Að fella stórar aspir

Athvarf handlagna heimilisnördsins

Höfundur
elri99
has spoken...
Póstar: 170
Skráði sig: Þri 05. Apr 2011 16:45
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Að fella stórar aspir

Pósturaf elri99 » Mið 01. Ágú 2018 16:41

Er með tvær mjög stórar aspir sem þurfa að fara. Vitiði um einhvern sem tekur að sér að fella og fjarlægja tré fyrir sanngjarnan aur?



Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Að fella stórar aspir

Pósturaf Halli25 » Fim 02. Ágú 2018 11:03

ég myndi mæla með að bíða með þetta til næsta vors, lang best að fella þær þegar laufið er nýkomið. þá er öll orkan hjá trénu farin í laufgun og ekkert eftir í rótunum... nema þú viljir elta rótarskot útum allt næstu árin :)


Starfsmaður @ IOD

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16573
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2136
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Að fella stórar aspir

Pósturaf GuðjónR » Fim 02. Ágú 2018 11:26

Hugsa að allar garðaþjónustur geri þetta fyrir þig.
Ég hef einu sinni fellt ösp, það var ekkert stórmál fyrr en kom að rótinni sem þurfti að fjarlægja.




Frussi
Tölvutryllir
Póstar: 625
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: Að fella stórar aspir

Pósturaf Frussi » Fim 02. Ágú 2018 14:37

Trjáprýði sér einmitt um að fella stórar aspir, mæli með


Ryzen 9 5900x // X470 Aorus Gaming // RTX4080 Super // 48 GB 3200MHz // 32" G5 165hz


pegasus
Ofur-Nörd
Póstar: 215
Skráði sig: Sun 19. Ágú 2012 00:09
Reputation: 13
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að fella stórar aspir

Pósturaf pegasus » Fös 03. Ágú 2018 10:44

Húsfélagið mitt fékk tilboð frá Hreinum Görðum síðasta sumar í að fella nokkur tré í garðinum. Við tókum því og vorum ánægð með vinnuna.



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 761
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 179
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Að fella stórar aspir

Pósturaf russi » Fös 03. Ágú 2018 17:40

Halli25 skrifaði:ég myndi mæla með að bíða með þetta til næsta vors, lang best að fella þær þegar laufið er nýkomið. þá er öll orkan hjá trénu farin í laufgun og ekkert eftir í rótunum... nema þú viljir elta rótarskot útum allt næstu árin :)


Einhver sagði mér það að hægt sé að að koma í veg fyrir rótarskot á öspum sé best að byrja árið á undan, það fólst í sér að flétta börkkinn af í nokkur skipti og svo er tréið fellt.

Sem segir manni eitt, fáðu fagmenn í þetta




Televisionary
FanBoy
Póstar: 708
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

Re: Að fella stórar aspir

Pósturaf Televisionary » Fös 03. Ágú 2018 18:34

Það tók 2 sumur fyir aspirnar að drepast hjá mér, berkinum var flett af og svo var bara að bíða.

Við fengum tilboð upp á 100 þúsund kall per tré hjá mér datt ekki í hug að taka því. Einn aðili sendi mér tölvupóst svo tveimur árum seinna þegar ég hafði sent honum línu og beðið um tilboð. Þið getið ímyndað ykkur hvort hann hafi fengið verkið.


russi skrifaði:
Halli25 skrifaði:ég myndi mæla með að bíða með þetta til næsta vors, lang best að fella þær þegar laufið er nýkomið. þá er öll orkan hjá trénu farin í laufgun og ekkert eftir í rótunum... nema þú viljir elta rótarskot útum allt næstu árin :)


Einhver sagði mér það að hægt sé að að koma í veg fyrir rótarskot á öspum sé best að byrja árið á undan, það fólst í sér að flétta börkkinn af í nokkur skipti og svo er tréið fellt.

