Tillögur fyrir góða menntaskóla fartölvu


Höfundur
Logi Tech
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Fim 16. Ágú 2018 20:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Tillögur fyrir góða menntaskóla fartölvu

Pósturaf Logi Tech » Fim 16. Ágú 2018 21:22

Komið þið sæl,

Ákvað að hjálpa mömmu minni í leit að fartölvu fyrir menntaskólatengt nám sem hefst í September en það gengur ekkert svakalega vel eins og er. Hún vill að fartölvan hafi Numpad sem er skiljanlegt en ég er í erfiðleikum að finna góða fartölvu með numpad á sanngjörnu verði. Er frekar sveigjanlegur með framleiðanda og gerð en það verður að vera Windows. Budgetið er um 90k til 120k. Ef einhver hefur upplýsingar eða tillögur um þetta máli væri það vel þegið :happy.

Speccin sem ég er að spá í:

250GB SSD - ekkert minna en það
8GB eða 16GB DDR4 RAM - veit ekki hvort munurinn á DDR3 og DDR4 skiptir máli fyrir skólafartölvu svo ég er með opin huga
i5 eða i7 örgjörva
15.6" skjástærð - editaði þennan innlegg því skjástærð skiptir henni litlu máli
Numpad
Síðast breytt af Logi Tech á Fös 17. Ágú 2018 12:48, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

methylman
vélbúnaðarpervert
Póstar: 919
Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 00:39
Reputation: 17
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tillögur fyrir góða menntaskóla fartölvu

Pósturaf methylman » Fim 16. Ágú 2018 21:27

USB numpad ;-)


Ekki treysta því að fólk skilji þig þó að það setji upp gáfulegan svip og segji já.

Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tillögur fyrir góða menntaskóla fartölvu

Pósturaf audiophile » Fös 17. Ágú 2018 08:14

Held að það sé mjög erfitt að finna 13-14" með numpad í dag. Held það finnist aðallega á 15" vélum. Utanáliggjandi USB numpad væri lausnin ef hún vill ekki fara í svo stóra vél.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tillögur fyrir góða menntaskóla fartölvu

Pósturaf Viktor » Fös 17. Ágú 2018 09:27

Það eru ekki til 13" fartölvur með numpad.

Hún er að leita að 15" vél ef hún er að leita að vél með numpad. Þetta eru líka fáránlega miklar kröfur fyrir 90K budgetið :happy

Er það ekki aðallega Asus sem eru að smíða ágætlegar góðar vélar svona ódýrt?

https://www.att.is/product/asus-x542ua-dm491r-fartolva


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Hizzman
Geek
Póstar: 836
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Tillögur fyrir góða menntaskóla fartölvu

Pósturaf Hizzman » Fös 17. Ágú 2018 10:29

þráðlaus numpad með góðum hnöppum




Fungus
Fiktari
Póstar: 74
Skráði sig: Mán 06. Feb 2017 11:38
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Tillögur fyrir góða menntaskóla fartölvu

Pósturaf Fungus » Fös 17. Ágú 2018 12:34

Heya!

Er með Acer Aspire E5-575G-78RL fartölvu sem ég vil selja.
Getur skoðað specca hérna: https://www.acer.com/datasheets/2016/4876/E5-575G/NX.GDZED.008.html

Hún er með 256 GB SSD (SATA), i7-6500U (2ja kjarna), 16 GB DDR4 (var 8 GB, uppfærði í 16) og með numpad. Kemur með Windows, myndi þá strauja hana fyrir afhendingu.

Hún er keypt í Tölvutek ágúst/september 2016 og er því að renna út á ábyrgð. Tölvan er í góðu ástandi og hefur nýst mér vel. Ástæða sölu er að ég vil uppfæra í Macbook seinna í haust.

Upprunalegt verð var í kringum 130 þús.kr. (mér sýnist að þessi hafi komið í staðinn fyrir hana á þessu verðbili https://tolvutek.is/vara/acer-aspire-5- ... olva-svort).

Ég held að sanngjarnt verð væri í kringum 50 þús.kr. enda orðin tveggja ára og ábyrgð að renna út.

Ef þú hefur áhuga sendu mér endilega skilaboð með tilboði :-)




Höfundur
Logi Tech
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Fim 16. Ágú 2018 20:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Tillögur fyrir góða menntaskóla fartölvu

Pósturaf Logi Tech » Fös 17. Ágú 2018 12:38

Sallarólegur skrifaði:Það eru ekki til 13" fartölvur með numpad.

