Hitti bróðir minn á föstudag og hann sýndi mér mánaðar gamla símann sinn sem var með tvíbrotinn skjá, ég sýndi honum stoltur símann minn og sagði „ekki rispa og keyptur árið 2011“, til að gera langa sögu stutta þá missti ég símann áður en dagurinn var liðinn og skemmdi skjáinn.

Ég veit það er löngu kominn tími á uppfærslu, en þetta var samt ekki endirinn sem ég vildi sjá eftir allan þennan tíma, eitt jinx og búmm!
Lumar einhver á gömlum iphone 4s sem er ekki í notkun? skiptir ekki máli þótt glerið sé brotið og takkar og batterí ónýtt, í raun má allt vera ónýtt nema lcd skjárinn, myndi þá rífa hann í sundur og svissa skjám.
Hef áður rifið hann í sundur og skipt um batterý og power takka.