Sem segir manni eitt, fáðu fagmenn í þetta
Síðast breytt af Televisionary á Lau 11. Ágú 2018 17:27, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Að fella stórar aspir

Pósturaf Halli25 » Þri 07. Ágú 2018 13:31

russi skrifaði:
Halli25 skrifaði:ég myndi mæla með að bíða með þetta til næsta vors, lang best að fella þær þegar laufið er nýkomið. þá er öll orkan hjá trénu farin í laufgun og ekkert eftir í rótunum... nema þú viljir elta rótarskot útum allt næstu árin :)


Einhver sagði mér það að hægt sé að að koma í veg fyrir rótarskot á öspum sé best að byrja árið á undan, það fólst í sér að flétta börkkinn af í nokkur skipti og svo er tréið fellt.

Sem segir manni eitt, fáðu fagmenn í þetta

Fékk fagmann og hann gerði þetta fyrir mig um vor um leið og laufgun hafði nýlega kláraast og voila engin rótarskot, gerði ekkert árið undan.


Starfsmaður @ IOD

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16573
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2136
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Að fella stórar aspir

Pósturaf GuðjónR » Þri 07. Ágú 2018 14:16

Ef það er afgangur af rótinni eftir að öspin er felld þá geturðu nelgt kopar nagla eða fleig til að drepa restina.
Það er líka hægt að drepa tré með kopar.



Ef þú nennir ekki að bíða þá er hægt að kveikja í stubbnum.



Ef öspin hjá nágrannanum er að vaxa inn í garðinn þinn eða blocka útsýni og hann með dólg og stæla þá er auðvelt að smella koparnagla í tréð, því nær rót því betra.
Koparnaglar fást í öllum byggingavöruverslunum og líka online, einn nagli dugar víst til að drepa tré:

Next door they have an elm tree that keeps throwing up starts in my yard, Ive tried everything to stop it but heard that copper is deadly to a tree, so copper nail in the root in my yard = dead tree.


https://www.amazon.com/Copper-Nails-Kil ... B07BGD5952



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2583
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 479
Staða: Ótengdur

Re: Að fella stórar aspir

Pósturaf Moldvarpan » Þri 07. Ágú 2018 14:50

Gott að vita þetta með að kopar drepur tré og rætur :twisted:

Ég vissi það ekki.




frr
Ofur-Nörd
Póstar: 210
Skráði sig: Þri 01. Ágú 2006 14:59
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Að fella stórar aspir

Pósturaf frr » Fim 09. Ágú 2018 12:28

Ég notaði koparnagla og það virtist svínvirka. Það er um 10 ár síðan.



Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Að fella stórar aspir

Pósturaf Halli25 » Fim 09. Ágú 2018 13:26

Kopar virkar ekki skv. garðyrkjufræðingum \:D/


Starfsmaður @ IOD


Televisionary
FanBoy
Póstar: 708
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

Re: Að fella stórar aspir

Pósturaf Televisionary » Lau 11. Ágú 2018 17:22

Við vorum með 3 aspir hérna i garðinum hjá okkur sem hafa farið í taugarnar á okkur síðan við fluttum inn.

Eftir að hafa flett af þeim trjáberkinum og látið þær standa í tæp 2 ár, þær voru ekki dauðar eftir fyrsta sumarið. Þær tóku svo ekkert við sér núna í vor.

Nú var loksings ákveðið að ganga í það að fella þær. Leigði sög fyrir 7 þúsund í Byko og fékk pabba gamla með mér í þetta. Þetta tók einhverja 3 tíma að fella þær. Ég sagaði þær niður í búta. Fékk svo tilboð í hreinsunina úr garðinum á 15 þúsund, það komu hérna þrír vaskir menn og hreinsuðu þetta upp á 50 mínútum (FB vinna með litlum fyrirvara).

Heildarkostnaður á þessu var s.s. 22 þúsund krónur.

Er ekki viss um að þú fáir einhvern sanngjarnan og eða einhvern sem mætir þegar hann segist ætla að mæta.

[*]Þær voru kannski einhverjar 8-9 metrar á hæðina.

elri99 skrifaði:Er með tvær mjög stórar aspir sem þurfa að fara. Vitiði um einhvern sem tekur að sér að fella og fjarlægja tré fyrir sanngjarnan aur?