Hún er að leita að 15" vél ef hún er að leita að vél með numpad. Þetta eru líka fáránlega miklar kröfur fyrir 90K budgetið :happy

Er það ekki aðallega Asus sem eru að smíða ágætlegar góðar vélar svona ódýrt?

https://www.att.is/product/asus-x542ua-dm491r-fartolva


Jú þetta er frekar miklar kröfur meðað við budgetið en ef maður leitar nóg þá er alltaf einhver tölva sem passar frekar vel inn í speccin og upphæð. Þessi fartölva sem þú linkaðir lítur bara vel út, er ekki bara sniðugt að kaupa hana bara?




Höfundur
Logi Tech
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Fim 16. Ágú 2018 20:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Tillögur fyrir góða menntaskóla fartölvu

Pósturaf Logi Tech » Fös 17. Ágú 2018 12:45

Fungus skrifaði:Heya!

Er með Acer Aspire E5-575G-78RL fartölvu sem ég vil selja.
Getur skoðað specca hérna: https://www.acer.com/datasheets/2016/4876/E5-575G/NX.GDZED.008.html

Hún er með 256 GB SSD (SATA), i7-6500U (2ja kjarna), 16 GB DDR4 (var 8 GB, uppfærði í 16) og með numpad. Kemur með Windows, myndi þá strauja hana fyrir afhendingu.

Hún er keypt í Tölvutek ágúst/september 2016 og er því að renna út á ábyrgð. Tölvan er í góðu ástandi og hefur nýst mér vel. Ástæða sölu er að ég vil uppfæra í Macbook seinna í haust.

Upprunalegt verð var í kringum 130 þús.kr. (mér sýnist að þessi hafi komið í staðinn fyrir hana á þessu verðbili https://tolvutek.is/vara/acer-aspire-5- ... olva-svort).

Ég held að sanngjarnt verð væri í kringum 50 þús.kr. enda orðin tveggja ára og ábyrgð að renna út.

Ef þú hefur áhuga sendu mér endilega skilaboð með tilboði :-)

Tölvan þín lítur vel út og ekki mundi ég hika við að kaupa hana á þessu verði en því miður verð ég að hafna. Hún vill frekar fara í nýja fartölvu beint út búð með ábyrgð og svoddan. Þakka þér kærlega fyrir boðið samt :japsmile



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tillögur fyrir góða menntaskóla fartölvu

Pósturaf Viktor » Fös 17. Ágú 2018 12:59

Logi Tech skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Það eru ekki til 13" fartölvur með numpad.

Hún er að leita að 15" vél ef hún er að leita að vél með numpad. Þetta eru líka fáránlega miklar kröfur fyrir 90K budgetið :happy

Er það ekki aðallega Asus sem eru að smíða ágætlegar góðar vélar svona ódýrt?

https://www.att.is/product/asus-x542ua-dm491r-fartolva


Jú þetta er frekar miklar kröfur meðað við budgetið en ef maður leitar nóg þá er alltaf einhver tölva sem passar frekar vel inn í speccin og upphæð. Þessi fartölva sem þú linkaðir lítur bara vel út, er ekki bara sniðugt að kaupa hana bara?


Farið í búðina og prufið lyklaborðið og touchpadið og sjáið hvernig ykkur lýst á.

Ekki skrifa tvö innlegg í röð, getur notað "edit" takkann. Ef þú ferð í "Allir möguleikar & Forskoða" þá geturðu bætt við fleiri tilvitnunum með því að skrolla niður og smella á " hnapp við innlegg.-ið í SKOÐA ÞRÁÐ glugganum fyrir neðan.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1262
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Ótengdur

Re: Tillögur fyrir góða menntaskóla fartölvu

Pósturaf Njall_L » Fös 17. Ágú 2018 13:04

Myndi benda þér á að nota laptop.is við að leita eftir þeim spekkum sem þú vilt, mjög þæginleg síða til að sjá úrval og bera saman verð á milli verslana.

Ef þú setur inn þá spekka sem þú gerir kröfu um (i5-i7, FHD, 8GB< RAM, 256GB< SSD) þá koma upp töluvert margar tölvur, bæði 14" og 15.6" frá 89.990kr. Getur skoðað síuna sem ég notaði beint hérna: https://goo.gl/kc5rAK


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tillögur fyrir góða menntaskóla fartölvu

Pósturaf Viktor » Fös 17. Ágú 2018 13:08

Njall_L skrifaði:Myndi benda þér á að nota laptop.is við að leita eftir þeim spekkum sem þú vilt, mjög þæginleg síða til að sjá úrval og bera saman verð á milli verslana.

