.

Ég er mjög spenntur fyrir nýju Mirrorless vélinni frá Canon sem heitir M50 og er hægt að fá þægilegan startpakka fyrir hana 105k í Origo og Beco. Canon eru líka með þægilegt viðmót og fólk oftast nokkuð snöggt að vera ágæt að brúka þær vélar.

Svo má líka skoða Sony vélarnar, hef aðeins unnið með þær og þær voru skemmtilegar að mér fannst, hefði samt viljað fá meiri tíma með þessar háttar grip til að geta dæmt almennilega um það.

Svo þegar þú ert kominn með vél er bara að læra Rule of Thirds regluna og um gullinssið(Golden ratio) í myndatökum og þú ferð að skila af þér fínustu römmum á augabragði



Skjámynd

Hauxon
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við að velja myndavél

Pósturaf Hauxon » Fös 24. Ágú 2018 09:43

Fuji X-T2 boddí er á sumartilboði á 99.900 + vsk hjá Ljósmyndavörum sem er sennilega besta verð í heiminum á nýrri X-T2 (á meðan byrgðir endast). Ekki svo langt síðan ég keypti mína á nærri 200 þúsund. Vélin er á útsölu núna þar sem X-T3 er handan við hornið. Hins vegar er X-T2 svo rosalega fín vél að ég reikna ekki með að fara í X-T3 þegar hún kemur út.

Þú þarft svo að finna þér linsur sem geta bæði verið ódýrar og dýrar eftir því hvað þú kaupir en ólíkt Canon/Nikon/Sony eru ódýru Fuji linsurnar góðar. Kit linsan (XF 18-55/2.8-4) er líklega besta kit linsan frá öllum framleiðendum. Ég tók þessa mynd með kit linsunni í vinnuferð til Parísar fyrir nokkrum árum. Beið eftir sólsetrinu áður en ég fór upp á þak á Tour Montparnasse byggingunni. Þá tók ég bara 18-55 og 35/1.4 með mér og gat sett allt saman í mjög litla tösku.

Mynd
https://www.flickr.com/photos/hauxon/8657660085/in/photolist-ec3LHt-rv2iJ

Hrannar