Ef þú setur inn þá spekka sem þú gerir kröfu um (i5-i7, FHD, 8GB< RAM, 256GB< SSD) þá koma upp töluvert margar tölvur, bæði 14" og 15.6" frá 89.990kr. Getur skoðað síuna sem ég notaði beint hérna: https://goo.gl/kc5rAK


Góður punktur, líklega er besta dílinn að finna þarna:

https://www.tolvutek.is/vara/lenovo-ide ... olva-svort


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Tillögur fyrir góða menntaskóla fartölvu

Pósturaf pepsico » Fös 17. Ágú 2018 14:31

Vil benda á að Lenovo Ideapad eru með talsvert minni batterý en gengur og gerist tölvur.




Höfundur
Logi Tech
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Fim 16. Ágú 2018 20:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Tillögur fyrir góða menntaskóla fartölvu

Pósturaf Logi Tech » Fös 17. Ágú 2018 15:44

Sallarólegur skrifaði:
Njall_L skrifaði:Myndi benda þér á að nota laptop.is við að leita eftir þeim spekkum sem þú vilt, mjög þæginleg síða til að sjá úrval og bera saman verð á milli verslana.

Ef þú setur inn þá spekka sem þú gerir kröfu um (i5-i7, FHD, 8GB< RAM, 256GB< SSD) þá koma upp töluvert margar tölvur, bæði 14" og 15.6" frá 89.990kr. Getur skoðað síuna sem ég notaði beint hérna: https://goo.gl/kc5rAK


Góður punktur, líklega er besta dílinn að finna þarna:

https://www.tolvutek.is/vara/lenovo-ide ... olva-svort
Njall_L skrifaði:Myndi benda þér á að nota laptop.is við að leita eftir þeim spekkum sem þú vilt, mjög þæginleg síða til að sjá úrval og bera saman verð á milli verslana.

Ef þú setur inn þá spekka sem þú gerir kröfu um (i5-i7, FHD, 8GB< RAM, 256GB< SSD) þá koma upp töluvert margar tölvur, bæði 14" og 15.6" frá 89.990kr. Getur skoðað síuna sem ég notaði beint hérna: https://goo.gl/kc5rAK

Fann tvær fartölvur með hjálp laptop.is (frábær vefsíða btw) sem mér líst frekar vel á: https://www.tolvutek.is/vara/acer-aspir ... olva-svort og https://www.computer.is/is/product/fart ... g-256g-w10 Verðið er kannski aðeins meira en budgetið en það skiptir ekkert svaka máli. Vill bara finna best bang for the buck fartölvu en samt með mid-tier spekk. Kannski þessi Lenovo fartölva sem ég linkaði hérna sé bara málið. Hvað finnst ykkur? Hún er með hellaðann örgjörfa og nóg og gott RAM. Veit ekki með batterý-ið en það skiptir ekkert svaka miklu máli.

Sallarólegur skrifaði:
Logi Tech skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Það eru ekki til 13" fartölvur með numpad.

Hún er að leita að 15" vél ef hún er að leita að vél með numpad. Þetta eru líka fáránlega miklar kröfur fyrir 90K budgetið :happy

Er það ekki aðallega Asus sem eru að smíða ágætlegar góðar vélar svona ódýrt?

https://www.att.is/product/asus-x542ua-dm491r-fartolva


Jú þetta er frekar miklar kröfur meðað við budgetið en ef maður leitar nóg þá er alltaf einhver tölva sem passar frekar vel inn í speccin og upphæð. Þessi fartölva sem þú linkaðir lítur bara vel út, er ekki bara sniðugt að kaupa hana bara?


Farið í búðina og prufið lyklaborðið og touchpadið og sjáið hvernig ykkur lýst á.

Ekki skrifa tvö innlegg í röð, getur notað "edit" takkann. Ef þú ferð í "Allir möguleikar & Forskoða" þá geturðu bætt við fleiri tilvitnunum með því að skrolla niður og smella á " hnapp við innlegg.-ið í SKOÐA ÞRÁÐ glugganum fyrir neðan.


Jamm fæ mömmu til að prufa allar fartölvurnar áður en hún kaupir þær en hún mun ekkert nota touchpadið því hún ætlar að nota mús svo það skiptir litlu máli. Nýtti mér líka þennan fjölinnleggja möguleika, miklu þægilegra. Takk :)